Morgunblaðið - 14.02.1998, Page 44

Morgunblaðið - 14.02.1998, Page 44
44 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson fædd- ist á Akranesi 2. október 1942. Hann lést á heimili sínu 7. febrúar síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Ástrós Guðmunds- dóttir, f. 2. mars 1915, d. 24. maí 1988, og Ólafur Sigurðsson, f. 21. október 1907, d. 9. nóvember 1981. Systkini Guðmund- ar voru Sigurður Guðmann, f. 17. jan. 1936, Óli Ágúst, f. 11. ágúst 1940, Ágústína, f. 1. des 1947, Hug- rún, f. 9. nóv. 1949, og Þórir, 15. sept. 1958. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Ingi- björg Helena Guð- mundsdóttir, f. 8. júní 1953. Börn þeirra eru: 1) Sig- rún Hildur, f. 11. júlí 1971, sambýlis- maður Atli Gunn- arsson frá Bolung- arvík, sonur þeirra er Jakob Freyr. 2) Ástrós, f. 30. sept. 1973, sambýlis- maður hennar er Guðlaugur Ragnar Emilsson frá Eyr- arbakka. 3) Guð- leifur, f. 30. júní 1980. 4) Elín- borg, f. 19. apríl 1988. Guðmundur verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Mér Ijúft er að minnast þín, elsku ástin mín. Eg mun minningu þína geyma en ekki gleyma. Um minn aldur og ævi þín minning om- ar mér. Þínar mjúku hendur og góða hjarta. Ég líta ætti framtíðina bjarta. En ég sakna þín svo mikið að tár mín hrynja og aumt er mitt hjarta. Guð hjálpi mér. Að þerra tárin og eiga við söknuð sem þú vekur í hjarta mér. Nú leiðir skilja og af öllum vilja og þrá við verðum að sjá það bjarta að við hittumst aftur. Guðsnáðarkraftur, Guð geymi þig og vemdi, hann leiði þína hendi, elsku ástin mín. Ég mun sakna þín. Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta söknuðurinn laugar tári kinn. Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta dökkur skuggi fýllir huga minn. I miðjum leik var komið til þín kallið klippt á strenginn þinn. Eitt af vorsins fógrum blómum fallið. (Hákon Aðalsteinsson) Margt er það, margt er það, Sem minningamar vekur. Pær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Nú er lífsbikar elskulegs eigin- manns míns fylltur. Það var hart barist undir það síðasta. Svo fór sjöunda þessa mánaðar að flaut yf- ir barmana og sól reis til nýs h'fs handan móðunnar miklu. En hver er þessi móða? Er þetta ekki kærleiksljós Guðs sem mætir sérhverju okkar á dauðastund? Þetta ræddum við hjónin viku fyrir andlátið, en þá áttum við mjög fal- lega stund saman. Að lokum langar mig að þakka þér, elsku Gummi minn, fyrir ómetanlega hjálp og stuðning í mínum veikindum. Megi almættið umvefja þig öllum þeim kærleik sem hann býr yfir og leiða þig í birtuna eilífu þar sem engar þjáningar eru né áhyggjur. Guð geymi þig, ástin mín. Þín eiginkona Ingibjörg. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram i formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Til elsku pabba míns. Ó.pabbiminn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávailt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið bam. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn ég dáði þína léttu lund, leikandi kátt þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var, æskunnar ómar ylja mér í dag. Liðin er tið, er leiddir þú mig litið bam. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn. (Þorst Sveinsson) Elsku pabbi minn. Þú varst besti pabbi í öllum heiminum. Þín dóttir Elínborg. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín, hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið. Stóðst með mér alla leið. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá er þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. Opnaðir gáttir allt sem þú áttir léstu mér í té og meira tfl. Hóf þitt og dugur heill var þinn hugur. Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni. (Stefán Hilmarsson) Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þinn sonur Guðleifúr. Elsku pabbi og tengdapabbi. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fengið að hafa þig hjá okkur. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allan áhugann sem þú hafðir á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Alltaf varstu boðinn og búinn að aðstoða okkur, ef með þurfti. Aldrei kvartaðir þú í erfiðleikum og veikindum síðustu ára. Alltaf var stutt í glettnina. Kallið er komið, Kominernústundin, Vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja Vininn sinn látna, Er sefúr hér hinn síðasta blund. Margseraðminnast, Margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir Úðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Nú er komið að kveðjustund og okkur skortir orð, elsku pabbi. AIl- ar minningamar sem koma upp í hugann eru óteljandi. Allar góðu stundirnar sem við áttum með þér í gegnum árin eru okkur ógleyman- legar. Við kveðjum þig, elsku pabbi, með söknuð í huga. Við vit- um að þú verður ekki langt undan. Megi góður guð geyma þig í sín- um faðmi, elsku pabbi og tengdapabbi. Hinsta kveðja, Ástrós og Ragnar. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit Mitt hold er ti! moldar hnigið máske’ fyr en ég veit. Heilsa, máttur, fegurð íjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lifið? Logi veikur, lítil bóla, hverfúll reykur. Þessi sálmur sr. Bjöms Hall- dórssonar, Laufási, kom okkur í hug er við heyrðum andlát vinar okkar Guðmundar Ólafssonar. Við vissum að lífsklukka hans var að verða útgengin, en það er eins og við sem eftir stöndum vilj- um ekki skilja að nú slái klukkan hans sinn síðasta slátt. Guðmundur hafði í veikindum sínum oft þurft að fara suður á sjúkrahús. Hann fékk ósk sína uppfyUta að vera heima síðasta sólarhringinn í faðmi fjölskyldu sinnar og andaðist í fangi eiginkonu sinnar. Hún bjó um hann í rúminu á sinn sérstaka hátt, fallega með blómum í kring og kertaljósum. Séra Krist- inn kom og haldin var stutt en fal- leg húskveðja að gömlum sið. Var þessi kveðjustund mjög mikilvæg fyrir fjölskylduna. Þannig kvaddi Gummi heimili sitt. Gummi eins og við ávallt kölluð- um hann fæddist á Akranesi, og var þar með fjölskyldu sinni til 6 ára aldurs. Þá flytja þau austur í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu fyrst að Baldurshaga og síðan að Vatns- koti. Gummi fór fljótlega að vinna fyr- ir sér, hann fór til Vestmannaeyja á vertíð 15 ára gamaU. Síðar vann hann hjá Rafmagnsveitum ríkisins á sumrin og var á vertíðum á vet- uma frá Þorlákshöfn. Lengst hjá Jóni Ólafssyni skipstjóra á Skála- feUinu. Ái-ið 1975 réð Gummi sig að Búr- fellsvirkjun og hefur hann unnið þar síðan eða í 23 ár, við ýmis störf, lengst af á dýpkunarprammanum. Arið 1972 kynntist Guðmundur eftirUfandi konu sinni, Ingibjörgu Helenu Guðmundsdóttur frá Langsstöðum í Flóa. Þau felldu hugi saman og giftu sig á jóladag sama ár. Þau byrjuðu búskap fyrst á Hellu, voru þar stuttan tíma og fluttu á Selfoss, fyrst að Bjargi og fljótlega í húsið sitt að Lambhaga 46, og hafa búið þar síðan. Inga og Gummi hafa verið sér- staklega heimakær. Heimilið hefur verið einstakur sælureitur, þau hafa ræktað stóran og fallegan garð kringum húsið. Gummi var mikill hagleikssmiður og fegraði garðinn m.a. með gosbrunni og verönd, yndislegu umhverfi kring- um heita pottinn, öllu haganlega fyrir komið með fallegri lýsingu. Það er gott að koma að Lamb- haga 46. Heimilið mjög hlýlegt enda gestkvæmt og margar eru minningarnar. Gummi var ákaflega gestrisinn og glaður heim að sækja. Honum var tónlistin í blóð borin og spilaði hann bæði á harm- óníku og orgel. Spilaði hann með Harmonikkufélagi Selfoss. Var gaman að koma saman og mörg skiptin spilað og sungið. Þau hjón spiluðu bæði á hljóðfæri og söng- elsk mjög. Við vinimir munum hinn árlega fyrsta vetrardag og auðvitað var spilað: Gæti ég fengið að heyra eitthvað íslenskt, eitthvað gamalt og gott. Auðvitað Undir bláhimni og öll hin gömlu og góðu lögin. Það er nú þannig að þegar um samhent hjón er að ræða eins og Ingu og Gumma þá reiknaði maður ekki með öðru en þau yrðu æva- gömul saman. Varla er hægt að tala bara um annað þeirra en ekki hitt eftir 25 ára hjónaband. Þeim bar gæfa til að eiga saman silfur- brúðkaup síðastliðin jól. Veikindi hafa steðjað að kærleiksheimilinu þar sem Inga hefur líka átt við veikindi að stríða og undanfarin ár þurft að fara í erfiðar mjaðmaað- gerðir og verið rúmliggjandi heima og á spítölum vikum saman. Þá var aðdáunarvert að fylgjast með Gumma hvemig hann stóð við hlið konu sinnar eins og klettur. Við vinimir höfum líka fylgst með bar- áttunni síðustu mánuði og séð konu hans gera slíkt hið sama fyrir hann. I sameiningu auðnaðist þeim meira að segja að ræða framtíð Ingu og barnanna, undirbúa börnin undir það sem koma skyldi og ganga frá þeim málum sem ekki vom umflúin þegar þau vissu að hverju stefndi. Genginn er góður, glaður drengur. Horfinnvinum oghjartkærfaðir. Myrkvaðist sól um miðjan dag; sviplega, sviplega sortna ský. (Ómar ungi) Að leiðarlokum viljum við leyfa okkur fyrir hönd aðstandenda að þakka starfsfólki á krabbameins- deild Landspítalans fyrir hlýja og góða hjúkmn. Einnig vinnufélög- um og öllum hjá Landsvirkjun fyr- ir ómetanlegan stuðning fyrr og síðar. Guð blessi ykkur öll. Um leið vottum við Ingu og bömum þeirra; Sigrúnu Hildi, Astrósu, Guðleifi og Elínborgu, bamabarni og öðmm ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Veri vinur okkar kært kvaddur, Guði á hendur falinn. Hafi Guð- mundur þökk fyrir allt og allt. Sigrún Óla, Hafsteinn og Jónína Björnsdóttir. Það er þyngra en támm tekur að þurfa að viðurkenna að menn á besta aldri, aðeins 55 ára, séu á brott kallaðir. Þrátt fyrir öll afrek læknavísind- anna á liðnum ámm eiga þau í sumum tilfellum engin svör, á þetta við um hinn illvíga sjúkdóm krabbamein. Barátta Guðmundar við þennan sjúkdóm stóð yfir í nokkur ár en um miðjan janúar var ljóst að það væri ekki spuming hvort heldur hvenær dauðinn myndi sigra. Guðmundur fæddist á AÍcranesi en fluttist 6 ára í Þykkva- bæinn þar sem hann ólst upp. Eftir hina hefðbundnu skólagöngu stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Hann hóf vinnu við Búrfells- virkjun 1974 þegar Ijóst var að dæla yrði árframburði úr uppi- stöðulóni virkjunarinnar með sand- dæluskipinu Trölla. Við það starf- aði Guðmundur í 23 ár ásamt ýms- um öðmm störfum sem til féllu. Hann var duglegur við vinnu svo oft var meira kapp en forsjá en um- fram allt góður starfsmaður og vinnufélagi. Guðmundur var dag- farsprúður maður og stutt var í glettni og hnittin svör. Tónlistará- hugi Guðmundar var á dægurlög- um og þegar hann var kominn með harmoníkuna og byijaður að syngja var sami dugnaðurinn og kappið og við annað sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var ekki að flíka tilfinningum sínum en þegar bömin og bamabamið bámst í tal mátti sjá svipmikið bros færast yfir varir hans. Nú er þessi trausti starfsmaður genginn og eftir stendur minning um góðan dreng og félaga. Ég votta eiginkonu hans, böm- um svo og öðmm ættingjum dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja þau í sorginni. Jóhann Þorgeirsson. í dag verður til moldar borinn frá Selfosskirkju, vinnufélagi okk- ar og vinur, Guðmundur Ólafsson. Þótt fráfall hans hafi ekki komið á óvart grípur okkur sorg og söknuð- ur og minningar koma upp í hug- ann. Gummi, eins og hann var kallað- ur, hóf störf hjá Landsvirkjun við Búrfell árið 1974. Þar eignaðist hann strax marga góða vini og kunningja enda átti hann auðvelt með að umgangast fólk. Hann var ávallt hrókur alls fagnaðar þar sem fólk kom saman, sagði skemmti- lega frá, spilaði á harmoníku, söng og smitaði alla af gleði og fjöri. Þeir sem unnu með Gumma munu eflaust seint gleyma hversu duglegur og ósérhlífinn hann var við vinnu. Ávallt stóð hann í fremstu víglínu þar sem taka þurfti til hendinni og kunni því vel. Jafn- vel eftir að hann var orðinn veikur hlífði hann sér hvergi og ef hann var spurður hvort hann treysti sér í eitthvert tiltekið verkefni svaraði hann gjarnan með augunum, hló eða brosti. Guðmundur var mikill áhuga- maður um tónlist og hefði eflaust viljað sinna þessu áhugamáli sínu meira en hann hafði aðstöðu til. Hann hafði einnig gaman af lestri góðra bóka, var vel lesinn og minn- ugur þótt hann léti lítið yfir því. Gummi var ákaflega tryggur sín- um vinum og ávallt tilbúinn að leggja þeim lið sem hjálpar voru. En þótt vinnan, áhugamálin og fé- lagarnir skiptu hann miklu máli var það fjölskyldan, konan og börnin sem hann lifði fyrir, þeirra missir er mikill. Guðmundur Ólafsson hefur ef til vill ekki ritað nafn sitt með stórum stöfum á spjöld sögunnar enda ekki í hans anda, en minningin um góðan mann mun lifa með þeim sem hann þekktu. Við vottum eig- inkonu hans, bömum, bamabami og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð. Vinnufélagar við Búrfellsstöð. Kveðja frá systur. Er sárasta sorg okkur raætir og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. I. Hallgrímsson) Mitt kærasta yndi, við kveðjum þig nú með klökkvandi saknaðar tár, með þökk fyrir allt, sem okkur varst þú, og ennþá skalt okkur verða, þótt líkaminn ljúfi sé nár. Nú fagni Guð þér og geymi þig vel og gefi þér blómin sín. I Drottins hendur minn dýrgrip ég fel. Hann deyfi eggjamar sám, svo lif þú þar lífið ei dvín. (Hannes Hafstein) Elsku bróðir. Þakka þér yndis- legar samvemstundir hér á jörð. Megi Ijósið lýsa þér alla leið yfir móðuna miklu. Þín systir, Ágústína. Laugardaginn 7. febrúar var hringt til mín hér um borð og mér tilkynnt að þá fyrr um daginn hefði bróðir minn, Guðmundur Ólafsson, látist. Að vissu leyti kom þetta ekki svo mikið á óvart, því ég held að flestir hafi vitað hvert stefndi. Hann háði stutta en harða baráttu við þann skaðvald sem krabbamein er og varð að lúta í lægra haldi, sem og svo margur er þennan vágest fær í heimsókn. I byrjun var þetta góðkynja sem hægt var að halda niðri með lyfja- meðferð og vom menn bjartsýnir á að tækist að yfirstíga þetta, en þá skall reiðarslagið yfir, meinið varð illkynja og dró hann til dauða á stuttum tíma. Gummi, eins og hann var alltaf kallaður, var þriðji

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.