Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Keiko fékk
síld frá
Eskifirði
Hveragerði
Alda aftur
í sjálfstæðis-
félagið Ingólf
ALDA Andrésdóttir bæjarfulltrúi
hefur sagt sig úr Bæjarmálafélagi
Hveragerðis og gengið aftur í
Sjálfstæðisfélagið Ingólf. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
Ingólfí.
Þar segir ennfremur að Bæjar-
málafélag Hveragerðis hafi verið
stofnað sem framboðsfélag fyrir
fulltrúana fjóra þegar þeim var
vikið úr Ingólfi. „Þannig að nú á
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur einn
fulltrúa í bæjarstjórn Hveragerð-
is, en allt frá því í byrjun árs 1997
hefur enginn fulltrúi verið í bæjar-
stjórn fyrir hönd félagsins. Alda
Andrésdóttir er boðin velkomin til
starfa aftur og stjórn félagsins
lýsir yfir fullum stuðningi við
hana,“ segir í fréttatilkynning-
unni.
Alda vildi ekki tjá sig um málið í
gær.
Newport, Oregon. Morgunblaðið.
STARFSMENN Frelsið Willy
Keiko-stofnunarinnar vinna um
þessar muudir fullum fetum að
skýrslu, sem sýna á yfirvöldum á ís-
landi, Irlandi og Skotlandi, um
stöðu háhyrningsins Keiko, sem
ætlunin er að setja í flotkví í Norð-
ur-Atlantshafi ekki síðar en í októ-
ber.
Dave Phillips, stjórnarmaður í
Keiko-stofnuninni, kvaðst í gær
fagna þeim ummælum Davíðs
Oddssonar að hann tæki þeim hug-
myndum vel að Keiko yrði fluttur
til Islands að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum.
„Við viljum gera það sem er best
fynr Keiko," sagði Phillips.
í lok janúar skilaði nefnd, sem
bandaríska landbúnaðarráðuneytið
skipaði, skýrslu um heilsu Keikos,
sem átt hefur við lifrarsjúkdóm og
útbrot að stríða. Niðurstaða skýrsl-
umiar, sem kennd er við bláa borð-
ann, var sú að ekkert amaði að
hvalnum.
Hvalurinn vel á sig kominn
Lanny Cornell dýralæknir sagði
að niðurstöðu nefndarinnar mætti
líkja við skyndimynd, sem tekin
væri á ákveðnum tímapunkti. Það
færi hins vegar ekkert á milli mála
að enginn háhyrningur, sem væri í
haldi, væri betur á sig kominn en
Keiko og hann gæti sennilega skák-
að mörgum hvölum, sem lifðu úti í
náttúrunni. Hann kvaðst ekki hafa
áhyggjur af því að öðrum hvölum
myndi stafa smithætta af því að
Keiko yrði flúttur í Atlantshafið, en
um leið gæti hann ekkert ábyrgst:
„Get ég fullyrt að Bandaríkjamenn
hrynji ekki niður úr ebólu?“ spurði
hann á móti.
Lanny benti hins vegar á að allt
benti til þess að flestir hvalir hefðu
vírusinn, sem var valdur að húð-
sjúkdómi Keikos, í bldði og það
virtist velta á aðstæðum hvort ein-
kennin kæmu fram. Við íslands-
strendur væru aðstæður ákjósan-
legar og því væri ólíklegt að sjúk-
dómurinn tæki sig upp aftur yrði
Keiko fluttur þangað.
Keiko fékk í gær sfld, sem Arn-
grímur Blöndahl, bæjarsljóri á
Eskifirði, þar sem sennilegt er að
Keiko verði komið fyrir verði ís-
land ofan á, sendi honum til
Newport í Oregon. Þar hefur Keiko
dvalist í rúmlega tvö ár og stendur
yfir undirbúningur undir að sleppa
honum lausum, hvort sem það mun
takast eða ekki. Að minnsta kosti
virðist ætla að lánast að draga fram
í honum veiðieðlið og á þriðjudag
borðaði hann lifandi þorska í laug-
inni sinni í sædýrasafninu í
Newport í Oregon.
Yfírdýralæknir um flutning Keiko til fslands
Slíkum fyrirspurnum
hefur verið hafnað
HUGSANLEGUR flutningur há-
hyrningsins Keiko til Eskifjarðar
hefur ekki komið inn á borð hjá yf-
irdýralæknisembættinu. Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir segir að
svipuðum fyrirspumum hafi hing-
að til verið hafnað, einkum vegna
sjúkdómahættu.
Halldór segir að árið 1992 hafi
verið sótt um leyfi til að flytja til
landsins háhyrninginn Tilikum.
Um málið fjölluðu þá ýmsir aðilar
eins og umhverfisráðuneyti, sjáv-
arútvegsráðuneyti, utanríkisráðu-
neytið og yfirdýralæknir. „Sjávar-
útvegsráðuneytið svaraði þessu
máli á sínum tíma og hafnaði inn-
flutningnum. Forsendurnar vom
sjúkdómamál og eins hugsanleg
dýraverndunarmál," sagði Hall-
dór.
Hann segir að Keiko verði ekki
fluttur til landsins fym en þessir
aðilar hafi fjallað um málið. ,A1-
mennt er stefnan hjá okkur sú að
dýr sem fara héðan, eins og t.d.
hestar, fá ekki innflutningsleyfi
aftur á grandvelli sjúkdómahættu.
Það er reglan."
Halldór segir að talað sé um að
setja Keiko í kví hér inni á fjörðum
og hann sé að koma úr allt öðru
umhverfi við Kyrrahafið. „Við höf-
um ekki séð neitt um sjúkdómsá-
stand háhyrningsins og sá ferill er
allur eftir. En miðað við afgreiðslu
fyrri mála má búast við að leyfi
verði ekki veitt.“
Nei sagt við seli
Halldór segir að komið hafi
beiðnir um að fá að sleppa selum
hér við land og almennt hafi slíkum
beiðnum verið hafnað.
Árni Mathiesen, þingmaður og
formaður Dýravemdarráðs, bendir
á að Keiko hafi verið á vestur-
strönd Bandaríkjanna þar sem
sjúkdómar eru þekktir í fiskum
sem ganga jafnt í ferskt og salt
vatn en það þekkist ekki hérlendis.
„Það er þó ólíklegt að Keiko sé
sýktur af þeim því hann er með
heitt blóð en aðallega era þetta
sjúkdómar í fiskum. Sjálfsagt er
einnig hægt að gera ráðstafanir
sem draga úr þeirri hættu ef hún
er til staðar. Einnig má spyrja
hvaða áhrif það hafi á hvalinn sem
hefur verið um árabil í fullu fæði
hjá manninum að flytja hann
skyndilega út í náttúrana," sagði
Arni.
KEIKO borðaði íslensku sfldina með bestu lyst.
Andlát
STEFAN
PÉTURSSON
STEFÁN Pétursson
fyrrverandi aðstoðar-
bankastjóri og hæsta-
réttarlögmaður er lát-
inn á 72. aldursári.
Stefán var fæddur í
Reykjavík 9. apríl 1926.
Foreldrar hans voru
Pétur Magnússon
bankastjóri og Þórunn
Ingibjörg Guðmunds-
dóttir húsmóðir.
Stefán lauk stúdents-
prófi árið 1946 og prófi
frá lögfræðideild Há-
skóla Islands árið 1954.
Hann hóf störf hjá
fræðslumálastjóra Reykjavíkur að
loknu lögfræðiprófi. A árunum
1955-58 starfaði hann sem fulltrúi
hjá bæjarfógetaembættinu í Kópa-
vogi, en hóf síðan rekstur eigin mál-
flutningsskrifstofu. Árið 1961 var
Stefán ráðinn til starfa við Lands-
banka íslands og varð
aðallögfræðingur bank-
ans árið 1966. Hann tók
við starfi aðstoðar-
bankastjóra árið 1989
og gegndi því til starfs-
loka árið 1996.
Stefáni voru falin ým-
is trúnaðarstörf íýrir
Landsbankann og hann
sat í nokkur ár í stjórn
starfsmannafélags
bankans.
Stefán eignaðist fjög-
ur börn með eiginkonu
sinni, Bryndísi Einars-
dóttur, og komust þrjú
til fullorðinsára, Einar augnlæknir,
Pétur rekstrarhagfræðingur og Þór-
unn fiskeldisfræðingur. Stefán eign-
aðist ennfremur tvo syni með bams-
móður sinni, Ásu Bjamadóttur, en
þeir eru Bjarni sýslumaður og Stef-
án Sigurður tónlistarmaður.
Margrét Frímannsdóttir um auðlindagjaldsnefndina
Tillagan nýtur
víðtæks stuðnings
MARGRÉT Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, segir
að það komi sér ekki á óvart að
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra skuli styðja meginatriðin
í tillögu Alþýðubandalagsins um
stofnun nefndar sem falið verði það
verkefni að gera tillögu um eignar-
hald á auðlindum og gjaldtöku fyr-
ir þær.
„Ég tel að þessi tillaga eigi víð-
tækan stuðning vegna þess að hún
er eina skynsamlega leiðin til að
nálgast þau markmið sem við höf-
um, í fyi'sta lagi um að auðlindir
okkar verði í þjóðareign, í öðru lagi
hvemig með þær skuli farið og í
þriðja lagi að það sé eðlilegt að taka
gjald til að standa undir ákveðnum
þáttum. Til þess að nálgast skyn-
samlega niðurstöðu þarf að leggja í
þetta vinnu og ég tel að sú vinna
hafi ekki enn verið unnin og þess
vegna er tillagan flutt,“ sagði Mar-
grét.
Þarf ekki að taka langan tíma
Össur Skarphéðinsson, alþingis-
maður Alþýðuflokksins, hefur lýst
efasemdum um ágæti þessarar til-
lögu m.a. vegna þess að með henni
sé verið að svæfa málið í nefnd
fram yfír næstu alþingiskosningar.
Margrét sagði að þetta væri röng
ályktun hjá Össuri. „Svona nefiidar-
starf þarf ekki að taka langan tíma.
Væri svona tillaga afgreidd á þessu
þingi og nefnd með aðild allra þing-
flokka tæki strax til starfa gæti hún
skilað áliti næsta haust. Þá er ekk-
ert því til fyrirstöðu að afgreiða mál-
ið fyrir næstu kosningar. Það hlýtur
að vera keppikefli að út úr starfi
þessarar nefndar komi skynsamleg-
ar og traustar tillögur og því er
nauðsynlegt að fara í þessa vinnu.
Ég bendi á að við höfum ákveðna
grannþekkingu til að byggja á og
þess vegna þarf þessi vinna ekki að
taka mjög langan tíma.“
Stefnt er að því að fyrri umræða
um þingsályktunartillöguna fari
fram í dag.