Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Atvinnumál fatlaðra
voru nýverið til um-
ræðu á opinberum
vettvangi m.a. vegna
dóms í héraðsdómi
Reykjavíkur sem
skyldaði atvinnurek-
anda til að greiða í líf-
eyrissjóð vegna fatlaðs
launþega. Einnig kom
fram að félagsmála-
ráðherra hygðist skipa
nefnd um atvinnumál
fatlaðra og réttarstöðu
þeirra á vernduðum og
almennum vinnumark-
aði. Pað ætti að vera
metnaðarmál samfé-
lagsins að fatlaðir búi
við sem líkastan rétt og aðrir og
séu ekki bundir við að vera bóta-
þegar allt sitt líf. Einstaklingur
með fötlun á að eiga þess kost að
vera launþegi og njóta sama rétt-
ar og aðrir launþegar með orlofs-
greiðslu, lifeyrissjóðsgreiðslu,
veikindarétti og eftirlaunum. Fólk
með fötlun á að eiga þess kost að
leggja til samfélagsins líkt og aðr-
ir með greiðslu skatta og opin-
berra gjalda. Fatlaðir starfsmenn
í Hollandi fá greidd a.m.k. lög-
bundin lágmarkslaun sem eru
77.000 kr. á mánuði frá vinnuveit-
anda og greiða sambærilega
skatta og skyldur og aðrir laun-
þegar og njóta sama réttar m.a.
til eftirlauna. Þetta á við um alla
einstaklinga með fótlun sem eiga
kost á atvinnu, hvort heldur er á
vernduðum vinnustöðum eða al-
mennum vinnumarkaði. Fatlaður
starfsmaður þarf að vera á lág-
markslaunum fyrstu
tvö árin til að öðlast
markvissa starfsþjálf-
un. Ríkið greiðir með
hverjum einstaklingi
ákveðna upphæð til
viðkomandi fyrirtækis
og er framlagið hærra
meðan á starfsþjálfun
stendur. Greiðslum er
skipt í þrjá flokka til
fyrirtækja og er tekið
mið af getu viðkom-
andi einstaklings.
Hlutlaus og óháður
aðili úrskurðar um
fötlunarflokk. Þjóð-
verjar fara þá leið að
greiða til vinnuveit-
enda u.þ.b. 50% hærra framlag
fyrstu tvö árin á meðan á starfs-
þjálfun stendur.
Sértækt úrræði,
hagur hvers?
Þjóðverjar og Hollendingar
leggja metnað sinn í að „verndað-
ir vinnustaðir" séu reknir eins og
hver önnur fyrii'tæki, slíkt er
grundvallaratriði. Verði hagnaður
af rekstrinum njóta fyrirtækin
þess, en ef tap er, þá er það fyrir-
tækisins að fjármagna það. Líkt
og önnur fyrirtæki leggja „vernd-
aðir vinnustaðir" niður óarðbærar
rekstrareiningar. Ríkið eða
sveitafélög hafa engin afskipti af
„vernduðum vinnustöðum" önnur
en að fá sendar ársskýrslur og
áritaðan ársreikning af löggiltum
endurskoðanda. Nýsamþykkt lög
á Alþingi um ríkisendurskoðun og
fjárreiður ríkisins ganga þvert á
þessa stefnu. Aðilar sem ekki telj-
ast ríkisaðilar í hefðbundnum
skilningi eru settir inn á A-hluta
ríkisreiknings vegna þess að rík-
issjóður fjármagnar að verulegu
leyti starfsemi þeirra. Einkenni-
legt er að á sama tíma og mikið er
rætt um flutning verkefna frá ríki
og sölu ríkisfyrirtækja, sé verið
að draga aðila sem ekki eru opin-
berir aðilar og ekki eiga heima í
Vinnustaðir fatlaðra,
segir Guðmundur
Ármann Pétursson,
eiga að leggja áherslu
á þjónustu, gæði og
samkeppnishæfni.
ríkisreikningi inn í slíkt kerfí.
Með sama hætti mætti færa fyrir
því full rök að öryrki sem nýtur
óskertra örorkubóta ætti að vera
aðili á A-hluta ríkisreiknings, þar
sem ríkissjóður fjármagnar að
mestu eða öllu leyti tekjur hans.
ímynd verndaðra vinnustaða
Forsvarsmenn „verndaðra
vinnustaða" í Þýskalandi og
Hollandi gera sem minnst úr því
að meirihluti starfsmanna þeirra
sé fatlaður og staðhæfa að veru-
legur hluti viðskiptavina þeirra
hafi ekki hugmynd um að þeir eigi
í viðskiptum við „verndaðan
vinnustað". Það er mat þessara
aðila að á vinnumarkaði sé fötlun
aukaatriði og það sé einstakling-
um með fötlun ekki til framdrátt-
ar að auglýsa og markaðssetja
vöru þeirra sem framleiðsluvöru
fatlaðra. Viðskiptavinir „vernd-
aðra vinnustaða" eiga að gera
sömu kröfur til vöru og þjónustu
og á almennum vinnumarkaði. Is-
lendingar ættu frekar að falla sem
mest frá sértækum úrræðum fyr-
ir fatlaða og leggja metnað sinn í
að láta einstaklinga með fötlun,
sem atvinnu hafa, eiga þess kost
að vera launþegar líkt og flestir
aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ríkið
á að láta af hendi til félagasam-
taka og fyrirtækja verndaða
vinnustaði, en ekki sveitarfélaga
og gefa þeim þar með fullt sjálf-
ræði og skapa þeim tækifæri á að
vera reknir eins og hver önnur
fyrirtæki. Vinnustaðir fatlaðra
eiga að vera sem minnst sýnilegir
sem sértækt úrræði fyrir fatlaða
ef markmiðið er að draga úr að-
greiningu fatlaðra og ófatlaðra.
Líkt og önnur fyrirtæki eiga
vinnustaðir fatlaðra að leggja
áherslu á þjónustu, gæði og sam-
keppnishæfni. Aðrar áherslur eru
ekki fötluðum til framdráttar og
eru helst til þess fallnar að við-
halda gömlum kreddum sem flest-
ir vilja á burt. Það ættu að vera
sjálfsögð mannréttindi fyrir fatl-
aða að eiga þess kost að starfa
eins og hverjir aðrir launþegar en
ekki bótaþegar.
Hvernig stuðningur?
Ríki og sveitarfélög geta stutt
við og sýnt hug sinn til atvinnu-
mála fatlaðra með því að hvetja
(án þess að skylda) stofnanir og
fyrirtæki bæjarfélaga til að versla
við vinnustaði fatlaðra. Má í því
sambandi vekja athygli á virðing-
arvei'ðri samþykkt bæjarstjórnar
Vestmannaeyja. Skv. vinnulöggjöf
í Þýskalandi er fyrirtækjum skylt
að hafa fatlaða starfsmenn í vinnu
sem nemur a.m.k. 6% af starfs-
mannafjölda og þurfa viðkomandi
starfsmenn að vera með a.m.k.
50% fötlun. Fyrirtæki geta keypt
sig frá þessum skyldum með því
að greiða 12.000 kr. á mánuði fyr-
ir hvern fatlaðan starfsmann sem
þau ættu að hafa í vinnu og renn-
ur það framlag í ríkissjóð, en fyr-
irtækin eiga þess einnig kost að
nýta sömu fjárhæð og þeim ber að
greiða til viðskipta við viður-
kennda staði sem veita fötluðum
atvinnu.
Merkileg tilraun
í Hollandi hafa margir vinnu-
staðir fatlaðra náð góðum árangri
og aðlagast vel almennum vinnu-
markaði. Svo vel, að á vegum op-
inberra aðila hefur verið í gangi
undanfarin misseri samstarfs-
verkefni „verndaðra vinnustaða“
og opinberra aðila um að veita
langtíma atvinnulausu fólki vinnu.
Fólk sem búið hefur við langtíma
atvinnuleysi hefur öðlast sjálfs-
traust á ný og störf á slíkum
vinnustöðum hafa hentað lang-
tíma atvinnulausu fólki vel og gef-
ið því tækifæri til virkrar starfs-
þjálfunar. Vaxandi samskipti
„verndaðra vinnustaða" í Hollandi
við atvinnulífið veita langtíma at-
vinnulausu fólki góða nálgun við
almennan vinnumarkað. Hefur
þessi tilraun gengið vel og reynst
báðum aðilum hagkvæm.
Sannleikurinn er sá að fatlað
fólk er „lokað“ inni í íslenska ör-
orkubótakerfinu og á þess ekki
kost, vegna fötlunar sinnar, að
njóta almennra og viðurkenndra
mannréttinda. Með því að fatlaðir,
í 6-8 tíma daglegri vinnu, eigi
þess kost að fá örorkubótum (sem
nú eru um 60.000 kr. á mánuði að
hámarki) breytt í atvinnuframlag,
að viðbættum eigin tekjum á
vinnustað, geta fatlaðir einstak-
lingar sótt sinn launaseðil með
með fullri reisn um hver mánaða-
mót, greitt sína skatta og skyldur
og notið sömu réttinda og aðrir
launþegar. Vissulega þarf hér að
koma til lagabreyting, en Iögum á
Islandi hefur verið breytt af
minna tilefni.
Höfundur er rekstrarfræðingur.
Launþegi eða
bótaþegi?
Guðnmndur Ármann
Pétursson
Að lokinni orrahríð
ÞAÐ liggur nú ljóst
fyrir að Islenska sjáv-
arútvegssýningin
verður haldin haustið
1999 í Kópavogi og er
það í sjötta skipti að
efnt er til hennar. Að-
dragandinn að þeirri
sýningu, sem nú
stendur fyrir dyrum,
hefur hins vegar verið
harla óvenjulegur.
Þótt þeirri orrahríð sé
sem betur fer lokið
gerðist það því miður,
eins og stundum vill
verða, að þar var hall-
að réttu máli í garð
fyrirsvarsmanna þessarar alþjóð-
legu vörusýningar. Sérstök
ástæða er að mínum dómi til að
leiðrétta á opinberum vettvangi
röng ummæli um upphaf að sýn-
ingunni svo að þau festist ekki í
sessi til frambúðar.
Upphafið að íslensku
sjávarútvegssýningunni
í bréfi, sem m.a. hefur komið
fyrir sjónir borgarfulltrúa í
Reykjavík, er því haldið fram að
Félag íslenskra iðnrekenda hafi
átt frumkvæði að því að fyrst var
efnt til íslensku sjávarútvegssýn-
ingarinnar árið 1984. Þessi stað-
hæfing er röng. Sannleikurinn er
sá að hugmyndin að sýningunni
varð til á alþjóðlegri sjávarútvegs-
sýningu í Kaupmannahöfn árið
1983 í viðræðum Þórleifs Ólafs-
sonar, þáverandi ritstjóra Fiski-
frétta, og þeirra John V. Legate
og Patriciu Forster. Sá íslending-
ur, sem upphaf að sýningunni má
rekja til, er því Þór-
leifur Ólafsson, en fyr-
irsvarsmenn íslensks
iðnaðar komu þar
hvergi nærri.
Áður en efnt var til
Islensku sjávarútvegs-
sýningarinnar höfðu
verið haldnar annars
konar sýningar hér á
landi, m.a. fyrir for-
göngu Félags ís-
lenskra iðnrekenda.
Mest áhersla hafði
verið lögð á að fá sem
flesta á þær sýningar,
meðan meginmark-
miðið með hinni al-
þjóðlegu vörusýningu hefur frá
öndverðu verið að fá væntanlega
kaupendur til að sækja sýninguna
þótt hún hafi jafnframt staðið al-
menningi opin.
Þegar Þórleifur Ólafsson kom
heim frá Danmörku leitaði hann
til mín undirritaðs, en ég starfaði
þá sem lögmaður. Saman stofnuð-
um við, ásamt tveimur öðrum ein-
staklingum, fyrirtækið Alþjóðleg-
ar vörusýningar s.f. Það fyrirtæki
hefur allt frá upphafi starfað með
þeim bresku sýningaraðilum sem
staðið hafa fyrir íslensku sjávar-
útvegssýningunni. Ef Félag ís-
lenskra iðnrekenda hefði átt frum-
kvæði að sýningarhaldinu hefði að
sjálfsögðu aldrei komið til stofn-
unar þessa íslenska fyrirtækis
vegna þess að FII hefði verið
sjálfkjörinn samstarfsaðili Bret-
anna. Rétt er þó að taka fram, til
að fyrirbyggja misskilning, að
strax í upphafi tókst góð samvinna
við FII sem átti stóran þátt í að
tryggja góða þátttöku íslenskra
iðnfyrirtækja á fyi-stu sýningunni
og æ síðan. Að öðrum mönnum
ólöstuðum átti Bjarni Þór Jóns-
son, sem þá starfaði fyrir FÍI, þar
stærstan hlut að máli, en þess má
geta að Bjarni er nú fram-
kvæmdastjóri Alþjóðlegra vöru-
sýninga.
Hlutur John V. Legate
Atvikin höguðu því svo að eftir
að Þórleifur Ólafsson hvarf til
annarra starfa árið 1985 varð ég
undirritaður nánasti samstarfs-
maður bresku sýningaraðilanna
um tíu ára skeið. Ég fylgdist því
gi-annt með undirbúningi að sýn-
ingunum og get fullyrt það hér og
Islenska sjávarútvegs-
sýninffln hefði fyrir
löngu verið liðin undir
lok, sefflr Eiríkur
Tómasson, ef John V.
Legate hefði ekki
notið við.
nú að íslenska sjávarútvegssýn-
ingin hefði fyrir löngu verið liðin
undir lok ef John V. Legate hefði
ekki notið við. Sannleikurinn er
nefnilega sá, þótt annað hafi
heyrst, að sýningin barðist oft í
bökkum fjárhagslega á áram áður
þegar illa gekk í íslenskum sjávar-
útvegi. Það var hins vegar fyrir
þrautseigju Johns, vinar míns, að
áfram var róið í stað þess að
leggja árar í bát. Rétt er og að
rifja upp að efnt var til annarra
vörasýninga á vegum hinna
bresku sýningaraðila, þ.e. fiskeld-
issýningar 1985 og matvælasýn-
ingar 1989, en hvorug þessara
sýninga stóð undir sér fjárhags-
lega.
Þau John V. Legate og Patricia
Forster, eiginkona hans, hafa að
verðleikum áunnið sér vináttu og
virðingu fjölmargra af forystu-
mönnum íslenskra fyrirtækja.
Strax í upphafi ásettu þau sér að
hafa sem besta samvinnu við sam-
tök í íslenskum iðnaði og sjávarát-
vegi. Á meðan ég hafði afskipti af
íslensku sjávarútvegssýningunni
man ég ekki til þess að skugga
hafi borið á það samstarf, þ. á m.
varð ég aldrei var við að ekki væri
hlustað á raddir íslendinga um
það sem betur mætti fara. Þá var
það frá öndverðu stefna bresku
sýningaraðilanna að eiga sem best
samskipti við íslensk stjórnvöld og
reykvísk borgaryfirvöld. Ber að
þakka þá framsýni sem þeir Hall-
dór Ásgi'ímsson, þáverandi sjávar-
útvegsráðherra, og Davíð Odds-
son, þáverandi borgarstjóri, sýndu
þegar þeir voru beðnir um stuðn-
ing við þessa alþjóðlegu vörusýn-
ingu árið 1984. Þau jákvæðu við-
brögð voru á þeim tíma alls ekki
sjálfsögð, eins og reyndar hefur
komið síðar í ljós.
Gerum íslensku sjávarútvegs-
sýninguna 1999 glæsilegri en
nokkru sinni fyrr
Ég ætla mér ekki að fjalla í
löngu máli um þá orrahríð, sem
staðið hefur síðustu mánuði, enda
hef ég að mestu leyti fylgst með
Eiríkur Tómasson
henni úr fjarlægð. Ég get þó ekki
látið hjá líða að harma að Islensku
sjávarútvegssýningunni skuli hafa
verið úthýst úr Laugardalshöll
þar sem hún hefur verið haldin frá
upphafi. Núverandi borgaryfir-
völd gengu þó ekki fús til þessa
verks.
Að sjálfsögðu er ekkert við því
að segja þótt einkaaðilar stofni
nýtt sýningarfyrirtæki með það
m.a. að markmiði að efna til sjáv-
arútvegssýningar í samkeppni við
hina bresku sýningaraðila. Hitt er
öllu verra þegar samtök á borð við
Samtök iðnaðarins, Alþýðusam-
band íslands og Vinnuveitenda-
samband Islands láta misnota sig í
þágu slíks fyrirtækis. Slík hags-
munasamtök eiga að mínu áliti
ekki að blanda sér í samkeppni
milli tveggja einkaaðila með þeim
hætti sem þau hafa gert.
Það hefði verið köld kveðja í
garð jafn ágæts íslandsvinar og
John V. Legate fyrir 15 ára starf
hans í þágu íslensks iðnaðar og
sjávarútvegs ef við Islendingar
hefðum snúið baki við íslensku
sjávarútvegssýningunni. Þess
vegna hef ég sjaldan verið jafn
stoltur af þjóð minni og á fóstu-
daginn 13. febráar s.l. þegar í ljós
kom hvern hug forystumenn ís-
lenskra sýnenda bera til hans og
samstarfsmanna hans.
Það, sem á undan er gengið,
heyrir nú sögunni til. Af því má
læra, en það má hins vegar ekki
verða til þess að skaða hagsmuni
íslensks iðnaðar og sjávarátvegs.
Það er líka trú mín, nú þegar
sverðin hafa verið slíðruð, að allir
þeir, sem hlut eiga að máli, muni
sameinast um að gera Islensku
sjávarútvegssýninguna í Kópavogi
haustið 1999 glæsilegri en nokkru
sinni fyrr.
Höfundur er prófessor en starfaði
áður sem hæstaréttarlögmaður.