Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI íbúum fjölgaði um 1.443 á 17 árum en 1.335 íbúðir byggðar ÍBÚUM á Akureyri hefur fjölgað um 1.443 á síðustu 17 árum, frá ár- inu 1981, en á sama tímabili hafa verið byggðar 1.335 nýjar íbúðir í bænum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Heimis Ingimars- sonar bæjai-fulltrúa Alþýðubanda- lags um tengsl milli íbúaþróunar og fjölda fullgerðra íbúða á Akur- eyri. Fram kemur að á árunum 1982 til 1985 fjölgaði íbúum um 161 samtals, en á því tímabili var lokið við byggingu 367 íbúða sem gerir að 0,44 íbúar hafa verið á hverja íbúð. Á næsta tímabili, frá 1986 til 1989, fjölgaði íbúum um 325 og þá var lokið við 265 íbúðir í bænum, sem gerir 1,23 íbúa á hverja íbúð. Á tímabilinu 1990 til 1993 fjölgaði um 708 íbúa og á sama tíma var lokið við byggingu 395 íbúða, eða 1,79 íbúar í hverri íbúð. Frá 1994 til 1997 fjölgaði um 249 í bænum og var á sama tíma lokið við að byggja 308 íbúðir, eða 0,81 íbúi á hverja íbúð. Morgunblaðið/Kristján ÁRNI Jónsson pípulagningameistari að leggja vatnslagnir í plötu í hús í Snægili þar sem Húsnæðisnefnd Akureyrar er að byggja. Heimir telur að rekja megi mis- ræmi á fyrsta tímabilinu til verk- takamarkaðarins, mikið hafí verið byggt án þess að eftirspurn eftir húsnæðinu væri til staðar. Hvað síðasta tímabilið varðar, þegar einnig er byggt mun meira af íbúð- um miðað við fjölgun íbúa, telur Heimir að megi skýra með því að stefna meirihluta bæjarstjórnar sé ekki vinsamleg t.d. námsfólki. Nefnir hann í því sambandi að fram til síðustu áramóta hafi húsa- leigubætur ekki verið greiddar og dagvistargjöld námsmanna verið hærri en t.d. í Reykjavík. Einnig nefnir Heimir að á síðustu árum hafi töluvert af íbúðum verið selt og þær gerðar og orlofsíbúðum, en slíkar íbúðir séu rúmlega hundrað talsins. Verður af tekjum „Ég er þess fullviss að 1.500 til 2.000 manns séu að staðaldri í bænum án þess að eiga hér lög- heimili,“ segir Heimir og bendir m.a. á námsmenn í því sambandi. „Ef við gerum ráð fyrir að þetta sé ofmetið hjá mér og hugsum okkur að um 750 manns séu hér heimilis- fastir án þess að hafa hér lögheim- ili sitt, þá er bærinn að verða af heilmiklum tekjum,“ segtr Heimir, en árið 1996 voru skatttekjur á hvern íbúa 119.600 krónur, sem gerir 89,7 milljónir króna. KAUPÞING NORÐURLANDS HF Skipagötu 9 - Pósthólf 114 - 602 Akureyri Sími 460 4700 Fax 460 4717 Aðalfundur 1998 Aðalfundur Kaupþings Norðurlands hf. fyrir starfsárið 1997 verður haldinn á Hótei KEA föstudaginn 27. febrúar nk. og hefst kl. 15.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um hlutafjáraukningu. 3. Önnur mál. Stjórn Kaupþings Norðuriands hf. Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Byggðavegur/Hrafnabjörg Einholt/Langholt Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Sími 461 1600. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Nám- skeið um létt- ara líf „LÉTTARA líf“ er heiti á nám- skeiði sem haldið verður á veg- um Menntasmiðju kvenna um næstu helgi, dagana 20. til 22. febrúar. Það er ætlað konum sem eru að kljást við vanlíðan vegna ofáts, aukakílóa og óreglulegs mataræðis. Þátttakendur læra ýmsar leiðir til að verða meðvitaðri um það mynstur sem þær hafa komið sér upp varðandi matar- æði, sjá orsakir og finna aðferð- ir sem henta hverri og einni til að að rjúfa vítahringinn. Leiðbeinandi er Sigurborg Kr. Hannesdóttir, jógakennari á Egilsstöðum, en hún hefur lokið námi í svokallaðri Phoenix Rising-jógameðferð. Landvinnsla ÚA komin í gang eftir verkfall sjómanna Mikið um veikindi starfs- fólks LANDVINNSLA Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. fór í gang á ný sl. þriðjudagsmorgun, eftir að hafa stöðvast í tvo og hálfan sólarhring vegna verkfalls sjó- manna. Að sögn Gunnars Larsen framleiðslustjóra hefur vinnsl- an þó ekki náð fullum afköst- um, þar sem töluvert er um veikindi starfsfólks, bæði á Akureyri og í frystihúsi félags- ins á Grenivík. „Við erum að taka um 60 tonn af hráefni í gegnum húsið á venjulegum degi en þessa dagana erum við að taka 50 tonn hér í gegn. Þannig að við flnnum vel fyrir því að það eru margir veikir.“ Vitlaus flensa Gunnar sagði að starfsfólkið á Grenivík hafi verið bólusett, „en það hefur bara verið bólu- sett við vitlausri flensu.“ Kaldbakur EA, ísfisktogari ÚA, kom með 80 tonn af þorski Morgunblaðið/Kristján til löndunar sl. sunnudag. í gær var svo verið að landa úr Bjarti NK frá Neskaupstað á Akureyri og fer þorskaflinn, um 75 tonn, til vinnslu hjá ÚA en lúðuafli skipsins fór í gáma og á erlend- an markað. „Við sjáum fram á að eiga nóg hráefni á næstunni, svo framarlega sem ekki skellur á verkfall aftur í næsta mánuði,“ sagði Gunnar. Zontaklúbbarnir á Akureyri Málþing um ofbeldi gegn konum og börnum MÁLÞING um ofbeldi gegn konum og börnum verður haldið í Oddfell- owhúsinu á Akureyri á laugardag, 21. febrúar og stendur það frá kl. 14 til 17. Zontaklúbbarnir Þórunn hyrna og Zontaklúbbur Akureyrar standa sameiginlega að málþinginu, sem er öllum opið. Fjallað verður fræðilega um efnið og áhersla lögð á að kynna hvaða úrræði og aðstoð stendur fórnar- lömbum ofbeldis af þessu tagi til boða í samfélaginu. Fimm fyrirlestrar verða fluttir auk þess sem tími gefst til fyrir- spurna úr sal og umræðna. Guðrún Sigurðardóttir deildarstjóri ráðgjaf- ardeildar Akureyrarbæjar íjallar um þjónustu bæjarins í velferðar- málum, Jóhannes Sigfússon varð- stjóri hjá lögreglunni á Akureyri ræðir um málefnið út frá sjónarmið- um lögreglu, Lína Gunnarsdóttir hjúki-unarfræðingur hjá Neyðar- móttöku kvenna á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri lýsir starf- seminni þar, Karólína Stefánsdóttir fjölskylduráðgjafi á Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri flytur fyrirlest- ur sem hún nefnir; Að vinna gegn ofbeldi, fjölskylduverndarstefna á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og loks flytur Katrín Friðriksdóttir skólahjúkrunarfræðingur í Brekku- skóla fyrirlestur sem nefnist; Hvert leita börnin þegar þau eiga í vanda? Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum heimill. I kaffihléi verður selt kaffi og rjómabollur en allur ágóði af sölunni rennur til Neyðarmóttöku kvenna við Fjórð- ungssjúki’ahúsið á Akureyri. -------------- Sameining undirbýr framboð FÉLAGSHYGGJUFÓLK á Dalvík, Ái-skógsströnd og í Svarfaðardal undirbýr nú sameiginlegt framboð til sveitarstjórnarkosninga í nýju sveitarfélagi, en þessi sveitarfélög verða sameinuð í eitt eftir kosning- ar. Kosningar hafa verið óhlutbundn- ar í Árskógshreppi og Svarfaðardal en A-flokkarnir ásamt fleira félags- hyggjufólki bar fram sameiginlegan lista í síðustu kosningum. Stofnfundur félagshyggjufólks var haldinn um síðustu helgi og hlaut fé- lagið nafnið Sameining, en nafnið á að undirstrika sameiningu vinstri- manna og sameiningu sveitarfélag- anna. Framhaldsstofnfundur verður haldinn í Árskógi á Árskógsströnd á laugardag, 21. febrúar kl. 15. PCIlíraogfuguefni =F—+: Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ^SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTURÍLESTAR ^ I | fjfl SERVANTPLÖTUR I | 1 I I SALERNISHÓLF ,WLB I J BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR ^Á LAGER-NORSK HÁGÆÐA VARA Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.