Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ -) Betra er að hafa yndi en auð Konur í dag hafa þrátt fyrir allt, segir Margrét Þorvaldsdóttir, meiri meðbyr en konur hér á landi hafa nokkurn tíma áður haft. STREITA og þreyta og heilsufar kvenna, sem vinna utan heimilis, hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu. Raunar er ekki nýtt að konur búi við mikið vinnuálag. Fjölmenn og barn- mörg heimili kröfðust mikillar vinnu kvenna, ekki síst áður en heimilistæki eins og þvottavél, bjargvættur húsmæðra, komu til sögunnar. Þvottavélin, sem engin getur nú án verið, lyfti þrældómi sem fylgdi handþvotti af herðum mæðra okkar og veitti þeim frelsi til að sinna fjölmörgum áhugamálum utan heimilis sem orku og tíma skorti til áður. Þreyta og streita, sem margar mæður okkar og mæður þeirra upplifðu, kom fram þá eins og nú í margvíslegum sjúkdómsein- kennum og voru þau einfaldlega greind sem móðursýki, ímyndun- arveiki eða andleg vesæld. Atvinnutækifæri aukast en laun voru lág A árunum eftir 1950 jókst fjöl- breytni í atvinnuháttum og kon- um í þéttbýli gáfust aukin tæki- færi til að starfa utan heimilis. Meiri atvinna leiddi af sér vax- andi velmegun og framboð á störfum við verslun, viðskipti og þjónustu, en flest störf kvenna í þessum atvinnugreinum voru illa launuð. Sem dæmi má nefna að konur sem unnu í frystihúsum á sjötta áratugnum voru á ung- lingataxta, þ.e. þær fengu sömu laun og 14 ára drengir - fyrir sömu vinnu. Laun kvenna sem störfuðu við verslun og þjónustu voru einnig mjög léleg. Laun verða best metin á kaupmætti og sem dæmi má nefna að um miðj- an sjötta áratuginn kostaði t.d. einfaldur útijakki með hettu fyrir tveggja ára bam hálf mánaðar- laun afgreiðslustúlku í verslun. Meiri menntun leið til aukinna tækifæra En það er þessi kynslóð kvenna, sem fór út á vinnumark- aðinn upp úr 1950 og fann fyrir rangindum og takmörkuðum tækifærum, sem hefur lagt sig fram við að styðja við bak dætra sinna til meira náms og fleiri tækifæra en þeim sjálfum stóð til boða. Nú eru þessar vel mennt- uðu dætur brátt að komast á miðjan aldur og fínnst líf sitt erf- iðara en líf kvenna fyrri kyn- slóða. Ekki eru allir saman sinn- is. Vera má að þær fínni fyrir ákveðnum hindrunum í daglegu starfi, en þær má fremur rekja til eðlislægra þátta en til um- hverfisins. Þessir eðlisþættir, sem oft hafa angrað marga af eldri kynslóðum, tengjast þjóðar- einkennum okkar. Við erum mjög kappsöm þjóð, vinnum mik- ið og höfum gaman af, erum skorpufólk, gerum átak, drífum í málum, en erum ekki alltaf mjög skipulögð. Við vinnum okkur því oft óþarflega erfítt og verður þreytan þá stundum meiri en verið hefði ef verkið hefði verið skipulagt betur í upphafi. Fólk þolir álag misjafnlega vel. Nú sem fyrr eru til konur (og karlar) sem búa yfír mun meiri starfsorku en aðrar. Svo eru til konur sem þola meira álag en aðrar og virðast þessir þættir vera meðfæddir. Síðan kemur þessi fágæti hópur kvenna sem virðist búa yfir betri skipulags- hæfileikum en aðrar. Hjá þeim virðist allt ganga fyrirhafnarlítið og snurðulaust fyrir sig. Þessi skipulagshæfileiki virðist oft vera meðfæddur eða hann er þjálfaður með aga í foreldrahús- um eða einstaklingar hafa þjálfað hann upp með sjálfum sér. Ráð sem auðvelda heimilishald Þar sem umtalsverður tími fer í heimilishaldið er skipulag á heimilisstörfum mikilvægt og þar má ýmislegt af öðrum læra. Greinarhöfundur minnist úti- vinnandi hjóna, granna með tvö böm (11-12 ára), sem gátu með góðu skipulagi beggja og með því að virkja bömin við heimilis- störfin haldið heimili í góðu lagi að því er virtist áreynslulítið og átt frístundir saman. Þau skiptu með sér verkum. Hann vann næturvaktir og kom börnunum í skólann, gerði matarinnkaup og sá um ásamt bömum að halda öllu hreinu innan dyra og utan. Hún eldaði matinn og sá um þvottinn. Þessi skipting hentaði þeim vel og þeim fannst hún sanngjörn og eðlileg. Oft er það þannig að þó að hjón skipti með sér verkum þá fellur hreinsun íbúðar oftast í hlut eiginkonunnar. Ymis ráð em til sem gera hreingemingu auð- veldari, fljótlegri og varanlegri. Eitt þeirra felst í því að leggja áherslu á rækilega tiltekt í að- eins einu herbergi í viku en fara svo lauslega yfir hin herbergin þá vikuna. Þannig má halda íbúð í góðu lagi án mikils erfiðis. Til að auðvelda matargerð þarf að nota frystinn og frystikistuna mun betur en gert er. Útbúa má máltíðir fram í tímann t.d. með þvi að kaupa ákveðið magn af hráefni eins og fiski og skipta upp í hæfílegt magn í máltíð og frysta. Elda má kjöt- og pottrétti og kjötbollur í fleiri en eina mál- tíð í einu og geyma í frysti. Konur munu verða þátttak- endur á vinnumarkaðnum um ókomna framtíð. Nauðsynlegt verður því að fá meiri umræðu um vinnulag á heimilum og þátt- töku heimilisfólks í heimilisstörf- um þannig að um þau ríki sátt. Lífið yrði þá bæði auðveldara og ánægjulegra. Konur í dag hafa, þrátt fyrir allt, meiri meðbyr en konur hér á landi hafa nokkum tíma áður haft. Höfundur er blaðanmður. í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Minnisvarði sjómanna í Fossvogs- kirkjugarði SÓLVEIG hafði samband við Velvakanda og var hún bæði reið og sár yfir því að fólk þurfi að borga 25 þús- und krónur fyrir að setja nafn drukknaðs sjómanns á minnisvarðann í Foss- vogskirkjugarði. Segir hún að það sé aðeins helmingur af þessari upphæð sem áletrunin kosti, hitt renni til sjómannadagsráðs. Finnst henni ekki sann- gjarnt að sjómannadags- ráð sé að taka gjald fyrir að setja nafn á steininn, segir hún að sjómenn hafi borgað í sína sjóði á meðan þeir voru á sjónum og finnst henni að félög eða sjóðir sjómanna eigi að taka kostnaðinn af minnis- varðanum á sig. Segir hún jafnframt að það kosti ekk- ert að setja áletrun á minnisvarða drukknaðra sjómanna í Vestmannaeyj- um. Siðleysi UM síðustu áramót fór ég ásamt barnabarni mínu í Fossvogskirkjugarð. Fór- um við til að setja kerti við minnisvarðann um drukknaða sjómenn. Geng- um við frá í nokkrar mín- útur en þegar við komum til baka var búið að taka kertið. Veður var stillt svo það hafði ekki fokið í burtu. Barnið sem var með mér varð mjög undrandi og spurði mig hvort það væru líka þjófar í kirkju- görðum. Finnst mér þetta mikið siðleysi af viðkom- andi að gera svona. Reið kona. Snjóbretti á ÓL? UPPÁ síðkastið hef ég (og fleiri) velt því fyrir mér hvað sé eiginlega að gerast innan dagskrárdeildar Ríkissjónvarpsins, og hvað menn þar séu að hugsa. Það er eins og mennirnir sem þarna ráða ríkjum séu með tappa í eyrum og bundið fyrir augu. Fyrst sofna menn á verðinum og missa frá sér enska bolt- ann sem hefur verið í mik- illi sókn að undanförnu, svo er Stöð 2 að „stela“ af þeim tveimur af vinsæl- ustu dagskrárliðum meðal yngra fólksins, þ.e.a.s. Simpson-fjölskyldunni og Ráðgátum (X-files). Samt er annað sem ég er eiginlega ennþá meira undrandi á. Á undanförn- um 2-3 árum hafa snjó- bretti verið í ótrúlegri upp- sveiflu (og m.a. hrifið und- irritaðan með sér), og nú er svo komið að nánast annar hver maður í skíða- brekkunum hér á landi er á bretti í stað skíða og meirihlutinn af þeim er ungt fólk. Eins og flestir vita er í fyrsta skipti í ár keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikunum og kom- inn tími til, en það merki- lega er, er að Sjónvarpið er ekki með neinar beinar útsendingar frá keppnum á bretti. Hins vegar er heilu og hálfu dögunum eytt í eitthvað álíka spenn- andi og 10-50 km skíða- göngu (þó að skíðaganga sé góð og blessuð) en ég leyfi mér að slá þvi föstu að verulega fleiri stundi snjóbretti en skiðagöngu hér á landi, og jafnvel enn fleiri vilja horfa á snjó- brettamenn leika listir sín- ar. Snjóbrettaiþróttin er hröð og skemmtileg og eins og flestir vita sem slysast hafa til að reka augun í einhverjar snjó- brettasvipmyndii- í Ólymp- íuhorninu er hún mjög glæsileg. Þó er eins og þeir hjá Sjónvarpinu hafi ekki alveg áttað sig á þessu, jafnvel þó að stór hluti þjóðarinnar hafi gert það. Er ekki kominn tími tÚ að taka bindið frá augunum og tappana úr eyrunum og reyna að komast í takt við tíðarandann? Valþór Halldórsson, snjóbrettari. Tapað/fundið Plastpoki týndist við Mýrarhúsaskóla HINN 4. febrúar sl. týnd- ist plastpoki með Nike-fót- boltaskóm og rauðri Liver- pool-íþróttatreyju merkt 9 Fawler frá íþróttasvæðinu við Mýrarhúsaskóla. Fundarlaun. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 552-5143. Dömublússa í óskilum DÖMUBLÚSSA í plast- poka fannst í bás í Kola- portinu sl. laugardag. Uppl. í síma 553 4010. Húslykill í óskilum HÚSLYKILL fannst í Borgahlíð sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 562 9198. SKAK llm.sjón Margcir Péturssnn ÞESSI stutta skák var tefld á opnu móti í Genf í Sviss um mánaðamótin. Hvítt: Andrei Sokolov (2.580), Rússlandi, Svart: Fabrice Liardet (2.355), Skandinav- ísk vörn, 1. e4 - d5 2. exd5 _ Rf6 3. Rf3 - Rxd5 4. d4 - g6 5. c4 - Rb6 6. c5 -R6d7?! 7. Bc4 - Bg7?? og eftir þessi slæmu mistök höf- um við stöðuna á stöðumyndinni. 8. Bxf7+! - Kxf7 9. Rg5+ - Kf6 (Ekki vitlausara en hvað annað) 10. Df3 mát. I síðustu viku sáum við Rússa með 2.490 stig tapa á þessu sama einfalda stefi í aðeins fimm leikj- um! (1. d4 - d6 2. 4. Bc4 - Bg7?? 5. Bxf7+! gefið) Helgarskákmót TR hefst annað kvöld kl. 20. Þá eru tefldar þrjár atskákir. Á laugardaginn eru tefldar tvær kappskákir kl. 10 og 17 og á sunnudaginn er teflt kl. 10.30 og 17. Alls er þvi mótið sjö umferðir. Mót með þessu sniði hafa notið vinsælda undanfarin ár. Verðlaun: 12 þús., 8 þús. og 5 þús. og hækka ef þátttak- endur verða fleiri en 55. Rf3 - Rd7 3. e4 - g6 HVITUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... VÍKVERJI fór á dögunum í kvikmyndahús, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Myndin, sem hann fór til að sjá var Titanic og sýnd hefur verið við metaðsókn bæði hér á landi sem erlendis. Sagt er að framleiðsla þessarar myndar sé einhver sú dýrasta í kvikmynda- heiminum og að hún hafi nú þegar verið sýnd svo mörgum kvikmynda- húsagestum að framkvæmdin standi undir sér. Víst er þessi mynd mikið tækni- undur og svo raunveruleg eru sviðs- atriði, að Víkverji heyrði ungan mann lýsa myndinni og sagði hann að sér fyndist sem hann hafi verið á staðnum og orðið vitni að þessu ægilega slysi, sem varð í aprílmán- uði 1912 í jómfrúarsiglingu þessa mikla skips. Ef eitthvað er hægt að setja út á þessa miklu stórslysa- mynd er það lengd hennar, en sýn- ing hennar tekur 3 og hálfa klukku- stund. Það er kannski einum of langt, þótt í sjálfu sér finni maður vart fyrir því að sýningartíminn sé svo langur. xxx GÍFURLEGUR verðmunur get- ur verið á áskrifanlegum geisladiskum. Víkverji fór í verzlun Hans Petersen nýlega og ætlaði að kaupa slíkan disk. Verð á honum í verzluninni í Kringlunni var hátt í 900 krónur og sé slíkt verð raun- hæft, getur ekki verið mikið, sem tónlistarmenn fá í sinn hlut, þegar keyptur er geisladiskur fullur af sí- gildri tónlist í vönduðum flutningi listamanna. En hvað um það Víkverja þótti þetta verð helzt til of hátt og fór í aðra verzlun, nú tölvuverzlunina BT-tölvur, þar sem sams konar diskur kostaði aðeins um 320 krón- ur. Getur verið að gæðamunurinn á þessum tveimur diskum endur- speglist í verðinu? Það heyrist að minnsta kosti ekki. Furðulegt að nokkur skuli kaupa dýrari diskinn. EKKI ÆTLAR Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að gefast upp á að reyna samningaleiðina við Saddam Hussein til þrautar. Hann hefur nú sent sendinefnd til Bagdad og á morgun, fóstudag ætlar hann að vera þar sjálfur og freista þess að ná samkomulagi. Það hefur hins vegar ekki gefizt vel að semja við Saddam, því að hann hefur jafnan svikið þau loforð, sem hann hefur gefíð, skömmu eftir að samningar hafa náðst. En þrátt fyrir það verða menn að vona að Kofi Annan, sem ekki er diplómat heldur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna til margra ára, sem unnið hefur sig upp í þessa stöðu, takist ætlunarverk sitt. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvað út úr ferð Kofi Ánn- ans kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.