Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 53
INGIBJÖRG
STEPHENSEN
Pað er með söknuði sem ég kveð
þig, elsku amma. Þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið mér.
Þín
Steinunn Inga.
GUÐLAUG
JÓNSDÓTTIR
+ Ingibjörg Steph-
ensen, fyrrum
búsett á Breiðabliki
á Seltjarnamesi,
fæddist í Skildinga-
nesi við Skeijafjörð
22. júní 1906. Hún
andaðist á sjúkra-
deild Dvalarheimilis
aldraðra sjómanna í
Hafnarfirði 10. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Steinunn Ei-
ríksdóttir Stephen-
sen frá Karlsskála
við Reyðarfjörð og
séra Ólafur Stephensen úr Viðey,
síðar prófastur. Níu börn þeirra
hjóna komust til fullorðinsára og
var Ingibjörg orðin ein eftir
þeirra systkina.
Ingibjörg nam við Kvenna-
skólann í Reykjavík og var í
Danmörku þar til þau Björn
Jónsson yfirvélstjóri frá Ana-
naustum (1904-1975) giftust í
Kaupmannahöfn árið 1931. Þau
bjuggu í Reykjavík og á Akur-
eyri þar til þau settust að á
Breiðabliki á Seltjarnarnesi árið
1942 og bjuggu þar síðan meðan
bæði lifðu. Eftir það bjó Ingi-
björg að Tjarnarbóli 2 og Skóla-
braut 3 á Nesinu, en sfðasta árið
dvaldist hún á Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Þrjá syni eignuðust þau Ingi-
Amma Bíbí er dáin. Það er svo
margt sem kemur upp í hugann þeg-
ar maður minnist allra stundanna
sem við áttum saman. Ég man fyrst
eftir því þegar hún bjó í Tjarnarbóli
og var að passa mig og systur mína
og við fórum alltaf í búðina Vegamót
og keyptum kringlur til að hafa með
hálfeliefukaffinu og fórum svo á
rauðu Bjöllunni hennar ömmu í
heimsókn til vinkvenna hennar.
Á aðfangadagskvöld var amma yf-
irleitt hjá okkur og ég gleymi því
aldrei í eitt skiptið þegar ég fékk
gjöf merkta til Dóru frá jólasveinun-
um og ég kallaði „takk jólasveinn"
út um gluggann en svo sá ég glottið
á henni ömmu, og fattaði að jóla-
sveinninn hefði líklega ekki verið að
verki í þetta skiptið.
Þegar ég var í kringum tíu ára
aldur fórum við amma saman til
Egilsstaða að heimsækja Elínu og
Pétur og þar kynnti amma mig fyrir
fullt af skyldfólki mínu. Þetta var
yndislegur tími sem ég gleymi
aldrei.
Mér fannst alltaf svo gaman að
heyra ömmu segja mér frá þvl þegar
hún var ung og hvað allt var mikið
öðruvísi en nú og við hlógum mikið
að því að það hafi verið erfiðara
ferðalag fyrir hana að fara frá
Hornafirði til Reykjavíkur til þess
að fara í Kvennaskólann heldur en
fyrir mig að fara alla leið til Venezu-
ela í skóla þar.
Já, hún amma mín var merkileg
kona og ég veit að ég á aldrei eftir
að kynnast neinni sem kemst í hálf-
kvisti við hana. Hún var alltaf svo
fín og virðuleg en samt var alltaf
stutt í húmorinn hjá henni. Það hef-
ur verið sagt við mig að ég líkist
henni ömmu minni og ég vona inni-
lega að það sé eitthvað til í því af því
að ég vildi engri líkjast frekar. Ég
vildi bara að það hefðu ekki verið
svona mörg ár á milli okkar, en hún
var orðin 70 ára þegar ég fæddist, af
því að þá hefði ég getað haft hana
hjá mér fleiri ár af ævi minni. En
amma mín var orðin gömul kona og
ég veit að henni líður vel núna hjá
afa, Dóru Möggu, foreldrum sínum,
systkinum og vinum, og ég veit líka
að hún mun taka vel á móti mér þeg-
ar við hittumst aftur.
Ég vil enda þessa minningargrein
á bæn sem amma mín kenndi mér:
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Bless, elsku amma mín.
Dóra.
björg og Björn, en
þeir eru: 1) Ólafur
Stephensen, kvænt-
ur Ingibjörgu Ólafs-
dttur; þeirra börn
eru: a) Björn, kona
hans er Lára Birgis-
dóttir, var kvæntur
Þórhildi Bjartmarz
og eiga þau einn son,
Þorbjörn, b) Ingi-
björg sem gift er
Oskari Borg og eiga
þau dótturina Ingu.
2) Jón Hilmar sem
kvæntur er Kristínu
Unni Ásgeirsdóttur,
börn hennar eru: a) Soffía Ás-
geirs, gift Jóni Eyjólfssyni, b)
Óskar Ásgeir, unnusta hans er
Margrét E. Egilsdóttir og c) Guð-
mundur og barnabörnin eru
fimm. Fyrri konu sína, Hjörnýju
Friðriksdóttur, missti Jón Hilmar
árið 1989. 3) Björn Ingi sem
kvæntur er Öldu Bragadóttur.
Dætur þeirra eru: a) Dóra Mar-
grét sem lést 1975, b) Steinunn
Inga og c) Dóra.
Með heimilisstörfum sjómanns-
konuunar tók Ingibjörg löngum
þátt í safnaðarstarfi, stjórnmál-
um og öðrum félagsmálum og um
árabil vann hún að verslunar-
störfum í Reykjavík.
Utför Ingibjargar verður gerð
frá Seltjarnarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku amma Bíbí. Þegar ég
kvaddi þig fyrir mánuði vonaðist ég
til að hitta þig aftur í sumar en æðri
máttarvöld ákváðu að nú væri tími
til kominn fyi-ir þig að kveðja þenn-
an heim og halda á vit nýrra ævin-
týra.
Þú hefur alltaf skipað sérstakan
sess í hjarta mínu og ég var alltaf
stolt af því að þú, þessi fína kona,
værir amma mín. Á mínum yngri
árum passaðir þú okkur systur oft
og þá var nú ýmislegt brallað. Ef
við vorum ekki að spila eða baka
kleinur vorum við á fleygiferð á
rauðu Bjöllunni út um allan bæ í
heimsókn hjá vinum og vandamönn-
um. Ein var sú hefð sem aldrei var
brotin og það var hið svokallaða
„hálfellefukaffi". Þá hituðum við
kakó og borðuðum kringlur og sjó-
mannakex með.
Þú varst mjög trúuð og kenndir
okkur systrunum að trúa á mátt
bænarinnar. Á meðan við bjuggum í
bænum fórum við mjög oft með þér
í kirkju eða í sunnudagaskólann og
hef ég ætíð síðan farið með bænim-
ar mínar á kvöldin.
Eftir að við fluttum á Selfoss,
komst þú alltaf reglulega í heim-
sókn og var þeim heimsóknum alltaf
vel fagnað. Seinna þegar ég fór út
sem skiptinemi sendum við spólur á
milli þar sem við sögðum frá því
sem var að gerast hjá okkur þá
stundina. Ég var alltaf svo spennt
að heyra frá þér og veltist oft um af
hlátri því þú hafðir lag á að segja
svo skemmtilega frá og kom þá vel í
ljós þessi lúmski húmor sem þú
bjóst yfir.
Umhyggjusemin var alltaf fyrir
hendi og fékk ég sérstaklega að
finna fyrir henni er ég bjó í bænum
síðastliðinn vetur. Þá varst þú í því
að bjóða mér í mat og hjólaði ég all-
nokkrar ferðir út á Nes til að borða
með þér og hinu gamla fólkinu á
Skólabrautinni. Það var svo gaman
að koma í heimsókn til þín af því að
þú varst alltaf svo ánægð með að sjá
mann og sérstaklega fannst mér
gaman að hlusta á þig segja sögur
frá því í gamla daga. Það var alltaf
stutt í gamansögumar og við hlóg-
um oft saman þangað til tárin voru
farin að renna niður vangana.
Þær eru ansi margar minning-
arnar sem ég á um þig, elsku amma,
og ég mun varðveita þær í hjarta
mínu þar til við hittumst á ný. Nú
líður þér vel hjá afa, Dóru Möggu,
foreldrum þínum og systkinum en
þau hafa örugglega tekið fagnandi á
móti þér.
Þeir sem komnir eru yfir miðjan
aldur hugsa kannski meira en þeir
yngri um ferðina, sem flytur okkur
öll á strönd þess ókomna. Þrátt fyr-
ir þessa vitneskju erum við ekki
alltaf viðbúin að kveðja þá sem
fara. Við höldum fast um líflínu
okkar og þeirra sem eru okkur
kærir.
Það eru 26 ár síðan ég var kynnt
fyrir ömmu hennar Dóra Möggu,
Ingibjörgu Stephensen. Þar birtist
mér sönn hefðarkona. Mér var það
mikill heiður þegar þessi heiðurs-
kona fór að koma óvænt í smá innlit
á mitt heimili í gegnum árin. Þar
fór ekki „gömul“ kona, nei, heldur
sannkölluð heimskona. Ég sakna
þessara samverastunda. Ingibjörgu
varð tíðrætt um fjölskyldu sína,
hún var stór. Á vissan hátt fannst
mér yngsta dóttir mín tilheyra
ömmu Dóra Möggu, Birni, Öldu og
systranum, allt frá þeim tíma er
Dóra Magga varð vinkona hennar,
uns hún fór óvænt á þá strönd þar
sem afi Bjöm beið hennar og nú er
amma Ingibjörg umvafin af þeim
sem hófu ferðina á undan henni.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar,
sendi ég ykkur öllum innilegar
samúðarkveðjur. Þegar ég hitti
Ingibjörgu á jólaföstunni sá ég að
hún var ferðbúin, en elli kerling var
víðs fjarri. Það var virðuleg eldri
kona sem sagði við mig við lok dval-
ar minnar hjá henni: „Gleðileg jól,
bið að heilsa öllum“.
Blessuð sé minning Ingibjargar
Stephensen.
Sigríður Sigmundsdóttir.
Með nokkrum orðum vil ég
kveðja hana ömmu mína, Ingi-
björgu Stephensen. Hún átti langt
og farsælt líf en kvaddi þennan
heim södd lífdaga. Ég naut þess
sem barn að fá að búa með fjöl-
skyldu minni hjá þér og Birni afa í
nokkur ár á Breiðabliki. Frá þeim
tíma á ég góðar minningar um ykk-
ur bæði og hrygg í hádeginu á
sunnudögum og blandaða ávexti úr
dós í desert. Lítilli stelpu fannst
hún stækka þegar hún fékk að
hjálpa ömmu sinni við að baka
kleinur, amman valtaði og stelpan
sneri. Þú varst góð amma og góður
vinur.
Ég minnist þín seinni árin sem
glæsilegrar ættmóður, sérstaklega
þegar þú varst í heiðurssæti í Við-
eyjarkirkju við brúðkaup okkar
hjóna. En ég mun einnig geyma
litlu minninguna um það þegar þú
rerir með hana Ingu litlu
langömmustelpuna þína og raulaðir
fyrir hana gamla barnaþulu.
Guð geymi þig nú, elsku amma
Bíbí, þakka þér íyrir allar góðu
stundinar í gegnum árin.
Ingibjörg Ólafsdóttir.
Blómabúðin
v/ Trossvogsl<i»4<.jugctf*ð
Sírni. 554 0500
Erfidrykkjur
HS ' ‘
H
B
H
H
H
H
H
H
^ Simi 562 0200 ^
&IIIIIIIIIIJ
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
+ Guðlaug Jóns-
dóttir fæddist á
Brjánsstöðum á
Skeiðum 4. janúar
1912. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 10. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jón Sigurðs-
son, bóndi á Brjáns-
stöðum, f. 1865, d.
1934, og Helga
Þórðardóttir, f.
1876, d. 1949. Þau
eignuðust átján börn
en fjögur þeirra lét-
ust í barnæsku. Þau sem upp
komust voru: 1) Þórður, f. 1896,
d. 1986, verkstjóri í Reykjavík,
kvæntur Kristínu Þorbergsdótt-
ur. 2) Guðmundur, f. 1898, d.
1967, bóndi á Brjánsstöðum. 3)
Samúel, f. 1905, d. 1992, bóndi í
Þingdal, kvæntur Stefaníu Ei-
riksdóttur. 4) Guðmundur Helgi,
f. 1906, d. 1974, mjólkurbílstjóri,
síðar starfsmaður við jarðboran-
ir og bóndi á Brjánsstöðum. 5)
Sigurlaugur, f. 1907, d. 1989, bjó
í Hveragerði og síðast í Reykja-
vík, tvfkvæntur. Fyrri kona hans
var Jónína Eiríksdóttir, siðari
kona Aðalheiður Halldórsdóttir.
6) Kjartan, f. 1908, d. 1984,
lengst af bóndi í Bitru í Flóa,
Föðursystir okkar, Guðlaug
Jónsdóttir, eða Lauga eins og hún
er og verður ávallt í huga okkar,
fæddist og ólst upp á Brjánsstöð-
um. Þaðan eigum við öll ljúfar
minningar tengdar föðursystkinum
okkar er þar bjuggu á föðurleifð
sinni. Eftir að Lauga fluttist til
Reykjavíkur bjó hún sér þar heim-
ili ásamt Svönu systur sinni. Þær
systurnar eru svo samtvinnaðar í
vitund okkar að það er erfitt að
hugsa sér aðra án hinnar. Við mun-
um fyrst eftir þeim er þær bjuggu
á Nönnugötu, svo í Hátúni og síð-
ast í Álftamýri. Það fylgdi því alltaf
eftirvænting að heimsækja Laugu
og Svönu, enda veittu þær okkur
óskipta athygli. Þær gáfu sér tíma
til að spjalla við okkur, spila
Svarta-Pétur og Olsen, Olsen og
gæða ókkur á sælgæti. Þegar við
fóram að geta ferðast einsömul
lögðum við leið okkar oftar en góðu
hófí gegndi í heimsókn til Laugu og
Svönu, en aldrei komum við til
þeirra öðru vísi en að fá höfðing-
legar móttökur.
Það sem einkenndi Laugu öðra
fremur var hógværð hennar og lítil-
læti, en bjartsýni og velvild í garð
annarra. Hún fylgdist vel með ferð-
um okkar og gerðum og var óþreyt-
kvæntur Sesselju
Gísladóttur. 7) Anna
Eyrún, f. 1909, d.
1970. 8) Sigurmund-
ur, f. 1910, d. 1995, í
Reykjavík, starfs-
maður við jarðbor-
anir, kvæntur Eddu
Krisljánsdóttur
kennara. 9) Guð-
laug. 10) Svanborg
Pálfríður, f. 1913.
11) Guðni, f. 1915,
starfsmaður við
jarðboranir, síðar
bóndi á Brjánsstöð-
um, býr nú í Reykja-
vík. 12) Jón, f. 1916, var bóndi á
Brjánsstöðum en býr nú í
Reykjavík. 13) Jóhanna, f. 1919,
d. 1938. 14) Rannveig, f. 1922,
gift Axel Guðmundssyni í
Reykjavík.
Ung að árum flutti Guðlaug til
Reykjavíkur og stundaði algeng
störf þar eins og fiskvinnu, í
efnagerð, og síðast í Kexverk-
smiðjunni Frón. Hún hélt heimili
með systur sinni Svanborgu og
áttu þær siðast heima í Álftamýri
10 í Reykjavík.
Utför Guðlaugar fer fram frá
Fossvogskirkju í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkju-
garði.
andi að hvetja okkur og hrósa. Varð
henni oft að orði: „Þið ei’uð nú meiri
dugnaðarforkamir.“ Þessi orð lýsa
jákvæðu viðhorfí Laugu sjálfrar
fremur en að við verðskulduðum
þau. Undir niðri bjó sú einlæga ósk
að við nýttum okkur breytta tíma
og betri tækifæri til náms og starfa
en henni stóðu til boða þegar hún
var að alast upp. Lauga var kát að
eðlisfari og kunni að samgleðjast
fólki af heilum og óeigingjörnum
hug. Kímnigáfu átti hún í ríkum
mæli og hló smitandi hlátri. Hún
hafði gaman af að ræða andans mál-
efni, var forvitin og leitandi í þeim
efnum. Hún trúði einlæglega á
framhaldslíf og kveið ekki vista-
skiptunum.
Við viljum kveðja Laugu með
ljóðlínum eftir Grím Thomsen, sem
eiga vel við minningu hennar:
Sólskins fagur sumardagur
sinnið hressir, vermir blóð,
lyftir huga og kveikir móð,
er skýja drungi og skúra þungi
skugga slærá sálu mín,
vonin bjarta vor í hjarta
vekur, innra sólin skín.
Kristján, Helga, Anna,
Jón, Friðrik og Einar
Sigurmundarbörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
SKARPHÉÐINN BJÖRNSSON,
Lindargötu 11,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 17. febrúar.
Sigurlaug Jóhannsdóttir,
Jóhann Skarphéðínsson,
Björg Skarphéðinsdóttir,
Stefanía Skarphéðinsdóttir,
Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORGILS SIGURÐSSON,
fyrrv. stöðvarstjóri
Pósts og síma,
Dalvík,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið-
vikudaginn 18. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Dætur og fjölskyldur þeirra.