Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 35 Franska bylt- ingin barst aldrei hingað FRANSKA byltingin barst aldrei hingað. Þessi orð flugu um huga mér þar sem ég sat í dómssal fyrir nokkru við málflutning í kvótamáli Valdimars Jóhannessonar. Verj- andi ríkisins í þessu mesta réttlætismáli al- mennings um þessar mundir hirti ekki um að hafa skrifaða ræðu heldur las upp úr ein- hverjum „búnaðarrit- um“ - svona eins og þegar sr. Sigurður I Holti sællar minningar las upp úr Búnaðar- blaðinu Frey þegar fréttaskeytin bárust ekki eitt sinn í gamla daga. Dómarinn sat uppi á trón og reyndi að vera á svipinn eins og hann væri ekki í þjónustu Þorsteins Pálsson- ar, dómsmálaráðherra sem er víst sami maður og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra - maðurinn sem stefnt var fyrir þennan rétt! Já - franska stjórnarbyltingin barst aldrei hingað. Þetta gamla áhugamál okkar Vilmundar Gylfa- sonar - að koma réttarbót frönsku byltingarinnar á hér á landi er enn órafjarri - tuttugu árum seinna - óréttlætið situr sem fastast í sessi og kveður upp vitlausa dóma og það skiptir ekki nokkru máli hversu margir fara í mál við þetta ríkisvald á meðan dómarar eru látnir sitja í skjóli Þorsteins Páls- sonar og eiga framavon sína undir honum. I makalausum dómsorðum í mál- inu E-1371/1997 er fyrst fimbul- fambað á sex síðum um sögu kvóta- kerfísins, þar sem rakið er lið fyrir lið hvernig þessu kerfí var komið á - án þess þó nokkru sinni að velta upp spurningunni um réttarheim- spekilegar forsendur - um siðferði- legar forsendur þessa dæmalausa kerfís þar sem þjóðin er fyrst látin gefa auðlindir sínar útvöldu fólki og síðan hvött til þess af forsætis- ráðherra landsins að kaupa þær aftur af hinum nýja lénsaðli! Stundum heldur maður að þetta sé allt saman misskilningur - maður sé ekki staddur í veruleikanum heldur leikriti - tragíkómedíu. Þá fer sú spurning að vakna hvort mikils sé misst... Þegar dómarinn hefur skrifað sex síður og afrekað það eitt að komast á spjöld sögunnar í neðan- málsgrein fyrir þegnhollustu við yfirmann sinn kemst hann loks að þeirri niðurstöðu sem við öll vissum að kæmi út úr þessum hræri- graut dóms-, löggjafar- og framkvæmdavalds sem við búum hér við. Auðvitað komst dómar- inn að þeirri niður- stöðu að sýkna bæri húsbændur hans! Að sjálfsögðu eru þeir í fullum rétti að gefa þjóðareignina vinum sínum út ög suður, mannréttindi koma þessu máli ekkert við. Jafnræðisregla stjórn- arskrárinnar er af- greidd í einni setningu - hugsið ykkur - einni setningu - þegar búið er að fimbulfamba á sex blaðsíðum um ekkert! Ég ætla ekki að segja núna: guði sé lof fyrir hæstarétt! Það ætla ég að geyma mér til betri tíma - en ég er farinn að óttast að við þurfum bráðum að Við erum að búa til réttlætishreyfingu fólksins í landinu, segir Bárður G. Halldórsson, mesta óréttlætismál okkar tíma er kvóta- kerfið. sækja rétt okkar aftur til útlanda. Enn eina ferðina. Og þá fer sú spurning að vakna hvort mikils sé misst þótt við göngum inn í þetta endurvakta Þriðja ríki í Evrópu. Jafnvel rótgrónir miðatlanshafs- menn eins og ég eru á góðri leið með að verða miðevrópumenn fyrir atbeina þess fólks sem situr á Al- þingi og hefur litið á það sem æðsta hlutverk lífs síns að gefa þjóðareignir fáum útvöldum til af- nota um allan aldur og innleiða lénsveldi á Islandi. Sjálfstæðisbandalagið Þegar Samtök um þjóðareign voru stofnuð var það meginvið- fangsefni þeirra að koma þjóðar- eigninni - fiskimiðunum - aftur á vald þjóðarinnar. í vetur hefur hópur manna rætt kvótakerfið, sameign á fiskimiðum og hálendi og öðrum auðlindum þjóðarinnar - ekki ríkiseign - heldur sameign þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að fólk átti sig á mismuni þessa. Fiskimiðin, hálendið og auðæfi í Bárður G. Halldórsson iðrum jarðar eru sameign þjóðar- innar - almenningar - þess vegna eiga tekjurnar að renna til einstak- linganna - ekki til ríkisins! I Sam- tökunum hefur verið lífleg umræða um framtíðarhlutverk þeirra. Ég hef haldið því fram að markmið þeirra náist ekki nema þau breytist úr eins máls hreyfingu í pólitíska fjöldahreyfingu, úr samtökum um þjóðareign í Sjálfstæðisbandalag. Ljóst er af dómi héraðsréttar í kvótamálinu að réttlætið verður ekki sótt til íslenzkra dómsstóla. Af hverju ekki? Vegna þess að dómar- arnir eru of háðir ríkisvaldinu. Við verðum að breyta kerfinu til þess að ná fram réttlætinu. Eina leið okkar til að breyta kerfinu er að fara fram fyrir fólkið í landinu og biðja það um umboð til þess. Þeir sem hafa þúsundum saman komið til liðs við Samtök um þjóðareign eiga fleira en vonina um réttlætið sameiginlegt - réttlætiskrafan er kannski kveikjan - kannski það sem ýtti fólki af stað - en sameigin- legar hugmyndir um frelsi einstak- lingsins - um mannúð og velferð - og framar öllu um siðferði í opin- beru lífi - hafa komið æ skýrar í ljós í umræðuhópum innan Sam- takanna. Sjómenn heyja nú harða baráttu fyrir afnámi kvótabrasksins - því miður hafa þeir ekki borið gæfu til að standa saman um afnám kvóta- kerfisins - en þar í liggur öll sigur- von þeirra - í því að sameinast um að afnema kvótakerfið. Það er mik- il mæða að sumir forystumanna þeirra skuli ekki sjá þetta. Vonandi koma þeir í lið með okkur í Sam- tökum um þjóðareign og átta sig á að við eigum samleið. Við erum að búa til réttlætishreyfingu fólksins í landinu - mesta óréttlætismál okk- ar tíma er kvótakerfið. Byrjum þess vegna á að afnema það áður en fleiri milljarðar flæða úr landi. Við þurfum ekki að afnema fram- salið af þeirri einföldu ástæðu að við gefum frjálsar smábátaveiðar út að þremur mílum gegn eðlilegu veiðigjaldi - vélbátaveiðar út að fimmtíu mílum með sama hætti og alla togara út fyrir fimmtíu mílur. Veiðinni er hægt að stýra með sóknarstýringu og sóknargjaldi. Samtök um þjóðareign hafa ekki fullmótað tillögur um fiskveiði- stjórn. Þau líta sem svo á að nægur tími sé til þess en mestu máli skipt- ir að það kerfi sem upp verður tek- ið verði reist á þremur forsendum: réttlæti - jöfnuði - frelsi. Þetta eru hornsteinar þeir sem allt starf samtakanna hvílir á og reyndar allt mannlíf. Þess vegna þurfa Samtök um þjóðareign að fara að leita til fólksins í landinu eftir umboði til að breyta þessu samfélagi yfir í rétt- látt og frjálslynt mannúðarsamfé- lag þar sem grimmdin er látin víkja fyrir mannúðinni, sérdrægnin fyrir almannahagsmunum og frels- ið og sjálfstæðið sem einu sinni áttu lögheimili hjá Sjálfstæðis- flokknum verði tekin af vergangi og fái aftur sitt verðuga sæti með þjóðinni. Höfundur er varaformaður Sam- taka um þjóðareign. Samkeppni í benzínverði KASTLJÓSI Sjón- varpsins var í gær- kvöldi (20.1.98) beint að forstjóram olíufé- laganna, sem stillt var upp á sama hátt og ágætur maður að nafni Ólafur Ragnar Grímsson stillti upp bankastjórum lands- ins í sams konar þætti í Sjónvarpinu fyrir um 30 árum. Hann hefír nú uppskorið sín laun. Gegn þeim var síðan stillt helztu andmæl- endum þess að sam- keppni væri að finna í benzínsölu hérlendis. Allir staðfestu þeir þessa skoðun sína, nema ung myndarleg stúlka, eyrnamerkt SÚS, sem hafði ein- hverjar efasemdir um þann rök- stuðning. Niðurstaða skoðana- könnunar í lok þáttarins sýndi, að af yfir 3000 atkvæðum sögðu 81% að enga samkeppni væri að finna í benzínsölu olíufélaganna en 19% töldu hana vera til. Þótt upplýst væri að verðupp- bygging á benzíni væri þannig að 70% af útsölverðinu væru skattar til ríkisins, en innkaupsverð 15% og dreifingarkostnaður og álagn- ing næmi sömu fjárhæð eða 15%, gerði enginn athugasemd við að of háir skattar væra teknir í benzín- sölunni, og enginn gerði grein fyr- ir því að mikið af þessum sköttum rennur til annars en vegagerðar eða umferðarmála. Miðað við söluverð 80 kr/1 eru skattar 56 kr/1 og af 200 milljón lítra árssölu verða skattar þá alls 11,2 milljarð- ar króna, sem innheimtar era rík- issjóði að kostnaðarlausu. Til samanburðar er að dreifngar- kostnaður olíufélaganna er 12 kr/1. Það sem andmælendunum þótti sérstaklega tortryggilegt var, að olíufélögin skyldu kaupa benzín inn í sömu skipum og á sama verði. Heimsmarkaðsverð á benz- íni og olíum er háð daglegum skráningum skv. svonefndum Rotterdammarkaði fyrir N-Evr- ópu, en verð ákveðst af skráningu á lestunardegi skips. Olíufélögin hér eru bundin við þessar skrán- ingar og þessvegna er sama verð á lestunardegi hjá öllum olíufélög- unum. Skráningarnar era birtar daglega í svonendum Platt’s Oilgram Price Service og gilda fyrir alla N-Evrópu. Skráning á 95 oktana benzíni var í nóvember 222 dollarar en er nú komið niður í 168 dollara. Hlutfallsleg lækkun á innkaupsverði myndi vera úr 12 kr/1 niður í 9 kr/1 eða um 3 krónur. Hvenær ætti slík lækkun að koma til framkvæmda? Ef enn er verið að selja birgð- ir, sem keyptar voru inn á 222 dollara ætti verðið ekki að lækka fyrr en þær birgðir eru upp seldar, en þær upplýsingar er að finna hjá olíufélögun- um, hverju fyrir sig. Þetta er sú regla sem gilt hefir um langan aldur hér á landi. Tals- maður FÍB hefir greinilega aðra reglu. Hann vill að verðið lækki strax þegar skráningar hafa breytzt. Sá möguleiki hefir lengi verið fyrir hendi, að miða söluverð við skrán- ingar, en þeirri reglu fylgir sá vandi, að erfitt er að ákveða út- söluverð miðað við slíkar daglegar skráningar, því að ekki er heppi- legt að hringla allt of oft með söluverðið. Þá hefir það staðið í Olíufélögin eru bundin skráningum heims- markaðsverðs eins og það er á lestunardegi skips, segir Önundur Asgeirsson, þess vegna er sama verð á lestun- ardegi hjá öllum olíufé- lögunum. mönnum að viðurkenna að sölu- verð ætti að hækka hér strax og skráningar hækkuðu erlendis án tillits til birgðastöðu. Er það skoðun FÍB? Væri ekki nær að FIB gæfi upp hvorri reglunni þeir vilja fylgja? Svona klúður er öll- um til leiðinda. Verðlagseftirlit sett af Fram- sóknarflokknum var í gildi hér frá 1938 til 1992. Þar gilti lengi sú regla, að selja átti „gamlar birgðir á gömlu verði“. Þetta þýddi það að ekki var til neitt fé til að kaupa nýjar birgðir þegar nýtt inn- kaupsverð hækkaði t.d. vegna gengisbreytinga, en íslenzk króna er nú minna en einn þúsundasti að verðgildi miðað við dollar eins og hann var á stríðsárunum. Þetta var stefna Framsóknarflokksins í hálfa öld, og eimir enn eftir af þessarri villukenningu þeirra. Höfundur er fyrrv. forstjóri OKs. Önundur Ásgeirsson Síðustu dagar útsölunnar Herraskór, kvenskór: kr. 1.695 (eða minna) - Barnaskór: kr. 995,- (eða minna) Moon Boots: kr. 695,- - Dýrainniskór: kr. 250,- Póstsendum samdægurs Ioppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg ♦ Sími 5521212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.