Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 57 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Fimmtu- dagsstundir í Keflavíkur- kirkju FJÖLSKYLDAN, gleði hennar og sorgir, staða hennar í samfélaginu er umræðuefni sem seint mun þagna. Keflavíkurkirkja vill leggja sitt af mörkum til umræðunnar um málefni fjölskyldunnar. í kyrrðar- og fræðslustundum á fimmtudög- um verða málefni fjölskyldunnar tekin til umfjöllunar frá ýmsum sjónarhomum svo sem sjá má af þessari daskrá. 19. febrúar flytur Hördís Áma- dóttir, félagsmálastjóri Reykja- nesbæjar, erindi sem nefnist „Hvert stefnir fjölskyldan?“ 26. febrúar flytur Eiríkur Hermanns- son, skólamálastjóri Reykjanes- bæjar erindi sem nefnist „Skólinn og fjölskyldan". 5. mars ræðir Ingi Bæringsson, meðferðarfulltrúi hjá SÁÁ, um spurninguna „Hvernig á ég að bregðast við þegar barnið mitt byrjar að drekka?“ 12. mars fjallar Ragnar Snær Karlsson um „Fjölskylduna og kristin lífsgildi“. 19. mars flytur Elísabet Berta Bjarnadóttir hjá Fjölskylduguðs- þjónustu kirkjunnar erindi sem nefnist „Uppbyggileg samskipti í hjónabandinu". 26. mars flytur Sigriður Þorgeirsdóttir, lektor í heimspeki við Háskóla íslands, er- indi sem hún nefnir „Fjölskyldan í óréttlátum heimi“. Það er ljóst að dagskráin sem hér er boðið upp á er engan veginn tæmandi því málefnið er yfirgrips- mikið og fjölþætt. Það er því von okkar að sú umræða sem nú er boðið upp á í Keflavíkurkirkju verði aðeins upphafið að enn frek- ari umfjöllun um málefni fjölskyld- unnar og þau sjónarhorn sem ekki verður fjallað um nú verði tekin fyrir í framhaldi þar af. Fimmtu- dagsstundir í Keflavíkurkirkju eru öllum opnar og hefst dagskráin kl. 17.30. Verkefnisstjóri með fimmtu- dagsstundum í Keflavíkurkirkju er Lára G. Oddsdóttir guðfræðingur. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9- 10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegis- verður á eftir. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldra- og dagmömmumorgunn kl. 10-12. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Sam- verustund fyrir eldri borgara kl. 14. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Ferðir Páls postula. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirlqa. Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur kl. 16.30- 17.30 í Ártúnsskóla. Æskulýðs- fundur eldri deildar kl. 20.30-22. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. Kl. 10 mömmumorgunn. LLL ráðgjöf um brjóstagjöf í umsjá Arnheiðar Sig- urðardóttur hjúkrunarfr. B.Sc. Leikfími aldraðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestr- ar, bænastund o.fl. Kaffi og djús fyrir börnin. Æskulýðsfélag, 14-16 ára, kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfund- ur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar- höfn, Strandbergi. Opið hús í Von- arhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðisfiiðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bænasamkoma vegna sameigin- legrar bænaviku kristinna safnaða. Ræðumaður Miriam Oskarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Keflavfkurkirkja. Kirkjan opin frá kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunnar á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fræðslustund kl. 17.30. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri, flytur erindi: Hvert stefnir fjölskyldan? Landakirkja Vestmannaeyjum. TTT starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. INNLENT Stríð og friður frá morgni til kvölds STÓRMYNDIN Stríð og friður, byggð á samnefndri skáldsögðu Lévs Tolstoj, verður sýnd í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, laugar- daginn 21. febrúar nk. Þessi einstæða kvikmynd verður sýnd í heild sinni þennan dag, allir fjórir hlutamir, segir í fréttatilkynningu. Heildarsýn- ingartími kvikmyndarinnar er um sex og hálf klukkustund, en hlé verða gerð á sýningunni milli einstakra myndarhluta, 2 hálf- tíma kaffihlé og klukkustundar matarhlé. Bomar verða fram kaffi- og matarveitingar í hléun- um, m.a. þjóðlegir rússneskir réttir. Kvikmyndasýningin hefst kl. 10 að morgni og lýkur um kl. 18.30. Kvikmyndin Stríð og friður var gerð í Sovétríkjunum á ámn- um 1966 og 1967 og var leik- stjórinn Sergei Bondartsjúk, sem jafnframt fer með eitt aða- hlutverkið. Meðal annarra leik- enda má nefna Savaljevu, Tik- honov, Tabakov, Éfremov, Sk- obtsjevu, Mardjúkovu og Golovko. Myndin er talsett á ensku. Vegna takmarkaðs sætafram- boðs verður aðgangur að bíósalnum aðeins heimilaður gegn framvísun miða sem seldir em fyrirfram í MIR kl. 17.30-18.30 dagana fram að sýn- ingu. Innifalið í miðaverði er máltíð og kaffiveitingar í hléum. Hin reglubundna sunnudags- sýning í bíósalnum Vatnsstíg 10 fellur niður 22. febrúar og verð- ur næst sunnudaginn 1. mars kl. 15. Göngustíga- gerð - hönnun og framkvæmd GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með námskeið á Hótel Björk í Hvera- gerði föstudaginn 20. febrúar frá kl. 10-17 um göngustígagerð - hönnun og framkvæmd. Nám- skeiðið er ætlað fagfólki í „græna geiranum". Fyrirlesarar verða Ingi Þór Loftsson, landslagsarkitekt hjá Landmótun, Björn Júlíusson, starfsmaður garðyrkjudeildar Reykjavíkiu’borgar, Vignir Sig- urðsson, umsjónarmaður í Heið- mörk og Sigrún Theodórsdóttir, garðyrkjustjóri Egilsstaðabæj- ar. Þau munu fjalla um allt það helsta sem viðkemur göngustíg- um, hönnun þeirra og útliti. Skráning og allar nánari upp- lýsingar fást á skrifstofu Garð- yrkjuskólans frá kl. 8-16 alla virka daga. Úrslitakeppni unglinga í frjálsum dönsum ÚRSLIT íslandsmeistarakeppni unglinga í frjálsum dönsum (Freestyle) fer fram í Tónabæ föstudaginn 20. febrúar kl. 20. Keppendur á aldrinum 13-17 ára alls staðar af landinu munu berjast um íslandsmeistaratitil- inn í frjálsum dönsum. Mikill áhugi er á keppninni eins og undanfarin ár og munu um 120 keppendur keppa í hóp- og ein- staklingsdansi sem er met þátt- taka. ATVIIMIMU- AUGLÝSINGAR Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Hamraskóli Starfsmaður í lengda viðveru (heilsdagsskóla) vegna forfalla í 5—6 vikurtil að annast matar- gerð fyrir nemendur. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við Reykjavíkurborg. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354)535 5050 • Netíang: fmr@rvk.is Frá Skólaskrifstofu Vestmannaeyja Píanókennarar Vegna forfalla vantar nú þegar píanókennara í fullt starf við Tónlistarskólann í Vestmanna- eyjum. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur H. Guðjónsson í síma 481 1841 eða 481 2551 heima. Skólamálafulltrúi. Gröfumaður Vanan gröfumann vantar strax. Upplýsingar í síma 434 1549 eftir kl 20.00 og einnig 852 5568 og 565 3140 á daginn. ÞJÓIMUSTA Vantar — vantar — vantar Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguíbúðum vantar okkur flestar stærðir leiguíbúða á skrá. Með einu símtali er íbúðin komin á skrá hjá okkur og um leið ertu komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Arangurinn mun ekki láta á sér standa og það besta er, að þetta er þér að kostnaðarlausu. II EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B, 105 Reykjavík. Skráning í síma 511 1600 TIL SOLU Lagerútsala Vegna flutninga höldum við lagerútsölu í hús- næði okkar á Bíldshöfða 16. Boðið er upp á mikið úrval af leikföngum, barnavöru og barnafatnaði. Allt að 40% afsláttur af heildsöluverði. Opnunartími frá kl. 11.00—17.00 virka daga. Heildverslunin Ársel, Bíldshöfða 16, ekið inn í portið. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 5998021919 VIII I.O.O.F. 5 - 1782198 ■ Br. I.O.O.F. 11 ■ 1782198'/2 ■ 9.11* Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Ath.: Engin samkoma í kvöld, fimmtudag. Frá Sálar- > rannsóknar- félagi íslands Heilunarsamkoma verður sunnu- daginn 22. febrúar nk. kl. 14.00 í Garðastræti 8 í umsjón Ernu Al- freðsdóttur huglæknis. Allir vel- komnir. Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn. SRFl \f=77 KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Inntökufundur í umsjá stjórnai KFUM. Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 19. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. pMrgmM&Sjíili - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.