Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 25 ERLENT Suharto sagður endur- skoða áætlanir sínar Jakarta. Reuters. THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að Suharto, forseti Indónesíu, hefði fallist á að endurskoða áætlanir um að tengja gengi indónesísku rúpíunnar við dollar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF), Evrópusambandið og Bandaríkin hafa undanfarið gagn- rýnt þessi áform Indónesa og sagt efnahagsástand þar í landi með þeim hætti, að slíkar aðgerðir gætu reynst varasamar. IMF hefur m.a. hótað því að ef Indónesar láti til skarar skríða og komi á fót svonefndu myntráði verði ekki staðið við áætlanir um fjár- hagsaðstoð til Indónesíu að upphæð sem svarar rúmlega 3.100 milljörð- um íslenskra króna. I myntráði felst að gengi gjaldmiðils sé tengt við gengi annars gjaldmiðils, yfirleitt gengi dollars. A bak við grunnfé verður síðan að vera tilsvarandi magn dollara í gjaldeyrisforða. Lík- legt hefur verið talið að gengi rúpí- unnar yrði ákvarðað 5.500 gegn ein- um Bandaríkjadollar, til þess að reyna að stöðva gengishrun hennar úr 2.400 gagnvart dollar frá því efnahagskreppa reið yfir í landinu í júlí. Waigel var í gær staddur í Jakarta og skrifaði undir samkomu- lag um 375 milljóna marka aðstoð við indónesísk stjómvöld vegna kreppunnar. „Suharto forseti hét mér því að endurskoða áætlanir um myntráð vegna þess að við höfum áhyggjur af þeim,“ sagði Waigel á fréttamannafundi í gær. Þegar gjaldeyrismörkuðum í Jakarta var lokað í gær var gengi rúpíunnar um 9.000 gagnvart Bandaríkjadollar. Engin staðfesting „Myntráð er gott kerfi, en ein- ungis til langs tíma. Nú er of snemmt... það getur ekkert komið í staðinn fyrir umbætumar sem IMF fer fram á,“ sagði Waigel í gær eftir að hafa átt fundi með Suharto og Mar’ie Muhammad, fjármálaráð- herra. Enginn Indónesískur fulltrúi hafði í gær staðfest fullyrðingar Waigels um að endurskoðun fyrir- ætlananna stæði fyrir dyrum, og voru fréttaskýrendur því varkárir í orðum. Roger Francis, sérfræðingur hjá IBJ International í London, tjáði Reuters að enn ríkti alger óvissa á markaðnum um hvað væri á seyði. „Það er erfitt að ímynda sér að Su- harto láti undan opinberlega og hætti við áform sín þrem vikum fyr- ir kosningar, en orð Waigels auka vægi fregna um að myntráðið verði sett til hliðar um stundarsakir," sagði Francis. Finnar og Svía efla samstarf Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMSTARF Finnlands og Sví- þjóðar á æðstu stöðum verður styrkt á næstunni og krytur und- anfarinna mánaða lagðar af. Paavo Lipponen forsætisráð- herra Finna og Göran Persson sænski starfsbróðir hans hyggj- ast hittast reglulega til að styrkja samstarf landanna og hugsanlega munu fleiri ráðherr- ar Iandanna einnig taka upp hlið- stæða fundi. Undanfarna mánuði hafa for- sætisráðherrarnir oftlega orðið ósammála, nú síðast í afstöðunni til stækkunar Evrópusambands- ins, ESB, og til Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU. Svo langt gekk að Svíar vændu Finna um að svíkja Eystrasalts- löndin og Lipponen sagði Svía aðeins vera með annan fótinn í ESB, meðan þeir stefndu ekki á EMU. Samkvæmt fréttum sænsku fréttastofunnar TT ræddust for- sætisráðherrarnir við í síma á laugardagskvöldið og ákváðu þá að taka upp reglulega fundi til að freista frekari samstöðu. Lipponen hefur opinberlega líkt væntanlegu sambandi við sam- band Þýskalands og Frakklands, þar sem þjóðhöfðingjar landanna hafa um áratuga skeið haft með sér náið samband, en Persson álítur að þar sé heldur langt seilst í samlíkingunni. Finnskt- sænskt samband muni varla hafa jafn afgerandi afleiðingar og hið þýsk-franska hafí haft. Styrkt samband Lipponens og Perssons mun einkum beinast að ESB og varnarmálum, en gæti með tím- anum einnig náð til annarra sviða. Barnaskóútsala Moonboots frá 790,990,1790 Smáskór í bldu húsi viS Fdkafen Slmi 568 3919 speglum og rúðum, lituðu gleri og mörgu fleiru. Rétti skíðaferðabíllinn er fundinn. Hyundai Elantra Wagon er einkar hentugur bíll til að ferðast um ísland með alla fjölskylduna vetur, sumar, vor og haust. Hyundai Elantra er með öfluga 116 hestafla 16 ventla vél og er með glæsilegum búnaði: Útvarps- og kassettutæki með fjórum hátölurum, tveimur líknarbelgjum, samlæsingu í hurðum, rafknúnum Við tökum bilinn þinn upp í og bjóðum hagstæð greiðslukjör. Komdu og prófaðu. HYUnOHI - til framtíðar B&L, Armúla 13, sími 575 1200, söludeild 575 1220, fax 568 3818, netfang bl@bl.is, veffang www.bl.is Aukabunaður a mynd: Alfelgur, vindskeio og skióabogar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.