Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 17 Fjölmörg tækifæri til útivistar og skemmtunar Gisting 1 sumarhúsum með öllu í Lalandia, syðst á Lálandi. Sumardvöl í sumarhúsahverfinu Marielyst Ferie Center á suðausturströnd Falsturs, frábærum stað fyrir bamafjölskyldur við eina af bestu og lengstu baðströndum Danmerkur. Frá báðum þessum fyrsta flokks sumarhúsahverfum er stutt að fara á ýmsa áhugaverða staði á Lálandi, Falstri og Suður-Sjálandi. : Náið ykkur í eintak af nýjumferðabæklingi Flugleiða, Sumaifjöri '98, þarsemeraðfinna nánari upplýsingarum ferðamöguleika íDan- mörku. Bæklingurinn liggur frammi i öllum söluskrifstojum Flugleiða, áferðaskrifstofunum og i öllum bensínstöðvum Olís. Sjáumstöll íSumaijjöri ‘98 íDanmörku. Sjáland, Fjón, Mön, Falstur, Láland og síóast en ekki síst Jótland bjóða ferðafólki ótal möguleika til að eiga skemmtilegt og viðburðaiíkt sumarfrí á eigin vegum. Námstefna hjá Rauða krossinum á Flúðum Hrunamannahreppi - Rauði kross íslands héit námskeið á Flúðum dagana 14. og 15. febrú- ar um fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf innan Almanna- varna að tilhlutan Ámesinga- deildar Rauða krossins. „Við emm að undirbúa fólk á þessu svæði og reyndar nokkmm öðmm á landbyggðinni til þess að bregðast við því að það geti orðið að liði ef áfall verður í byggðarlaginu. Til dæmis ef um náttúruhamfarir er að ræða eða fólk þarf að yfirgefa heimili sín. Þá munu þessir aðilar stjórna verkþætti Rauða krossins í fjöldahjálp," sagði Rögnvaldur Einarsson námstefnustjóri. Hann er svæðisstjóri Rauða krossins á Vesturlandi og hefur stundað leiðbeiningarstörf síðan 1995, en unnið að björgunar- störfum um aldaríjórðungsskeið. Auk Qölþættra fyrirlestra Rögn- valdar, m.a. um aðkomu á slys- stað, skoðun sjúkiings og fyrstu meðferð, ræddu þau Bjami Krist- jánsson um Rauða krossinn og markmið hans, Ora Egilsson um Almannavamir ríkisins og starf- semi þeirra, Sigríður Þormar um skyndihjálp í fjöldahjálparstöð og Gísli Viðar Harðarson um skipulagningu fjöldahjálpar- ---------------------- Skilti sem segir til um færð á Hellisheiði eystri fært til Ekki allir sáttir við stað- setninguna Vaðbrekku, Jökuldal. - Skilti sem segir frá færð yfir Hellisheiði eystri hefur verið fært frá vegamótum við Jökulsárbrú hjá Sellandi austur í Fellabæ. Þykir mörgum bagalegt í meira lagi að hafa ekki upplýsingar um færð yfir Hellisheiði við vega- mótin út Hlíð í átt að Hellisheiði, vegna þess að ekki koma allir veg- farendur er ætla yfir Hellisheiði eft- ir veginum úr Fellabæ. Undanfarna vetur hefur þetta skilti verið við vegamótin út í Hlíð, en um þau vegamót fara allir er ætla norður yfir Hellisheiði. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar hjá Vega- gerðinni var skiltið fært austur í Fellabæ vegna þess að þar er auð- veldara að þjónusta það vegna þess að eftirliti með veginum yfir Hellis- heiði er sinnt frá Vopnafirði. Til dæmis ef færð breytist yfir daginn, þá getur þurft að fara oft sama dag- inn til að breyta merkingunni á skiltinu. Ef heiðin er til að mynda opnuð að morgunlagi verður að breyta merkingunni á skiltinu, aftur yrði að breyta ef færð spilltist fyrir fólksbfla, síðan gæti spillst enn og ekki orðið fært nema fyrir jeppa og síðan gæti orðið alófært. Það gæti þess vegna þurft að fara allt að fjór- um sinnum norður að vegamótum sama daginn til að breyta merking- unni á skiltinu. Auðveldara að hafa nýjar upplýsingar Með því að færa skiltið austur í Fellabæ er mun auðveldara að hafa alltaf nýjar upplýsingar á skiltinu segir Magnús og eftir að vinnu er lokið er ekki um að ræða að setja nýjar upplýsingar á skiltið ef það er norður við vegamót, en þangað eru rúmir tuttugu kílómetrar úr Fella- bæ. Guðgeir Ragnarsson, bóndi á Torfastöðum í Hlíð, segir ekki til neins að hafa skiltið austur í Fella- bæ. Nær sé að hafa það við vega- mótin út í Hlíð og telur rök Vega- gerðarinnar léttvæg, það sé hennar hlutverk að þjónusta vegfarendur sem allra best. Með þvi að hafa upp- lýsingarnar á réttum stöðum náist það markmið best. starfs. Þá vom einnig sýnd fróð- leg myndbönd um hjálparstörf. Þátttakendur vom 18, flestir af Suðurlandi, en einnig frá Rauða krossdeildinni á Suðumesjum. Svæðisskrifstofa opnuð Nýlega var opnuð svæðisskrif- stofa fyrir Rauða krossdeildir á Suðurlandi og er hún í SSAS- húsinu við Austurveg á Selfossi. Starfsmaður er Halldór Gunnars- son í tveimur þriðja hluta starfs. Formaður Ámesingadeildar Rauða krossins er Tómas Þórir Jónsson á Flúðum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞÁTTTAKENDUR á námstefnunni á Flúðum. DANSKA FERÐAMALARAÐIÐ FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi T mm "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.