Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 50
•50 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÚTLÁNAAFSKRIFTIR LÁNASTOFNANA Þórður Ragnar Ólafsson Hafliðason I MORGUNBLAÐINU 18. janúar sl. birtist grein eftir Þorvald Gylfa- son, prófessor, „Upplýsing og lífs- kjör“. I greininni er m.a. fjallað um bankamál á íslandi. Þar er sér- staklega vikið að útlánatöpum banka og fjárfestingarlánasjóða hér á landi og samanburði við hin Norðurlöndin. Þá sakar ÞG Seðla- banka Islands um að hafa leynt upplýsingum um útlánatöp í ís- lenskum lánastofnunum. I eftirfar- andi umfjöllun er gerð tilraun til þess að leiðrétta ýmsan misskiln- ing sem kemur fram í grein ÞG og skýra önnur atriði sem hafa verður í huga þegar fjallað er um útlána- afskriftir lánastofnana. Vitnað er í grein í tímariti Seðlabanka Finn- lands, Bank of Finland Bulletin nr. 8 1995, sem ber heitið „The eondition of Nordic banks and fut- ure prospects post-crisis“. I þess- ari grein er fjallað um norrænu bankakreppuna og er þar sýnt ým- islegt talnaefni úr rekstri og efna- hag banka á Norðurlöndunum og efnahag viðkomandi landa yfir nokkurt árabil til ársins 1994. Talnaefnið nær ýmist frá árunum 1982, 1987 eða 1989. M.a. er sýnd þróun útlánaafskrifta á tímabilinu 1989-1994 fyrir einstök lönd. Ekki kemur annað fram í greininni en að um sé að ræða banka en ekki fjár- festingarlánasjóði. Talnaefni fyrir %ísland var tekið saman af banka- eftirliti Seðlabankans og voru þær upplýsingar gefnar í þeirri trú að þær væru sambærilegar við talna- efni frá hinum Norðurlöndunum. í grein ÞG er bent á að fjárfest- ingarlánasjóðir hér á landi séu um helmingur bankakerfísins í víðum skilningi og að þeir stundi útlána- starfsemi, sem sé að langmestu leyti í höndum viðskiptabanka í hinum löndunum fjórum og hefði af þeim sökum átt að taka sjóðina með við samanburðinn á útlánatöp- unum. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á að íbúðalánasjóðir ríkis- ins eru meðtaldir í „bankakerfinu í víð- um skilningi". I árs- lok 1996 mátti skipta bönkum og fjárfest- ingarlánasjóðum hér á landi í 3 megin flokka eftir stærð efnahagsreiknings: Innlánsstofnanir 49%, íbúðalánasjóðir ríkisins 38% og at- vinnuvegasjóðir 13%. Þeir lánasjóðir sem falla undir hugtakið atvinnuvegasjóðir eru í aðalatriðum þeir sjóðir sem falla nú undir lög nr. 123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði og féllu fjTst undir eftirlit bankaeftir- Okkur sýnast svona skrif bera vott um vissa vanþekkingu og ekki laust við að þar gæti þráhyggju, segja Þórð- ur Olafsson og Ragnar Hafliðason, en tilefnið er grein Þorvaldar Gylfasonar í Morgun- blaðinu 18. janúar sl. lits Seðlabanka íslands frá og með árinu 1994. Færa má rök fyrír því að starfsemi banka og sparisjóða hér á landi hafí verið á þrengi-a sviði en almennt gerist hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum á hinum Norðurlöndunum og er þá íyrst og fremst átt við að banka- stofnanir hér á landi hafi sinnt langtímafjármögnun í minna mæli en annars staðar. Að þessu er vikið í greinum, sem birst hafa í Fjár- málatíðindum, sbr. grein Bjarna Braga Jónssonar i Fjármálat. nr. 2 1994, bls. 169 og 170, og grein Ragnars Hafliðasonar í Fjármálat. nr. 1 1993, bls. 64. Ennfremur í Hagtölum mánaðarins, ágúst 1994 og enskri útgáfu Hagtalna mánað- arins, þ.e. Economic Statistics, nóvember 1994. I grein Bjarna Braga og í grein- unum í Hagtölum mánaðarins, bæði í íslensku og ensku útgáfunni eru útlánaafskriftir fyrir Island jafnframt sýndar með og án fjár- festingarlánasjóða til að gefa skýr- ari mynd af þróuninni á Islandi að þessu leyti í samanburði við hin Norðurlöndin og eru þá teknir með sjóðir sem venjulega eru ekki skil- greindir sem fjárfestingarlánasjóð- ir eins og Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina og Hlutafjársjóð- ur. Hins vegar fínnast ýmsar teg- undir af lánastofnunum og byggða- sjóðum á hinum Norðurlöndunum sem ekki eru meðtaldir í talnaefn- inu vfír útlánatöp banka og er því ekki sjálfgefið að tölur fyrir Island sem sýna banka og fjárfestingar- lánasjóði samtals séu að fullu sam- bærilegar við útlánatöp banka ein- göngu í öðrum löndum, sbr. eftir- farandi samanburð milli landa. I tilvitnaðri grein Bjarna Braga Jónssonar í Fjármálatíðindum er ítarlega fjallað um útlánatöpin og samanburð við önnur Norðurlönd. Tafla 1 sýnir útlánaafskriftir banka á Norðurlöndunum í hlut- falli við verga landsframleiðslu á tímabilinu 1989-1994 svo og árin 1995 og 1996 fyrir ísland og Dan- mörku. Fyrir Island og Danmörku eru ennfremur sýndar tölur að meðtöldum fjárfestingarlánasjóð- um hér á landi og fjárfestingar- lánasjóðum (realkreditinstitutter) í Danmörku. Fyrir tímabilið 1989- 1994 er um að ræða sömu tölur og birtust í tilvitnaðri tímaritsgrein finnska Seðlabankans ef frá er taldir aukadálkarnir með lánasjóð- um og realkreditinstitutter fyrir Island og Danmörku. Samanburðurinn milli Islands og Danmerkur í töflu 1 sýnir að með því að leggja saman útlánatöp banka og lánasjóða fyrir Island kann tapið að vera ofmetið í sam- anburði við útlánatap hjá bönkum eingöngu í öðrum löndum. Með hliðsjón af framansögðu verður vart talið að upplýsingum um út- lánatöp hér á landi hafi verið leynt. í grein ÞG er vikið að setu eins bankastjóra Seðlabankans í stjórn Fiskveiðasjóðs og sú staðreynd tengd meintri leynd varðandi út: lánatöp fjárfestingarlánasjóða. I þessu sambandi er rétt að upplýsa að árlegar útlánaafskriftir Fisk- veiðasjóðs námu að meðaltali 1,2% af útlánum og ábyrgðum sjóðsins á árunum 1989-1996 samanborið við 2,0% fyrir innlánsstofnanir. I sam- ræmi við þau lög sem gilt hafa um Fiskveiðasjóð undanfama áratugi hefur Seðlabanki íslands tilnefnt einn fulltrúa í stjórn sjóðsins og hefur einn bankastjóra bankans verið sá fulltrúi. Þessi skipan mála SöluaðUar um land allt Umax Astra GlQs p Nettur 30 faita lita-faordskanni Hámarksupplausn: 4800x4800 dpí frá kr. 17.900 Umax Astra 1200s 30 faita litaskanni fyrirtækja Hámarksupplausn: 9600 X 9600 dpi kr. 39.900 Umax Powerlook 11 36 faita litaskanni fagmanna Hámarksupplausn: 9600 x 9600 dpi kr. 159.900 Við bjóðum viðskiptavinum okkar breiða línu af búnaði til myndvinnslu frá UMAX. Við eigum mikið úrval af skönnum sem henta bæði áhuga- og atvinnumönnum og stafrænar myndavélar sem opna nýja og skemmtilega leið í gerð hvers kyns kynningarefnis. UMAX Umax MDX 8000 Fráfaær stafræn myndavél Upplausn: 1000 x 800 pixlar kr. 39.900 NÝHERJI - Verslun - Skaftahllð 24 - 105 Reykjavlk Simi: 569 7700 - Fax: 569 7799 www.nyherji.is hélst til loka árs 1997 þegar Fjár- festingarbanki atvinnulífsins hf. yf- irtók rekstur sjóðsins. I grein ÞG segir: „Leyndin dró dilk á eftir sér, eins og vænta mátti, því að af- skriftirnar og útlánatöpin hér heima eru nú komin langt fram úr sambærilegu tjóni á hinum Norð- urlöndunum fjórum." Og ennfrem- ur: „Þegar útlánatapið var komið upp í 40 milljarða króna íyrir þrem árum hvatti ég til þess í grein hér í Morgunblaðinu, að opinber rann- sókn yrði látin fara fram. Nú, þeg- ar tapið er komið upp í 67 milljarða skv. upplýsingum Seðlabankans, leyfi ég mér að ítreka þessa til- lögu.“ Vandséð er með hvaða hætti meintar ófullnægjandi upplýsingar um útlánatöp fjármálastofnana hér á landi í tilvitnaðri grein í tímariti finnska Seðlabankans tengjast út- lánatöpum síðustu ára á Islandi. Eins og taflan hér á undan sýnir hefur þróun útlánatapa verið með svipuðum hætti og í Danmörku þegar litið er á tímabilið 1989-1996 í heild og gefur sá samanburður ekki tilefni til tilvitnaðra stóryrða ÞG um þróun útlánatapa hér á landi á síðustu árum. Utlánaaf- skriftir hafa farið lækkandi hér á landi frá árinu 1992. Miðað við upplýsingar úr árshlutauppgjörum íyrir íyrri helming ársins 1997 má reikna með áframhaldandi lækkun útlánaafskrifta. Sambærilegar töl- ur fyrir önnur Norðurlönd en Dan- mörku eru ekki fyrir hendi en þó er ljóst að útlánaafskriftir hafa far- ið lækkandi í öllum löndunum á undanfórnum árum. A tímabilinu 1989-1994 námu útlánaafskriftir innlánsstofnana og fjárfestingar- lánasjóða hér á landi samtals 54 ma.kr. á árslokaverðlagi 1996 og á árunum 1995 og 1996 námu sam- bærilegar tölur samtals rúmlega 8 ma.kr. eða samtals rúmlega 62 ma.kr. á tímabilinu 1989-1996. Tafla 2 sýnir nánari sundurliðun milli innlánsstofnana og fjárfest- ingarlánasjóða. Með útlánaafskriftum er átt við gjaldfærð varúðarframlög í af- skriftareikning útlána vegna lík- lega tapaðra lána. Þegar útséð er um að kröfur innheimtist eru þær færðar út á móti áður bókfærðum varúðarframlögum í afskrifta- reikningnum. Inni á afskriftareikn- ingnum eru því stöðugt fjárhæðir til að mæta bæði vafasömum kröf- um, sem innheimtumeðferð er ekki lokið á, og kröfum sem líkur eru Nýtt verð á GIRA Standard. Gæði á góðu verði. s5L S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaður Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.