Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 13 vafí. „Að löndum eins og Ungverja- landi, Tékklandi, Póllandi og Eist- landi skuli bjóðast að hafa bein áhrif á ákvarðanir sem hafa ekki síður þýðingu fyrir Þýzkaland, Frakkland og önnur Evrópulönd er stórkost- legur ávinningur fyrir þau.“ Engin tímamót í Amsterdam Christophersen átti sæti í hug- leiðingarhópnum svokallaða sem vann grundvallarhugmyndavinnuna fyrir ríkjaráðstefnuna 1996 og skrif- aði bók um hana sem út kom haust- ið 1995. Undirtitill bókarinnar var „Evrópusambandið á tímamótum?.“ Ríkjaráðstefnunni lauk eins og kunnugt er á leiðtogafundi ESB í Amsterdam í júní í fyrra, þar sem vissar breytingar á stofnsáttmála sambandsins voru samþykktar. Christophersen var því spurður hvort Amsterdam-fundurinn hefði táknað tímamót í sögu ESB. „Nei, það var ekki raunin. Am- sterdam-fundurinn var flestum von- brigði. Hann var skref í rétta átt, en það þarf mun meira til svo að stækkun sambandsins til austurs komist til framkvæmda eins og að er stefnt. Amsterdam-sáttmálinn felur í sér að um leið og búið er að taka íyrstu fimm nýju aðildarríkin inn í sambandið verður að taka allt kerfíð til gagngerrar endurskoðun- ar einu sinni enn,“ segir Christoph- ersen. Þetta þýði að Rúmenar, Búlgarar, Slóvakar, Litháar og Lettar geti ekki gerzt aðilar fyrr en búið sé að ganga frá einni uppstokk- un enn á ákvarðanatökuferli og stofnanauppbyggingu ESB. „Mín eigin skoðun er sú að bezt væri að hleypa öllum aðsóknarríkj- unum inn í einu og gera þær breyt- ingar, sem stækkunin útheimtir, all- ar samtímis," segir Christophersen. Það sem að hans sögn blasir við að samkomulag um breytingar þarf að nást um, er fjöldi fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni, vægi atkvæða í ráðherraráðinu og að meirihluta- ákvarðanir verði teknar upp í enn meiri mæli. Bjartsýnn á framtíð ESB „í grundvallaratriðum er ég bjartsýnn á framtíð Evrópusam- bandsins. Ég fæ ekki séð hvað gæti komið í staðinn fyrir það. Ég held líka að mikill meirihluti aðildarþjóð- anna sé mjög sáttur við ESB. Efa- semdarmenn eru áberandi í Bret- landi, Danmörku og Svíþjóð, það er rétt, en í öðrum löndum er umræð- an um ESB ekki á þeim nótum að aðildin sem slík sé gagnrýnd,“ sagði Christophersen að lokum. Sjálfstæðisflokkur- inn á Siglufírði Framboðs- listi valinn Sjálfstæðisflokkurinn á Siglu- fírði hefur ákveðið framboðs- lista flokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar í maí nk. Sæti framboðslistans eru skipuð sem hér segir: 1. Haukur Ómarsson, viðskiptafræðingur, 2. Ólafur Jónsson, fulltrúi, 3. Unnar Már Pétursson, fjár- málastjóri, 4. Sigríður Ingvars- dóttir, kennari, 5. Ingibjörg Halldórsdóttir, læknaritari, 6. Haukur Jónsson, skipstjóri, 7. Erla Gunnlaugsdóttir, leiðbein- andi, 8. Ingvai' Hreinsson, flug- valiarstjóri, 9. Guðmundur Ólaf- ur Einarsson, verkstjóri, 10. Sigurbjörg Gunnólfsdóttir, kaupmaður, 11. Agnar Þór Sveinsson, verkamaður, 12. Þórarinn Hannesson, íþrótta- kennari, 13. Vibekka Arnardótt- ir, húsmóðir, 14. Þorsteinn Jó- hannesson, verkfræðingur, 15. Guðni Sveinsson, lögregluþjónn, 16. Kristrún Halldórsdóttir, húsmóðir, 17. Runólfur Birgis- son, framkvæmdastjóri og 18. Björn Jónasson, sparisjóðs- stjóri. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Flakað um borð HREINN Hreinsson á Sæ- um borð í báti sínum í Reykja- björgu RE 315 er hér að flaka víkurhöfn. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfírði Framboðslistinn samþykktur Á FUNDI Fulltrúaráðs sjálf- stæðisflokksfélaganna í Hafnar- firði í fyrrakvöld lagði kjörnefnd fram tillögu sína að framboðslista til næstu bæjarstjómarkosninga í Hafnai-firði. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Þrjú efstu sætin eru skipuð þeim tveim sem setið hafa í minnihluta núverandi bæjar- stjórnar og fyrsti varamaður flokksins í samræmi við niður- stöður prófkjörsins. Heiðurssæti listans skipar Þorgeir G. Ibsen fyrrverandi skólastjóri. Eftirtalin skipa framboðslist- ann: 1. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Smára- hvammi 13, 2. Valgerður Sigurð- ardóttir, fiskverkandi, Hveifis- götu 13b, 3. Þorgils Óttar Mathiesen, forstöðumaður, Strandgötu 49, 4. Gissur Guð- mundsson, rannsóknarlögreglu- maður, Breiðvangi 32, 5. Steinunn Guðnadóttir, húsmóðir og íþrótta- kennari, Birkibergi 18, 6. Skarp- héðinn Orri Björnsson, ráðgjafi, Vörðustíg 7, 7. Ágúst Sindri Karlsson, lögmaður, Suðurgötu 17, 8. Halla Snorradóttir, flug- freyja, Þrúðvangi 1, 9. Sigurður Einarsson, arkitekt, Sólbergi 2, 10. Helga Ragnheiður Stefáns- dóttir, húsmóðir, Sævangi 44, 11. Svavar Halldórsson, kaupmaður, Grænukinn 9, 12. Þóroddur Steinn Skaptason, deildarstjóri, Miðvangi 3, 13. Bergur Ólafsson, sölustjóri, Álfaskeiði 42, 14. Sig- ríður Sigurðardóttir, arkitekt, Bæjarholti 5,15. Ragnar Sigurðs- son, vélvh-kjameistari, Álfaskeiði 92, 16. Ragnhildur Guðmunds- dóttir, nemi, Hverfisgötu 36, 17. Stella Kristjánsdóttir, kennari, Hábergi 25, 18. Ólafur Árni Torfason, verkstjóri, Álfholti 34b, 19. Þórdís Bjarnadóttir, héraðs- dómslögmaður, Breiðvangi 5, 20. Árni Sverrisson, forstjóri, Hvassabergi 2,21. Ragnheiður H. Kristjánsdóttir, kennari, Fagra- hvammi 10 og 22. Þorgeir G. Ib- sen, fyrrverandi skólastjóri, Sævangi 31. Samgönguráðherra um hugsanlega einkaframkvæmd á Sundabraut Ráðuneytið opið fyrir viðræðum „AÐ mínu viti er ekki skynsamlegt að ráðast í Sundabraut nema í tengsl- um við ný byggingarsvæði borgar- innar í Geldinganesi og Áifsnesi en auðvitað er samgönguráðuneytið op- ið fyrir viðræðum við Reykjavíkur- borg um það að ráðist verði í fram- kvæmdirnar með einkafjármögnun," sagði Halldór Blöndal samgönguráð- herra aðspurður um þá tillögu sem tveir borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna lögðu fram í borgarráði í fyrradag. Hugmynd borgarfulltrúanna Árna Sigfússonar og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar gengur út á að kannað verði hvort mögulegt sé að ráðast í einkaframkvæmd á Sundabraut, þ.e. að verkið verði fjármagnað utan vegaáætlunar og að ríkið greiði fram- kvæmdaaðila til baka á ákveðnum tíma með notkunargjaldi í einhverju formi og eignist með því mannvirkið. Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að á síðustu ái'um hafi komið æ betur í ljós að ógjörningur sé að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum í samgöngum á höf- uðborgarsvæðinu með hefðbundnum framlögum vegaáætlunar. Því hafi ráðuneytið og Vegagerðin hafið at- hugun á því fyrir nokki'um árum hvort einkafjármögnun gæti komið til skjalanna í einhverjum tilvikum. Hagkvæmasta leiðin fundin „Rannsóknir á Sundabraut eru í fullum gangi, menn telja að hag- kvæmasta leiðin sé fundin og það fer síðan eftir áherslu í framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og stöðu vegasjóðs hvernig haga mætti end- urgreiðslu verði ráðist í fram- kvæmdina með þessari aðferð," sagði ráðherra. Borgarstjóri um einkaframkvæmd vegna Sundabrautar List agætlega á möguleikann „MER líst ágætlega á það að skoða möguleikann á einkaframkvæmd á Sundabraut enda hefur alltaf verið gengið út frá því að hún yrði fjár- mögnuð með sérstökum hætti,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um þá tillögu sjálf- stæðismanna sem fram kom í borg- arráði í fyrradag um að ráðist verði í framkvæmdir við Sundabraut með einkafjármögnun. Borgarstjóri vakti athygli á að í skýrslu borgarverkfræðings og Vegagerðarinnar um framkvæmd- ina, sem kynnt var í október, hefði verið fjallað um þessa leið og svo væri einnig í tillögum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um for- gangsröð framkvæmda á vegaáætl- un. „Mér finnst hins vegar ekki réttur skilningur hjá tillögumönn- um að Sundabraut sé ekki á dag- skrá fyrr en eftir 12 ár, þótt hún sé ekki á vegaáætlun, því vegna þess að menn nafa alltaf gengið út frá sérstakri fjármögnun þá hefur aldrei verið gert ráð fyrir að hún kæmi með venjulegum hætti inn á vegaáætlun því þá myndi hún gleypa allt vegafé á suðvesturhorn- inu,“ sagði borgarstjóri einnig. Hún vildi einnig setja mikinn fyrirvara við þá hugmynd að skattleggja íbúa þeirra hverfa sem nytu góðs af þessu samgöngu- mannvirki. „Ef greiða á veggjald til dæmis á tengingunni yfir Kleppsvík er það orðið skattur á Grafarvogsbúa og í mínum huga kemur slíkt ekki til greina. Það er ekki hægt að skattleggja hluta borgarbúa vegna slíkra fram- kvæmda," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að lokum. Álitsgerð um Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur Sameining orkufyrirtækj- anna veitir yfírburðastöðu í ÁLITSGERÐ frá starfshópi Reykjavíkur- borgar um sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem lögð var fram í borgarráði í vikunni, er lýst bjartsýni um að orkufyrirtæki Reykjavíkur muni eiga frum- kvæði að mikilvægum rannsóknar- og þróunar- verkefnum, sem gætu leitt til hagkvæmari orku- notkunar og fjölbreyttari atvinnu í Reykjavík. Slíkt fyrirtæki hefði yfirburðastöðu í samkeppni innlendra orkufyrirtækja og gæti einnig haslað sér völl á erlendum vettvangi. Sameinað fyrir- tæki með sterka og viðsýna forustu væri mun betur undir frjálsan innlendan og erlendan orkumarkað búið, segir í álitsgerðinni. I álitsgerðinni, sem unnin er af Einari Tjörva Elíassyni, yfirverkefnisstjóra Rannsóknarsviðs Orkustofnunar, Ingvari Birgi Friðleifssyni, for- stöðumanni Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Sveinbirni Björnssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Háskóla Islands, er bent á að íslensk stjórnvöld hafi ásett sér að endur- skoða skipan orkumála með það að meginmark- miði að koma á aukinni samkeppni í vinnslu og sölu orku á næsta áratug og að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins verði breytt í hlutafélög. Vinnsla, flutningur, dreifing og sala orku verði aðskilin og samkeppni innleidd um orku- vinnslu og orkusölu. Einnig verði kannað hvort hagkvæmt reynist að tengja íslenska raforku- kerfið við raforkukerfi Evrópu með sæstreng og opna þannig fyrir orkuviðskipti við Evrópu- markað. Áhyggjur af umhverfismáium Tekið er fram að vaxandi áhyggjur af um- hverfismálum á alþjóðavettvangi muni setja þjóðum skorður um orkunotkun. Leitað verði leiða til að draga úr loftmengun sem fylgir orku- vinnslu og orkunotkun. Bent er á að atvinnu- hættir og lífsvenjur íslendinga krefjist mikils eldsneytis í samgöngum og því yrði sérlega áhugavert að finna hagkvæmari leiðir til að minnka loftmengun frá farartækjum. I ljósi breyttra viðhorfa sé nauðsynlegt að íslensk orkufyrirtæki noti breytingaskeiðið til að búa sig undir samkeppni og þau sóknarfæri, sem veitast á frjálsari orkumarkaði undir þeim tak- mörkunum, sem strangari umhverfislöggjöf mun setja. Þar muni þau fyrirtæki ná forustu sem hafa fjárhagslega burði og nægilega fag- lega breidd til að leiða rannsóknir og þróun með það að markmiði að nýta innlendar orkulindir á sem hagkvæmastan hátt og stuðla að nýjum tækifærum til fjölbreyttari atvinnu. Hugsanleg verkefni Bent er á hugsanleg verkefni sameinaðs orkufyrirtækis Reykjavíkur eins og nýtingu af- gangsvarma frá húshitun og fráveituvatni með aðstoð varmadælna, framboð á raforku, heitu vatni og gufu til iðnaðar, tilraunir með nýjar gerðir aflvéla í farartækjum og iðnaði og þróun aðferða til að framleiða eldsneyti með innlend- um orkugjöfum, nýting veitukerfa til flutnings upplýsinga til heimila og fyrirtækja og forusta í rannsókna- og þróunarverkefnum í erlendri samvinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.