Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Útför mannsins míns, JÓNS ÞORKELSSONAR, Hofgerði 7, Vogum, verður gerð frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Sigríður Jónasdóttir. t Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Hverfisgötu 9, Siglufirði, andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar að kvöldi þriðjudagsins 17. febrúar. útförin auglýst síðar. Anton V. Jóhannsson, Inger Kr. Jensen. t Eiginmaður minn, TRYGGVI GUÐMANNSSON vélstjóri, Skólagerði 65, Kópavogi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 17. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Stefanía Bjarnadóttir. t Elskuleg eiginkona mín og móðir, VIGDÍS INGIMUNDARDÓTTIR, Réttarholtsvegi 45, lést mánudaginn 9. febrúar. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Þökkum hlýhug og samúð. Kristinn Guðmundsson, Alda Jónsdóttir. t Elskuleg fósturmóðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN Þ. HÖRGDAL, Skarðshlíð 17, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 14. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Þorsteinn R. Hörgdal, Kristín Óskarsdóttir, Jónína R. Hörgdal, Helgi Örn Jóhannsson og barnabörn. t Ástkaer móðir okkar og tengdamóðir, HENNÝ BERNDSEN, Búðardal, er andaðist sunnudaginn 15. febrúar, verður jarðsett frá Hjarðarholtskirkju í Dölum laugar- daginn 21. febrúar kl. 14.00. Saetaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30 sama dag. Gunnar Óskarsson, Jakobína Kristjánsdóttir, Birgir Óskarsson, Jóhanna Birna Sigurðardóttir, Hildur Óskarsdóttir, Róbert Fearon, Hilmar Óskarsson, Inga María Pálsdóttir. + GUÐMUNDUR EINARSSON frá Klettsbúð, Hellissandi, * ‘W' / verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju \ 1 w laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. \ *'* Vinir og vandamenn. ANNA JÓHANNSDÓTTIR + Anna Jóhanns- dóttir var fædd á Norðfirði 28. desem- ber 1926. Hún and- aðist á heimili sínu 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Svein- björnsson sjómaður, f. 12. aprfl 1891 í Mjóafirði, d. 9. aprfl 1972, og kona hans Guðrún Sveinbjörns- dóttir, f. 17. desem- ber 1895 á Norðfirði, d. 3. október 1930. Anna var yngst fjög- urra systkina, þeirra Sveinbjarg- ar, f. 4. febrúar 1915, Guðjóns, f. 20. júní 1917, d. 26. maí 1951, og Sveinbjörns, f. 21. júní 1921. Frá fjögurra ára aldri ólst Anna upp hjá Helga Jónssyni, kaupmanni og skósmið á Norðfirði og síðar á Akranesi, f. 24. september 1887 á Vöðlum í Vaðlavík, d. 13. desem- ber 1979, oft kenndur við Hól á Norðfirði, og konu hans Guðrúnu Jónsdóttur, f. 8. ágúst 1886 í Hlíðarhúsum í Reykjavik, d. 2. aprfl 1962. Uppeldissystkin henn- ar voru Guðrún Ósk Óskarsdótt- ir, f. 6. júní 1916, og Jón Þórir Helgason, f. 12. október 1920, d. 30.júní 1983. Hinn 1. nóvember 1947 giftist Anna Magnúsi Jónassyni, skipa- smið og verksfjóra, f. 1. desem- ber 1916 á Hamri, Hörðudal. Foreldrar hans voru Jónas Frímann Samúelsson bóndi, f. 26. september 1876 í Blöndu- hlíð, Hörðudal, d. 27. janúar 1968, og kona hans Sigríður Þórðardóttir, f. 23. október 1886 í Hlíðartúni, Miðdölum, d. 7. desember 1968. Börn Önnu og Magnúsar eru: 1) Óskar, fram- reiðslumaður og verslunarstjóri, Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurbhtt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Amma okkar er dáin, þó svo að við vitum að hún sé komin á annan og betri stað, þá er alltaf sárt að kveðja einhvern sem er manni svona náinn. En auðvitað gat amma ekki látið okkur sitja og syrgja lengi, hún kom til Helgu í draumi og sagði að henni liði vel, bað hana að gæta afa og talaði heilmikið við hana, líkt og amman í ömmuljóði Jóhannesar úr Kötlum. Þetta er bara eitt lítið dæmi sem lýsir ömmu svo vel, alltaf að hugsa um aðra. Þessi draumur hennar Helgu hefur hjálpað okkur öllum að fást við sorgina sem fylgir þessum mikla viðskilnaði. Við erum mjög heppin að hafa fengið að njóta návistar hennar og kveðjum hana með fullri tösku góðra minninga,_sem við mun- um aldrei gleyma. Arin sem við bjuggum í risinu í Hlíðargerði hjá ömmu og afa, stríddum við oft mömmu og pabba með því að bera saman matinn hjá þeim og ömmu. Amma var húsmóðir af gamla skól- anum, fór í húsmæðraskóla og kunni þá merku list að matbúa og f. 21. febrúar 1948. K. 21. september 1968 Kristín I. Egg- ertsdóttir, fulltrúi, f. 14. júlí 1942. Þeirra börn eru Eg- gert, f. 5. aprfl 1963, k. Anna Guðmunds- dóttir, f. 27. janúar 1961, barn Hafþór, f. 28.desember 1994, Anna Huld, f. 23. júní 1968, og Magn- ús, f. 3. ágúst 1974. 2) Jónas Sigurður, húsasmíðameistari og rannsóknarlög- reglumaður, f. 3. ágúst 1955. K. 22. nóvember 1975 Nanna Ólafs- dóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 27. júní 1952. Þeirra börn eru Sigrún Kristín, f. 21. október 1977, Anna Halldóra, f. 21. októ- ber 1977, Magnús, f. 20 ágúst 1981, og Helga Ásdís, f. 12. aprfl 1988. 3) Guðrún Jóhanna, f. 23. mars 1960, hennar börn og Kri- stjáns Vilhjálmssonar eru Guð- rún Hrönn, f. 9. september 1988, Vilhjálmur Þór, f. 3. október 1991, og Edda Maggý, f. 5. mars 1996. 4) Edda, f. 4. desember 1964. M. 7. ágúst 1997 Guð- mundur Björnsson, múrari, f. 25. ágúst 1960. Barn Magnús Þór, f. 13. janúar 1987. Anna starfaði sem unglingur í verslun stjúpföður síns á Hóii á Norðfirði og var hún oft kennd við Hól. Hún fór ung í Hús- mæðraskólann á Laugarvatni og fluttist til Reykjavíkur um tví- tugt. Heimilið varð lengst af starfsvettvangur hennar en síð- ustu tvo áratugina starfaði hún við heimaþjónustu aldraðra. títför Önnu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. baka kökur, betur en margir aðrir. Þegar pabbi og mamma voru er- lendis fengum við að njóta þessa, ýmist fórum við niður í Hlíðargerði eða þau fluttu til okkar og var ekki óalgengt að vísirinn á vigtinni hall- aðist í ranga átt eftir vikudvöl með þeim. Amma hafði mjög gaman af því að ferðast, jafnt innanlands sem ut- an. Ogleymanlegar eru ferðirnar í verkstjórabústaðinn í Svartagili enda vildi amma helst hafa sem flesta í kring um sig. Okkur er sér- staklega minnisstætt sumarið 1990 þegar við vorum í Svíþjóð og amma og afi komu til okkar. Við fórum yfir til Danmerkur til að taka á móti þeim, en þau komu með Norröna þangað. Við ferðumst svo saman um Danmörk, Svíþjóð og Noreg og sigldum heim saman. Amma þekkti svo marga sem höfðu komið til Dan- merkur og kunni lýsingar á svo mörgu. Það var svo gaman að standa við hlið hennar þegar hún sjálf kom á þá staði sem hún hafði svo lengi þráð að sjá. Og ekki var hægt að yfirgefa Danmörku án þess að hún kæmist í verslunarmiðstöð allra tíma, „Magazin du Nord“. Stemmningin í ferðinni var eins og þegar við bjuggum öll undir sama þaki í Hlíðargerðinu, hamast yfir daginn, til að koma sem mestu í verk og slappað af á kvöldin, gjarn- an var þá spilastokkurinn á lofti. Eftir að við byrjuðum í mennta- skóla fannst okkur mjög notalegt að skreppa til ömmu í hádeginu, fá eitthvað í svanginn og sitja og spjalla og oftar en ekki kom það fyrir að afi varð að keyra okkur í skólann því við gleymdum okkur yf- ir spjallinu, fyrst Anna og Rúna og svo Maggi. Við eigum ekkert nema góðar minningar um hana ömmu okkar, góðu konuna sem hafði alltaf nóg pláss og nógan tíma fyrir okk- ur, við erum því afar þakklát fyrir þessi ár sem við áttum með henni og munu þau skipa sérstakan sess í hjarta okkar. Elsku afi, þú hefur misst mikið og hugur okkar hefur leitað til þín und- anfarna daga. En þó svo að amma sé farin þýðir það ekki að þú sjáir minna af okkur, við munum reyna að koma eins mikið og við getum til þín og hver veit nema við laumum einni og einni köku í skápinn þinn. Anna Halldóra, Sigrún Kristín, Magnús og Helga Ásdís. Elsku amma, það er erfitt að horfast í augu við það að þú sért farin frá okkur. Allt í einu eru að- eins minningar eftir en það eru góð- ar minningar sem við getum geymt í hjarta okkar. Þegar við hugsum um þig kemur alltaf eldhúsið upp í hugann því það var þinn staður í húsinu. Allar góðu kökumar sem þú bakaðir, allur góði maturinn sem þú eldaðir og svo grjónagrauturinn, því enginn gat eldað eins góðan graut og þú. En nú ert þú komin heim til Guðs og þaðan munt þú fylgjast með og vaka yfir okkur. Við vitum líka að þegar okkar tími kemur munt þú taka á móti okkur. Elsku amma, við þökkum þér fyrir sam- veruna og allt það sem þú gerðir íyrir okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Við biðjum góðan Guð að senda Magnúsi afa styrk og okkur öllum. Guðrún Hrönn, Vilhjálmur og Edda Maggý. Elsku amma. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért dáin. Þú hringdir þetta sama kvöld til að vita hvernig mér hefði gengið á handboltamót- inu. Þú sýndir alltaf áhuga á öllu sem mér datt í hug að gera. Amma, ég sakna þín svo mikið. Það er svo skrýtið að eiga ekki eftir að heimsækja þig framar. Að eiga ekki eftir að koma til þín og borða bestu pönnukökur í heimi. Elsku amma. Eg skal hugsa vel um afa minn því ég veit að hann saknar þín líka. Eg á aldrei eftir að gleyma þér. Magnús Þór. Kær mágkona mín, Anna Jó- hannsdóttir, er látin, hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 7. febrúar. Lát hennar kom okkur mjög á óvart, þótt við vissum að hún hefði átt við lasleika að stríða um nokkurt skeið. Anna var ekki gjöm á að kvarta, þótt hún íyndi til, sem var þó æði oft. Við áttum tal saman í síma, dag- inn áður en hún lést og þá var hún lasin, en við sögðum eins og vant var, „sjáumst bráðlega", en sú varð ekki raunin á. Enginn veit hver er næstur og engu fáum við um það ráðið. Eg ætla mér ekki að rifja hér upp æviferil Önnu, ég veit að það munu þeir gera, _ sem eru mér honum kunnugri. Ég kynntist Önnu fyrst á gamlárskvöld árið 1964, þegar ég kom á heimili hennar sem verðandi eiginkona Sveinbjörns bróður henn- ar. Það var ekki laust við að ég kviði svolítið fyrir að kynnast tilvonandi tengdafólki, en það þurfti ég ekki að gera, því mér var strax tekið af þeirri hlýju og gestrisni, sem var svo einkennandi fyrir þau hjónin Önnu og Magnús. Hjá þeim hjónum dvaldist faðir Önnu í mörg ár, eða allt frá því hann tapaði heilsu og vinnugetu um sextugt og þar til yfir lauk og þá var hann nærri áttræður. Eg veit að það var oft mjög erfitt, einkum síðustu árin, er hann var orðinn illa haldin af Parkinsons- veiki. Aldrei æðraðist Anna eða taldi eftir alla þá fyrirhöfn. Þökk sé henni og þeim hjónum báðum fyrir það. Anna var þeirrar gerðar, að hún naut sín ákaflega vel sem góður veitandi. Eg minnist íjölmargra ánægjustunda á heimili hennar, sem mér fannst alltaf sérlega gam- an að koma á. Eg minnist einnig ánægjulegra stunda í heimsóknum til þeirra í orlofshús að Svartagili í Borgarfirði, þar sem þau dvöldu oft í sumarfríum. Einnig á ég góðar 1 i ð i i i i ð i i ð i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.