Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur
NEMENDUR 10. bekkjar útbúa plakat þar sem Qallað er um nokkrar
leiðir sem unglingum standa til boða og vandinn er að velja þá réttu.
Vímuvarna-
dagar í Stykk-
ishólmi
Stykkishólmi - í vetur skipaði
bæjarstjórn Stykkishólms nefnd
til að standa fyrir íræðslu um
skaðsemi og eyðileggingarmátt
vímuefna og stuðla að auknum
vímuvörnum í bæjarfélaginu.
Nefndin hefur fundað nokkrum
sinnum og vill m.a. stuðla að þvi að
grunnskólinn í Stykkishólmi geti
hrósað sér af þvi að nemendur
hans noti ekki tóbak, áfengi eða
önnur vímuefni.
Vel sóttur foreldrafundur
Dagana 9.-11. febrúar var boðið
upp á dagskrá um vímuvarnir.
Þemadagar voru hjá þremur elstu
bekkjum grunnskólans. Þar var
nemendum skipt upp í hópa sem
fengu til úrlausnar ýmis verkefni.
Nemendur gáfu út blað þar sem
voru viðtöl og greinar. Einnig voru
útbúin plaköt, stuttmyndir og leik-
þættir. Hingað kom Ingi Bærings-
son, forvarnarfulltrúi SAA, og
dvaldi í tvo daga. Hann hélt grunn-
námskeið í vímuvömum fyrir fólk
sem umgengst unglinga í starfi
sínu. Hann ræddi líka við nemend-
ur grunnskólans og framhalds-
deildar um hættuna sem stafar af
notkun vímuefna.
Þá var haldinn foreldrafundur,
sem var vel sóttur. Þar kom fram
að samstaða foreldra er ein mikil-
vægasta forvömin og er áhugi á að
efla hana. Foreldrar geta lagt sitt
af mörkum með því að fylgjast vel
með börnum sínum og styðja þau
við að stunda heilbrigð tómstunda-
störf. Innan Umf. Snæfells er mik-
ið rætt um stefnu félagsins í for-
vömum og telja félagsmenn að fé-
lagið gegni þar mikilvægu hlut-
verki. Stjóm Snæfells vill að
stefna félagsins sé skýr í þessu
máli. Boðað var til fundar 10. febr-
úar sl. þar sem forystumenn fé-
lagsins og þjálfarar ræddu þessi
mál.
I næsta mánuði verður haldin
ráðstefna í Stykkishólmi um vímu-
vamir á vegum framkvæmda-
nefndar um vímulaust Island árið
2002 og er ráðstefnan ætluð íbúum
Vesturlands.
I bæjarblöðunum í Stykkis-
hólmi, Stykkishólmspóstinum og
Kortinu, hefur mikið verið skrifað
að undanfömu um forvarnir gegn
vímuefnum og sýnir það að áhugi
er hjá íbúum staðarins um að bæta
ástand þessara mála í Stykkis-
hólmi.
LANDIÐ
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
KH mótið á Blönduósi
Parket framleitt á Húsavík
Húsavík - Iðnaðamáðhen-a, Finnur
Ingólfsson, opnaði nýtt fyrirtæki á
Húsavík í síðustu viku, Björk, sem
er að hefja framleiðslu á parketi og
fleiri vörum. Er varan unnin úr
harðviði, sem hið nýja fyrirtæki Ald-
in hf. á Húsavík sagar og þurrkar.
Stofnendur íyrirtækisins eru Ald-
in hf. og trésmiðjurnar Vík og
Norðurvík á Húsavík.
Fyrirtækið er stofnað til að full-
vinna vörur úr harðviði frá Aldini
hf., svo sem parket, gólfborð, gólf-
lista, veggþiljur og límtré. Það
skapar fyrii-tækinu sérstöðu, að
Aldin er eina fyrirtækið hér á landi
sem sérhæfir sig í sögun og þurrk-
un á kjörviði fluttum frá Ameríku.
Fyrirtækið hyggst fyrst í stað
framleiða fyrir innlendan markað
en einnig athuga framleiðslu fyrir
erlendan markað þá frá líður.
Framleiðsla fyrirtækisins mun telj-
ast umhverfisvæn, sem mikið er nú
talað um; timbrið þurrkað með
heitu vatni og unnið með raforku
Morgunblaðið/Silli
AÐALSTEINN Skarphéðinsson og Guðmundur Magnússon, tveir
starfsmenn Bjarkar.
framleiddri úr vatnsorku.
Starfsmenn í upphafi verða þrír,
Aðalsteinn Skarphéðinsson, sem
jafnframt er stjómarfonnaður,
Guðmundur Magnússon vinnslu-
stjóri og Ingveldur Guðmundsdótt-
ir, sem er að ljúka námi í húsgagna-
smíði.
Keppnisgleðin í fyrirrúmi
Blönduósi - Hið árlega KH mót í
frjálsum íþróttum var haldið á
Blönduósi fyrir skömmu. í þessu
móti taka þátt nemendur grunn-
skólans á Blönduósi. Þar eru
margir að stíga sín fyrstu skref í
íþróttakeppni og má glöggt sjá
einbeitni og sigurvilja í andliti
barnanna en fyrst og fremst er
það leikgleðin sem ræður ríkj-
um. Það er Kaupfélag Húnvetn-
inga sem styrkir þetta mót og á
myndinni má sjá verðlaunahafa í
yngsta aldursflokknum.
Miklar mannabreyt-
ingar í bæjarstjórn
Isafj ar ðarbæj ar
Isafirði - Ljóst er að miklar
mannabreytingar verða í bæjar-
stjórn ísafjarðarbæjar eftir kosn-
ingarnar í vor.
Af núverandi bæjarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins hafa Jónas
Olafsson, Magnea Guðmundsdóttir
og Halldór Jónsson lýst því yfir að
þau gefi ekki kost á sér áfram og
allt mun vera á huldu um hvað Kol-
brún Halldórsdóttir gerir, hvort
hún hættir afskiptum af pólitík,
bjóði sig fram á lista flokksins eða
bjóði fram sér, en eins og kunnugt
er klufu hún og Jónas Ólafsson,
meirihlutasamstarf Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks undir lok
síðasta árs vegna ágreinings um
skólamálið svokallaða.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
í ísafjarðarbæ ákvað á fundi í síð-
ustu viku að hætt yrði við fyrirhug-
að prófkjör fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar vegna dræmrar
þátttöku. Eins og greint var frá í
síðasta blaði, tilkynntu aðeins fjór-
ir einstaklingar um þátttöku í próf-
kjörinu, sem áætlað var að halda
21. febrúar, en samkvæmt lögum
flokksins þarf að lágmarki tólf
frambjóðendur til að hægt sé að
efna til prófkjörs.
Funklistinn býður ekki fram
Funklistinn, sem var sigurvegari
kosninganna fyrir tveimur árum,
hefur ákveðið að bjóða ekki fram í
kosningunum í vor og hætta því
báðir bæjarfulltrúar listans, þeir
Kristinn Hermannsson og Kristján
Freyr Halldórsson, sem kom inn í
bæjarstjórn á haustdögum fyrir
Hilmar Magnússon, afskiptum af
pólitík í lok kjörtímabilsins.
Þá hefur Smári Haraldsson,
bæjarfulltrúi F-lista Óháðra,
Kvennalista og Alþýðubandalags,
ákveðið að hætta afskiptum af
sveitarstjómarmálum í vor. Annar
kjörinn bæjarfulltrúi F-listans,
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, lét
af störfum er hún flutti úr sveitar-
félaginu en við starfi hennar tók
Guðrún Á. Stefánsdóttir. Óvíst er
hvort hún heldur áfram afskiptum
af pólitík. Eftir standa því bæjar-
fulltrúamir Þorsteinn Jóhannesson
af D-lista, Sigurður R. Ólafsson af
A-lista og Kristinn Jón Jónsson af
B-lista, en þeir tveir síðastnefndu
hafa ekkert látið uppi um hvort
þeir hyggist halda áfram í bæj-
arpólitíkinni í ísafjarðarbæ.
ísafjarðarbær
Framsóknarmenn
hafna sameigin
legu framboði
fsafirði - Sljóm Framsóknarfélags
Isafjarðarbæjar ákvað á fundi sín-
um á sunnudag að hafna þátttöku í
sameiginlegu framboði vinstri
flokkanna í ísafjarðarbæ fyrir
komandi sveitarstjórnarkosningar.
Flokkurinn mun því bjóða fram
sérlista fyrir kosningarnar í vor,
líkt og fyrir undanfarnar kosning-
ar. Eins og staðan er í dag munu
því þrír listar verða í framboði
fyrir kosningarnar í vor, listi
Framsóknarflokks, listi Sjálfstæð-
isflokks og sameiginlegur listi
Jafnaðarmannafélags IsaQarðar-
bæjar, Alþýðubandalagsfélags ísa-
fjarðarbæjar, Kvennalista og
óháðra.
„Niðurstaða fundar okkar var
að taka ekki þátt í sameiginlegu
framboði. Eins og staðan er í dag
munum við því bjóða fram sér
lista. Uppstillingarnefnd flokksins
mun leggja fram tillögu að lista
sem félagið mun síðan taka af-
stöðu til innan tíðar,“ sagði Elías
Oddsson, formaður Framsóknar-
félags ísafjarðarbæjar í samtali
við blaðið.
Hjálmar Guðmundsson, sem á
sæti í uppstillingarnefnd Jafnað-
armannafélags Isafjarðarbæjar,
staðfesti í samtali við blaðið að
ákvörðun hefði verið tekin um
sameiginlegt framboð fjögurra
fiokka. „Það er óbreytt staða hjá
okkur. Jafnaðarmannafélag ísa-
fjarðarbæjar, Kvennalistinn, óháð-
ir og Alþýðubandalagið munu
bjóða fram sameiginlegan lista.
Þessa dagana er verið að stilla
upp lista og vonir okkar standa til
að hann verði tilbúinn um næstu
helgi.“