Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 21 Heimsmarkaðsverð á loðnumjöli fer lækkandi Kaupendur hafa ekki búist við mjöli héðan JÓN Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls hf., segir að heimsmark- aðsverð á loðnumjöli fari nú lækk- andi, en metvertíð var í fyrra, bæði í magni og verði. Lítil sem engin eftirspum hefur verið eftir loðnu- mjöli frá áramótum þar sem er- lendir kaupendur loðnumjöls hafa birgt sig upp vegna þeirrar verk- fallsóvissu, sem ríkt hefur á Islandi allt frá því í haust. Verð á loðnu- mjöli hefur, að sögn Jóns Reynis, ekki verið jafnhátt og fyrir áramót, þegar markaðsverð var allt upp í 490-495 pund á tonnið, en nú hefur verðið lækkað niður í um 460 pund á tonnið. A sama tíma í fyrra var verðið um 420 pund á tonnið. „Það er í sjálfu sér ágætt verð og varla hægt að kvarta yfír því, mið- að við árin á undan, en ég á ekki von á því að þetta verð komi til með að halda ef eitthvað fer að veiðast af loðnu, sem fer í mjöl- framleiðslu. Ég er hræddur um að verðið fari enn lengra niður ef eitt- hvert framboð skapast af loðnu- mjöli þó engar mjölbirgðir séu nú til í landinu. Ég spái því að menn verði að láta sér nægja lægra verð en verið hefur til umræðu undan- farið. Auk þess hafa fyrirfram sölu- samningar á mjöli ekki verið í þeim mæli sem þeir hafa venjulega ver- ið. Astæðna er fyrst og fremst að leita í óróa í kringum verkfallshót- anir sjómanna. Bæði kaupendur og seljendur hafa búið sig undir verk- fall þvi það er auðvitað ábyrgðar- hluti að selja mjöl eitthvað út í loft- ið og geta svo ekki afhent það.“ Nógu erfitt er að þurfa að spá í loðnuna Jón Reynir segir að það sé nógu erfitt að þurfa að spá í loðnuna, sem sé bæði dyntótt og illa út- reiknanleg, þó ekki þurfi að taka með í reikninginn misvitra menn Skipstjóra- skipti á Arnarnúpi SKIPSTJÓRASKIPTI verða nú á fjölveiðiskipinu Arnarnúpi ÞH, sem er í eigu útgerðarfélagsins Jökuls hf. á Raufarhöfn. Snæbjörn Ólafsson, sem verið hefur skipstjóri um borð, sagðist í samtali við Verið hafa feng- ið skipstjóra- og stýrimannastarf nær sinni heimabyggð, sem væri í Kópavogi, og hefði hann afráðið að taka því. „Ég hef átt sérstaklega gott sam- starf við Jökul. Mér bauðst annað starf nær minni heimabyggð. Það er nú ekkert annað sem orsakaði það að ég er að hætta á Amarnúpi og finnst hálfundarlegt að það skuli allt í einu vera orðinn fréttamatur að maður sé að hætta á skipi. Ég hef ekki yfir nokkrum sköpuðum hlut að kvarta gagnvart útgerðinni, eins og skilja hefur mátt á fréttum." Annar skipstjóri hefur verið ráð- inn á Arnarnúp í stað Snæbjörns, en í kjölfarið ákvað útgerðin að segja tveimur stýrimönnum um borð upp störfum svo og trúnaðarmanninum. Að sögn Jóhanns Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Jökuls, var þetta gert til þess að nýi skipstjórinn hefði frítt spil, en allt eins gæti verið að þessir menn fengju endurráðningu. Það yrði að ráðast með nýjum skipstjóra. Nokkru áður, eða þann 22. janúar sl„ sagði yfírvélstjórinn á Amarnúpi upp störfum þar sem hann hafði fengið tilboð um að taka að sér starf þjónustustjóra Branna hf. í Hafnar- firði. Arnarnúpur hefur verið til skiptis á rækju og síld. Loðnuverð til útgerða og sjd- manna hærra nú en á sama tíma í fyrra inni í karphúsi yfir hábjargræðis- tímann. „Við förum því inn í þessa loðnuvertíð með mun minni sölu í hendi en venjulega sem þýðir að menn þurfa kannski að selja mjöl héðan þegar í óefni er komið í sam- bandi við geymslu og annað. Jafn- framt hafa kaupendur erlendis ekki gert ráð fyrir því að fá mjöl Hráefnisverð á Loðnu 15. febrúar 1998 7 þúsund krónur frá íslandi á vertíðinni vegna þeirr- ar óvissu, sem hér hefur ríkt, í sambandi við verkföll. í stað þess að reiða sig á loðnumjöl frá Islandi, hafa þeir reynt að dekka sig á ann- an hátt og fengið mjölið annars staðar frá.“ Hærra hráefnisverð en í fyrra Fiskmjölsverksmiðjur bjóða nú 6.300 til 6.500 krónur fyrir tonnið af loðnu upp úr sjó, sem er talsvert hærra verð en á sama tíma í fyrra þegar verksmiðjurnar buðu um 5.000 krónur fyrir tonnið. Á hinn bóginn er verðið nú mun lægra en í janúar, er 9.000 krónur voru boðn- ar fyrir tonnið til hvetja útgerðir til loðnuveiða. Loðnuverð er nú 58% hærra en það var í febrúar 1995 er greiddar voru 4.000 krónur fyrir hvert tonn. Gera má ráð fyrir því að verðið fari lækkandi þegar líða tekur á vertíðina þar sem loðnan gerist þá verðminni vegna minnkandi fitu- innihalds. „Við teljum að þetta verð geti haldist einhverja daga í viðbót, miðað við það að loðnan verði svip- uð og hún er nú. Hráefnisverðið, sem gjaman hefur verið miðað við að sé 54-55% af skilaverði, er í hærri kantinum sem stendur, eða tæp 60%,“ segir Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls. Að sögn Þórðar hefur verið hafð- ur sá háttur á undanfarin ár að greiða mjög hátt hráefnisverð í janúar til þess að hvetja skip til loðnuleitar. „Það sama átti við í byrjun janúar í ár, þegar nokkur skip héldu til loðnuleitar en veiddu mjög lítið. Til þess að styrkja út- gerðimar í leitinni, borguðum við þeim gríðarlega hátt verð fyrir loðnuna, allt upp í 9.000 kr. á tonn- ið, sem er í engu samhengi við raunveruleikann þegar loðnan hef- ur loks fundist," segir Þórður og vísar tii fregna af „gríðarlegri" verðlækkun á loðnu sem hafðar voru eftir forystumönnum sjó- manna. Ættu að drífa sig á veiðar í stað karps „Sá óróleiki, sem hefur nú verið í kringum loðnuveiðamar, hefur haft þau áhrif að kaupendur eru mjög í vafa um það að við munum ná að framleiða það, sem við erum að bjóða þeim, jafnvel þó svo að loðnan láti sjá sig fyrir alvöru. Þess vegna treysta kaupendur okkur nú enn verr en venjulega,“ segir Þórður. Hann spáir því sömuleiðis að ef heiti straumurinn E1 Nino hverfur og fiskveiðar aukast gríðarlega við Suður-Ameríku, þá munum við sjá feiknalegt verðfall á loðnumjöli þar sem markaðurinn hefur dregist mikið saman. „Menn ættu því að drífa sig í að veiða það sem þeir mega á þessu háa verði, sem enn er uppi, í stað þess að eyða tímanum í þras um smáaura í samanburði við það sem er í húfi og gæti tapast," sagði Þórður Jónsson. Kynning í Holtsapóteki, Glæsibæ, í dag Elizabeth Arden kynnir MODERN SKIN CARE Húðsnyrtilína sem sinnir þörfum nútímans. 10% kynningarafsláttur Elizabeth Arden Holtsapótek Glæsibæ Simi 553 5213 Rlað allra landsmanna! fBtotgtnttyfafrifr - kjarni málsins! Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson LOÐNUVEIÐIN hefur verið stopul alveg frá áramótum. Lítið sem ekkert veiðzt nema í flottroll, en hér eru skipveijar á Þorsteini EA að dæla aflanum um borð. GIMLIGIMLI FASTEIGNASALA ÞÓRSGÖTU 26, RVÍK, FAX 5520421 if OPIÐ LAUGARDAGA KL. 11-14 SÍMI 5525099 if Höfum mjög fjársterkan kaupanda að 150-190 fm hæð með bílskúr í Rvk. í boði er staðgreiðsla fyrir rétta eign EINBÝLl STAKKHAMRAR Mjög gott full- búið einbýli innst í botnlanga alls 162 fm með tvöföldum fullbúnum bílskúr. Vand- aðar innr. fallegur garður með tvennum veröndum. Áhv. 3,5 millj. húsbr. Verð 14,5 millj. _Ath._skipti ,.á stge.rra elnbýli I Grafarv. Breiðh. Kód. eða Fossvoai. 5862 RAÐ- OG PAIIHÚS ÁSGARÐUR - ÚTSÝNI Sérlega gott 115 fm endaraðhús á besta stað efst I hlíðinni með fallegu útsýni. Nýl. vandaö eldhús. Endurn. gluggar, gler og fl. Parket. Verð 8,7 millj. 5800 HRINGBRAUT - PARHÚS Gott parhús á 3 hæðum 4 svefnherb. 2 stofur. Suðursvalir og garður. 2ja herb. aukalbúð í kjallara með sérinngangi. Verð 10,1 millj. Ahv. 5,2 millj. skipti möguleg á 3ja herb miðsvæðis. 5854 SÉRHÆDIR LAUFÁSVEGUR- TOPPEIGN Vorum að fá inn sérlega glæsilega efri hasð ásamt risi í fallegu steinhúsi með útsýni yfir tjömina. Allar innr. og gólfefni ásamt gleri og lögnum er nýtt. Sjón sögu rikari. 5892 5 IIí'RB. OG ST/ERJU GRENIMELUR-HÆÐ OG RIS. Ásamt aukaíbúð. Vorum að fá í sölu mjög góða 141 fm ibúð á góðum stað. 4 rúmgóð svefnherb. Suð- ursvalir. Mikið standsett ibúð. Fymjm bíl- skúr nýstands. sem studio (búð. Gott geymslupláss. Áhv. húsbr. 5,6 millj. Verð 12,6 millj. LAUS FUÓTLEGA 5978 4IÍA HERBERGJA KJARTANSGATA Sérlega hugguleg 4ra herb. 110 fm hæð i góðu húsi á rólegum stað. Parket og góðar innréttingar. Endum. rafmagn og fl. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 9,0 millj. 5880 3JA HERB. HRAUNBÆR. Mjög góð 88 fm íbúð á 2. hæð f góðu fjölb. sem er klætt að hluta. Nýtt eldh. frá Flér og nú. Parket. Áhv. ca 2,8 millj. Verð 6,3 millj. LAUGARNESVEGUR Góð 3ja herb. 83 fm (búð á 2. hæð i sériega snyrti- legu fjölb. í toppstandi. Björt og vel skipu- lögð Ibúð með suðursvölum. Mikil sam- eign. Áhv. 3,8 millj. húsbr. og byggsj. Verð 6,6 millj. 5796 MARÍUBAKKI Mjög snyrtileg og björt 3ja herb. 81 fm Ibúð á 3. hæð (efstu) í standsettu fjölbýli. Parket á flestum gólf- um, suður svalir. Gott hverfi. Áhv. byggsj. rfk. 1,6 millj. Verð 6,3 millj. 5879 2JA HERB. DALALAND Góð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð 44,3 fm Suðurgarður. Parket og dúkur. Skipti á 3)a með bllskúr kom til greina. Verð 4,9 mlllj. 5886 FELLSMÚLI LAUS Mjöggóð2ja 48 fm íbúð á jarðhæð á þessum vinsæla stað. Ibúðin er nýmáluð og teppalögð, fbúðin er laus strax. Verð 4,2 millj.5847 HATUN Óvenju rúmgóð og skemmti- leg 2ja herb. 72 fm (búð I kjallara i fallegu þríbýli á rólegum stað. Fallegur suður- garður. Verð 5,7 millj. 5038 HRAUNBÆR - LÁG ÚTBORGUN Snyrtileg 2ja herb.55 fm íbúð á 3. hæð (standsettu fjölbýli. Suð- ursvalir með fallegu útsýni yfir Elllðaárdal- inn. Áhv. byggsj. rík. 3,2 millj. Verð 5,1 millj. LAUS STRAX 5814 MÁVAHLÍÐ Mjög snotur 2ja herb. 47 fm íbúð á jarðhæð. Mjög góöar inn- réttingar, þarket, fallegt eldhús. Miklð endum. eign. Áhv. 1,9 millj. húsbréf. Verð 4,950 þús. 5881
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.