Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgríraur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BYGGING SUNDABRAUTAR BORGARRÁÐSMENN Sjálfstæðisflokksins, Árni Sig- fússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hafa flutt at- hyglisverða tillögu um könnun á því, hvort unnt sé að fá einkaaðila til að fjármagna byggingu svonefndrar Sunda- brautar, þ.e. brýr og vegi yfír Kleppsvík, Gufunes, Álfsnes og síðar yfir Kollafjörð. Kostnaður er áætlaður 8-9 millj- arðar króna. Markmiðið er að ljúka verkinu á þremur til fjórum árum í stað 9-12 ára sem það tæki ef fjármagnað yrði á vegaáætlun. Þeir Árni og Vilhjálmur telja þessa framkvæmd forsendu fyrir því, að uppbygging þessa svæð- is geti hafízt. Með þessum hætti vilja borgarráðsmennirnir flýta fram- kvæmdum, sem ekki eru á lista ríkisins um vegagerð. Einkaaðilar byggi umferðarmannvirkin og annist viðhald í ákveðinn tíma. Borgin hafí frumkvæðið að framkvæmdun- um, sem verði kostaðar með notkunargjaldi, sem t.d. ríkið greiði fyrir hvern bíl. Telja þeir líklegra, að ríkið standi að slíkri fjármögnun en með framlögum á vegaáætlun. Hvalfjarðargöngin, sem tekin verða í notkun næsta sum- ar, eru gerð og kostuð af einkaaðilum. Þegar hugmyndin um slíka fjármögnun kom fram á sínum tíma höfðu ekki margir trú á, að hún gæti orðið að veruleika. Það er al- gengt erlendis, m.a. á Norðurlöndum, að einkaaðilar taki að sér gerð og rekstur umferðarmannvirkja. Hvalfjarðar- göngin hafa væntanlega breytt afstöðu manna hér á landi í þessum efnum. Hugmynd borgarráðsmannanna á fullan rétt á sér, m.a. vegna þess, að umferðarþunginn inn og út úr borginni til norðurs er orðinn slíkur, að við það verður ekki búið til langrar framtíðar. Öngþveiti kemur iðulega fyrir á Vesturlandsvegi vegna umferðar í Grafarvogs- hverfí. Að ekki sé minnzt á ástandið við Gullinbrú. Tími er því til kominn að taka gerð Sundabrautar á dag- skrá og væntanlega getur sú aðferð, sem Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson benda á, flýtt framkvæmdum við hana um mörg ár. SVÖR RÍKISENDURSKOÐUNAR EINN MIKILVÆGASTI þáttur í störfum Alþingis er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Þess vegna var Rík- isendurskoðun færð beint undir þingið á sínum tíma og sinnir hún eftirlitsstörfum með ríkisrekstrinum. Ábyrgð stofnunarinnar er því mikil og áríðandi, að hún njóti fyllsta trausts alls almennings, svo og stofnana ríkisins. Ríkisend- urskoðun verður því að vanda ábendingar sínar, gagnrýni og tillögur og Alþingi þarf að sjá til þess að þeim sé fram- fyigt- I umræðum á Alþingi um málefni ÞÞÞ á Akranesi gagn- rýndu fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra harðlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um meðferð málsins. Dóms- málaráðherra hélt því m.a. fram, að Ríkisendurskoðun hefði ekki tekið tillit til lagaákvæða um meðferð slíkra mála og fjármálaráðherra kvað koma fyrir æ ofan í æ, að Ríkisendurskoðun græfí undan starfí í ráðuneytunum. Svör ríkisendurskoðanda hafa birzt í blöðum, m.a. í Morg- unblaðinu í gær, en eru ekki fyllilega sannfærandi. Því er nauðsynlegt, að hann veiti ítarlegri skýringar á gagnrýni sinni. SKATTAR BARNAFÓLKS SAMANBURÐUR á tekjuskattbyrði hjóna með tvö börn, sem hlutfalls af heildartekjum, innan 29 ríkja OECD, sýnir, að ísland er í 24. sæti með 12,8% skattbyrði. Hún er aðeins léttarí í fímm ríkjum, þar af aðeins í tveimur Evrópuríkjum. Danir tróna á toppnum með 39,5% tekju- skattbyrði. Tekjuskattbyrði þessa hóps hérlendis ræðst m.a. af per- sónuafslætti, barnabótum og því, að tryggingagjöld eru engin á Islandi. Samanburðurinn tekur aðeins til tekju- skatta og því væri fróðlegt að fá samanburð milli OECD- ríkja á heildarskattbyrði, þ.e. á beinum og óbeinum sköttum og öðrum álögum ríkis og sveitarfélaga. En þessi samanburður er að minnsta kosti vísbending um að skatt- byrði sé sízt þyngri hér en annars staðar og hugsanlega mun léttari, þótt óbeinir skattar yrðu teknir með. Fram- kvæmdum miðar vel í Sultar- tanga FRAMKVÆMDIR eru í fullum gangi við Sultartangavirkjun. Þar er unnið við að steypa upp stöðvarhús, sprengja fyrir að- rennslisgöngum og grafa 7,2 km langan frárennslisskurð frá stöðvarhúsinu að Þjórsá. Verkið gengur vel, að sögn Hermanns Sigurðssonar staðar- stjóra Fossvirkis, og Guðmundur Björnsson, tæknifræðingur hjá S.A. verktak, sem annast gerð frárennslisskurðarins, tók í sama streng. Fyrsta haftið í aðrennslisgöng- um Sultartangavirkjunar var sprengt síðastliðið haust. Göngin verða 3,4 km á lengd og segir Hermann að búið sé að sprengja um 600 metra. Sprengt er milli 50 og 70 metra haft á viku og er verkið á áætlun. Byijað er að sprengja efri hlutann, 7,5 m á hæð, en neðri hlutinn verður sprengdur þegar gat er komið í gegn. Hæðin á göngunum verður 15 metrar. Vinna við ganga- munnann að norðanverðu, frá lóninu, miðar á þann veg að þar er nú allt tilbúið undir borun og sprengingar. Stefnt er að því að unnið verði frá báðum endum í sumar. Rúmmálið af grjóti sem verður fjarlægt úr göngunum er meira en fjarlægt var úr Hval- fjarðargöngunum. Tvær millj. rúmmetra jarðvegs fluttar Vinna við stöðvarhúsið hófst sl. haust. Þar eru milli 30-40 manns við störf og segir Her- mann að verkið sé dálítið á eftir áætlun. Alls eru um 90 manns á vegum Fossvirkis í Sultartanga. Guðmundur Björnsson, tækni- fræðingur S.A. verktaks, sem er sameiginlegt fyrirtæki Suður- verks og Arnarfells, segir að gerð frárennslisskurðarins gangi þokkalega. Búið er að sprengja einn kílómetra í föstu bergi, um 160.000 rúmmetra, og búið er að grafa lausu efni ofan af öllum skurðinum, eða rúmlega einni milljón rúmmetra af lausu efni. Samtals þarf að flytja 1,3 milljón- ir rúmmetra af lausu efni úr skurðinum og 1,7 milljón rúmmetra af föstu bergi sem verður sprengt. Unnið er allan sólarhringinn og sprengt tvisvar til þrisvar á sólarhring. Áætlað er að verkinu verði lokið í októ- berlok 1999. SÉÐ yfir MILLI 30 og 40 manns vinna við byggingu stöðvarhússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.