Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgríraur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BYGGING SUNDABRAUTAR BORGARRÁÐSMENN Sjálfstæðisflokksins, Árni Sig- fússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hafa flutt at- hyglisverða tillögu um könnun á því, hvort unnt sé að fá einkaaðila til að fjármagna byggingu svonefndrar Sunda- brautar, þ.e. brýr og vegi yfír Kleppsvík, Gufunes, Álfsnes og síðar yfir Kollafjörð. Kostnaður er áætlaður 8-9 millj- arðar króna. Markmiðið er að ljúka verkinu á þremur til fjórum árum í stað 9-12 ára sem það tæki ef fjármagnað yrði á vegaáætlun. Þeir Árni og Vilhjálmur telja þessa framkvæmd forsendu fyrir því, að uppbygging þessa svæð- is geti hafízt. Með þessum hætti vilja borgarráðsmennirnir flýta fram- kvæmdum, sem ekki eru á lista ríkisins um vegagerð. Einkaaðilar byggi umferðarmannvirkin og annist viðhald í ákveðinn tíma. Borgin hafí frumkvæðið að framkvæmdun- um, sem verði kostaðar með notkunargjaldi, sem t.d. ríkið greiði fyrir hvern bíl. Telja þeir líklegra, að ríkið standi að slíkri fjármögnun en með framlögum á vegaáætlun. Hvalfjarðargöngin, sem tekin verða í notkun næsta sum- ar, eru gerð og kostuð af einkaaðilum. Þegar hugmyndin um slíka fjármögnun kom fram á sínum tíma höfðu ekki margir trú á, að hún gæti orðið að veruleika. Það er al- gengt erlendis, m.a. á Norðurlöndum, að einkaaðilar taki að sér gerð og rekstur umferðarmannvirkja. Hvalfjarðar- göngin hafa væntanlega breytt afstöðu manna hér á landi í þessum efnum. Hugmynd borgarráðsmannanna á fullan rétt á sér, m.a. vegna þess, að umferðarþunginn inn og út úr borginni til norðurs er orðinn slíkur, að við það verður ekki búið til langrar framtíðar. Öngþveiti kemur iðulega fyrir á Vesturlandsvegi vegna umferðar í Grafarvogs- hverfí. Að ekki sé minnzt á ástandið við Gullinbrú. Tími er því til kominn að taka gerð Sundabrautar á dag- skrá og væntanlega getur sú aðferð, sem Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson benda á, flýtt framkvæmdum við hana um mörg ár. SVÖR RÍKISENDURSKOÐUNAR EINN MIKILVÆGASTI þáttur í störfum Alþingis er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Þess vegna var Rík- isendurskoðun færð beint undir þingið á sínum tíma og sinnir hún eftirlitsstörfum með ríkisrekstrinum. Ábyrgð stofnunarinnar er því mikil og áríðandi, að hún njóti fyllsta trausts alls almennings, svo og stofnana ríkisins. Ríkisend- urskoðun verður því að vanda ábendingar sínar, gagnrýni og tillögur og Alþingi þarf að sjá til þess að þeim sé fram- fyigt- I umræðum á Alþingi um málefni ÞÞÞ á Akranesi gagn- rýndu fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra harðlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um meðferð málsins. Dóms- málaráðherra hélt því m.a. fram, að Ríkisendurskoðun hefði ekki tekið tillit til lagaákvæða um meðferð slíkra mála og fjármálaráðherra kvað koma fyrir æ ofan í æ, að Ríkisendurskoðun græfí undan starfí í ráðuneytunum. Svör ríkisendurskoðanda hafa birzt í blöðum, m.a. í Morg- unblaðinu í gær, en eru ekki fyllilega sannfærandi. Því er nauðsynlegt, að hann veiti ítarlegri skýringar á gagnrýni sinni. SKATTAR BARNAFÓLKS SAMANBURÐUR á tekjuskattbyrði hjóna með tvö börn, sem hlutfalls af heildartekjum, innan 29 ríkja OECD, sýnir, að ísland er í 24. sæti með 12,8% skattbyrði. Hún er aðeins léttarí í fímm ríkjum, þar af aðeins í tveimur Evrópuríkjum. Danir tróna á toppnum með 39,5% tekju- skattbyrði. Tekjuskattbyrði þessa hóps hérlendis ræðst m.a. af per- sónuafslætti, barnabótum og því, að tryggingagjöld eru engin á Islandi. Samanburðurinn tekur aðeins til tekju- skatta og því væri fróðlegt að fá samanburð milli OECD- ríkja á heildarskattbyrði, þ.e. á beinum og óbeinum sköttum og öðrum álögum ríkis og sveitarfélaga. En þessi samanburður er að minnsta kosti vísbending um að skatt- byrði sé sízt þyngri hér en annars staðar og hugsanlega mun léttari, þótt óbeinir skattar yrðu teknir með. Fram- kvæmdum miðar vel í Sultar- tanga FRAMKVÆMDIR eru í fullum gangi við Sultartangavirkjun. Þar er unnið við að steypa upp stöðvarhús, sprengja fyrir að- rennslisgöngum og grafa 7,2 km langan frárennslisskurð frá stöðvarhúsinu að Þjórsá. Verkið gengur vel, að sögn Hermanns Sigurðssonar staðar- stjóra Fossvirkis, og Guðmundur Björnsson, tæknifræðingur hjá S.A. verktak, sem annast gerð frárennslisskurðarins, tók í sama streng. Fyrsta haftið í aðrennslisgöng- um Sultartangavirkjunar var sprengt síðastliðið haust. Göngin verða 3,4 km á lengd og segir Hermann að búið sé að sprengja um 600 metra. Sprengt er milli 50 og 70 metra haft á viku og er verkið á áætlun. Byijað er að sprengja efri hlutann, 7,5 m á hæð, en neðri hlutinn verður sprengdur þegar gat er komið í gegn. Hæðin á göngunum verður 15 metrar. Vinna við ganga- munnann að norðanverðu, frá lóninu, miðar á þann veg að þar er nú allt tilbúið undir borun og sprengingar. Stefnt er að því að unnið verði frá báðum endum í sumar. Rúmmálið af grjóti sem verður fjarlægt úr göngunum er meira en fjarlægt var úr Hval- fjarðargöngunum. Tvær millj. rúmmetra jarðvegs fluttar Vinna við stöðvarhúsið hófst sl. haust. Þar eru milli 30-40 manns við störf og segir Her- mann að verkið sé dálítið á eftir áætlun. Alls eru um 90 manns á vegum Fossvirkis í Sultartanga. Guðmundur Björnsson, tækni- fræðingur S.A. verktaks, sem er sameiginlegt fyrirtæki Suður- verks og Arnarfells, segir að gerð frárennslisskurðarins gangi þokkalega. Búið er að sprengja einn kílómetra í föstu bergi, um 160.000 rúmmetra, og búið er að grafa lausu efni ofan af öllum skurðinum, eða rúmlega einni milljón rúmmetra af lausu efni. Samtals þarf að flytja 1,3 milljón- ir rúmmetra af lausu efni úr skurðinum og 1,7 milljón rúmmetra af föstu bergi sem verður sprengt. Unnið er allan sólarhringinn og sprengt tvisvar til þrisvar á sólarhring. Áætlað er að verkinu verði lokið í októ- berlok 1999. SÉÐ yfir MILLI 30 og 40 manns vinna við byggingu stöðvarhússins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.