Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ GJÖREYÐINGARVOPN IRAKA Bretar segja, að írakar hafi burði til að framleiða gjöreyðingarvopn og líklega einnig eldflaugar, sem skjóta má á ísrael og Saudi-Arabíu. UNSCOM, vopnaeftirlitsnefnd SÞ, leitar enn sprengjuodda fyrir Scud-flaugar og hefur áhyggjur af efna- og sýklavopnaáætlunum Saddams. EFNAVOPN UNSCOM veit ekki hvað orðið hefur af 4.600 tonnum af efnum, sem notuð eru til efnavopnaframleiðslu og gætu gert (rökum kleift að framleiða nóg af VX-gasi til að útrýma mannkyninu. ♦ Agent15 Q Hefuráhrifá taugakerfið. Lítill skammtur veldur máttleysi, svima og skorti á samhæfingu. Stór skammtur getur verið banvænn. ♦ VX-taugagas ♦ ©©© Endurbætt útgáfa afsarin og tabun. Ræðst á taugakerfið og stöðvar sfðan starfsemi lungna og hjarta. ♦ Sinnepsgas 0 © O Veldur biindu, útbrotum ogdjúpum bruna. Lungun fyllast af vökva og banameinið erþví í raun dmkknun. 0 SÝKLA- OG LÍFEFNAVOPN UNSCOM segir, að írakar eigi þúsundir lítra af miltisbrandi, bótúlín og aflatoxln og einnig óþekkt magn af Ebola-veirunni, svartadauða- og lungnabólgubakteríum, dostridium perfringens-gasi og ricini. © o © Miltisbrandur ♦ Leiðir til dauða á þremur dögum. Graftarkýli hylja líkamann með miklum kvölum. © Aflatoxín Veldur krabbameini í lifur og eyöileggur ónæmiskerfið. © Clostridium Perfringens Gas Veldur bióðeitrun ísárum, berstmeð blóðinu og getur einnig valdið gulu áöur en dauðinn ferað. 0 © Bótúlín Veldur matareitrun og yfirleitt skjótum dauða. MEGNIATBURÐIR OG UNDANFARI ÁRÁSAR Á ÍRAK Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fer til íraks á morgun þar sem hann reynir að koma vitinu fyrir íraka og afstýra árás Bandaríkjamanna og Breta. Vegna íraksfarar Annans virðist því hafa verið skotið á frest að ákveða loftárásir þar til í byrjun næstu viku a.m.k. FEBRUAR I " ^ 20. ^ 22. ( 24. NYH TUNGL ) 28. “““ ! Staða tungls ▼ Meginatburðir 18. feb.: Persaflói - Anthony Zinni hershöfðingi og yfirmaöur bandaríska heraflans í Persaflóa segir herinn næstum tilbúinn til árása. 19. feb.: irak - 31 starfsmaður SÞ fer frá írak af „tryggisástæðum". 20. feb.: Bagdad - Kofi Annan kemur til viðræðna við Saddam Hussein. París - Jacques Chirac, forseti Frakklands, hittir Hassan, krónprins í Jórdaníu. 22. feb.: Nagano - Vetrarólympíuleikunum lýkur. Japansstjóm hefur beðið Bandaríkjamenn að virða friðhelgi leikanna. 24. feb.: Washington - Bandaríkjaþing kemur aftur saman. Öldunga- deildarþingmenn demókrata vilja, að þingið samþykki heimild til árása. 26. feb.: Nýju tungli fylgja dimmar nætur og auðveldar það loftárásir. SÍÐASTLIÐIN sjö ár eða allt frá lokum Persaflóastríðsins hafa vopna- eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna átt í stöðugum útistöðum við stjórnvöld í írak. Samkvæmt friðarskilmálunum, sem íraksstjórn féllst á, átti hún upp- haflega að gefa fullkomnar upplýsing- ar um vopnaeign sína, svokölluð gjör- eyðingarvopn, innan hálfs mánaðar en sá tími leið og það var ekki fyrr en fimm árum síðar, að hún lét eitthvað frá sér fara. Á þeirri skýrslu var þó nákvæmlega ekkert að græða. Síðan eru liðin tvö ár og í þann tíma hafa vopnaeftirlitsmennirnir farið fram og aftur um Irak í árangurslausri leit að 25 sprengjuoddum, sem hafa inni að halda einhverjar hættulegustu bakt- eríur, sem um getur. Unnt er skjóta sprengjuoddunum með meðaldræg- um eldflaugum. I fyrmefndri skýrslu sögðust írak- ar hafa eytt nokkrum fjölda Scud-eld- flauga, sem þeir máttu þó ekki gera án þess, að Unscom eða vopnaeftir- litsnefndin fylgdist með, og þeh- kváð- ust hafa grafið í jörð 11 flutningabfls- farma af eyðflögðum eldflaugahreyfl- um. Á umræddum stað fundu eftir- litsmenn þó aðeins brak til að fylla einn bíl. Á þessu hefur gengið og Irakar hafa stöðugt verið að færa sig upp á skaftið. Þegar nefnd á vegum Al- Hvar eru sprengjuodd- arnir með sýklunum? í sjö ár hafa vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna átt í útistöðum við írösk stjórnvöld, sem hafa hindrað störf þeirra á alla lund. Þau hafa þó viðurkennt að hafa framleitt bótúlíneitur, sem drepið gæti allt mannkyn nokkrum sinnum, og miltisbrandsbakteríur, sem tortímt gætu milljörðum manna. þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar kom inn um framdymar á einni byggingunni var írösk bflalest að skríða út um bakdyrnar. Vopnaeftir- litsmönnunum hefttr margoft verið hótað öllu illu, á þá hefur verið skotið en mesti blekkingarleikurinn hefur verið í kringum sýklavopnin. Vitað er, að Saddam hefur notað efnavopn gegn sínum eigin þegnum og Irakar hafa verið að viða að sér þekkingu til að smíða kjamavopn en minna var hins vegar vitað um sýklavopnin. Vestrænar leyniþjónustur höfðu haft grunsemdir um, að unnið væri að sýklavopnaáætlun í írak og vegna þess voru allir bresku hermennirnir í Persaflóastríðinu bólusettir við svartadauða, miltisbrandi og bótúl- íneitrun. Engar sannanir vora þó fyr- ir hendi og í fjögur ár neituðu íraskir embættismenn allri vitneskju um sýklavopn og sökuðu eftirlitsmenn SÞ um íhlutun og njósnir. Það var síðla árs 1994 sem fyrsta vísbendingin kom í ljós og þá vegna skjala, sem Irakar létu af hendi fyrir misskilning. Þar kom fram, að Irakar Kátlrda í tilefni 20 ára afmælis Samvinnuferöa-Landsýnar höldum viö veglega ferðagleði í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 1. mars kl. 18. Þriggja rétta kvöldveröur Glæsileg kynning á vor-, sumar- og haustferðum Kátra daga Ríó tríó skemmtir eins og þeim einum er lagið Rómantík með Þorgeiri Andréssyni óperusöngvara Pálmi Eyjólfsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Hvolsvelli fer á kostum Fjöldi veglegra happdrættisvinninga Einstakt afmælistilboð sem gildir aðeins 1. mars! Fjöldasöngur Dunandi da”c' hefðu flutt inn lítið magn af efni, sem notað er við bakteríuræktun. Frekari athuganir leiddu hins vegar í ljós, að flutt hafði verið inn geysimikið af þessu efni frá bresku fyrirtæki, Oxoid, seint á síðasta áratug. Sjúkra- hús nota þetta efni í litlum mæli en 39 tonnin, sem keypt vora, hefðu dugað öllum sjúkrahúsum í landinu um áratugaskeið. Það undarlega var, að efnið hafði verið flutt inn í stóram ámum en ekki í litlum pakkningum eins og sjúkra- húsin nota og þessi tegund af efninu hentar sérstaklega fyrir ræktun á miltisbrandsbakteríunni. Þegar gengið var á Iraka þvertóku þeir fyrir að eiga efnið en þegar þeim vora sýndar sannanir fyrir þvl, þá sögðu þeir, að það hefði verið notað á sjúkrahúsum. Þegar þeir vora spurð- ir hvar birgðirnar væra, sögðu þeir, að þær hefðu eyðilagst í óeirðum undir lok Persaflóastríðs. Eftirlits- mennirnir kröfðust þá farmbréfa og eftir nokkurt stapp fengu þeir þau í hendur. Skjölin voru fölsuð, blekið ekki frá réttum tíma og pappírinn ekki af réttri gerð. Þegar Irökum var sagt það, þá viðurkenndu þeir, að farm- bréfin hefðu verið „endurgerð“ vegna þess, að frumritin hefðu eyðilagst í eldi. Var sagan sú, að vegna skamm- hlaups hefðu skjölin brunnið inni í málmskáp og aðeins þessi skjöl en ekki önnur. írösk stjómvöld vora nú orðin svo margsaga, að þau viðurkenndu loks, að unnið væri að sýklavopnaáætlun undir stjórn dr. Rihab Taha, konu, sem lagði stund á eiturefnafræði við háskólann í Austur-Angliu snemma á síðasta áratug. Flótti tengdasonarins Næsti hvalreki á fjörar vopnaeftir- litsmannanna var flótti Hussein Ka- mels, tengdasonar Saddam Husseins, sumarið 1995 og þá leið ekki á löngu þar til írakar breyttu enn sögu sinni. Þeir fóra nú með eftirlitsmennina í kjúklingabú, sem sagt var, að Kamel ætti, og það reyndist yfírfullt af sönnunargögnum, snældum, tölvu- diskum og meira en 500.000 skjölum um nákvæma áætlun um sýklavopna- framleiðslu. írakar ætluðust til, að eftirlitsmennimir tryðu þvi, að Ka- mel hefði unnið að þessu einn og í blóra við stjómina í Bagdad. í framhaldi af þessu fundu eftir- litsmenn rannsókna- og framleiðslu- stöð í A1 Hakam, um 60 km suðaust- ur af Bagdad, og 22 tonn af efni til að rækta bakteríur. Þeim var eytt en enn vantar 17 tonn. Um þau var Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, að tala ó þingi í síðustu viku þegar hann sagði, að Irakar gætu framleitt nóg af miltisbrandi til að drepa tugmilljónh- manna. Vopnaeftirlitsmönnunum hefur orðið mest ágengt hvað varðar kjam- orkuvopnaáætlun Iraka en talið er, að hún hafi verið stöðvuð og unnt sé að komast að raun um hvort á henni verði byrjað aftur. Mikið hefur einnig fundist og verið eytt af efnavopnum en menn hafa áhyggjur af því, sem ekki hefur fundist enn. Þai' er aðallega um að ræða VX- taugaeitur, sem veldur öndunar- stöðvun og köfnun. Eitt glas af þvi nægði til að drepa alla íbúa Lundúna- borgar. Cook sagði í síðustu viku, að vopnaeftirlitsnefndinni hefði ekki verið gerð grein fyrir sex hundrað tonnum af efnum til framleiðslunnar en úr þeim er unnt framleiða tvö hundrað tonn af eitrínu. Cook minnti einnig á, að Saddam stæði ekki í þessari framleiðslu af fræðflegum áhuga einum saman. Hann hefði notað sinnepsgas í stríð- inu við írani og gegn sínum eigin landsmönnum og í næsta mánuði væra 10 ár liðin frá því hann myrti 5.000 Kúrda, karla, konur og böm, með blöndu af tauga- og blásýragasi. Auk fyrrnefndra eiturtegunda er talið, að Irakar eigi miklar birgðir af svokölluðu ,Agent 15“ en það er gas, sem notað er til að lama fólk um stundarsakir og getur verið banvænt. Er það bannað í alþjóðlegum sátt- mála um efnavopn. 150 lítrar af sýklum Sprengjuoddarnir 25, sem vopna- eftirlitsmennimir hafa verið að leita að í tvö ár, vora geymdir í járn- brautagöngum og grafnir í jörð í Persaflóastríðinu. Mörgum mánuð- um seinna sögðust írakar hafa eytt þeim en því er ekki trúað. Þeir era tæplega metrí á breidd og nærri þriggja metra langir og þeim er hægt að koma fyrir í Al-Hussein-flaugum, sem írakar hafa verið að smíða á laun og draga 400 mflur. írakar hafa sjálfír viðurkennt, að í 21 sprengju- oddi hafi verið komið fyrir um 150 lítram af miltisbrandsbakteríum eða bótúlíneitrí. Sérfræðingar SÞ segja, að við rétt veðurskilyrði sé unnt að drepa frá 100.000 og upp í eina millj- ón manna með hverjum sprengju- oddi. Irakar hafa skýrt Sameinuðu þjóð- unum frá því, að þeir hafí á áranum 1989, 1990 og 1991 framleitt nóg af bótúlíneitri til að drepa allt mannkyn nokkram sinnum, fræðilega að minnsta kosti, en sérfræðingar SÞ telja, að þeii’ hafi í raun framleitt tvisvar eða þrisvar sinnum meira en það. Þá hafa þeir einnig viðurkennt að hafa framleitt miltisbrandsbakter- íur, sem tortímt gætu milljörðum manna. (Heimildir: Reuters, The Daily Tel- egraph, Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.