Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR * A að taka upp hreppa- flutninga á öldruðum Reykvíking'um? EINS OG kunnugt er hefur íbúðum fyrir aldr- aða fjölgað mjög á und- anfórnum árum, aðal- lega í Reykjavík. Á sama tíma hefur legu- rými fyrir aldraða á höf- uðborgarsvæðinu dreg- ist saman, þrátt fyrir vaxandi fólksfjölda. í grein hér í blaðinu 6. september sl., segir Sig- urbjöm Bjömsson læknir m.a. frá því að legurýmum fyrir aldr- aða á hjúkrunardeildum aldraðra á sjúkrahúsum í borginni hafí fækkað um 36 frá 1995-1997. Segir læknirinn að með opnun nýrra plássa á Eir og Skógarhlíð á þessu ári sé aðeins „verið að mæta þeirri fækkun sem orðið hefur innan sjúkrahúskerfisins“. Fyrst þegar % síðari hluti Skógarbæjar verður tek- inn í notkun - hvenær sem það verð- ur - verði um raunaukningu legu- rýma að ræða. Þangað til heldur fjöldi legurúma fyrir aldraða ekki í við vaxandi fólksfjölda á höfuðbogar- svæðinu, og erfiðleikamir í þessum málum fara faxandi, a.m.k. í bráð. I svari heilbrigðisráðherra við fyr- irspurn Ástu B. Þorsteinsdóttur al- þingismanns (Mbl. 17. des. sl.) kem- ur hins vegar fram, að „á næstunni" myndu 93 hjúkrunarrúm bætast við á höfuðborgarsvæðinu „og rúm losni ». hjá Gmnd með tilkomu hjúkrunar- deildar í Hveragerði". Ekki virðist það heldur leysa vandann, því að ráðherra upplýsti að 177 aldraðir sjúklingar biðu eftir vistun á hjúkr- unarheimilum, og þar af væm 153 í mjög brýnni þörf, sem sennilegast táknar hreina neyð. Hér er átt við höfuðborgarsvæðið eingöngu, enda virðast vistunarmál aldraðra á lands- byggðinni vera komin í þolanlegt horf. I grein hér í blaðinu 16. október sl. telur Bryndís Þórðardóttir félags- ráðgjafi að „200 aldraðir Reykvík- ingar bíði eftir hjúkmnarvist og margir þeirra í sárri neyð“. Bryndís telur um 700 aldraða bíða hjúkranar- rýmis á bráðasjúkrahúsum borgar- ' innar. Einnig gerir hún ráð fyrir að „um það bil 50 ný hjúkmnarrými verði teldn í notkun í borginni á næsta (þ.e. þessu) ári“. Fari svo, er það ekki einu sinni nægilegt til þess að losa bráðasjúkrahúsin við þá aldr- aða sjúklinga, sem bíða þar hjúkrun- arrýmis, enda skrifar Bryndís að „þá vantar 150 rými til að uppfylla sárustu þörfina“. Það vekur furðu í fyrrgreindu svari heil- brigðisráðherra, að bygging hjúkmnar- heimilis á Suðurlandi eigi að hluta til að leysa vanda rúmliggjandi aldraðs fólks í Reykja- vík og nágrenni. Losni rúm á Grund „með til- komu hjúkranardeildar í Hveragerði" eins og ráðherra mælir um, Ingvar verður það vart á annan Hallgrímsson hátt en þann, að sjúk- lingar verða fluttir (gegn vilja sín- um?) frá Gmnd til Hveragerðis. Er þá ekki verið að taka upp hreppa- flutninga á sjúku fólki? Flytja það burt frá ástvinum sínum og umhverfi. Hvar skyldi vera mest þörf á hjúkrunarheimili --------------------7-- fyrir aldrað fólk á Is- landi, spyr Ingvar Hall- grímsson. Og hann svarar og segir þörfína mesta í Reykjavík. Fjöldi hjúkrunar- og dvalarrýma á hverja 100 íbúa 70 ára og eldri eftir landshlutum (1996) Reykjavík 10,2 Reykjanes 13,4 Vesturland 22,5 Vestfírðir 13,7 Norðurland v. 17,0 Norðurland e. 19,0 Áusturland 16,0 Suðurland 24,5 Hvar skyldi nú vera mest þörf á hjúkranarheimili fyrir aldrað fólk á Islandi? Meðfylgjandi tafla, tekin úr yfirliti Félagsmálastofnunar Reykja- víkur frá október 1997, sýnir Ijóslega að þörfin er mest í Reykjavík. Þar em aðeins 10,2 hjúkmnar- og dval- arrými á hverja 100 íbúa 70 ára og eldri, fleiri í öllum öðmm landshlut- um og langflest á Suðurlandi, eða 24,5 dvalarrými. Og þó eru nú þar í smíðum tvö ný hjúkrunar- og dval- arheimili til viðbótar, eitt í Hvera- gerði og annað á Hvolsvelli. Ef þörf- inni fyrir slík heimili er ekki þegar fullnægt á Suðurlandi, hvar þá? Eða er stefnan að flytja aldraða Reykvík- inga, sem hjúkrunarvist þurfa, á hjúkrunarheimili í öðmm landshlut- um? Hvers vegna? Eða er ekki talið réttast, að byggja hjúkranarheimilin á þeim stöðum þar sem þeirra er mest þörf? I grein sem forseti borgarstjórn- ar, Guðrún Ágústsdóttir, reit í Morg- unblaðið 21. janúar kemur fram að henni er vel Ijóst, að þessi stefna í byggingu hjúkrunarheimila leiðir til hreppaflutninga á öldruðum íbúum höfuðborgarsvæðisins, enda telur hún að aldraðir og aðstandendur þeirra „muni tregðast við að láta flytja fólk hreppaflutningum langar leiðir“. Virðist enda ástæðulaust að aldraðir íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfi - nær einir landsmanna - að sætta sig við slíkt. Telur Guðrún réttilega að takast verði á við þetta mál í heild, en hér álítur hún „að sjónarhom heilbrigðisráðuneytisins sé of þröngt". Kannski er einnig orð- ið tímabært „að þessar (hjúkran- ar)stofnanir verði skoðaðar ofan í kjölinn", eins og Gylfi Gunnarsson gerir að tillögu sinni hér í blaðinu 9. janúar. Á árinu 1981 kom þáverandi ríkis- stjóm á fót Framkvæmdasjóði aldr- aðra, sem allir landsmenn borga í. Skyldi sjóðurinn veita fé til bygging- ar dvalar- og hjúkmnarheimila fyrir aldraða. Illu heilli var því ákvæði bætt við 1993, að sjóðurinn skyldi jafnframt veita fé til rekstrar þess- ara heimila. Það ákvæði hefði mátt bíða þar til þörfínni á dvalar- og hjúkranarheimilum hefði verið full- nægt. Ef rýnt er í fyrrnefnt yflrlit frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, kemur í ljós að fjárveitingum úr Framkvæmdasjóði aldraðra virðist mjög misskipt milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Á fyrstu 16 ár- um sjóðsins (1981-1996) veitir hann 61,9% framlaga sinna til landsbyggð- arinnar (en þar búa um 53% aldraðra yfir sjötugt), en til Reykjavíkur rann 38,1% framlaganna (en þar búa um 47% aldraðra yfir sjötugt) og þar er þörfin brýnust. Sé mál þetta skoðað í heild, fer vart á milli mála að hlutur aldraðra á höfuðborgarsvæðinu hefur mjög ver- ið fyrir borð borinn. Það virðist því hógvær krafa, að þeir sem hér ráða málum taki dvalar- og hjúkranarmál aldraðra landsmanna til skynsam- legrar endurskoðunar. Höfundur er fiskifræðingur og elli- lífeyrisþegi. „Þessi vængj- aða auðn...u ÞAÐ er mikið rætt um „sérstöðu íslands" í sambandi við óskir vissra aðila um aukin tækifæri til virkjana hér á landi með stóriðju í framhaldi. Skrifað er um „endumýjanlega orkugjafa" sem mun þýða vatn, rennandi bergvatnsár og jök- ulsár, amk. gufuorku. Látið er að því liggja að fremur lítið sér til af „endurnýj anlegum orkugjöfum" annars staðar í heiminum og að flestöll fallvötn jarðar- innar séu svo til fullnýtt, nema hér á landi. Þessar útlistanir eru frem- ur vafasamur sannleikur vægast sagt. Aðilar þessir vilja endilega virkja öll stærstu fallvötn landsins sem allra fyrst og standa að stór- virkjunum og byggingu álvera, jafnvel þótt afhenda yrði alþjóðleg- um fyrirtækjum eignarhald á „end- umýjanlegum orkugjöfum" sbr. fagnaðarerindi formanns Fram- sóknarflokksins og iðnaðarráð- herra við komuna frá fundum með Elken-Aluminíum í Osló sl. haust. Sendineínd Islands í Kyoto reyndi eins og hún gat að fá leyfi til aukins útblásturs eiturefna, vegna þess að orkan væri fengin frá virkj- unum „endurnýjanlegra orku- gjafa“ og hér væri mikil nauðsyn á auknum atvinnutækifæmm, þótt hvergi sé jafn lítið atvinnuleysi í Evrópu og að hressa þyrfti upp á „lítið hagkerfi" með erlendri fjár- festingu. Þessi málflutningur vakti talsverða athygli viða og þótti mörgum skrýtinn. Öðrum þótti betlið fremur lágkúrulegt. Sendi- nefnd Islendinga í Kyoto virtist ekki gera sér fyllilega grein fyrir tilgangi ráðstefnunnar, sem var að forða jarðarbúum frá hættum þeim sem fylgja mengun andrúmslofts- ins á jörðinni. Stefna sendenda sendinefndarinnar var að auka sem mest útblástur eiturefna í því landi Evrópu, þar sem enn finnast óra- víddir „vængjaðra auðna og víðerni blárra" (Steinn Steinarr. Landsýn 1954). Island er það land í Evrópu þar sem meginhluti landsins eru auðn- ir, bláar víddir og gróðurvinjar auk einstæðra myndana af völdum eld- virkni, fjölbreytileikinn er einstak- ur. Þessar vængjuðu auðnir „með sín víðemi blá“ vekja undmn og aðdáun allra þeirra, sem farið hafa um og yfir hálendi Islands, bæði íslendinga sjálfra og erlendra manna, nátt- úmfræðinga og ann- arra. Ágætt að muna það, að það var einn kunnasti náttúra- fræðingur heims, Pet- er Scott, ásamt nokkram íslenskum náttúrafræðingum sem björguðu Þjórs- árveram frá eyðingu virkjanasinna á sínum tíma. Nýlega er kom- in úr minningabók Georges Steiners, Siglaugur Sem er meðal kunn- Brynleifsson ustu essayista og höf- unda nútímans. Þar minnist höf- undur á íslensku auðnina, salt- mengað andrúmsloftið og siðan spyr hann: „Er til annað svo töfr- andi land“ (George Steiner: Errata, London 1997, í lok 10. kafla). Sérstaða íslands er fyrst og fremst fólgin í ómenguðu landi, ósnortnum öræfum og andrúms- Sá var tilgangur Kyoto- ráðstefnunnar, segír Siglaugur Brynleifs- son, að forða jarðarbú- um frá hættum er fylgja mengun and- rúmsloftsins. Röskva tekur af skarið í tölvumálum ÞAÐ skýtur skökku við að stjómvöld lofi upplýsingatæknina við hátíðleg tækifæri en standi ekki við stóra ' orðin þegar til kast- anna kemur. í Háskóla Islands era 44 nemend- ur um hverja tölvu sem lýsir glögglega því ástandi sem blasir við. Þegar tækninni fleygir fram og tölvur verða æ mikilvægari hluti af okkar lífi er Ijóst að stefnubreyting þarf að eiga sér stað. Tölvur verða sífellt mikilvæg- ari vinnutæki í nútíma Brynja Baldursdóttir þjóðfélagi og því er nauðsynlegt að stúdentar, vísindamenn framtíðar- innar, hafi aðgang að tölvum og tölvubúnaði sem er nútíma háskóla til sóma. Skilningsleysi stjórnvalda Við afgreiðslu fjárlaga í desember síðastliðnum lögðu stúdentar og full- trúar Háskólans mikla áherslu á að veitt yrði meira fé til tölvumála innan Háskólans. Skemmst er frá því að segja að ekki var orðið við þessari beiðni. Ástandið var hins veg- ar talið það alvarlegt af háskólayfirvöldum að þau sáu ástæðu til að forgangsraða með þeim hætti að skera niður á ákveðnum sviðum og veita þeim fjármunum til tölvumála. Niður- staðan var því 10 millj- óna króna viðbótarfé til tölvumála á næsta ári. Þessari áherslu á tölvumál innan Háskólans fagnar Röskva. Við leggjum hins vegar mikla áherslu á hversu brýnt það er að stjórnvöld geri sér grein fyrir vandanum. Gerum þetta sjálf Röskva ætlar að setja tölvumál á oddinn á næsta ári. Um leið og Um leið og Röskva ætl- ar að gera stjórnvöld- um grein fyrir hversu alvarlegt ástandið er, segir Brynja Baidurs- dóttir, ætlum við að taka höndum saman og standa fyrir átaki í tölvumálum. Röskva ætlar að gera stjórnvöldum grein fyrir hversu alvarlegt ástand- ið er ætlum við að taka höndum saman og standa fyrir átaki í tölvu- málum. Við setjum markið hátt og stefnum á að safna 10 milljónum í formi tölva og fjár. Við ætlum að leita eftir samstarfi innan Háskól- ans við framkvæmd átaksins svo sem Hollvinasamtakanna. Leitað verður á náðir atvinnulífsins auk þess sem við skoram á stjómvöld að koma til móts við okkur og leggja fé í þennan málaflokk. Hugarfarsbreyting sljómvalda er nauðsynleg Vandamálið er stórt og nauðsyn- legt er að snúa vöm í sókn. Söfn- unarátak myndi koma tölvumálum margra deilda í viðunandi horf en það er samt skammgóður vermir þar sem framfarir í tölvuheiminum eru miklar. Átakinu er líka ætlað að gera stjómvöldum ljóst að við eram orðin langþreytt á ástandinu. Stúd- entar era orðnir þreyttir á því að þurfa að bíða eftir tölvum í tölvu- veram eða að vinna í úreltum forrit- um. Við vonumst til þess að með þessu átaki sjái stjórnvöld að sér og átti sig á því að við núverandi ástand verður ekki unað. Góð tölvu- aðstaða er nauðsynleg til þess að háskólinn geti sinnt hlutverki sínu og verið til fyrirmyndar sem nútíma háskóli í nútíma þjóðfélagi. Höfundur er vélaverkfræðinemi og skipar 4. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. lofti sem á sér líklega enga hlið- stæðu í nálægum löndum Evrópu. Það er ömurlegt til þess að vita að talsverður hópur í verkfræðinga- geiranum og pólitíkusa á atkvæða- veiðum skuli hafa raglað viðhorf full margra landsmanna til þeirra verðmæta sem gera þetta land að sérstæðasta og ómengaðasta svæði á Vesturlöndum. Sögnin „að nýta“ er fúl úr munni virkjana- og hag- kvæmnispostula, en þeir skuli vita það, að öræfi og hálendi Islands verður best „nýtt“ með því að nýta það alls ekki á þann hátt sem þeir ætla sér. Það hlálegasta í allri umfjöllun virkjana- og álsinna er þó sú stað- reynd að arður af þessari starfsemi þeirra er enginn, milljarða vaxta- og afborgunargreiðslur af erlend- um lánum sýna það svart á hvítu, greiðslur sem era vegna Lands- virkjunar. Atgangurinn er tilkom- inn vegna atvinnuhagsmuna starfs- manna Landsvirkjunar, og eins og segir í nýlegu fréttabréfi þeirrar stofnunar, þar sem fjallað er um umhverfisstefnu Landsvirkjunar: „Það verður því lögð áhersla á að sá mannauður og þekking sem Landsvirkjun býr yfir nýtist á sem ákjósanlegastan hátt til þess að tryggja að sem bestur árangur ná- ist hér í umhverfisstefnu Lands- virkjunar" (Fréttabréf nr. 42, 15. desember 1997). Áhuginn á umhverfisvemd kann að vera mikill meðal Landsvirkjun- armanna, en ætla mætti að sá áhugi sé enn magnaðri á framhald- andi stíflu og virkjanaframkvæmd- um, því þar er um atvinnuöryggi „mannauðins" að ræða. En það ör- yggi er þjóðinni dýrt í fjármunum og það sem er leiðinlegra, virkjana og útblástursóskir stjórnvalda gera þjóðina að viðundri í augum allra siðaðra manna, íslenskra sem er- lendra. Og að lokum setning sem gæti verið „pars pro toto“ fyrir víðernin blá; „verjum/enn eins og áð- ur/hólmann/þai- sem Gunnar sneri aftur“ (Matthías Johannessen: Vötn þín og vængir. Rv. 1996). Höfundur er rilhöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.