Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 55
minningar úr ferðalögum um hring-
veginn og víðar sem við fórum í
samfloti með þeim hjónum. Allt eru
þetta hlýjar og góðar minningar,
sem ekki verða frá okkur teknar.
Ættingjar og vinir af landsb.yggð-
inni áttu alltaf vísan stað hjá Önnu
þegar þeir komu í bæinn. Pau hjón
voru samtaka í því, að vilja allra
vanda leysa. Fjölskyldan var ákaf-
lega samhent, börn og barnabörn
voru alltaf daglegir gestir á heimil-
inu og oftast var eitthvert bama-
barn í gæslu hjá ömmu sinni og oft
fleiri en eitt í senn. Þau hafa misst
mikið og ég veit að það er stundum
erfitt að sætta sig við hluti, sem
maður skilur kannske ekki til hlítar.
Anna vann á tímabili við heimilis-
hjálp hjá borginni og aðstoðaði aldr-
að fólk. Við það var hún svo nær-
gætin að það tók ástfóstri við hana,
enda veit ég að hún heimsótti sumt
af því reglulega þótt hún væri hætt
störfum og sjálf orðin sjötug. Aldur
er svo afstæður, mér fannst Anna
aldrei vera það sem köllum „eldri
kona“, hún var alltaf hress og kát
og fylgdist vel með öllu, alltaf veit-
andi fremur en þiggjandi. Svein-
björn, bróðir hennar, kveður hana
með innilegri þökk fyrir allt sem
hún var honum bæði fyiT og síðar.
Þakkir og innilegar samúðarkveðj-
ur frá okkur hjónunum.
Ragna S. Gunnarsdóttir.
Mig langar að minnast í nokkrum
orðum Önnu Jóhannsdóttur, eða
ömmu í Hlíðargerði eins og ég kall-
aði hana alla tíð. Ég vissi að amma
hafði átt við vanheilsu að stríða um
nokkurt skeið en það hvarflaði ekki
að mér að veikindi hennar væru
jafnalvarleg og raun bar vitni. Satt
best að segja fannst mér amma í
Hlíðargerði vera á besta aldri og ég
gerði ráð fyrir því að hún yrði með
okkur miklu lengur.
Amma í Hlíðargerði var ákaflega
gestrisin kona og það var alveg
sama hvenær maður kom í heim-
sókn, alltaf var veisla. Þó maður
væri bara rétt að líta inn, þá var
hún bara að enda við að baka
nokkrar pönnukökur og svo átti hún
afgang af rjómatertu, og að sjálf-
sögðu flutu með skonsur með reykt-
um silung eða salati, og oftar en
ekki eitthvað meira. Amma hafði
líka einstakt lag á því að koma
þessu öllu ofan í mann, alveg sama
hversu saddur maður var, alltaf var
pláss fyrir góðgætið hennar. Hún
var líka alveg með á hreinu hvað var
í uppáhaldi hjá hverjum og einum í
fjölskyldunni og í veislum fengu all-
ir sitt. Ég deildi með afa dálæti á
púðursykurstertu sem alltaf hefur
verið kölluð afaterta, í bræður mína
bakaði hún komflekskökur og
svona mætti lengi telja, allir áttu
sínar uppáhaldstegundir.
Minningarnar um ömmu eru
óneitanlega tengdar eldhúsinu, ein-
faldlega af því að hún var snillingur
í bakstri. En í þessum minningum
felst líka annað, nefnilega það að
hún var alltaf að gera eitthvað fyrir
aðra, hvort sem það voru fjölskyldu-
meðlimir, ættingjar eða vinir. Mér
er minnisstæð sagan sem amma
sagði mér frá þeim tíma er þau afi
voru að koma undir sig fótunum.
Þau voru ekki vel efnuð og um tíma
reyktu þau bæði. Amma sagði að
þau hefðu skammtað sér sígarettur,
4 á dag handa hvoru um sig. En svo
bætti hún við; „það kom nú reyndar
af sjálfu sér að ég hætti að reykja,
ég gaf mínar alltaf gestum." Mér
þykir þetta lýsa henni svo vel, eigin-
girni var ekki til í hennar bókum. Ef
hún gat gefið eða gert eitthvað fyrir
aðra, þá gerði hún það.
Alla tíð hefur heimili afa og
ömmu staðið öllum opið, enda gest-
kvæmt þar á stundum, jafnvel hefur
heyrst að það hafi verið sofið á eld-
húsborðinu einhverntíma. í seinni
tíð hafa barnabörnin notið góðs af
gestrisni þeirra, og ávallt verið
meira en velkominn. Enda bæði afi
og amma einstaklega barngóðar
manneskjur.
í vikunni rifjaðist upp fyrir mér
minning frá því ég var unglingur.
Foreldrar mínir fóru í sumarfrí og
ég var ein heima og þurfti að vakna
klukkan sex á morgnana til að
mæta í vinnuna á réttum tíma. Ég
setti vekjaraklukkuna mína í köku-
stamp til að vera viss um að vakna
en alla þessa morgna hringdi amma
í mig. Hún var samt bara að spjalla,
spyrja hvernig ég hefði sofíð, hvort
ég væri nokkuð hrædd að vera ein í
húsinu og svo bara almennt spjall
um lífið og tilveruna. Ekki hvarflaði
það að mér að amma vantreysti mér
eitthvað og væri hrædd um að ég
vaknaði ekki til vinnu. Hún var bara
að hringja í mig til að spjalla -
klukkan sex að morgni. Amma var
nefnilega ansi góð í því að eiga sam-
skipti við unga fólkið.
Amma og afi héldu upp á gull-
brúðkaupsafmæli 1. nóvember síð-
astliðinn. A þeim tímamótum kom-
um við öll saman afkomendur
þeirra. Það sem stendur upp úr í
minningunni frá þessari veislu er
þau tvö sitjandi í sófanum, hún
haldandi í hendina á afa og þau
bæði brosandi horfandi á hópinn
sinn. Það var nefnilega alveg ein-
staklega gaman að fylgjast með
þeim alla tíð, afi alltaf jafnhógvær
og rólegur og amma á þönum að
gera eitthvað íyrir hann og aðra. Ég
minnist þess varla að hafa heyrt
ömmu nefna afa annað en Magnús
sinn. Ég held að ég geti fullyrt að
hún elskaði hann afa út af lífinu.
Þótt enn sé af mörgu að taka í
hafsjó þeirra minninga sem ég á um
ömmu í Hlíðargerði, þá ætla ég að
láta staðar numið hér. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa kynnst henni og
stolt af þvi að vera afkomandi henn-
ar og nafna.
Anna Huld Óskarsdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín, Anna
Jóhannsdóttir, lést að heimili sínu
aðfaranótt 8. febrúar. Ég vissi að
Anna hafði kennt sér meins undan-
farnar vikur. Hún fékk aðkenningu
að hjartaáfalli skömmu fyrir jól, en
einhvern veginn vildi ég trúa því að
þau veikindi væru að baki og fram-
tíðin væri björt. Andlát hennar
kom'mér því mjög á óvart. Nú er
horfin kona sem var allt í senn, vin-
kona, móðir og amma. Mig langar
að minnast Önnu með nokkrum
orðum.
Ég kom inn í fjölskyldu Önnu fyr-
ir ríflega þremur áratugum, með
fjögurra ára gamlan son minn. Það
vakti þegar í stað aðdáun mína á
þessari konu hversu vel hún tók
mér og það sem meira er, syni mín-
um. Samstundis gerðist hún amma
drengsins míns til jafns við önnur
barnabörn hennar sem síðar litu
dagsins ljós. Ein eftirlætisiðja Önnu
var að dekra við alla fjölskyldumeð-
limi í bakstri. Hún vissi nákvæm-
lega hver uppáhalds tegund hvers
og eins var. Gott dæmi um þetta er
þegar Eggert sonur minn var
fermdur. Anna tók að sjálfsögðu að
sér að baka kökuna og átti hún að
vera á þremur hæðum. Enginn
diskur var til að bera tertu af þessu
tagi og var málinu bjargað með
þeim hætti að Magnús,
tengdapabbi, smíðaði sérstakan
disk út plexigleri til að bera kökuna.
Þessi mikla terta var þakin rjóma,
en þar sem fermingarbarnið borð-
aði ekki rjóma á þessum tíma, bak-
aði Anna sérstaka köku handa Egg-
erti. Sú kaka var skreytt súkkulaði
og einnig á þremur hæðum. Þetta
gerði hún fyrir ömmubarnið sitt og
féll þessi lausn í afar frjóan jarðveg.
Þetta dæmi er táknrænt íýrir það
hvernig hún þjónaði duttlungum
allra bama sinna og bamabama.
Við höfum öll misst mikið, en þó
enginn eins mikið og minn elskulegi
tengdapabbi, Magnús Jónasson. Eg
held að þeirra samband sé einstakt.
í lok nóvember áttu þau gullbrúð-
kaupsafmæli og það var ekki annað
að sjá en þau væru enn yfir sig ást-
fangin. Það var ósjaldan sem þau
sáust leiðast hönd í hönd og sam-
band þeirra bar yfirbragð hlýju, yf-
irvegunar og glettni.
Það var einstaklega skemmtileg-
ur tími þegar við byggðum sumar-
bústaðinn í Þrastarskógi. Þá var
Magnús okkar á öðm árinu og hafði
mikið dálæti á afa sínum. Fyrstu
nóttina sem við gistum öll í sumar-
bústaðnum þótti Magnúsi yngri
sem seint væri farið á fætur og
hann vakti afa sinn laust fyrir
klukkan sjö með því að henda sög
upp í rúm til ömmu og afa. Þá hló
hún Anna mín þeim hlátri sem svo
oft mátti heyra þar sem hún kom.
Fyrsta langömmubarnið fæddist
á afmælisdaginn þinn fyrir fjórum
árum og ég man að það var stoltur
faðir sem leit við í kaffi í Hlíðar-
gerði 28. desember 1994, hjá ömmu
og afa, til að færa þeim fréttina.
Elsku Anna mín, ég þakka þér
alla umhyggjuna fyrir henni
mömmu minni, sem lést aðeins sjö
mánuðum á undan þér. Þið hjónin
voruð henni Huldu svo mikils virði.
Allar spilaferðirnar, vináttan og
sameiginleg áhugamálin. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þessari fjölskyldu og vera
hluti af henni. Þegar ég kom til
skjalanna voru bömin ykkar ung og
mér finnst ég eiga svo mikið í þeim.
Edda var þriggja ára, Guðrún að
verða átta ára og Jónas tólf ára. Þú
varst tengiliður okkar og þú hefur
haldið þessari fjölskyldu saman. Nú
vona ég að við berum gæfu til þess
að vera áfram samstiga og hjálpa
hvert öðru.
Elsku Magnús minn, megi guð
styrkja þig í sorg þinni og elsku
Anna tengdamóðir, hafðu hjartans
þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Kristín Eggertsddttir.
Hún Anna frænka kom inn í fjöl-
skyldu mína með mjög sérstökum
hætti, enda var hún einstök og það
kemur engin í hennar stað.
Hún var stólpi fjölskyldu minnar
þegar mikið reyndi á og hún tók
manninum mínum sem syni sínum
þegar ég bauð honum heim með
mér í fyrsta sinn, en það var auðvit-
að heim til Önnu frænku.
Anna frænka var enginn kjáni,
enda valdi hún sér einstakt val-
menni sem lífsförunaut.
Hann Maggi er hvorki hávær né
langorður og ég virði hann líkt og
þann sem ég missti svo ung.
Lúr hjá þér, Anna mín, í Brennu
á Norðfirði er sérlega minnisstæður
núna.
Anna mín, það var eitthvað sem
ég ætlaði að segja fyrir þennan
tíma, en nú er hann liðinn svo við
ræðum það á öðrum stað seinna.
Þín
Ilelga Ingvarsdóttir.
Útför
MARGRÉTAR FINNBJÖRNSDÓTTUR
verður gerð frá fsafjarðarkirkju laugardaginn
21. febrúar kl. 14.00.
Elísabet G. Kristjánsdóttir,
Hulda Bryndís Sverrisdóttir,
Kristján Sverrisson,
Margrét K. Sverrisdóttir,
Ásthildur L. Sverrisdóttir,
Greta L. Kristjánsdóttir,
Ragnhildur Sverrisdóttir,
Guðni A. Jóhannesson,
Erna S. Ragnarsdóttir,
Pétur S. Hilmarsson,
Matthías Sveinsson,
Sverrir Hermannsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna fráfalls og útfarar eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
EIRÍKS BJARNASONAR,
Reynivöllum 9,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Ljósheima.
Jónína Guðmundsdóttir,
Inga Eiríksdóttir, Kristján Jóhannesson,
Áslaug Eiríksdóttir, Kristján Jónsson,
Guðmundur Eiríksson, Guðfinna Ólafsdóttir,
Bertha Sigurðardóttir, Tryggvi Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til alira þeirra sem sýnt hafa
okkur samúð og hlýhug og heiðrað minningu
elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengda-
móður og ömmu,
SIGRÍÐAR ANDRÉSDÓTTUR,
Efstahjalla 5.
Sigurður R. Guðjónsson,
Áslaug Sigurðardóttir, Árni Sveinbjörnsson,
Ríkharð Sigurðsson, María Christie Pálsdóttir,
Sigurjón Sigurðsson, Ásdís Fanney Baldvinsdóttir
og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR f. HANNESSON,
Hjallavegi 7A,
Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Ytri- Njarðvíkurkirkju,
föstudaginn 20. febrúar kl. 14.00.
Hannes í. Ólafsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Ottó G. Ólafsson, Magnea Reynarsdóttir,
Björn Ólafsson, Oddný G. Leifsdóttir,
Ingunn Ólafsdóttir, Kristján Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Útför ástkærs sonar okkar og bróður,
BRAGA PÁLSSONAR,
Hæðarbyggð 14,
Garðabæ,
sem lést laugardaginn 14. febrúar, fer fram frá
Vídalínskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður I Görðum.
Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Páll Bragason,
Hinrik Pálsson,
Hjörleifur Pálsson,
Viðar Pálsson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MÍNERVA GÍSLADÓTTIR
frá Bessastöðum,
Öldustíg 1,
Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laug-
Valdimar Ingólfsson,
Steinunn Jónsdóttir,
Hafsteinn Lúðvíksson,
Sverrir Haraldsson,
Sveinn Runólfsson,
Ólafur Guðmundsson,
Snjólaug Kristinsdóttir,
Stefán Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
ardaginn 21. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður að Reynistað.
Erla Sigurjónsdóttir,
Jón Sæmundsson,
Soffía Sæmundsdóttir,
Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
Oddný Sæmundsdóttir,
Sigríður Sæmundsdóttir,
Gísli Sæmundsson,
Nanna Sæmundsdóttir,