Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „NÓTNABORGIR", uppstilling eftir Sissú. Veröld smárans Tilbúinn expressjónismi MYNDLIST Iiáðliús Reykjavfkur LÁGMYNDIR OG SKÚLPTÚRAR SIGÞRÚÐUR, SISSÚ, PÁLSDÓTTIR Opið mán.til fös. frá 8-19, lau. og sunn. 12-18. Aðgangur ókeypis. Til 27. febrúar. ÞAÐ er auðvelt að heillast af dvergasmíð tölvunnar, sem fram- kvæmir flóknustu útreikninga á of- urhraða með hjálp nokkurra svartra kubba. „Minn-is-borgir fortíðar og framtíðar“ er yfirksrift sýningar Sig- þrúðar Pálsdóttur, öðru nafni Sissú, sem beinir sjónum okkar að örveröld tölvunnar. Sissú hefur sankað að sér tölvuspjöldum og kortum alsettum minniskubbum, örgjörvum og raf- rásum. Mörg spjöldin eru römmuð inn óbreytt eins og fullbúnar myndir, og verða fyrir vikið eins og líkön eða kort af ævintýralegu stórborgar- landslagi. Rammamir eru ýmist þungir og dökkir gluggakarmar, eða álprófílar, og mynda andsvar við ör- fína drætti rafrásanna. Sissú lærði í New York á árunum 1977 til 82, og síðasta stóra einka- sýning hennar var á Kjarvalsstöðum árið 1988. Það er nokkuð um liðið síðan ég sá síðast verk eftir Sissú, en ef ég man rétt þá málaði hún litrík og lífleg málverk, allfrábrugðin þeim verkum sem hún sýnir nú. Margir listamenn hafa spreytt sig á því að skerpa sýn okkar á hvers- dagslega hluti, og stillt þeim upp meira eða minna óbreyttum. En ef tölvuhlutir eiga að gefa okkur innsýn í falið skipulag mennsks hugvits, sem Sissú gefur til kynna að sé markmið sýningarinnar, þá þarf að setja hlutina í þannig samhengi að þeir bjóði upp á slíkar hugrenningar. Flestar myndirnar birta okkur tölvu- spjöldin, hins vegai', sem glitrandi og hálfgegnsæ djásn með svörtum steinum. Það er einna helst í skúlpt- úrverkinu „Nótnaborgir" sem tekst að setja tölvukubbana í slíkt sam- hengi með samlíkingu við nótna- skrift og samhljóm laglínunnar. Það er greinilega ekki auðvelt að setja upp sýningar í Tjarnarsal, lítið er um eiginlegt veggpláss. Á einni hlið eru geysistórir gluggar, á annarri er opið inn í salinn sem geymir Íslandslíkanið, gegnt glugg- anum eru stigar upp að ganginum, og fjórða hliðin er aðeins hálfur veggur, þar sem efri hluti hans er opinn inn í kaffistofu. Flekamir, sem notaðir hafa verið til að auka vegg- pláss, eru ekki nógu góð lausn. Sissú reynir að nota salinn eins og hann kemur fyrir, sem gengur ágætlega með írístandandi skúlptúrverkin, en síður með minni myndimar, því fín- legri drættir eiga til að tapa sér í víð- áttunni, og gagnvart hinni miklu birtu sem streymir inn um gluggana, og þeim byggingarefnum sem salur- inn er gerður úr, steini, málmi og gleri. Ef ætlunin er að nota salinn framvegis sem sýningarsal þá þyrftu húseigendur, í samvinnu við arki- tekta hússins, að finna einhverja snjalla lausn á fyrirkomulagi sýn- inga. Gunnar J. Árnason MYMILIST Hafnarborg, Hafnarfirði MÁLVERK Verk eftir Kristján Jónsson. Til 23. febrúar. Opið alla daga nema þriðju- daga frá kl. 12-18. Aðgangur 300 kr. HVERT samfélag hefur sinn djöful að draga í listinni. Hér heima er það pjattið sem flækist fyrir og gerir mörgum málaranum lífið leitt. Það er eins og sumum listamönnum sé það mest í mun að taka sem minnsta áhættu, ef til vill til að fæla ekki burt kúnna sem hugsanlega gætu hlaupið undir með leigunni á salnum. Þeir leyfa sér að slá af metnaði og kröfum í von um að afla sér stundlegra vin- sælda. Eða hví skyldi Kristján Jónsson, sem nú sýnir yfir tuttugu verk í aðalsal Hafnarborgar, taka upp á þeiiri ósvinnu að mála opin- berar byggingar ofan á ex- pressjónískan bakgrunn og mylgra þannig kraftinum úr eigin hand- verki? Nú skal tekið fram að ex- pressjónismi Kristjáns er ekk- ert sérstaklega spennandi. Til þess er hann of líkur ýmsum evrópskum fyrirmyndum frá byrjun síðasta áratugar, eink- um þýskum og spænskum. En þar sem það virðist ekki vera ætlun Kristjáns að vera of per- sónulegur má horfa framhjá skyldleikanum og telja honum til tekna að undirlagið er út af fyrir sig nokkuð heiðarlega unnið. Þannig er margt vitlaus- ara en grunnur sem virðist N^jar bækur • KVÆÐI er ljóðabók eftir Karl ís- feld. Karl ísfeld fæddist á Sandi í Að- aldal 8. nóvember 1906. Stúdents- prófi lauk hann frá Menntaskólan- um á Akureyri 1932 og lagði síðan stund á blaðamennsku og ritstjóm. Jafnframt var hann mikilvirkur þýðandi fjölda erlendra öndvegis- rita, þar á meðal Kalevalakvæðanna gjósa eins og Geysir gerði í Haukadal þegar oddvitinn brengdi í hann grænsápunni. En það er sem Kristjáni nægi ekki þessi ágæta náttúrulýsing því hann þarf að bæta um betur. Allt í einu mótar fyrir stórhýsi Nathans & Olsens á móti Pósthúsinu á yfir- borði expressjónismans, og viti menn; hverinn er kominn þar sem Morgunblaðshöllin ætti að standa fyrir endanum á Austurstræti. Hvort hér er um óskhyggju að ræða veit ég ekki en eitt er víst að með slíku yfirklóri fer einlægnin veg allra vega. Myndin verður að finnsku. Gísli Halldórsson las í útvarpið Góða dátann Svejk eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls ísfelds. Eina Ijóðabók gaf Karl út, Svartar morgun- frúr, þýdd ljóð og frumkveðin, 1946. Karl Isfeld lést árið 1960. ódýrum auglýsingareffekt og áhorfandinn kemst að því að heil- indin náðu bara hálfa leið. Þannig er hvert málverkið af öðru af þekktum stofnunum í höfuðborg- inni; einmitt stofnunum sem hafa að geyma menn sem gjarnan sjá aumur á peningalitlum listmálur- um. Það er engin alvara í svona vinnubrögðum. Þótt margar mynd- anna séu blessunarlega lausar við stofnanir á yfirborðinu nægir það ekki til að gera heildina sannfær- andi. Betur má ef duga skal. Bókin Kvæði hefur einkum að geyma átján frumort kvæði, sem öll eru tileinkuð fulltrúum hinna ýmsu starfsgreina eða atferlis í þjóðfélag- inu, kveðin í léttum dúr. Flest kvæðin í bókinni hafa legið óprentuð í handriti höfundarins fram til þessa. Bókin er gefin út af fyrirtækinu Thorarensen Lyf ehf. Nokkur ein- tök verða til sölu í Bókavörðunni, Vesturgötu 17, Reykjavík. Halldór Björn Runólfsson Karl ísfeld Vandinn að skrifa sögu BÆKLR Sagnfræði LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR - ALDARSAGA eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Eg- gert Þór Bernharðsson. Leikfélag Reykjavíkur og Mál og menning, 1997, 503 bls. í TILEFNI af hundrað ára afmæh Leikfélags Reykjavíkur á nýliðnu ári réðst félagið í að láta skrá aldarsögu sína og voru ráðin til verksins sagn- fræðingarnir Þórunn Valdimarsdótt- ir og Eggert Þór Bemharðsson. Verkið kom út hjá Máli og menningu í lok afmælisársins og er bókin öll hin veglegasta: rúmlega 500 blaðsíður í stóru broti, prentuð á þykkan glans- andi pappír, skrýdd fjölda mynda úr starfi Leikfélagsins (sem margar hafa hvergi birst áður) og er útlits- hönnun öll til fyrirmyndar. í bókinni rekja þau Þórunn og Eggert Þór sögu LR allt frá stofnun félagsins snemma árs 1897 fram á mitt afmælisár 1997. Þau skipta með sér verkum þannig að Þórunn skrif- ar fyrri hlutann sem nær yfir tíma- bilið 1897-1950, og er um 155 blað- síður, og Eggert Þór skrifar síðari hlutann, um tímabilið 1950-1997, og er hans hluti um 240 síður. Höfundar hafa greinilega haft nána samvinnu um verkið því varla er hægt að greina mikinn mun á efnistökum eða stfl, lítið er um endurtekningar og er því heildarsvipur á verkinu samfelld- ur og góður. Áuk meginmálsins er að finna í bókinni viðauka, sem Sigurður Karlsson tók saman, annars vegar yfir leikverk sem félagið hefur sett upp á sínum hundrað ára ferli og hins vegar skrá yfir höfunda, bæði ís- Þórunn Eggert Þór Valdimarsdóttir Bernharðsson lenska og erlenda. Þar eru skráð nöfn tæplega 250 erlendra höfunda og 66 íslenskra. Einnig er í viðaukan- um skrá yfir hlutverkafjölda nokk- urra leikara, svo og skrá yfir leik- stjóra sem starfað hafa hjá félaginu. Eins og við má búast geymir verk þetta mikinn fróðleik um sögu Leik- félags Reykjavíkur og nálgast höf- undar viðfangsefnið frá ýmsum sjón- arhornum. Meðal annars er fjallað um einstaka leikara (sérstaklega þá sem við sögu koma í upphafi), um uppsetningar á einstökum verkum, um samskipti Leikfélagsmanna inn- byrðis og við utanaðkomandi aðila. Þá er fjallað ítarlega um húsakost og aðstöðuna - eða öllu heldur aðstöðu- leysið - sem Leikfélagið bjó við í Iðnó, svo og aðdraganda og sögu byggingar Borgarleikhússins og að lokum um flutninginn þangað. Fjall- að er um umskiptin sem stofnun Þjóðleikhúss hafði í fór með sér íyrir Leikfélag Reykjavíkur, um listræna stefnu, um miðaverð o.s.frv., o.s.frv. Það vakti fljótlega athygli undirritr aðrar að höfundar bókarinnar vinna eingöngu með ritaðar heimildir, að mestu leyti prentaðar heimildir en einnig nokkuð með óprentaðar heim- ildir úr skjalasöfnum í einkaeign og á söfnum. Þetta eru auðvitað hefð- bundnar aðferðir sagnfræðinga sem oft og tíðum eiga ekki kost á öðrum efniviði við rannsóknir sínar og úr- vinnslu. En í þessu tilviki finnst mér að Þórunni og Eggerti Þór hafi yfir- sést mikill brunnur upplýsinga, skoð- ana og mats á ólíkum þáttum í starf- semi LR með því að takmarka sig við ritaðar heimildir. Eða með öðrum orðum að nýta ekki þann brunn þekkingar og upplýsinga sem þeir einstaklingar sem starfað hafa með LR í gegnum ár og áratugi hljóta að búa yfir. Eg er þess fullviss að með því að tala við einhverja þessara ein- staklinga - sem svo margir eru enn í fullu fjöri - hefði verið hægt að draga upp meira spennandi mynd, til að mynda af listrænni stefnu Leikfé- lagsins í gegnum tíðina. Því þó að fjallað sé að einhverju leyti um þenn- an þátt starfseminnar þá er sú um- fjöllun furðanlega yfirborðsleg á köfl- um og beinlínis tilviljanakennd. Þannig er t.d. ítrekað oftar en einu sinni að LR hafi ætíð haft mikinn metnað til þess að setja upp íslensk verk og styðja við bakið á íslenskri leikritun, en ansi yfirborðslega er fjallað um þennan mikilvæga þátt að öðru leyti. Til að taka eitt dæmi má nefna að ekki er minnst á uppsetn- ingu á verki Birgis Sigurðssonar, Degi vonar, sem sýnt var tvö leikár á fjölum Iðnó (1986-1988) og hlýtur að teljast með merkilegri verkum ís- lenskrar leikritunar. Hvemig er hægt að fjalla um uppfærslur LR á íslenskum verkum án þess að nefna þetta magnaða verk? Fleiri dæmi um merkilegar sýningar (á íslenskum jafnt sem erlendum verkum) sem enga umfjöllun fá í bókinni mætti nefna en ég læt þetta nægja. Gagnrýni mín snýr aðallega að þessum tveimur þáttum: I fyrsta lagi að umfjöllun um einstaka sýningar LR í gegnum tíðina; hérna finnst mér sem tilviljun ráði umfjölluninni fremur en þekking og yfirsýn. I öðru lagi að aðferðum höfunda við öflun heimilda, eins og ég bendi á hér að ofan. Það kemur ekki síst spánskt fyrir sjónir hvernig hægt er að skrifa sögu LR án þess að tala við leikhús- stjóra félagsins: Svein Einarsson, Vigdísi Finnbogadóttur, Þorstein Gunnarsson, Stefán Baldursson, Hallmar Sigurðsson, Sigurð Hróars- son, Viðar Eggertsson og Þórhildi Þorleifsdóttur. Að sjálfsögðu nýta höfundar þekkingu þessa fólks þar sem hún fyrirfinnst í rituðu máli (að- allega bækur Sveins Einarssonar), sitthvað það sem eftir þeim er haft í dagblöðum o.s.frv., en fróðlegra hefði verið að fá þeirra persónulega mat á hinum ýmsu þáttum sem varða starf félagsins í gegnum tíðina. En hvaða heimildir vinna þau Þór- unn og Eggert Þór þá aðallega með? I fyrsta lagi aðrar útgefnar bækur um tengt efni, svo sem bækur Sveins Einarssonar: Leikhúsið við Tjömina (gefin út í tilefni af 75 ára afmæli LR), Níu ár í neðra og Islensk leiklist II, og doktorsritgerð Jóns Viðars Jónssonar Genitet och vágvisaren. Einnig fjölda annarra bóka sem tengjast íslenskri leiklist á einn eða annan hátt, t.a.m. afmælisrit, greina- og leikdómasöfn og ævisögur leikara. Þá nota þau mikið efni dagblaða í gegnum allt tímabilið: viðtöl, greinar og leikdóma. Einnig visa þau gjarna í leikskrár, fundargerðir og skýrslur um málefni LR. Nú er það gott og blessað að hafa allt þetta efni undir í rannsókn á sögu LR og ljóst er að þau Þórunn og Eggert Þór hafa lagt á sig mikla rannsóknarvinnu. Það er hins vegar hægt að finna að úrvinnslu gagna í ýmsum tilvikum; þannig tel ég víst að margt leikhúsfólk í dag myndi sætta sig illa við ef stakir leikdómar dag- blaða yrðu notaðir sem endanlegir mælikvarðar á leiksýningar í riti sem gefið væri út eftir 50 ár eða svo (og það án þess að höfunda þeirra sé get- ið, nema í undantekningartilvikum). Þrátt fyrir þessi umdeilanlegu at- riði sem varða fyrst og fremst að- ferðir höfunda og mat þeirra á mikil- vægi efnisþátta situr það eftir að Aldarsaga Leikfélags Reykjavíkur er eiguleg bók sem segir athyglisverða sögu af aðdáunarverðum krafti og ötulu hugsjónastarfi fjölmargra fé- laga LR í gegnum árin, ekki síst á upphafsárum félagsins. Þetta er saga vona, væntinga og vonbrigða; saga af misjöfnu gengi Leikfélagsins sem oft hefur þurft að berjast fyrir lífi sínu og tilverurétti en þekkir einnig góð- æri og rífandi velgengni. Upprifjun á þeirri sögu gæti virkað hvetjandi bæði á innanbúðarfólk í LR sem og á hinn almenna áhorfanda, núna þegar Leikfélagið berst í bökkum eina ferð- ina enn og skortir jafnt fé til rekstrar og að því er virðist velvild sam- borgaranna í sinn garð. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.