Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EG HEITI Kasper Holten. Ég er leikstjóri," voru fyrstu orð danska leik- stjórans þegar hann heils- aði blaðamanni og þrátt fyrir að fram undan væri frumsýning um kvöldið virtist hann afslappaður eins og Dönum einum er lagið. Það var ekki laust við að hann væri ögn montinn yfir íslenskukunnáttunni eftir aðeins 3ja vikna dvöl hér á landi þar sem hann sveif um ganga ís- lensku ópeninnar og lék á als oddi við iðnaðarmenn á lokaspretti undir- búningsins. Hann hefur þegar geng- ið frá 10 næstu leikstjórnarverkefn- um og er bókaður allt til sumarsins 1999. Kasper segist þó gjaman vilja koma aftur og leikstýra uppfærslu hjá Islensku óperunni. I Gamla bíói hafi hann fundið „falinn fjársjóð" hæfileikafólks. Hann ber mikið lof á aðstandendur Óperunnar fyrir að ráðast í það þrekvirki að reka óperu- hús í svo fámennu landi. Kasper Holten hefur á skömmum tíma náð undraverðum frama í dönsku leikhúslífi. Hann er 24 ára og uppfærsla hans hjá íslensku óper- unni er sú 14. á leikstjómarferlinum. A síðasta ári var hann ráðinn list- rænn stjórnandi Sumaróperunnar í Arhúsum og frá árinu 1995 og fram til næsta árs á hann sæti i Tónlistar- ráði ríkisins sem úthlutar styrkjum til tónlistarmála. Kasper hefur leik- stýrt ópemm og leikritum hjá Kon- unglega leikhúsinu, Konunglegu óp- emnni, Sumarópemnni í Arhúsum, Alaborgarleikhúsinu, Jósku óper- unni, Fjónsku óperunni og Hinni óp- erunni (Den anden Opera). Hann hefur einnig kennt við ýmsa danska listaháskóla og starfað sem aðstoðar- leikstjóri hjá mörgum þekktustu leikstjórum Danmerkur. í ársbyrjun frumsýndi Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn leikritið Fyrtárnet í leikstjórn Kaspers. Óperan er hans stóra ástríða. „Ég hef, ef svo má segja, nálgast leik- stjómarstai-fið úr öfugri átt,“ bendir Kasper á. Óh'kt flestum óperuleik- stjómm sem hafa bakgrunn í leik- húsinu hóf Kasper feril sinn við óp- erauppfærslur en hefur að undan- fórnu starfað æ meir við leikhús. Það liggur beinast við að spyrja Kasper um bakgrunn hans í tónlist, hvaðan þessi mikli óperuáhugi sé kominn og hvort fjölskylda hans hafi ef til vill einhver tengsl inn í þann heim. Svar- ið kemur á óvart því hann segir að foreldrar sínir séu báðir hagfræðing- ar. Áhuginn fyrir óperatónlist kvikn- aði þó snemma. Sjálfur nam Kasper leikhús- og bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla og fljót- lega eftir að námi lauk var hann ráð- inn í fyrsta starf sitt sem aðstoðar- maður leikstjóra. „í íyrstu var mér gjarnan slegið upp í fjölmiðlum sem undrabarni. Nú þegar ég hef öðlast meiri reynslu era verk mín ekki lengur meðhöndluð sérstaklega af gagnrýnendum. Ég er mjög ánægð- ur með að hafa náð þeim áfanga þó ég neiti því ekki að það er erfitt að fara frá því að vera „þessi sérstaki" til þess að verða einn af hinum leik- stjóranum," segir Kasper. Hvað er það við óperana sem hríf- ur hann svo mjög? „Já, það er gaman að velta því fyrir sér hvað það er sem veldur því að óperan nýtur slíkra vinsælda hvarvetna í heiminum. Því það að fólk skuli standa á sviði og syngjast á í tvo klukkutíma er í raun frekar heimskulegt! Auk þess út- heimta óperuuppfærslur bæði mikla vinnu og peninga," segir Kasper. „Það er auðvitað rétt sem oft er sagt að óperan feli í sér öll önnur listform. Hins vegar myndi ég ekki segja að óperan væri yfir öll önnur listform hafin. Ég hef séð illa skrifaðai- óper- ur og ég hef séð leikrit sem gagntaka mig gersamlega, t.d. hljómar texti Shakespeares oft eins og fegursta tónlist. Það sem heillar mig við óper- una og ég held að hún geri betur en önnur listfonn era rannsóknir á til- finningum manneskjunnar. Vissu- lega er margt spennandi að gerast í leikhúsheiminum um þessar mundir. Áhorfendum er ögrað og gjaman reynt að ganga fram af þeim. En að tala um tilfinningar, það þykir alger klisja og er þess vegna nokkuð sem ögrandi leikstjórar forðast eins og heitan eldinn. Tilgangurinn með óp- eranni er hins vegar sá að tjá og túlka mannlegar tilfinningar. Tíminn er stöðvaður og í gegnum tóna og til í tíma og rámi verður að þjóna ákveðnum tilgangi fyrir söguna sem verið er að segja. Leikstjórum hætt- h' til að falla í þá gryfju að vera að setja sjálfa sig á svið hvað eftir ann- að í stað þess að þjóna boðskap verk- anna. Þeir verða ýmist þekktir fyrir að færa sögusvið allra sinna leikrita- og óperauppfærslna fram til samtím- ans eða þeir verða þekkth- fyrir fast- heldni sína við ritunartíma verka. Hvora tveggja finnst mér jafnslæmt. Ég vil ekki verða þekktur fyrh- „minn stfl“ í uppfærslum. Fyrir mér snýst leikhúsið ekki um leikstjórann sjálfan heldur verkið sem fært er upp hverju sinni. Hlutverk mitt sem leikstjóra er fyrst og fremst að þjóna verkinu sem best hverju sinni. Og ég myndi bregðast ókvæða við ef gagn- rýnendur færu einn daginn að tala um uppsetningai’ mínar sem „Ka- sper Holten-stflinn". Á síðasta ári leikstýrði ég uppfærslu á Don Giovanni og kaus að færa sögusviðið til samtímans því ég vildi leggja áherslu á að óperan væri tímalaus. I uppfærslu á La Traviata gerði ég hins vegar engar slíkar breytingar því mér finnst að óperan tilheyrði mjög ákveðið þeim tíma sem hún er skrifuð á og ef sögusviðið yi-ði fært til samtímans myndi verkið tapa merkingu sinni. Því miður finnst mér eins og fólk telji það sjálfkrafa gæða- stimpil á leiksýningar ef verkið er látið gerast í samtímanum, - eða öf- ugt ef fólk kýs heldur fastheldnari uppfærslur. Við verðum hins vegar alltaf að igranda vel hvort sú leið sem leikstjórinn hefur valið hverju sinni hæfi verkinu í stað þess að dæma uppfærslur annaðhvort gam- aldags eða nýstárlegar. Það er fyrir öllu að persónur verkanna lifni við á sviðinu og þá er sögusviðið algert aukaatriði." Listin er í eðli sínu einræðisleg Kasper segir að stai-fi leikstjóra megi líkja við áttavita uppfærslunn- ar. Starf hans sé fólgið í öllu og engu. „Fyiir um 20 árum áttu mjög lýðræðislegar hugmyndir í listum upp á pallborðið í Danmörku. Allir áttu að hafa sitt að segja um hvaða leiðir voru farnar í leikhúsuppfærsl- um. Ég held að það sé algert bull. Listin er í eðli sínu einræðisleg, því án persónulegrar sýnar verður hún einfaldlega óáhugaverð. Leikstjórinn stýrir því hvaða heildarstefnu sýn- ingin á að taka. Ég gef söngvurunum fyrirmæli um að stefna í norð-austur og þá kunna einhverjir í fyrstu að leita til suðurs eða vesturs, jafnvel hringsóla um stund á meðan aðrir taka beina stefnu í rétta átt. Mitt hlutverk er að sjá til þess að hver og einn söngvari finni sína leið að settu marki en ég á ekki að þvinga þá til að fylgja mínum hugmyndum án þess að þeir finni sig sjálfir í hlut- verkunum. Ég er mjög ánægður með samvinnu mína við íslenska söngvara í þessari uppfærslu, þau Diddú, Loft, Bergþór og Hrafnhildi. Þau sýna sjálfstæði og framkvæði sem ég kann vel að meta. Þau voru fljót að grípa þráðinn eftir að ég hafði skýrt þeim frá hugmyndum mínum og spunnu síðan út frá því sínar eigin persónur. Að sama skapi hafa félajg- ar kórsins staðið sig frábærlega. Ég verð að segja að það kom mér á óvart hversu mikið kórinn gaf sig í þessa vinnu. Allt er þetta fólk í fullu starfi ann- ars staðar en engu að síður mættu þau alltaf öll, - á hverju kvöldi og um helgar! Þegar ég hef unnið með fast- ráðnum kórum við óperuna í Dan- mörku hefur það iðulega verið svo að daglega boða einn til tveir kórfélag- anna forföll. í þær þrjár vikur sem æfingar stóðu yfir hjá Islensku óper- unni forfallaðist ekki einn einasti kórmeðlimur. Þetta hljóta að vera bestu hlutfoll vinnuframlags hjá óp- erukór í heiminum! Ég dáist mjög að ákafa og metnaði alls þess fólks sem ég hef kynnst hér hjá Islensku óper- unni.“ Kasper verður önnum kafinn næsta árið, næstum um of segir hann. „Hins vegar get ég ekki kvart- að undan vinnuálagi því það era mik- il forréttindi að hafa atvinnu af ástríðu sinni. Hver uppfærsla hefur verið mér dýnnæt reynsla, bæði fag- leg og persónuleg. Ég vona að svo eigi alltaf eftir að vera.“ Morgunblaðið/Kristinn DANSKI leikstjórinn Kasper Holten dvaldi nýverið hér á landi þegar hann leikstýrði uppfærslu Islensku óperunnar á Ástardrykknum eftir Donizetti. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvaða leiðir séu heilla- vænlegastar í leikstjórn, segir listina í eðli sínu einræðislega því án persónulegrar sýnar verði hún óáhugaverð. songvurum. söng era tengsl ólíkra tilfinninga rannsökuð, hver með sínu blæbrigði. Óperan snýst því ekki bara um tón- list heldur er hún n.k. rannsóknar- stofa tilfinninga og sem slík höfðar hún mjög sterkt til mín. Ég hef heyrt óperur gagnrýndai- fyrir að vera langdregnar. Ein ástarjátning geti tekið allt að fimm mínútur í flutningi. Ég verð að segja að mér finnst það nú bara nokkuð gott! Það getur tekið manneskjuna hálft ár, tólf ár eða alla eilífð að játa hið sama. Og að það taki hetjuna langan tíma að stynja því upp að hún sé dauð- vona. Þó það nú væri! Viðfangsefni óperunnar er oftast háalvarlegt og dramatískt. Það er ekki eins og verið sé að rétta fram bolla og biðja um að meira kaffi! Ég held að þessi gagn- rýni stafi íyrst og fremst af því að við höfum vanið okkur á mikinn hraða. Óperan verður hins vegar að fá að hafa sinn gang.“ Ástardrykkinn segir hann gríp- andi ópera og aðgengilega þeim sem ekki era vanir að hlýða á óperutón- list. „Það er í raun ótrúlegt að sami höfundur skuli vera að jafn ólíkum óperum og Ástardrykknum og Luciu di Lammermore. Donizetti hefur sennilega aldrei verið metinn að verðleikum og einungis fáar af mikl- um fjölda ópera sem eftir hann liggja era færðar upp reglulega," segir Kasper. „Að vissu leyti mætti líkja Ástardrykknum við e.k. klass- ískt popp. Hún er ótrúlega grípandi og mér finnst ég sífellt vera að læra að meta hana betur. Á meðan á æf- ingum stóð í íslensku óperunni deildi ég íbúð með þeim Steffen Aarfing, leikmyndahönnuði, og Mariu Gyllen- hoff, búningahönnuði. Sú regla var viðhöfð á heimilinu að það okkar sem fyrst byrjar að söngla stef úr óper- unni væri skyldugt til að bjóða hin- um upp á bjórglas. Og þú mátt trúa því að það gerðist allnokkrum sinn- um!“ fslenska óperan verðskuldar betri umgjörð Leikstjóm hjá Islensku óperanni er fyrsta stóra verkefnið sem Kasper tekst á við utan heimalandsins. Áður hafði hann unnið við uppfærslu í Noregi og síðar á þessu ári fer hann til Svíþjóðar til að leikstýra óperu- uppfærslu. „Það er mjög lærdóms- ríkt að kynnast nýju umhverf. Óperaheimurinn í Danmörku er lítill og þar, líkt og hér á landi, þekkja all- ir alla. Það hefur því verið góð til- breyting að koma á nýjan stað og kynnast nýju fólki. Samvinnan hefur verið mjög góð og í raun vinnui- fólk hér eins og ein stór fjölskylda," segir Kasper. „Mér finnst ég hafa fundið mikinn fjársjóð í íslensku óperanni. Það er með ólíkindum hvflíkt þrek- virki Garðar Cortes og aðrir frum- herjar Islensku óperunnar hafa unn- ið. Mönnum má jafnframt vera ljóst að með svo metnaðarfullri starfsemi verður ekki lengur litið fram hjá húsnæðisvanda óperunnar. Gæði sýninganna sanna að íslenska óper- an verðskuldar betri umgjörð íyrii- uppfærslur sínar.“ Hann segir að kröftugt menningarlíf hér á landi hafi komið sér á óvart. „Með það í huga hversu fámenn þjóð íslending- ar era þá er það er með ólíkindum hversu margar leiksýningar og hversu margir tónleikar eru haldnir hér í viku hverri. Og fólk virðist ekki líta á menninguna sem einhvern munaðarvarning heldur finnur mað- ur hve eðlislægur menningaráhugi þess er.“ Ástardi-ykkur Islensku óperunnar gerist á ferðamannastað við Garda- vatn upp úr 1960. Kasper hefur kosið að draga persónurnar skýrum drátt- um og ýkja einkenni hveraar um sig með meðulum á borð við hárkollur og tilbúna ístru. Söngvararnir „leika stórt,“ nánast í skopmyndastfl og hann Jeggur áherslu á kímni sögunn- ar. „Ég er þó ekki bara að reyna að vera fyndinn heldur er ég fyrst og fremst að segja sögu. Leikhúsið er stærra en lífið og þess vegna held ég að það geti verið gott að fara aðeins yfir strikið. Ég vil að áhorfendur þekki sjálfa sig í persónunum. Að þeir skilji þær á einhvern hátt. Og það skilar sér oft betur til áhorfand- ans ef persónurnai’ eru dregnar skýram dráttum.“ Um ástæður þess að hann kýs að flytja sögusvið óper- unnar rúma öld fram í tímann segir Kasper að það hafi hann gert til að gera persónurnar tráverðugri við samtímann. „í fyrstu hafði ég hug- myndir um að flytja sögusvið Ástar- drykksins allt til dagsins í dag en sá mig fljótt um hæl því þá hefði verkið tapað ævintýraljóma sínum og orðið hversdagslegt. Litagleðin og fjörug tíska áranna í kringum 1960 þótti mér hæfa vel kímni og léttleika óper- unnar. Þetta tímabil stendur áhorf- endum nógu nærri ti! þess grínið skili sér og tilheyrir fortíðinni að því leyti að ímynd þess er líkust ævin- týri,“ segir Kasper. „Það að færa óperur eða leikverk ÚR Ástardrykknum í Islensku óperunni. Bergþór Pálsson og félagar í óperukórnum. „Operan er rannsókn- arstofa tilfinninga44 íslenska óperan sýnir um þessar mundir óp- eruna Astardrykkinn eftir Donizetti. Leik- stjórinn er ungur Dani, Kasper Holten, sem vakið hefur athygli í heimalandi sínu fyrir óperu- og leikrita- uppfærslur sínar. Hulda Stefánsdóttir forvitnaðist um viðhorf hans til óperu- og leik- listar og reynsluna af starfi með íslenskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.