Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 23
ERLENT
Fyrrverandi bryti sovétleiðtoganna
Fyrsta olíufyrirtækið í Færeyjum
I basli með borð-
siðina í Kreml
Moskvu. The Daily Telegraph.
NÍKÍTA Krútsjev,
fyrrverandi leiðtogi
Sovétríkjanna, var
sannkallaður öreigi
hvað borðsiðina varðaði
og það brást aldrei, að
hann kæmi gestum sín-
um verulega á óvart.
Þótt honum væru borin
hin dýrustu vín, líkaði
honum betur við land-
ann, heimabruggað
vodka.
Frá þessu segir í
rússneska dagblaðinu
Komsomolskaja Pravda
og sögumaðurinn er
Akhmed Sattarov en
hann var bryti sovét-
leiðtoganna á árunum
1959 til 1972. Segir hann, að
Krútsjev hafi aldrei lært að nota
rétt hnífapör og alltaf gripið fisk-
hnífinn fyrst. Var það oft mjög
vandræðalegt fyrir gestina, sem
voru þá á báðum áttum um hvort
þeir ættu að fara að dæmi leiðtog-
ans.
„Skemmtilegur kokkteill“
I veislu, sem Lyndon Johnson,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
hélt Krútsjev 1964, var boðið upp á
kornhænu og fylgdi diskunum lítil
skál með bláleitu vatni til að gestim-
ir gætu skolað af fingrum sér.
Krútsjev byrjaði á því að stinga
gafflinum sínum í gegnum allar
sítrónusneiðarnar og
þegar hann hafði japl-
að á þeim ætlaði hann
að giápa skálina, sem
hann hélt, að væri ein-
hver skemmtilegur,
framandi kokkteill.
Þjónninn rauk þá til og
bjargaði skálinni en til
að koma ekki sovétleið-
toganum í vandræði,
létu aðrir það eiga sig
að þvo sér upp úr
„kokkteilnum".
Bragðlaukarnir hans
Krútsjevs komust
heldur betur í feitt einu
sinni þegar hann var á
veiðum á Kúbu ásamt
Fidel Castro. Komu
þeir í lítið þorp og þar var boðið upp
á samogon eða heimabruggað
vodka. „Grafðu upp uppskriftina hjá
þessu óbreytta alþýðufólki," sagði
hann við brytann. „Þennan drykk vil
ég hafa á mínum borðum."
Litlu betra nú
Krútsjev þótti mjög óheflaður og
hann vann sér það meðal annars til
frægðar að taka af sér annan skóinn
og berja honum í ræðupúltið á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í
New York. Sattarov segir hins veg-
ar, að ástandið hafi ekki batnað mik-
ið síðan.
„Borðsiðirnir hjá núverandi leið-
togum eru ekki upp á marga fisk-
ana,“ segir hann. „Hve oft hef ég
ekki séð þá fylla vínglösin svo út úr
flóir í stað þess að hafa á þeim eitt-
hverð borð. Þeir þuiTka framan úr
sér svitann og baða út öllum öng-
um.“
Sattarov segir, að veisluhöld með
Kínverjum hafi ekki verið fyrir flök-
urgjarnar sálir. I veislu, sem haldin
var fyrir Chou-En-Lai, forsætisráð-
herra Kína, var matseðillinn sniglar,
hvítar mýs og pýtonslanga. „Slang-
an var skorin í sneiðar en ennþá
með hreistrið utan á.“
Svínakjöt fyrir
Saudi-Araba
Sattarov hafði fengið sérstaka
þjálfun í því að elda ofan í útlend-
inga en það kom þó ekki í veg fyrir
alvarleg mistök. 1962 var boð fyrir
sendinefnd frá Saudi-Arabíu, fyrir
múslima, sem ekki éta svín, og aðal-
rétturinn var að sjálfsögðu svína-
kjöt, nánar tiltekið svínatungur.
Þegar Lal Bahadur Shastri, þá-
verandi forsætisráðherra Indlands,
lést skyndilega í Tashkent í Ús-
bekístan, sem þá var hluti af Sovét-
ríkjunum, árið 1966, var Sattarov
handtekinn klukkan fjögur að
morgni og grunaður um að hafa eitr-
að fyrir Indverjanum. Er það kom
svo í Ijós, að banameinið var hjarta-
bilun, var honum sleppt. Nokkrum
árum síðar hætti hann vegna þess,
að hann var orðinn „þreyttur á að
vera undir stöðugri smásjá KGB“.
KRÚTSJEV með
„friðarddfu" á öxlinni
í Egyptalandi 1964.
Hlutabréf á
almennan markað
Þórshöfn. Morgunblaðið.
EIGIÐ FÉ hins nýstofnaða olíu-
vinnslufélags í Færeyjum, Atlantic
Petrolium, hljóðar í dag upp á 25,5
milljónir danski'a króna, jafnvirði
268 milljóna íslenskra. En þar sem
ætlunin er að félagið verði almenn-
ingshlutafélag með sem víðtækastri
eignaraðild er ráðgert að selja al-
menningi hlutabréf fyrir 10 mOljónir
danskra í fyrstu atrennu.
Með stofnun Atlantaic Petroleum
eru Færeyingar byrjaðir að undir-
búa sig fyrir hugsanlegt olíuævin-
týri. Einn helsti hvatamaðurinn að
stofnun félagsins, Poul Mohr, ís-
lenskur konsúll í Færeyjum, segir að
allh' þeir Færeyingar sem hafi áhuga
eigi að geta eignast hlut í Atlantic
Petrolium, þar eð hvert hlutabréf
muni kosta 500 krónur danskar. Þá
er ætlunin að félagið verði að öllu
leyti færeyskt og fyrstu tíu árin
mega einungis Færeyingar eiga hlut
í þvi. Þá má enginn, hvorki einstak-
lingar né fyrirtæki, eiga meira en
20% hlutabréfanna.
Aætlanir um að koma upp oliuiðn-
aði í Færeyjum eru komnar svo vel á
veg að fyrsta lota leyfisveitinga, þeg-
ar alþjóðlegum olíufélögum verður
gefinn kostur á að bjóða í þau svæði
sem þau vilja bora á í færeyskri lög-
sögu, verður væntanlega á þessu ári.
Segir Mohr að mikilvægt sé að fær-
eyska olíufélagið verði orðið að veru-
leika áður en tilboðslotan hefst.
Atlantic Petrolium verður þó ekki
næri'i nógu stórt til þess að geta
staðið eitt að olíuborunum og því er
fyrirhugað að efna til samstarfs við
önnur olíufélög. M.a. kemur til
greina samstarf með norska félaginu
Saga Petrolium sem hefur opnað úti-
bú í Þórshöfn.
Veiktist er heim kom
FÍLKÝRIN Storma er komin
heim tO Tælands frá Japan en er
orðin fárveik vegna loftslags-
breytinga og er með bólgu í sári á
vinstra afturfæti, að því er Bang-
kok Post greinir frá.
Það var japanskur dýragarður
sem gaf tælensku skógariðnaðar-
samtökunum Stormu, sem kom
heim á þriðjudag eftir að hafa
dvalið í 20 ár í Japan. Storma er
nú á fílaspítala eftir að hún missti
matarlystina og datt illa.
Preecha Puangkham, dýra-
læknir við sjúkrahúsið i Hang
Chat-héraði, tjáði Bangkok Post
að Storma gæti hvorki aðlagast
breyttu loftslagi né nýju matar-
æði. Sárið gæti reynst banvænt.
„Hún getur ekki borðað sykur-
reyr, hestafóður eða banana, sem
samtökin leggja tíl,“ sagði
Preecha.
Storma á einnig á hættu að
verða fyrir áfalli vegna þess að
horfur eru á að þurrkatímabilið
standi nú óvenju lengi. Preecha
sagði að þau ár sem Storma dvaldi
í Japan hafi hún eingöngu nærst á
tilbúnum mat.
✓ JL vilthafaþað
ldag!
w
tórsteik cða skyndibiti,
magurt eða feitt,
heitt cða kalt,
hátíðlcgt eða hvcrsdágslegt,
hcima cða á hlaupum
- alltaf nijtt, alltaf fcrskt,
alltaf gott."
ferska kjötið á hverjum degi
In't fœrð uppskriftir nð girnilegum svínakjötsrcttuni í nuitvöruversiuniim