Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Henning Christophersen í heimsókn á Islandi
Ekkert kemur í stað
Evrópusambandsins
Þau ríki sem eiga þess kost að gerast aðil-
ar að Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu, EMU, en velja að standa utan við það,
skaða með því eigin hagsmuni. Þetta er
skoðun Hennings Christophersens, sem í
tíu ár sat í framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, ESB. Hann var staddur hér á
landi 1 gær 1 boði fjármálaráðuneytisins.
Auðuni Arnórssyni gafst færi á að fá hann
til að tjá sig um nokkur málefni sem mest
brenna á ESB um þessar mundir.
Morgunblaðið/Þorkell
„Með því að standa utan við EMU gefum við frá okkur fullveldi okkar
í peninga- og gengismálum," segir Henning Christophersen
Henning Christophersen
HENNING Christoph-
ersen, íyrrverandi fjár-
málaráðherra Dan-
merkur, sem um tiu
ára skeið fór m.a. með
fjármál í framkvæmdastjóm ESB,
segir aðstöðu Danmerkur utan hins
væntanlega myntbandalags Evrópu
fyllilega sambærilega við þá að-
stöðu sem íslendingar og Norð-
menn eru í innan Evrópska efna-
hagssvæðisins (EES), að því leyti
að í báðum tilvikum hafa þessar
þjóðir valið að útiloka sig frá því að
hafa bein áhrif á ákvarðanir sem
hafa bein áhrif á hagsmuni þeirra.
Christophersen var staddur hér á
landi í gær í boði fjármálaráðuneyt-
isins. Hann hélt erindi á ráðstefnu
um svokallaða einkaframkvæmd,
það er um leiðir til að fá einkaaðila
til að fjármagna og framkvæma dýr
verkefni fyrir opinbera aðila.
Eftir að Christophersen hætti í
framkvæmdastjórn ESB í ársbyrj-
un 1995 hefur hann átt sæti meðal
annars í sérstakri ráðgjafarnefnd
framkvæmdastjórnarinnar um út-
boð á opinberum verkefnum, og
þannig talaði hann á ráðstefnunni í
gær sem sérfræðingur á þessu sviði.
En blaðamanni lék fyrst forvitni
á því hver afstaða Christophersens
væri til hins væntanlega Efnahags-
og myntbandalags, einkum hvaða
afleiðingar sú ákvörðun Dana að
standa utan við EMU muni að lík-
indum hafa.
,Afleiðingar þess að standa utan
við myntbandalagið, eins og Dan-
mörk hefur valið sér,“ segir
Christophersen, á meðan hin ESB-
löndin móta Efnahags- og mynt-
bandalagið, „eru þær að Danir
neyðast til að fara í einu og öllu eftir
því sem samkeppnislönd okkar
kjósa að gera.“ Þetta segir hann
eiga við um stefnumótun í vaxta-
málum, peninga- og gengismálum.
„Við verðum að laga okkur að því
sem hin löndin ákveða án þess að
hafa nokkur áhrif á þessar ákvarð-
anir.“
Fastgengisstefna
gagnvart evróinu
„Það sem andstæðingar þátttöku
Danmerkur í myntbandalaginu
virðast enn ekki skilja er að með því
að standa utan við gefum við frá
okkur fullveldi okkar að því er varð-
ar peninga- og gengismál,“ segir
Christophersen. Það sem muni ger-
ast eftir að EMU er orðið að veru-
FÁIR þekkja eins vel til þess sem
gerist á vettvangi Evrópusam-
bandsins og Henning Christoph-
ersen, enda liafa fáir komizt í
jafngóða aðstöðu og hann til að
safna sér reynslu af ábyrgðar-
störfum í þágu þess. Fyrst kynnt-
ist hann vel starfí ráðherraráðs-
ins sem utanríkisráðherra Dan-
merkur 1978-79 (fyrir Venstre),
síðan 1982-1984 sem fjármálaráð-
herra og varaforsætisráðherra.
1985 tók hann sæti í fram-
kvæmdastjórninni, sem Jacques
Delors veitti forstöðu. Christoph-
ersen var varaforseti, en auk þess
var hann fyrstu fjögur árin
ábyrgur fyrir fjárlagagerð, innra
eftirliti og starfsmannahaldi ESB.
1989-1995 sá hann um efnahags-
og fjármál, stjórn byggðasjóða
ESB og Iánastarfsemi sambands-
ins auk hagstofu þess, Eurostat.
Þannig féll undirbúningur Efna-
hags- og myntbandalags Evrópu,
EMU, að mestu undir hans verk-
svið.
Christophersen átti á sínum
tíma einnig allnokkurn þátt í far-
sælli lendingu samninganna um
Evrópska efnahagssvæðið, EES.
Christophersen býr í Brussel
og situr í stjórnum ýmissa stofn-
ana, ráða og samtaka, svo sem
Den Danske Bank, European
Centre for Infrastructure Studies
í Rotterdam og opinberri ráðgjaf-
arnefnd danska ríkisins í Evrópu-
málum. Einnig má nefna að hann
er sérlegur ráðgjafi tékknesku
ríkisstjórnarinnar í málefnum er
varða stækkun ESB.
leika, án þátttöku Danmerkur, segir
hann einfaldlega munu felast í því
að Danir taki upp fastgengisstefnu
gagnvart evróinu.
En hingað til hefur raunin verið
sú að danska krónan og dönsk
vaxta- og peningamálastefna hefur
fylgt þýzka markinu og þar af leið-
andi ákvörðunum þýzka seðlabank-
ans. „Kosturinn við að taka þátt í
myntbandalaginu væri að við tækj-
um sjálfir þátt í að taka ákvarðanir
um þessi mál. Eins og er förum við
eftir því sem þýzki seðlabankinn
ákveður, án þess að hafa nein áhrif
á þær ákvarðanir, og í framtíðinni
förum við eftir því sem evrópski
seðlabankinn ákveður. Og enn mun-
um við ekki hafa nein áhrif á
ákvarðanatökuna. En ef við hefðum
ákveðið að taka þátt í EMU frá upp-
hafi, þá hefðum við loksins komizt í
þá aðstöðu að hafa áhrif.“
En er þá ekki hægt að líkja að-
stöðu Dana utan EMU við stöðu Is-
lands og Noregs gagnvart innri
markaði Evrópu í gegn um EES-
samninginn?
Þessa samlíkingu segir
Christophersen liggja nærri. „Is-
land og Noregur hafa kosið að
standa utan ESB. Með því að velja
að standa utan við sambandið en
þrátt fyrir það vilja vera með í Evr-
ópska efnahagssvæðinu þá hafa
menn valið þá undarlegu lausn að
skuldbinda sig til að taka yfir flest
það sem ákveðið er á vettvangi ESB
án þess að hafa áhrif á ákvarðana-
tökuna. Að þessu leytinu verður
staða Danmerkur utan EMU sam-
bærileg við stöðu Islands og Noregs
sem EFTA-landa innan EES.“
ESB-aðiId
litlum löndum í hag
Aðspurður segist Christophersen
þekkja vel þau rök sem að baki
liggja, en sér finnist þau ekki hald-
mikil. „Það norræna land sem hefur
verið bezt sjálfu sér samkvæmt - og
þá á ég við einnig hvað varðar áhrif
á ákvarðanatöku til langs tíma litið
- er tvímælalaust Finnland," segir
hann. „Finnar hafa ákveðið að stíga
skrefið til fulls, taka þátt á öllum
sviðum Evrópusamstarfsins. Með
því hafa þeir aflað sér mests trausts
meðal samstarfsþjóðanna og því
fylgja meiri áhrif.“
„Þátttaka í ESB er ekki hættuleg
litlum ríkjum," segir Christopher-
sen. Það sem hafí gerzt með tilurð
ESB sé að hin smærri ríki Evrópu
hafa í fyrsta sinn í sögunni fengið
bein áhrif á það sem stóru lönd álf-
unnar taka sér fyrir hendur.
Aðspurður hvort þetta eigi eins
við um hin væntanlegu nýju aðildar-
lönd í Mið- og Austur-Evrópu sagði
Christophersen að á því léki enginn
Fjármálaráðherra telur að einkaframkvæmdarverkefnum muni fjölga verulega á næstu árum
Heilsugæsla er eitt
mögulegra verkefna
FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur
fyrirsjáanlegt að á næstu árum
muni þeim verkefnum fjölga veru-
lega þar sem aðferð einkafram-
kvæmdar eða einkafjármögnunar
er beitt. Meðal þeirra verkefna sem
eru til skoðunar og öll eru á fram-
kvæmdaáætlun ráðuneyta má nefna
Reykjavíkurflugvöll, heilsugæslu á
höfuðborgarsvæðinu, Iðnskólann í
Hafnarfirði og gæsluvarðhaldsfang-
elsi.
Þetta kom meðal annars fram á
fundi um einkaframkvæmd í gær.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, sagðist í ræðu sinni sann-
færður um að með aðferð einka-
framkvæmdar yrði hægt að hraða
uPPbyggingu mannvirkja, örva hag-
vöxt og bæta lífskjör, en á fundinum
voru einnig kynntar samantekt og
niðurstöður nefndar sem ráðherra
skipaði til þess að fjalla um þessi
efni.
Einkaframkvæmd felur í sér að
ríkið gerir samning við einkaaðila
um að veita tiltekna þjónustu.
Venjulega er um að ræða verkefni
sem krefst umtalsverðrar fjárfest-
ingar og samningstíminn yfírleitt
langur eða 20-30 ár. Einkaaðilinn á
þau tæki og mannviriri sem nauð-
synleg eru til að veita þá þjónustu
sem hann hefur gert langtímasamn-
ing víð ríkið um að veita. „Þannig
fer saman ábyrgð þess sem hannar,
byggir, fjármagnar og þess sem
annast rekstur þeirrar þjónustu
sem óskað er eftir. Til að nefna
dæmi um einkaframkvæmd í vega-
málum þá byggir ríkið ekki lengur
vegina heldur kaupir það aðgang að
þeim. Ríkið byggir ekki og rekur
fangelsi heldur kaupir það fanga-
gæslu. Það kaupir ekki lengur tölv-
ur og hugbúnað heldur upplýsinga-
þjónustu,“ sagði fjármálaráðherra
meðal annars í ræðu sinni.
Hann sagði að einkaframkvæmd
snerist ekki eingöngu um fjármögn-
un frá einkaaðilum heldur einnig
um að notfæra sér megineinkenni
og kosti einkarekstrar „þar sem
sparnaði er náð með hugkvæmni
einkaframtaksins til að veita skil-
greinda þjónustu með hagkvæmari
hætti en ríkið getur. Einkafram-
kvæmd er þá ekki markmið í sjálfu
sér heldur er hún ein af þeim leið-
um sem til álita koma þegar verið er
að skoða möguleika á að auka hag-
kvæmni og skilvirkni í rekstri ríkis-
ins. Val á aðferð fer eftir aðstæðum
og eðli þeirra verkefna sem til skoð-
unar eru,“ sagði hann ennfremur.
15% lægri kostnaður vegna
vegagerðar
Fjármálaráðherra sagði að þess-
ari aðferð hefði verið beitt með góð-
um árangri í ýmsum löndum og
hefðu Bretar gert einna mest af því
af þeim löndum sem nálægust væru
okkur. Þar hefði einkaframkvæmd-
araðferðinni verið beitt við upp-
byggingu og rekstur samgöngu-
mannvirkja, fangelsa, s.júkrahúsa,
skóla og upplýsingakerfa. Árangur-
inn birtist meðal annars í þvi að
kostnaður vegna verkefna á sviði
vegagerðar væri að jafnaði 15%
lægri heldur en þegar staðið væri
að vegagerðinni með hefðbundnum
hætti. Kostnaður vegna útboðs á
byggingu, fjármögnun og rekstri
fangelsis væri 10% minni en gera
hefði mátt ráð fyrir og dæmi væri
um að kostnaður væri allt að 60%
lægri við rekstur umfangsmikilla
tölvukerfa þegar einkaaðilum væri
falinn rekstur þeirra.
Fjármálaráðherra sagði að það
væri niðurstaða nefndarinnar að
innlendur fjármagnsmarkaður
ásamt opnum aðgangi að þjónustu
erlendis muni veita viðunandi fjár-
mögnun og ráðgjöf við einkafram-
kvæmd á Islandi. Við val á verkefn-
um þurfi að leggja megináherslu á
þau verkefni sem skili mestri arð-
semi fyrir þjóðfélagið. Reglan verði
að vera sú að öll verkefni séu hag-
kvæm og fyllstu varfærni gætt í
meðferð þess almannafjár sem var-
ið sé til þess. Þá verði viðkomandi
fyrirtæki að taka á sig stærstan
hluta þeirrar áhættu sem fylgi
verkefninu, en það atriði sé talið
vera lykillinn að velheppnaðri
einkaframkvæmd.
Loks sagði fjármálaráðheiTa:
„Hér á landi eins og annars staðar
ríkir vaxandi skilningur á því að rík-
ið eigi ekki að vasast í atvinnu-
rekstri. Það eru ekki nema rúm tíu
ár síðan umræðan snerist um það
hvort ríkið ætti að reka almenna at-
vinnustarfsemi. Segja má að við sé-
um komin að nýjum þáttaskilum í
einkavæðingarumræðunni: Einka-
aðilar geta alfarið átt og rekið
mannvirki og starfrækt þjónustu
sem áður þótti eðlilegt að eingöngu
ríkið hefði með höndum.
Þessi nýja hugsun - eða hug-
mynd, sem við köllum einkafram-
kvæmd - er eðlilegt framhald af því,
sem hefur verið að gerast á undan-
fömum tuttugu árum í verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga.
Mín trú er reyndar sú að við alda-
hvörf verði enn vaxandi skilningur á
því að færa þurfi mörk valds til milli
ríkis og einkareksturs. Það er að
mínu áliti eðlileg leiðrétting á þeirri
stefnuskekkju sem varð þegar okk-
ur bar af leið á fyrri hluta aldarinn-
ar, meðal annars vegna heimsstyrj-
alda og heimskreppu. í stað þess of-
mats á mætti ríkisvaldsins, sem
fylgdi í kjölfar þessara áfalla, kem-
ur raunsætt mat á gildi einkafram-
taks og markaðslögmálsins, sem
skila bestum lífskjörum þegar leik-
reglurnar eru í lagi.“