Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 31 Morgunblaðið/Gunnlaugur EFLING Stykkishtílms stendur í þriðja sinn að ttínleikaröð í kirkjunni í sumar og er undirbúningur hafinn. Tónleikaröð í Stykkis- hólmi næsta sumar Stykkishólmur. Morgunblaðið. FÉLAGSSKAPURINN Efling Stykkishtílms stendur fyrir ttín- leikaröð í Stykkishtílmskirkju á komandi sumri og er þetta þriðja sumarið sem félagið býður upp á sumarttínleika. Ætlun Eflingar er að sumartón- leikarnir verði fastur liður í menn- ingarmálum Hólmara. Aðsókn að tónleikum hefur aukist mikið og er áberandi hvað ferðamenn sem hingað koma sækja vel tónleikana. Stykkishólmur er fjölstíttur ferða- mannastaður og skemmtilegt að geta boðið ferðaftílki sem hér stoppar upp á fjölbreytta afþrey- ingu til að gera dvöl þeirra ánægjulegri, og er þetta einn liður í því. Jafnframt fá heimamenn tækifæri til að fá hingað og hlusta á góða listamenn. Styrkir hafa fengist til þessa verkefnis, sem auðveldar framkvæmd. Aætlaðir eru 6 ttínleikar á tímabilinu 25. júní og fram að Dönskum dögum 16. ágúst. Efling Stykkishólms hefur aug- lýst eftir listamönnum sem áhuga hafa á að koma til Stykkishtílms í sumar og halda ttínleika og þurfa þeir að senda inn formlega um- stíkn til félagsins fyrir 1. mars nk. Vídalín á ensku NÝLEGA kom út úrval af prédikun- um Jóns Vídalíns í enskri útgáfu (Whom Wind & Waves Obey, Select- ed Sermons of Bishop Jón Vídalín. Translated into English with an In- troduction by Michael Fell. Pepter Lang New York o.v. 1998). Þýðandinn er amerískur, Michael Fell að nafni, en hann er fyrrum prófessor í stærðfræði við Pennsyl- vaniuháskóla í Bandaríkjunum. Hann ski'ifar og formála þar sem hann gerir gi'ein fyrir prédikunum Vídalíns og ástæðum sínum fyrir þýðingunni. Auk þess skrifar hann inngang þar sem rakin er saga ís- lands og einkum kristnisagan og ná- kvæmlega greint frá Jóni Vídalín og áhrifum hans. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra ritar aðfaraorð að bókinni en hún er gefin út með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Heiti bók- arinnar er valið út frá guðspjalli 4. sunnudags eftir þrettánda: Jesús kyrrir vind og sjó. Bókin hefur að geyma 23 prédikanir úr Vídalín- spostillu og valdi þýðandinn til út- gáfu þær sem hann taldi eiga mest erindi við nútímalesendur. Ahugi á Jtíni Vídalín I formála sínum segir þýðandinn að hann hafi heimsótt Island fyrsta sinni árið 1980 og þegar orðið gagn- tekinn af landinu, náttúru þess og sögu. Hrifning hans var slík að hann tók sér fyrir hendur að læra ís- lensku og í framhaldi af því vaknaði sá draumur hjá honum að vinna eitt- hvert fræðilegt verkefni sem tengd- ist Islandi. Þar eð hann er kristinn maður vildi hann kynna sér eitthvað viðvíkjandi trúarsögu landsins og vaknaði í því sambandi áhugi hans á Jóni Vídalín. Honum fannst það mikil vöntun að ekki væru til þýð- ingar á prédikunum hans á erlend mál og hófst því handa við að þýða þær. Hann lét af störfum 1991 og fékk við það betri tíma til að helga sig þessu verkefni en áður. Heim- sóknirnar til Islands urðu margar og undanfarin ár hefur hann ásamt konu sinni dvalist hér hálft árið. Að sögn Einars Sigurbjörnssonar hefur Michael Feil unnið hið ágætasta verk. „Hann valdi að færa prédikanirnar yfir á nútímaensku og forðaðist að líkja eftir stíl 17. og 18. aldar. Með því áréttar hann sístætt gildi prédikana Jóns Vídalíns og er- indi hans við nútímamenn. Inngang- urinn er greinargóður og skýr. Mich- ael Fell á miklar þakkir skildar fyrir þetta verk. Það er tilvalið að nota þessa bók til gjafa handa vinum er- lendis og einnig er hægt að benda á hana sem góða heimild á ensku yfir íslenska trúarhefð." Tvær listakonur frá Finn- landi í Norræna húsinu í ANDDYRI Norræna hússins verður opnuð sýning á verkum Anja Snell og Lisbet Ruth föstudaginn 20. febrúar kl. 17. Anja Snell sýnir vatnslitamyndir, en Lisbet sýnir verk sem gerð eru með íslenskum sandi á pappír og mótar hún þannig íslenskt landslag úr efniviði náttúrunnar. Listakonurnar eru félagar í Stensvik-listaklúbbnum í Esbo, sem var stofnaður 1978. í listaklúbbnum starfar fólk sem vinnur sjálfstætt að listsköpun og eru féiagarnir mennt- aðir úr listaskólum og námskeiðum. Klúbbfélagarnir leggja áherslu á gagnrýni, sýningar og ferðir á list- sýningar. Félagarnir eru um 35 tals- ins og hafa allnokkrir gert listmálun að ævistarfi. Hópurinn stendur fyrir árlegum samsýningum. Anja Snell er fædd í Savolax í Finnlandi, en býr i Esbo. Hún sækir myndefnið til nútímans eða fornald- ar, til Finnlands eða til fjarlægari landa. Lisbet Ruth er fædd í Helsing- fors. Hún hefur búið lengst af í Es- bo, en undanfarin tvö ár í Reykja- vík. Hún málar aðallega með olíulit- um. Sýningin í anddyri verður opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga kl. 12-18 og lýkur 18. mars. Paradísargarðurinn Morgunblaðið/Einar Falur SIGURÐUR Árni Signrðsson sýnir landslagsverk í Galleríi Ingtílfs- stræti 8 og lætur sig enn dreyma um Paradísargarðinn. SÝNING á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar verður opnuð í dag í Galleríi Ingólfsstræti 8. Sigurður Arni hefur unnið jöfnum höndum að málverkum, teikningum, módel- um og skúlptúrum. Verkin vísa til landslagsins í paradísargarði lista- mannsins sem býr handan þessa heims. Eða hvað? Sigurður Arni er sannfærður um að þessi garður sinn eigi einhvern tímann eftir að verða að veruleika. Maður má aldrei hætta að láta sig dreyma um hluti sem era á mörkum þess að vera til. Að þessu sinni hefur listamaður- inn beint sjónum sínum að flatneskju akranna, landslagi sem hann segir henta málverkinu vel. Þetta era fagurgrænir og gulir sól- blómaakrar markaðir af fráveitu- skurðum. En kannski er betra að losa um tök raunsæisins og segja að þetta séu strangflatarmálverk í módernískum anda. Sigurður Arni leitast áfram við að teygja á lands- lagshugtakinu. Uppstoppuð kanína hefur leitað skjóls undir sjóndeild- arhringnum, viðarplötu sem geng- ur út úr veggnum með hringlaga gati um sig miðja. Eyran daðra við gatið. Kanína í tveimur heimum, - á mörkum þess að vera til. „Eg hef verið að velta því fyrir mér hversu langt ég get gengið og haldið áfram að kalla verk mín landslagsverk," segir Sigurður Arni. „Hingað til hafa verk mín alltaf snúist um hluti og skugga í náttúranni, þar sem ég hef verið að velta fyrir mér samhljómi þessa tveggja þátta í náttúranni. Að hægt sé að finna andartak þegar hið fullkomna samspil á sér stað. Nýverið málaði ég svo mynd sem er bara skugginn af sjálfum mér. Það getur verið hættulegt að ganga svo langt að mála bara skugga, jafnvægi milli hlutarins og skuggans hefur riðlast þegar mað- ur er farinn að hafa meiri áhuga á öðram þættinum.“ Um akrana sína segist hann enn vera að sinna þrá sinni eftir að gera landslagsmálverk. „Vegna flatneskju sinnar era akrar kannski hentugasta landslagið fyr- ir málverk sem er alveg flatt. Ég þarf ekki að búa til neitt falskt per- spektíf. Akrar með fráveituskurð- um ei’u teiknað og unnið landslag. Þetta era úthugsaðar teikningar með ákveðinn tilgang en um leið er hægt að halda því fram að þetta séu náttúrulegar teikningar vegna samhengisins. Mér hefur alltaf fundist akrar fallegir, þar sem þeir standa á mörkum umhverfislistar og hreinnar abstraktlistar. Og enn get ég litið á málverk mín sem klassísk landslagsmálverk." I útilistaverki sem Sigurður Ámi vinnur að við Sultartanga- virkjun Landsvirkjunar hefur hann fært ímyndað skuggaspil sitt til veraleikans. Aðspurður að því hvort hann sé á leið frá blekkingu málverksins til áþreifanlegi'i skuggamynda segir Sigurður að ef - og þegar hann fái tækifæri til að gera garð verði hann unninn á þann hátt að öll hans málverk verði raunsæ. „Paradís er grunn- urinn að orðinu garður. Öll verk mín eru í raun skissur í hug- myndabanka heildarverksins sem er þessi garður. En má ekki slíkt hið sama segja um öll mannanna verk? Sumir gleyma bara að láta sig dreyma um þetta heildarverk. Því má segja að í Ingólfsstræti 8 sé paradís í dag.“ ■ oi. feb- °9 2I* Sýnii frumherjar rokksins heiðraðir Kynnir: Sýning sem slær rækilega í gegn! Ragnar Bjarnason Siggi Johnnie Sigurdór Sigurdórsson Stefán Jónsson Þorsteinn Eggertsson Þor Nielsen Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson. Svíðssetning og leikstjórn: Egill Eðvarðsson. Sýtlingin liefst 1(1.21:45. Fjöldi frábærra rokkdansara: Laugardaginn 21. feb. hljómsveitin Land og synir. ^ Danssmiðja Herraanns Ragnars ju Föstudaginn 6. mars hljómsveit Geirmundar. V5 Dansskoli Auðar Haralds ^ Föstudaginn 27. mars hljómsveit Geirmundar. BRöffO?W HÓTEL ÍSLANDI Miða- og borðapantanir í síma 533 1100 fax 5331110. Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, sýning. 950, dansleikur. d‘kjöt- landsins\ S****£. Aukh!ímeiis- °9,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.