Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_______MINNINGAR_____
SIGURBJÖRG FANNEY
ELÍASDÓTTIR
Sigurbjörg
Fanney Elías-
dóttir fæddist á
Hallgeirsstöðum í
Jökulsárhlíð 1. jan-
úar 1915. Hún lést á
Landspítalanum 23.
desember síðastlið-
ínn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Auðbjörg Sigurðar-
dóttir, f. 11.5. 1873,
d. 24.2. 1956, og Elí-
as Jónsson, f. 13.3.
1863, d. 21.6. 1929.
Sigurbjörg var
næstyngst af níu
systkinum.
Árið 1942 hóf Sigurbjörg bú-
skap með Stefáni Sighvatssyni,
f. 29.9. 1903, á Jaðri í Valla-
hreppi. Þau Sigurbjörg og Stef-
án eignuðust þrjár dætur, Auð-
björgu Elísu, f. 25.5. 1942,
Svanhildi, f. 9.11. 1943, og Hall-
gerði, f. 6.1. 1946. Eftir ársdvöl
á Jaðri fluttist fjölskyldan í
Hallgeirsstaði og bjó þar eitt
ár, fór eitt ár f Fossvelli í Jök-
ulsárhlíð, þaðan fluttu þau nið-
ur í Kirkjuból í Vöðlavík og
bjuggu þar í 12 ár
og loks á Karlsstaði
í sömu sveit en þar
andaðist Stefán,
30.5. 1963. Sigur-
björg hélt áfram
búskap á Karlsstöð-
um ásamt dóttur
sinni Svanhildi og
si'ðar manni Svan-
hildar, Jóni Vigfús-
syni. Sigurbjörg fór
síðar til þeirra í
Kirkjuból og þaðan
með þeim að Hólm-
um í Reyðarfirði og
dvaldist þar til 89
ára aldurs, að hún fluttist f
fbúðir alraðra í Sunnugerði 7 í
Reyðarfirði. Þar dvaldist Sigur-
björg þar til um miðjan nóvem-
bermánuð sl. að hún var flutt á
Sjúkrahús Norðfjarðar og sfðan
til Reykjavíkur þar sem hún
lést. Barnaböm þeirra Sigur-
bjargar og Stefáns eru 15 á lífi
og 24 bamabarnabörn.
Sigurbjörg var jarðsett við
hlið Stefáns heitins 29. desem-
ber úti í Vöðlavík þar sem þau
höfðu búið lengst af.
Elsku amma. Á Þorláksmessu
barst mér sú frétt að þú værir dá-
in. Hjarta mitt fylltist fógnuði - nú
væru þjáningar þínar á enda, við
tæki langþráð hvíld eftir erfiða
ævi.
Á eftir kom söknuðurinn yfir að
fá ekki að njóta nærveru þinnar
lengur, að fá ekki oftar að heyra
þig segja frá löngu liðnum tímum,
hlusta á þig lesa ljóð. Og fá ekki
síst að njóta gleðinnar sem alltaf
var í kringum þig.
Þegar leiðir okkar lágu saman
var ég 24 ára, flutti austur á Hér-
að, en þú varst á Reyðarfirði, bjóst
á Hólmum. Að kyimast þér og
hlusta á sögu löngu liðinna tíma gaf
mér tenginguna sem mig vantaði í
fortíðina, að kynnast eigin fólki,
vita hvar rætumar liggja.
Að fá að sjá að þú, amma, hafðir
þínar meiningar en alltaf jákvæð-
ar, gast séð hið broslega í öllu, gaf
okkur hinum styrk til að halda
áfram þrátt fyrir erfiðleika og basl.
Þú varst bundin moldinni sterk-
um böndum og allt virtist vaxa og
dafna í kringum þig. Jafnvel malar-
garðurinn inni á Reyðarfirði þar
sem þú ræktaðir kartöflur, gaf af
sér, staður þar sem okkur hin hefði
ekki einu sinni dreymt um að setja
niður kartöflur. Þar gróðursettir
þú hvert vor og uppskarst hvert
haust.
Ég kem til með að minnast þín,
amma mín, sem sívinnandi, ef ekki
úti þá inni, að baka, prjóna, sauma,
elda mat, alltaf eitthvað að hugsa
um aðra. Ég fékk að njóta samvista
við þig í 13 ár og þau ár gáfu mér
mikið.
Þegar ég ásamt fjölskyldu minni
flutti til Noregs hringdir þú í mig
og baðst mig að koma í heimsókn
áður en ég færi. Þetta fannst mér
óvenjulegt þar sem þú baðst mig
aldrei um neitt. Þegar ég kom var
eina óskin þín sú, að ég kæmi heim
í jarðarförina þína og kveikti á
kerti á kistunni þinni: „þú lofar
mér því“.
Þegar ég svo sat í kirkjunni
færðist yfir mig friður og ró, kertið
stóð á kistunni og logi þess bauð
fólkið velkomið sem fylgdi þér síð-
asta spölinn.
Amma mín, þótt leiðir okkar
skilji núna þá kemur andi þinn og
gleðin sem þú gafst okkur til með
að vísa okkur veginn áfram.
Samhugurinn og kærleikurinn
sem ríkti þennan dag er þú varst
borin til grafar, lýsti verkum þín-
um, það var sá grunnur sem þú
gafst okkur.
Elsku amma, hvíl í friði.
Þín
Vilborg, Noregi.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
íyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, fóstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
■ ákveðnum birtingardegi.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýnt hafa
okkur hlýhug og heiðrað minningu,
ÞORLEIFS GUÐMUNDSSONAR,
Denna
frá Dagsbrún,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rósa Eiríksdóttir.
Fyrstu frímerki
Islandspósts hf.
FR.fMER.Kl
Vetrarólympfuleikar
f Japan
Frímerkjaútgáfa í svipuðu horfi
og áður.
Von mín og vafalaust allra frí-
HINN 22. janúar sl. gaf nýja
(ríkis)hlutafélagið um póstmál,
Islandspóstur hf., út tvö fyrstu
frímerki sín tO burðargjalds und-
ir þær sendingar, sem honum
verður falið að koma til viðtak-
enda á ókomnum árum.
Von mín og vafalaust allra frí-
merkjasafnara er sú, að Islands-
póstur hf. setji metnað sinn í að
gefa út bæði falleg frímerki í hóf-
legu upplagi hverju sinni og eins
ekki fleiri á ári en nauðsynlegt er
fyrir rekstur póstsins. Á þann
hátt heldur hið nýja félag þeirri
skynsömu stefnu, sem fyrri póst-
stjómir hafa sýnt í útgáfumálum
sínum á liðnum árum og áratug-
um. Stjóm Islandspósts hf. verð-
ur ævinlega að minnast þess, að
hún hefur miklar skyldur við við-
skiptavini sína, hvort sem þeir eru
beinir notendur póstsins með
sendingar á vegum hans eða ein-
ungis áhugasamir safnarar þeirra
frímerkja, sem pósturinn gefur
út. Á það hefur líka verið bent,
hversu hagstæð bein skipti allra
póststjóma við safnara em yfir-
leitt, þar sem þær sleppa í mörg-
um tilvikum við að láta í té þá
þjónustu, þ.e. póstflutninga, sem
fýlgja að jafnaði þessum litlu
gjaldmiðlum, frímerkjunum. Svo
er og á hitt að líta, að safnarar ís-
lenzkra frímerkja auglýsa þau um
víða veröld og eiga á þann hátt
þátt í að auka söfnun þeirra, og
það er auðvitað til hagsbóta fyrir
fjárhag póstsins. Þannig á al-
mennt að geta orðið ágæt sam-
vinna milli safnara og póststjóma,
hvar sem er í heiminum, öllum til
ánægju, þegar upp er staðið. Og
ekki mun íslandspósti hf. veita af
öllum sínum munum, þegar hann
hefur losað festar við móðurskip-
ið, Landssíma íslands hf., en svo
er að skilja, sem hann hafi að
mestu haldið póstinum á floti öll
þau 60 ár, sem samflotið hefur
varað milli þessara stofnana.
I fyrstu tilkynningu Islands-
pósts hf. eru boðuð fjögur ný frí-
merki á næstu mánuðum, Ólymp-
íufrímerki og Norðurlandafirí-
merki.
Ólympíufrímerkin komu út 22.
janúar sl. af því tilefni, að Vetrar-
ólympíuleikar eru haldnir í Japan
um þessar mundir. Þar keppa
nokkrir íslendingar í alpagrein-
um, en átta landar okkar hafa náð
því lágmarki að mega taka þátt í
þessum leikum.
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
hefur hannað þessi frímerki, en
þau voru prentuð hjá BDT í
Englandi. Verðgildin eru tvö, 35
kr. og 45 kr., og má sjá á þeim
annars vegar skíðamann í svigi
og hins vegar í skíðagöngu.
Hinn 5. marz nk. koma svo út
næstu frímerki póstsins, Norður-
landafrímerki. Þessi frímerki hef-
ur Aðalbjörg Þórðardóttir hann-
að, en prentun þeirra fer fram
hjá Joh. Enschedé í Hollandi.
Myndefni þessara frímerkja eru
Siglingar, svo sem skýrt kemur
fram á frímerkjum okkar. Er
verðgildi þeirra einnig hið al-
menna burðargjald 35 kr. og 45
kr. Fer vissulega vel á því, að
þessi frímerki eru með almennu
burðargjaldi hér innanlands og
einnig til Norðurlanda og ann-
arra Evrópulanda. Þannig kemst
FYRSTU frímerki íslandspósts hf.
ur íslenzkra frímerkja
meðal safnara. Ég veit ég
tala fyrir munn margra
frímerkjasafnara, þegar
ég beini þeirri áskorun til
ráðamanna hins nýja fyr-
irtækis, að þeir sniðgangi
ekki með öllu jafnfæran
mann í teikningu frí-
merkja. Eins held ég þeir
ættu jafnframt að hafa í
huga, að það hlýtur að
auka á fjölbreytni ís-
lenzkra frímerkja að leita
til fleiri hönnuða við gerð
þeirra en hér virðist
stefnt að, að þeim þó al-
veg ólöstuðum.
Falleg bréfspjöld í boði frá
5. marz nk.
einmitt sá boðskapur eða
myndefni, sem þeim er ætlað að
flytja, fyrir sjónir þorra fólks, en
er ekki falið í háum verðgildum,
sem almenningur sér sjaldan eða
aldrei á póstsendingum sínum.
Pósturinn hefur sent út á al-
netinu (eða hvað nú intemetið
mun loks verða kallað á íslenzku)
skrá yfir öll væntanleg frímerki
hans á þessu ári. Er það mikil og
góð framför. Hönnuðir þeirra
tveggja útgáfna, sem þegar hafa
komið beint og óbeint fyrir sjónir
okkar, vinna hjá Auglýsingastof-
unni Yddu, að því er mér er tjáð.
Eins mun ákveðið, að þessar kon-
ur teikni eða hanni flest þau ís-
lenzk frímerki, sem út eiga að
koma á árinu. Að sjálfsögðu verð-
ur enginn dómur lagður á það,
hvemig til tekst, en mér býður í
grun, að þessi stefna sé engin
framför frá því, sem tíðkazt hefur
til þessa hjá fyrirrennurum ís-
landspósts hf.
Ljóst er, að sá frábæri hönnuð-
ur íslenzkra frímerkja um ára-
tugaskeið, Þröstur Magnússon,
virðist vera úti í kuldanum hjá
hinu nýja einkafyrirtæki, og það
tel ég mikla afturför. Við eigum
t.d. ekki von á neinum nýjum
fuglamerkjum frá hans hendi á
þessu ári, en fyrir þau hefur
Þröstur einmitt orðið víðkunnur
fyrir fallegt og listilegt hand-
bragð og þau um leið aukið hróð-
Nýjunghjá
íslandspósti hf.
í íyrstu tilkynningu
hins nýja félags er boðuð
útgáfa þriggja bréf-
spjalda með áprentuðu
burðargjaldi. Eru birtar
myndir af þessum
spjöldum, en þau munu
koma út 5. marz nk., svo
sem lesa má á fyrsta-
dagsstimpli, sem ætlunin
virðist að nota þann dag,
ef einhverjir skyldu óska
þess. Verðgildi þeirra er
þrenns konar: 35 kr. með
mynd af Eiðisdröngum í
Vestmannaeyjum, 45 kr.
með mynd af Herðubreið
og 65 kr. með mynd af
Drangey á Skagafirði. Þessi
bréfspjöld eru vissulega mjög
snotur og myndefnið vel valið.
Því miður er þess ekki getið,
hver hefur hannað spjöldin eða
hvar þau eru prentuð. Eru það
mistök, sem mega alls ekki koma
fyrir. Mér hefur hins vegar verið
tjáð munnlega, að Hlynur Ólafs-
son auglýsingateiknari hafi hann-
að þau og þau verði prentuð í
Englandi.
Engu skal spáð um það, hvern-
ig póstnotendur bregðast við
þessari tilraun til að enduvekja
með einhverjum hætti notkun
bréfspjalda, sem voru vel þekkt-
ur miðill í samskiptum manna
hér á landi frá 1879 og fram yfir
1940. Forsendur allar eru svo
gjörólíkar því, sem þá var, að ég
hef ekki mikla trú á, að þessi
bréfspjöld verði almennt notuð.
Mætti vel segja mér, að það verði
helzt safnarar, sem bregði á leik
með þessi spjöld og þá sín á milli.
Við vitum líka, að símbréfin (fax-
ið) eru farin að ganga allnærri
venjulegum bréfaskiptum, a.m.k.
í viðskiptalífinu. Er það ofurskilj-
anlegt á þeirri öld hraðans, sem
við lifum á. Engu að síður er
þessi tilraun íslandspósts hf.
skemmtileg nýbreytni. Verður
þvi fróðlegt að fylgjast með
henni og hvernig til tekst á
næstu árum.
Jón Aðalsteinn Jónsson.