Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐRÚN Birgisdóttir og Peter Máté fluttu lög eftir Atla Heimi Sveins- son og féll tónlistin mjög vel að sögunni, segir í umsögn. List fyrir börnin Jarðfræði heimilisins Morgunblaðið/Kristínn MARGRÉT H. Blöndal sýnir í Galleríi Sævars Karls. „Mér flnnst hin hulda saga hlutanna í kringum okkur svo heillandi.“ LEIKLIST Geröuberg DIMMALIMM. Dagskrá fyrir börn. Flyljendur: Guðrún Birgisdóttir, flauta, Peter Máté, pianó og Harpa Arnardóttir, leikari. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Gerðuberg, 17. febrúar. ÞESSA dagana stendur yfír í Gerðubergi sýning á myndskreyt- ingum úr íslenskum barnabókum. Sýningin er nýkomin til landsins frá Kaþólsku akademíunni í Ham- borg þar sem nýlokið er kynningu á íslenskri barnamenningu. Gaman er að skoða þessa sýningu sem gef- ur góða hugmynd um þann fjöl- breytileika og metnað sem ríkir í bamabókaskreytingum á Islandi í dag. I tengslum við sýninguna gengst Gerðuberg fyrir stuttri listadag- skrá fyrir börn þar sem fléttaðar eru saman fjórar listgreinar: bók- menntir, leiklist, myndlist og tón- list. Það er ævintýrið fallega um Dimmalimm og svaninn eftir Mugg sem dagskráin er unninn upp úr. Enginn sérstakur höfund- ur er skrifaður fyrir dagskránni, né heldur leikstjóri, þannig að lík- lega er hér um samvinnu þeirra listamanna sem fram koma að ræða. Harpa Arnardóttir leikur Dimmalimm og segir börnunum söguna um leið og hinum fallegu myndski'eytingum úr bók Muggs er varpað upp á tjald á sviðinu. Harpa fór fallega með hlutverk sitt og náði vel athygli barna jafnt sem fullorðinna. Sérstaka lukku vöktu samskipti hennar og svansins (sem láðist að geta hver stjómaði) og ekki síður þegar hún valdi ungan áhorfanda til að leika prinsinn á móti sér. Tónlist skipar veigamikinn sess í sýningunni (sem reyndar hefur undirtitilinn barnatónleikar) en hún er öll eftir Atla Heimi Sveins- son, spiluð á píanó og flautu af þeim Peter Máté og Guðrúnu Birg- isdóttur. Var flutningur þeirra fal- legur og féll tónlistin einkar vel að sögunni. Þetta er dagskrá sem hentar vel bömum frá þriggja ára aldri. Hún tekur ekki nema um 20 mínútur í flutningi þannig að þolinmæði barnanna er ekki ofboðið, heldur helst athygli þeirra óskipt frá upp- hafi til enda. Næstu sýningar em í Gerðubergi sunnudagana 22. febr- úar og 1. mars. Soffía Auður Birgisdóttir í GALLERÍI Sævars Karls, Bankastræti, stendur yfír sýning Margrétar H. Blöndal. Verkum sínum hefur Margrét lýst sem jarðfræði heimilisins. Múrbrot, gömul sængurver og rúmdýna sem mótuð er af langri líkamslegu. Lagskipt sykurform og gifs mótað utan um litskrúðugar vatnsfylltar blöðrur. Þetta em brothætt og for- gengileg verk þar sem ummerki tímans hafa verið dregin fram um stund. Margrét lauk framhalds- námi í myndlist við Rutgers há- skóla í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér heima að námi loknu. Verk Margrétar era eins og svipmyndir í rýminu. Hún vill að þau beri ummerki hendingarinnar, líkt og þau hafí vaxið út úr veggn- um, upp úr gólfinu, eða fallið ofan úr loftinu. Umfang þeirra nær frá ystu mörkum heimilisins til þess innsta. Nálægð líkamans er nánast yfirþyrmandi í gamalli rúmdýnu sem liggur á gólfinu fyrir miðju salarins. Líkamsvökvar skilja eftir teikningu í yfirborðinu og segja mjög persónulega sögu. Verkin öll keppast við að segja okkur sögu, - sögu heimilishalds og ummerkja sem við reynum að snyrta og fela en tíminn leiðir smám saman í Ijós. Sykur, dýnuver og blöðrur sem tengjast tilteknum hversdagsat- höfnum okkar hafa fengið nýja ásjón. Þegar veislan er búin liggja blöðmrnar loftlausar á gólfmu og sætindin hafa skilið eftir sig klístr- uð ummerki á borði og stólum. Blöðrarnar eru fylltar vatni og gegna nú hlutverki n.k. öfugra móta í viðkvæmnislegum og tilvilj- anakenndum gifsverkum þar sem rétt glittir í litskrúðugt gúmíið undan hvítu yfirborðinu. Sykurinn er bræddur á eldavélahellunni og það sem áður var létt og ljóst bull- ar nú, kraumar og sýður, - og verður að dökkum og þungum formum. Efnið sjálft minnir á hrafntinnustein og ávöl, lagskipt formin má lesa eins og jarðvegs- lög., „Eg var að hugsa um hvemig veröldin getur skroppið saman í rúmdýnuna sem verður eini sam- skiptaaðilinn og tekur endalaust á móti. Mér finnst hin hulda saga hlutanna í kringum okkur svo heillandi, þ.e. hvað á sér raunvera- lega stað bakvið hina fínpússuðu og tandurhreinu veggi okkar. Allir þessir endalausu blettir sem alltaf er verið að reyna að þvo í burtu, - því þeir eiga að vera huldir. En undir niðri kraumar svo og bullar. Og í svefnrofunum missum við stjórnina á sótthreinsunarpúkan- um sem vill halda öllu hreinu og fáguðu og út seytla vökvar, - hlé- drægt tákn um tilverana,“ segir Margrét. „Sykurinn er lagskiptur og hvert lag inniheldur ákveðna sögu. Ef til vill örlar á einhverri eftirsjá, - það þarf ekki að vera eftir stóran atburð en a.m.k. stað- festing á lífi.“ Verkunum er alls ekki ætlað að vera varanleg. „Eg hefði svo auð- veldlega getað blandað öðram efn- um í sykurinn til að tryggja varan- leika hans. En þá hefði ég verið að svindla. Það er mér mjög mikil- vægt að sykurinn er heill í gegn sem gerir það um leið að verkum að ég missi stjórnina og verkið verður háð umhverfi sínu t.d. hita- breytingum og raka,“ segir Mar- gi’ét. „Óll verkin byggjast á löngu ferli en ég get aldrei vitað ná- kvæmlega hvernig þau koma til með að líta út. Stundum kemst leki í mótið svo hnúður myndast og stundum brotnar formið þegar ég losa mótið. En ég reyni að gera til- viljanirnar hliðhollar mér.“ Bandaríski listfræðingurinn Eva Heisler hefur ritað um verk Mar- grétar á ensku og er hluti greinar- innar þýddur í sýningarskrá. Hún rekur m.a. eina bemskuminningu Margrétar um tyggjóklessu undir eldhúsborði ömmu sinnar og teng- ir við verk hennar þar sem Mar- grét leitast við að draga fram slík tilviljanakennd ummerki. „...Og á sama hátt og stöðugt verður að hlúa að heimilishaldinu til þess að það grotni ekki niður búa verk Margrétar yfir fallvöltum eigin- leikum...“. Sýningin stendur yfir til 14. mars. Leik- félagið æfir Sex í sveit LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir um miðjan mars á Stóra sviði Borgarleikhússins, verk eftir Marc Camoletti, Sex í sveit. Verkið er í þýðingu Gisla Rúnars Jónssonar í leikgerð Robins Howdon. í kynningu segir, að verkið Ijalli um það, er frú ein hyggur á heimsókn til móður sinnar og eiginmaðurinn býður hjákonu sinni og vini sínum til helgar- dvalar. Eiginkonan og hættir hins vegar við að fara og margfaldur misskilningur verður til. Marc Camoletti er fæddur í Genf 1923 og sló fyrst í gegn í París árið 1958 með farsanum La Bonne Anna. Sýningarnar urðu rúmlega 1.200 og enn vin- sælli varð farsinn Boeing - Boeing, sem var frumsýndur 1960 og kvikmyndaður þar sem þeir Jerry Lewis og Tony Curt- Löggur á móti löggum KviKrvivrvims Rngnbuginn og liaugarásbfú COPLAND ★★ Leikstjóri og handritshöfundur: James Mangold. Aðalhlutverk: Sylv- ester Stallone, Harvey Keitel, Micheal Rapaport, Robert De Niro, Ray Liotta, Cathy Moriarty og Anna- bella Sciorra. Miramax. 1997. ÞAÐ er ekki allt sem sýnist í bæn- um Garrison í New Jersey, þar sem löggur af strætum New York borgar hafa sest að með fjölskyldur sínar til að búa við öryggi. Þessir laganna verðir er spilltir og víla ekki fyrir sér að drepa hver annan ef svo ber und- ir. Lögreglustjórinn í þessu löggu- landi er Freddy, gömul hetja sem missti heyrn á öðru eyra við það að bjarga ungri stúlku frá drukknun. Hann er of linur við þessa þrjóta sem fyrst og fremst ógna sjálfir því öryggi sem þeir kusu að búa við. Svo fer að Freddy óttast um framtíð bæjarins. Helsti galli þessarar kvikmyndar er að hana vantar einhvem sannan og persónulegan tón. Það er frábært að geta hrúgað öllum Scorsese-leik- urunum og öðrum kvikmyndastjöm- um saman í eina mynd og tala um spillingu innan löggunnar. Leikar- arnir eru fínir eins og búast mátti við, þótt enginn þeirra sé að gera nýja hluti. Handritið er hinsvegar hvorki jafnsterkt og ætlunin var, né nógu markvisst; allir svíkja alla á alla mögulega vísu og hvað svo? Er boðskapurinn að enginn sé yfir lög og rétt hafinn, og það eigi líka við um löggur? Það vissum við nú öll. Lögguland er önnur kvikmynd leikstjórans James Mangold, sem virðist upptekinn af undirmálsmönn- um. Sú fyrsta hét Heavy og fjallaði um feita strákinn Victor sem bakaði flatbökur og gat ekki margt annað. Hér er aðalsöguhetjan luralegi lög- reglustjórinn Freddy sem er svolítið seinn að hugsa. Það er fallega gert af Mangold að gefa Stallone tækifæri til að sýna hvað í honum býr sem leikara. Eg held reyndar að hann geti gert ágæta hluti, en hér er leik- stjómin frekar ýkt og Stallone verð- ur einum of þumbaralegur. Þótt kvikmyndin Lögguland hefði mátt vera ferskari og bjóða upp á eitthvað nýtt og skemmtilegt, þá má alltaf fara í bíó til þess eins að sjá góða leikara standa sig prýðilega. Hildur Loftsdóttir Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson INGIBJÖRG Bjarnadóttir, Stefanía Adolfsdóttir, Steinþór Sigurðsson, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Valdís Gunnarsdóttir, María Sigurðardóttir, Bjöm Ingi Hilmarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Hafliði Arngrímsson, Eliert A. Iugimundarson, Edda Björgvinsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir æfa leikritið Sex í sveit. is léku m.a. Marc Camoletti hef- ur síðan skrifað fjöhla gaman- leikja. Hann skrifaði Sex í sveit árið 1988 og eins og aðrir gam- anleikir hans hefur verkið verið sett upp víða um heim og m.a. verið á fjölunum í London í yfír sex ár. Leikendur eru Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björgvins- dóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Hall- dóra Geirharðsdóttir. Hljóð sér Baldur Már Amgrímsson um, lýsingu annast Elfar Bjarnason, búninga Stefanía Adolfsdóttir, leikmynd Steinþór Sigurðsson og leiksfjóri er María Sigurðar- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.