Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 27
LISTIR
Nýlistasafnið
Ljósmyndaverk, brúð-
arlín og myndlist
ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í
Nýlistasafninu við Vatnsstíg, laug-
ardaginn 21. febrúar.
I Súm-sal sýnir Benedikt Krist-
þórsson tölvuunnin ljósmyndaverk
sem fjalla ögn um húsið og mann-
inn. Benedikt lauk námi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands 1987
og stundaði framhaldsnám í
Englandi. Þetta er þriðja einkasýn-
ing Benedikts.
Anna Líndal sýnir í Bjarta- og
Svartasal safnsins. Yfirskrift sýn-
ingarinnar er brúðkaup og er við-
fangsefnið brúðarlín og giftingar.
Þetta er 8. einkasýning Onnu en
hún var fulltrúi Islands á Istanbúl-
tvíæringnum í október sl.
I Forsal og Gryfju sýna þýskir
tvíburabræður, Andreas og Michael
Nitschke.
Þeir vinna saman að myndlist, oft
með hluti úr daglegu umhverfi, þar
sem þeir breyta hefðbundum gild-
um þeirra. Þeir hafa haldið sýning-
ar í Evrópu, aðallega í Hollandi og
Þýskalandi, þar sem þeir stunda
nám.
Kynningarverð
í örfáa daga.
búð af nýjum og spennandi hornsófum
frá heimsþekktum framleiðendum.
iu<vö?n
Ármúla 8 - 108 Reykjavík
Sími 581-2275 568-5375
Sfldin kemur
í Tungurnar
Hraunamannahreppur. Morgiinblaðið.
FÉLAGAR í leikdeild Ungmenna-
félags Biskupstungna frumsýna í
Aratungu á föstudagskvöld kl. 21
leikritið Síldin kemur og sfldin fer,
eftir systumar Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Leikstjóri er Ingunn
Jensdóttir frá Hvolsvelli.
Æfingar hafa staðið yfir síðan í
janúarbyrjun og er leikritið sett
upp í tilefni af 90 ára afmæli ung-
mennafélagsins. Venja hefur verið
að setja upp leikrit annað hvert ár
á liðnum árum hjá félaginu.
I verkinu eru 23 leikarar á aldr-
inum 15-65 ára. Einn leikaranna,
Sigurjón Kristinsson, steig fyrst á
fjalirnar árið 1953. Alls taka um
þrjátíu manns þátt í sýningunni,
þar af fjögurra manna hljómsveit.
Næstu sýningar verða laugar-
daginn 21., þriðjudaginn 24. og
fimmtudaginn 26. febrúar. Leikrit-
ið verður eingöngu sýnt í Ara-
tungu.
Fyrir helgarsýningarnar gefst
leikhúsgestum kostur á að gæða
sér á síldarhlaðborði eða öðru ljúf-
meti og stiginn verður dans eftir
gömlu góðu síldarvölsunum eftir
sýningu.
-----------------
Nýjar bækur
• LJÓÐABÓKIN sjónhimnur er
eftir Garðar Baldvisson. Þetta er
önnur ljóðabók höfundar en Garðar
hefur einnig birt smásögur og ljóð í
tímaritum, jafnframt því sem birst
hafa eftir hann greinar um bók-
menntir, fræðilegar ritgerðir um
bókmenntafræði og þýðingar, bæði
á bókmenntatextum og fræðirit-
gerðum.
sjónhimnur innihalda 15 styttri
ljóð og ljóðabálkinn „holbakka".
Ljóð bókarinnar bera með sér
snertingu við aðra menningu og þá
flóknu stöðu að vera fjarri heima-
högum. í ljóðunum kemur fram
söknuður yfir því brostna sambandi
við átthagana sém dvöl erlendis
vekur, en líka fógnuð yfir að kom-
ast í tengsl við það sem er fram-
andi. Einnig er í ljóðunum töluverð
áhersla á myndina og þá gjarnan
ljósmyndina sem fyrirbæri jafnt
sem hliðstæðu þeirra sjónhverfinga
sem veruleiki og skáldskapur leika í
og með hugsun okkar.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
sjónhimnur er 42 bls. að stærð og
kostar 950 kr.
(--------------------\
BIODROGA
snyrtivörur
Gólfdúkar Tarkett
20 - 35% afsláttur
Tarkett 7 mm parkett
Kirsuberjaviður 2.533 kr. stgr. pr. m2
Hnota 2.484 kr. stgr. pr. m2
Verð frá 890 kr. pr. m2
Bútar með 50 - 60% afslætti
Tarkett-parkett, dúkar
og gólfteppi á
frábæru verði.
Sænskt gæðaparkett Tarkett
með 10 ára ábyrgð
Tarketf 14 mm parkett
Eik og beyki Robust budget
2.973 kr. stgr pr. m2
Tarkett 20 mm parket
Eik rústik 3.984 kr. stgr. pr. m2
Parkettafgangar
með allt að 35% afslætti
GÓIfteppi
15 - 40% afsláttur
Verð frá 598 kr. stgr. pr. m2
Bútar með 40 - 50% afslætti
Stökteppi og dreglar
með 15 - 30% afslætti
útsölustaðip
Droplnn, Hafnargötu 90, Keflavfk, sími: 421-4790 • Verslunln Málmey, Gerðavöllum 17, Grindavík, sími: 426-8462
• Skagaver Sérvara, Miðbæ 3, Akranesi, sími: 431-1776 og 431-1775 • KB Byggingavörudaild, Borgarnesi, sími:
437-1200 • Litabúöin, v/Ólafsbraut, Ólafsvík, sími: 436-1313 • Verslunin Hamrar, Nesvegi 5, Grundarfirði, sími: 438-
6808 • Sklpavík, verslun, Hafnargötu 7, Stykkishólml, sími: 438-1204 og 438-1763 • Byggingafélagið Bygglr,
Þórsgötu 10, Patreksfirði, sími: 456-1377 • Núpur, byggingavöruverslun, Skeiði 1, ísafirði, sími: 456-3114 • Kaupfélag
Húnvetnlnga- bygglngavörudelld, Blönduósi, sími: 452-4200 • Kaupfélag Skagfirðinga-bygglngavörud., Eyrarvegi
21, Sauðárkróki, sími: 455-4610* Valberg byggingavöruverslun, Strandgötu 4, Ólafsfirði, sfmi: 466-2255 •Teppahúslö,
Tryggvabraut 22, Akureyri, sími: 462-5055 • Kaupfélag Þingeyinga-Smlöjan, Vallholtsvegi, Húsavík, sími: 464-0440
• Kaupfélag Vopnfirðinga-byggingavörudeild, Vopnafirði, sími: 473-1203 • Verslunin Vík, Egilsbraut 6, Neskaupstað,
sími: 477-1900 • Kaupfélag Héraösbúa-byggingavörudeild, Egilsstöðum, sími: 471-1200 • K.A.S.K. - bygglngavörudeild,
Höfn, sími: 478-1200 • Byggingafélagiö Klakkur, Smiðjuvegi 9, Vík, sími: 487-1223 • S.G. Búöin, Eyrarvegi 37,
Selfossi, sími: 482-2277 • Brimnes, Strandgötu 52, Vestmannaeyjum, sími: 481-1220
Teppaland
GÓLFEFNI ehf.
Fákafeni 9,108 Reykjavík
Símar 5881717 og 581 3577 • Fax 581 3152
RAÐGREIÐSLUR
EUROCARD
RAÐGREIÐSLUR