Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Mjólk - TVö glös á dag ÞANNIG hljóða aug- lýsingarnai- sem steyp- ast yfir okkur í byrjun nýs árs frá mjólkuriðn- aðinum. Auglýsingar þessar eru allar mis- vísandi og hef ég hugs- að mér að taka fram nokkur atriði því tii sönnunar. Einnig má minnast á það að í The New York Times frá því í júní 1997 er sagt frá fyi'stu málaferlun- um sem mjólkuriðnaður Bandaríkjanna fær vegna sjúkdóma. Og ein af kröfum einstak- lingsins sem sækir mál- ið er að það ættu að vamaðarorðin á vera somu mjólkurfernunni eins og á sígarettum vegna þess að hann álítur mjólk álíka hættulega og tóbakið. Ekki er sama hvernig mjólk er notuð ef hún á að koma að einhverju gagni í fæðu okkar og eins og við Vesturlandabúar notum hana er í alla staði rangt og veldur okkur miklu meira tjóni heldur en nokkurn tíma einhverju gagni. Ef við lítum til náttúrunnar sjálf- ar þá sjáum við að það eru aðeins ung dýr sem fá mjólk og þau hætta að fá mjólk frá móður sinni þegar þau stækka og eru fær um að borða annan mat. Við vitum að þegar börn eldast þá hverfur efnahvatinn lact- asi úr meltingarveginum sem sýnir okkur að við mannfólkið þurfum ekki mjólk eftir fyrsta ár lífs okkar frekar en kýr, tígrísdýr eða apar. Ef við drekkum óunna mjólk þá gefur hún okkur mjög góð eggja- fhvítuefni, hún inniheldur líka fítu sem gerir það að verkum að hún meltist mjög illa með öðrum mat. Við skolum öðrum mat niður með glasi af kaldri mjólk. Þegar mjólkin kemur niður í magann og verður fyrir áhrifum af magasýrunum þá ystir hún þannig að sá matur sem er til staðar einangrast af ystinu frá mjólkinni svo meltingavökvinn kemst ekki að matnum, það seinkar mjög niðurbroti og maturinn byrjar að rotna í maganum og við rotnun verða til alls konar eiturefni sem geta valdið okkur ein- hverjum sjúkdómsein- kennum. Þess vegna, ef við drekkum nýja óunna mjólk þá skulum við gera það eins og kálfurinn gerir það, ein- „ „ _ göngu mjólkina eða að Halignmur Þ. yið látum það algerlega Magnusson yera í dag er ástandið þó þannig að mjólkin er gerð ennþá verri fyrir okkur með svokallaðri gerilsneyð- ingu, en gerilsneyðingin eyðileggur alla efnahvata í mjólkinni og brejdir hinum viðkvæmu próteinum þannig að við getum ekki nýtt okkur þau til uppbyggingar á vefjum líkamans. Óunnin mjólk inniheldur efna- hvatana lactasi lipasai sem gera það að verkum að mjólkin meltir sig sjálf, aftur á móti er gerilsneydd mjólk ekki með þessa eða aðra efna- hvata sem gerir það að verkum að maginn í okkur á í erfiðleikum með að melta hana, jafnvel smábörn eiga í erfiðleikum eins og við sjáum á þeim einkennum sem börn fá oft á tíðum sem drekka kúamjólk, t.d. magakrampa, útbrot, einkenni frá öndunai'vegum, loftmyndun í þörm- um og svo frv. Þessi skortur á efna- hvötum og breytingin sem verður á eggjahvítuefnunum gera það að verkum að kalcíum og önnur stein- efni nýtast mun ver úr mjólkinni heldur en annars. Upp úr 1930 gerði dr. Franz Pottinger 10 ára tilraun á því hvemig áhrif það hefði á ketti að gefa þeim nýja mjólk eða geril- sneydda. Þeir sem fengu óunnu mjólkina þrifust vel og nutu lífsins út í gegn um lífíð, en þeir sem fengu gerilsneyddu mjólkina urðu fljótt lystarlausir, stirðir í skapi, þeir fengu fullt af sjúkdómum sem við þekkjum hjá mannfólkinu í dag, t.d. hjartasjúkdóma, nýi-nasjúkdóma, lungnasjúkdóma, þeir beinbrotn- uðu, misstu tennur, fengu lifrabólgu og svo frv. En það sem sló dr. Pott- inger mest var það þegar hann sá kettina í öðrum og þriðja ættlið. Af- komendur þeirra sem fengu geril- sneyddu mjólkina fæddust með slæmar tennur, voru minni og þeir höfðu lítil og veik bein, en það er einmitt skýi’ merki um kalcíum- Við vitum að þegar börn eldast þá hverfur efnahvatinn lactasi úr meltingarveginum, seg- ir Hallgrímur Þ. Magn- ússon, og það sýnir okkur að við mannfólk- ið þurfum ekki rnjólk eftir fyrsta ár lífs okkar frekar en kýr, tígrisdýr eða apar. skoi-t vegna lélegrar upptöku á kalcíum frá gerilsneyddu mjólkinni. Afkomendui' þeirra sem fengu óunnu mjólkina fæddust allir eðli- legir og voru heilbrigðir eins og for- eldrarnir. Afkomendur þeirra katta sem fengu gerilsneyddu mjólkina fæddust mai'gir andvana í þriðja ættlið en hinir sem komust á legg voru ófrjóir og voru þannig ófærir um að fjölga sér. Tilrauninni var sjálfhætt þar sem engir kettir voru til í fjórðu kynslóð þeirra sem fengu gerilsneyddu mjólkina þó svo að hinir höfðu þrifíst eðlilega. Ef þetta er ekki nóg sönnun fyrir því að ger- ilsneydd mjólk er slæm fyrir okkur þá getum við einnig skoðað það að kálfar sem fá gerilsneydda mjólk lifa í tæpa sextíu daga og ættu svona upplýsingar í raun og veru að koma fram í auglýsingum frá mjólkuriðnaðinum. Þrátt fyrir að mikil vísindaleg vit- neskja sýni að óunnin mjólk geti verið góð fyrir okkur þá er það bannað með lögum að selja okkur hana. Það er miklu meiri gróði fyrir mjólkuriðnaðinn að gerilsneyða mjólkina til þess að auka tímann sem hún getur verið í hillum búð- anna, þó svo að slík mjólk valdi mannfólkinu eingöngu vandræðum. Annað sem kemur þarna inn í myndina er að gerilsneyðing á mjólk gerir það að mjólk frá sýktum kúm getur verið skaðlaus fyrir okk- ur, því við gerilsneyðingu drepst eitthvað af þeim bakteríum sem eru í mjólkinni. Gerilsneyðing drepur þó ekki allar tegundir af bakteríum og þetta minnkar kostnaðinn fyrir mjólkuriðnaðinn. Það þurfti aðeins þrjár kynslóðir af köttum í tilraunum Pottingers til þess að þeir gætu ekki aukið kyn sitt. I dag hafa þrjár kynslóðir manna í Ameríku og Evrópu drukk- ið gerilsneydda mjólk. Hver eru vandamálin í dag? Ofrjósemi fólks er að verða helsta heilbrigðisvanda- málið í þjóðfélaginu. I Bandaríkjun- um er talið að mikill meirihluti barna hafí tannskemmdir eins og kettirnir fæddust með. Til þess að gera alla þessa hluti miklu verri þá er mjólkin einnig fítusprengd til þess að hindra að rjóminn setjist til. Þetta breytir fít- unni í mjólkinni mikið þannig að hún á léttara með að komast í gegn um þarmaveggina og eykur það magn af ónothæfri fitu sem kemst inn í líkamann, þannig að fitan sem við fáum í okkur úr fitusprengdri mjólk er miklu meiri en ef við drykkjum óunninn rjóma. Konur hafa miklar áhyggjur af beineyðingu, þær ættu þó að líta á eftirfarandi staðreyndir í sambandi við gerilsneydda mjólk. Gerilsneydd mjólk gefur okkur ekki nóg kalcíum til þess að hindra beinþynningu, það sem sannar þetta er að konur í Bandaríkjunum sem nota mest af mjólkurmat í veröldinni og hvergi er beinþynning jafn mikið vandamál eins og þar. Hrátt kál gefur okkur mikið betra og nýtanlegra kalcíum heldur en nokkur mjólkurmatur. Nýlegar rannsóknir sem komu frá Norður-Dakota benda á að snefil- efnið boron er nauðsynlegt til þess að við getum nýtt okkur kalcíum úr matnum, til þess að við getum byggt upp bein okkar. Annað sem kom einnig í ljós í þessari rannsókn var að magn estrogens í blóði hjá þeim konum sem fengu nóg boron tvöfaldaðist sem gerði það að verk- um að enga meðferð þurfti til eins og mikið er notuð nú til dags vegna beinþynningar. Hvar er helst að finna þetta efni boron, í ferskum ávextum, gi-ænmeti, t.d. eplum, per- um, gi’ape, hnetum, káli og öðru blaðgrænmeti, þ.e.a.s. alls staðar þar sem við fínnum kalcíum hefur náttúran sett boron með. Þannig er að finna í náttúrunni öll þau efni sem við þurfum á að halda í réttum hlutföllum til þess að það verði auð- velt fyiir okkur að nýta þau. En við mannfólkið eldum matinn og með- höndlum hann þannig að hann deyr og þess vegna er engin furða þó matur virki ekki eins og hann ætti að gera. Allir, bæði börn og fullorðnir ættu alvarlega að íhuga að hætta notkun á gerilsneyddri mjólk sem hluta af daglegri fæðu sinni. Eina sem gerist er að mjólkin setst inn á þarmaveggina og veldur skánmynd- un og hindrar eðlilega upptöku á næringarefnum og greiðir þannig götuna fyrir alvarlegum veikindum á seinni árum. Regla: Losið ykkur við allan mjólkurmat sem er gerilsneyddur. Ef þið getið fengið óunna mjólk þá drekkið hana eins og kálfar, eina sér með engu öðru. Höfundur er læknir. Varstu eitthvað að fíkta í nefínu á þér? •*, TITILL þessarar greinar er fenginn úr nýlegum íslenskum út- varpsþætti þar sem miðill nokkur reyndi að greina ástand viðmæl- enda sinna. Ég hef orðið var við að sumu fólki þykir „dulargáfa" slíkra út- varpsmiðla merkileg. Rök þeirra eru að miðl- arnir séu svo klárir að finna út hvað ami að viðmælendum sínum. Mig langar að ræða þetta atriði því ég held að meintir hæfíleikar ,jniðla að greina ástand viðmælenda sinna séu í raun ekki neitt yfírskilvitlegir. Skoðun mín er t.d. rökstudd með eftirfarandi út- tekt. Til að meta hvort miðlar hafa dul- argáfu í þessu sambandi er sú leið fær að brjóta til mergjar samtöl þeirra við viðmælendur sína. Sam- tölin snúast oft um heilsufar við- mælandans. Miðillinn spyr, ályktar eða fullyrðir um líkams- eða sjúk- dómsástand eða útlit viðmæland- ans. Samtalinu lýkur gjarnan með að miðillinn segist munu senda við- *'mælandanum einhverslags lækn- ingakrafta. Ég gerði nýlega úttekt á samtöl- um miðils og viðmælenda hans í ein- um tveggja tíma löngum útvarps- þætti frá í desember síðastliðnum. Viðmælendur miðilsins voru 13 og yrðingarnar sem ég greindi voru 82. Ég tók allar spurningar, ályktanir og fullyrðingar miðilsins sem sner- ust um staðreyndir eða líkams- og sjúkdóms- einkenni viðmælenda hans og annarra sem miðillinn nefndi og flokkaði þær eftir því hversu auðvelt væri að ganga úr skugga um hvort miðillinn hefði rétt fyrir sér. Úr þessu urðu fjórir flokkar: f fyrsta flokki eru spurningar, ályktanir eða fullyrðingar miðils- ins þar sem tiltölulega auðvelt væri að ganga úr skugga um hvort miðillinn hafði rétt fyrir sér sem og að sannreyna svör við- mælandans. Dæmi: „Ertu í ein- hverju bláu núna?“ Af 32 slíkum yrðingum miðilsins fengu aðeins 7 jákvæð viðbrögð við- mælendanna en 25 neikvæð sem hlýtur að teljast slakur árangur hjá miðli sem telur sig vera fjarskyggn- an. í öðrum flokki eru spurningar, ályktanir eða fullyrðingar miðilsins um ástand viðmælandans, þar sem þyrfti sennilega læknisrannsókn til að meta hvort þær væru sannar. Dæmi: „Hefurðu fengið brjósklos?" Af 8 slíkum yrðingum fékk miðill- inn jákvætt svar við 4 og neikvætt við 4. í þriðja flokknum eru spurn- ingar, ályktanir eða fullyrðingar miðilsins sem enginn gæti staðfest hvort væru sannar nema viðmæl- andinn. Dæmi: „Ertu búin að vera með sting undir hægra herðablað- inu?“ Af 14 slíkum yrðingum fékk mið- illinn jákvæð svör við 7 og neikvæð svör við 7. í fjórða flokknum eru spurning- ar, ályktanir eða fullyrðingar mið- ilsins sem voru annaðhvort gildis- hlaðnar, eða kröfðust gildishlaðinna svara. Dæmi: „Mér finnst maginn þinn ekki góður.“ Af 28 slíkum yrðingum, fékk mið- illinn jákvæð svör við 14 og neikvæð svör við 14 yrðingum. Heildarniðurstaðan er sú, að af yrðingunum 82 sem ég greindi fengu 50 neikvæð viðbrögð viðmæl- endanna eða 61% og 32 jákvæð eða Eg hvet fólk sem er að velta fyrir sér spurningum um „dul- ræn fyrirbæri“, segir Ragnar S. Ragnarsson, að nálgast slíkt með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. 39%. Árangur miðilsins var slakast- ur þegar hann ályktaði um stað- reyndir, en skárri þegar ályktanir hans voru gildishlaðnar, óljósar eða almennai'. Geta miðils að álykta rétt um staðreyndir ætti að vera próf- steinn á meinta dulargáfu hans vegna þess að lítil áhöld eru um túlkun slíkra yrðinga og svara við þeim. Ég tel að miðill sem fær að- Ragnar S. Ragnarsson eins 7 sinnum jákvæð viðbrögð vegna 32 ályktana um staðreyndir, hafi ekki sýnt fram á hæfíleika sem falla undir fjarskyggni. Þessi slaki árangur miðilsins er einnig athyglisverður vegna þess að í umræddum útvarpsþætti hafði miðillinn einstakt tækifæri til að sýna fram á meinta dulargáfu sína því að mörg mikilvæg skilyrði eru honum í hag. Rökin fyrir því eru þessi: í 1. lagi var lungi viðmælenda miðilsins líklega trúaður á orð hans. Þeir töldu oft að það sem miðillinn sagði um þá gæti passað þegar mið- illinn notaði mjög almennt og óná- kvæmt orðalág. Dæmi: „Ertu búin að vera með kvíða?“ Viðmælendur miðla virðast ógjarnan biðja um út- skýringu á slíkum spurningum, enda óþarft því hún á svo vel við þá. Reyndar á hún líka við flest annað fólk þannig að líkurnar á jákvæðu svari viðmælendanna eru geysilega miklai'. í 2. lagi bar nokkuð á sefnæmi viðmælenda. Sefnæmur viðmælandi getur gefíð svör sem þóknast miðl- inum, en þau eru ekki alveg sann- leikanum samkvæm. Dæmi um þetta var þessi spurning miðilsins: „Ertu að vinna mikið með höndun- um núna?“ Viðmælandinn: „Já það hefur komið fyrir." I umræddum út- varpsþætti gerði miðillinn enga at- hugasemd við þetta svar, enda þótt það passi illa við spurninguna. í 3. lagi voru spurningar miðilsins stundum mjög opnar og gáfu því mikla möguleika á jákvæðu svari. Dæmi: „Hvernig ertu búinn að vera í neðri hlutanum, allt í kringum magann og móðurlífíð og allt það?“ I 4. lagi virtust margir viðmæl- endur miðilsins komnir nokkuð yfír miðjan aldur. Af öllu fólki glímir þessi aldurshópur sennilega við mesta vanheilsu, sem birtist í verkj- um eða sjúkdómum, enda var mjög algengt að miðillinn spurði um höf- uð-, maga-, bak- eða fótaverki. Ágætur læknir hefur tjáð mér að kannanir hafí sýnt að það séu a.m.k. 90% líkur á að manneskja hafí ein- hverntíma fundið til höfuð-, maga- eða bakverks sl. 1-2 mánuði. í 5. lagi voru sumar „sýnir" mið- ilsins settar þannig fram, að það voru yfirgnæfandi líkur á að svör viðmælendanna staðfestu „sýnirn- ar“. Eitt besta, og jafnframt skemmtilegasta dæmið um þetta var svohljóðandi fullyrðing miðils- ins sem hann fékk að sjálfsögðu já- kvætt svar við: „Ég sé að þú ferð reglulega fram og til baka, á ákveð- inn stað og svo alltaf heim.“ Flestir nema hvítvoðungar og karlægt fólk gætu jánkað þessu. I 6. lagi gáfu viðmælendurnir miðlinum stundum það miklar upp- lýsingar um sig að það reyndist honum auðvelt, í framhaldinu, að koma með ályktanir um þá sem pössuðu. 1 7. lagi dró það enn úr meintum dulargáfum miðilsins að honum tókst stundum ekki að fínna hvað amaði að viðmælendunum, og í eitt skipti hafði hann rangt fyrir sér varðandi kyn manneskju sem hann hafði þá rætt við um stund. Ég hvet fólk sem er að velta fyrir sér spurningum um „dulræn fyrir- bæri“ að nálgast slíkt með gagn- rýna hugsun að leiðarljósi. Sé það gert, kemur oft í ljós að það sem við yfirborðslega skoðun virtust ákaf- lega merkilegar sannanir fyrir til- vist yfírskilvitlegra fyrirbæra, reyn- ast ekkert annað en mýraljós og hillingar. Jafnframt ætti fjölmiðlafólk að taka upp gagnrýna umræðu við fólk sem kveðst búa yfir dulrænum hæfileikum, í stað þeirrar óheftu og ógagnrýnu sýningar- og auglýsinga- mennsku sem „dulspakt" fólk stundar í yfírborðslegum spjallþátt- um. Höfundur er atferlissálfræðingur á Seifossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.