Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 37 Frábært í kirkju ÞAÐ VAR fyrir nokkrum mán- uðum að okkar ástkæra leikkona og rithöfundur Guðrún Ásmunds- dóttir knúði dyra á Grafarvogs- kirkju. Bar hún upp erindi við presta og sóknamefnd. Erindið var að fá leyfi til að setja upp leikrit sem hún hafði nýlokið við að skrifa. Upp í huga minn kom strax leik- verk hennar er fjallaði um prestinn og skáldið Kaj Munk, en nú síðast- liðinn janúarmánuð er liðin öld frá því að hann fæddist og er því nú fagnað í Danmörku um þessar mundir. Með fáum orðum get ég sagt, að fá leikverk hafa haft eins „Heilagir syndarar“, segir séra Vigfús Þór Arnason, lýtur að líf- inu, í gleði og sorg. afhjúpa sig. Þar með hafa þeir lifað þau hvörf sem eru upphaf eilífs bata.“ Síðar í formálanum segir hann: „Sá Guð sigrar með þraut sinni, skapar ljós úr myrkri, líf úr dauða. Hann er Guð upprisunnar, nýs lífs, nýs himins, nýrrar jarðar. Þetta er kristindómur." „Þeir syndarar, sem þekkja heilög áhrif hans, eru þakklátir Guðrúnu Asmundsdóttur fyrir skilaboð hennar í þessu leikriti," eru lokaorð Sigurbjöms biskups. Það er Ijóst nú þegar fyrstu sýn- ingamar em að baki að við getum verið þakklát höfundinum og þeim hópi af úrvalsleikumm sem leggur hönd á plóginn fyrir að ráðast í þetta verkefni. I fyrstu við nokkuð erfiðar aðstæður, þar sem leikarar þurftu að klæðast útigöllum til að halda á sér hita. Nú er á leiksýn- ingunni bæði til staðar innri og ytri hiti, sem leikstjórinn efnilegi, sem án efa á eftir að gera garðinn fræg- an, Magnús Geir Þórðarson, beisl- ar á eftirminnilegan hátt. Þó að leikritið feli í sér alvarleika lífsins er það aldrei dimmt og dapurlegt, heldur bregður þar oft fyrir kímni af bestu gerð. Það er ijóst að mæla má með sýningunni, þó að hún, eins og öll okkar mannanna verk, sé ekki gallalaus. Fjölmargir hafa komið að orði við okkur í Grafarvogskirkju og borið lof á verkið, innihald þess og framsetningu í leikrænum búningi. Hverfisnefnd Grafarvogs orðaði það með þessum orðum til leik- hópsins: „Hverfisnefnd Grafarvogs telur fmmsýningu verksins Heilagir syndarar í Grafarvogs- kirkju mjög ánægjulegan og ein- stakan menningarviðburð sem mun styrkja ímynd hverfisins." Undir þau orð tökum við hér í Grafarvogi, um leið og við bjóðum einnig alla þá, sem eiga heima handan við hina „Gullnu brú“, inni- lega velkomna í leikhús sem talar til okkar og snertir innstu strengi mannssálarinnar. Velkomna að sjá sýningu þar sem fjallað er um manninn sjálfan, baráttu hans og drauma. Manninn sem er, eins og Lúter sjálfur orðaði það ávallt, „simul justus et peccator", „ávallt réttlættur en um leið syndari“. Leikrit sem fjallar um manneskj- una, sem hefur í raun um tvennt að velja í lífinu, eins og dr. Sigurbjöm Einarsson biskup orðar það í leik- skrá: ,Á-ð flýja frá Guði eða flýja til hans.“ Höfundur er sóknarprestur í Graf- arvogskirkju. mikil áhrif á mig og leikrit Guðrún- ar um hið ástsæla skáld og prest. Ofáir lærðir og leikir eru á sömu skoðun. Eftir að haft hlýtt á flutning Guðrúnar sjálfrar á verkinu Heilagir syndarar voru prestar og sóknarnefnd Grafarvogskirkju í engum vafa um að það væri spenn- andi verkefni fyrir kirkjuna að skapa aðstöðu fyrir flutning á verkinu. Höfundurinn lagði mikla áherzlu á að spennandi væri að flytja leikverkið í fokheldum hluta kirkjunnar. Slíkt umhverfi hefði já- kvæð áhrif á verkið. Því umhverfi lýsir leiklistargagnrýnandi DV, Auður Eydal, í fagmannlegri og vandaðri umfjöllun sinni um leik- ritið. Hún sagði: „Umhverfið er óvenjulegt. Hálfbyggt guðshús þar sem gráir steinveggir og naktir innviðir blasa við. Ljós og myrkur kallast á. Fjöldi logandi kerta brýt- ur birtunni leið inn í skuggana og fljótandi blúnduefni mýkir hvassar línur steinveggjanna. Utfærsla um- hverfisins kallast á við hverja línu í Heilögum syndurum.“ Verkið sjálft lýtur að lífinu, í gleði og sorg. I leikskrá fjallar Sig- urbjöm Einarsson biskup um inni- hald þess. Þar segir m.a.: „Það eitt á maður sem hann þiggur. Það eitt þiggur hver og einn sem hann veit sig hafa þörf fyrir. Það minnir Jesús á þegar hann segir: Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir em. Eg er ekki kominn til að kalla á réttláta, held- ur syndara. Nýja testamentið kall- ar þá heilaga sem hafa skynjað sjálfa sig í Ijósi þessara orða og leyft Kristi að gegnumlýsa sig og Blað allra landsmanna! - kjarni málvins! ( \ BIODROGA J urtasnyrtivö rur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.