Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 61 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson VIÐ afhendingu styrkjanna. F.v. Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar og verkefnisstjór- arnir Páll Pétursson, Einar Þorsteinsson, Ólafur Wallevik, Jón S. Möller, Rögnvaldur S. Gíslason, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Arinbjörn Vilhjálmsson, Hákon Hákonarson og Kristján Ottósson. Húsnæðisstofnun styrkir tækninýjungar HÚSNÆÐISSTOFNUN afhenti níu styrki 13. febrúar sl. til tækninýjunga á síðasta ári. Styrkupphæðirnar nema á bilinu frá hálfri milljón til fimm millj- óna króna. Hæsta styrkinn hlaut Lagnafé- lag Islands, fímm milljónir króna, til verkefnis sem heitir Lagna- kerfamiðstöð Islands. Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins, Lmuhönnun hf., Málning hf. og Sementsverksmiðjan hf. fengu næsthæsta styrkinn, tvær millj- ónir króna, til rannsókna á stein- flötum utanhúss og nýrri efnis- tækni við yfirborðsfrágang. Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, Vatnsveita Reykjavík- ur, Byggingarfulltrúinn í Reykja- vík, Samband íslenskra trygg- ingafélaga, Samband íslenskra hitaveitna, Pétur Sigurðsson og Ásbjörn Einarsson, fengu 1.250 þúsund kr. styrk til rannsókna á tæringu og ryðmyndun í sinkhúð- uðum neysluvatnsrörum og gera ástandskönnun og tæringarrann- sóknir. ÍSARK - íslenski arkitekta- skólinn hlaut einnar milljónar kr. styrk til að standa fyrir sumar- námskeiði íslenska arkitektaskól- ans 1997. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Línuhönn- un hf., Sementsverksmiðjan hf. og íslenska járnblendifélagið hf. fengu einnar milljónar kr. styrk til að rannsaka kekkjun kísilryks í steypu og múr. Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins og Steypustöðin hf. fengu 1.050 þús- und kr. styrk til rannsókna á sjálfútleggjandi steinsteypu, Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins, Hitaveita Reykjavíkur og Ásbjörn Einarsson fengu 800 þúsund kr. styrk til rannsókna á tæringu eirlagna, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins fékk 800 þúsund kr. styrk til rannsókna á áhrifum yfirborðs- efna á rakaástand utanhúss og Tilraunastofa Burðarforma fékk 500 þúsund kr. styrk til rann- sókna á sjálfbærri þróun í hús- byggingum. Minning Baldurs Lín- dal heiðruð í Bandaríkj- unum JARÐHITASAMBAND Bandaríkj- anna (Geothermal Resources Council) heiðraði minningu Baldurs Líndal, verkfræðings, við opnun ár- legrar ráðstefnu samtakanna í San Francisco í október sl. Baldur fædd- ist 1918 en lést 17. júní 1997. Þetta er í fyrsta sinn sem Jarðhitasam- bandið veitir slíka viðurkenningu að manni látnum. I ræðu við athöfnina var æviferill Baldurs rakinn og honum þökkuð hin mikilvægu störf sem hann vann fyrir jarðhitaiðnaðinn í heiminum með lífsstarfi sínu. Hann var einn af frumkvöðlum jarðhitanotkunar í iðnaði. Þótt hann byggi lengst af á Islandi vann hann sem ráðgjafí í fjölbreytilegum verkefnum í efna- iðnaði og jarðhitanýtingu í Afríku, Bandaríkjunum, Evrópu, Mið-Aust- urlöndum og Mið- og Suður-Amer- íku. Við athöfnina var sérstaklega minnst á þátt Baldurs við rannsókn- ir og hönnun Kísiliðjunnar við Mý- vatn en verksmiðjan hefur nú starf- að í þrjátíu ár, framleitt um 24 þús- und tonn kísilgúrs á ári og er næst- stærsti notandi jarðgufu í iðnaði í heiminum. Einnig var rifjað upp hið merka brautryðjendastarf Baldurs við að vinna salt og önnur efni úr heitum jarðsjó á Reykjanesi. I ræðu sinni sagði John Lund, prófessor við Tækniháskóla Oregon, að ef til vill yrði Baldurs lengst minsnt fyrir línurit sem birtist í gi’ein árið 1973 og sýnir við hvaða hitastig heppileg- ast er að nota jarðhita til raforku- framleiðslu, húshitunar, fiskeldis og hinna ýmsu iðnaðarferla. Línurit þetta er orðið klassískt í kennslu- bókum og jafnan nefnt Líndal línu- ritið, segir í fréttatilkynningu. Ekkja Baldurs, Ásdís Hafliðadótt- ir, tók við heiðursskildi við athöfnina og þakkaði íyrir sína hönd og barna þeirra þann heiður sem minningu Baldurs Líndal er sýnd. Helgarskák- mót TR HELGARMÓT hjá Taflfélagi Reykjavíkur fer fram helgina 20.-22. febi-úar nk. Samkvæmt venju fara fram þrjár atskákir á fóstudagskvöldið frá kl. 20.00 en svo tvær kappskákir á laug- ardaginn, sem hefjast kl. 10.00 og 17.00, og tvær kappskákir á sunnu- dag sem hefjast kl. 10.30 og 17.00. Tefldar eru 7 umferðir eftir Mon- rad-kerfi með umhugsunartímanum ' l'Á klst. á 30 leiki og svo 30 mín. til að klára. Veitt verða vegleg pen- ingaverðlaun. Þátttökugjöld eru 1.500 kr. fyrir félagsmenn 16 ára og eldri (2.300 kr. fyrir utanfélagsmenn) og 1.000 kr. fyrir félagsmenn 15 ára og yngri (1.500 kr. fýrir utanfélagsmenn). Skráning fer fram á skákstað á föstudag kl. 19.30-20. * Islands- meistaramöt í dorgveiði á Reynisvatni DORGVEIÐIFÉLAG íslands gengst fýrir íslandsmeistaramóti í dorgveiði á Reynisvatni í Reykjavík laugardaginn 7. mars nk. Mótið hefst kl. 10 og lýkur kl. 14. Ymis aukaverðlaun verða veitt m.a. fýrir stærsta fiskinn og þann fyrsta sem veiðist. Þátttökugjald er 3.000 kr. fýrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir yngri en 16 ára. Veiði er ótak- mörkuð og Islandsmeistari verður sá sem veiðir flest kg. Mótið er opið öllum konum og körlum, innlendum sem erlendum. Þátttöku þarf að tilkynna eigi síðar en 5. mars kl. 18 í veiðihúsið við Reynisvatn. AGNES Jónsdóttir, eigandi hársnyrtistofunnar Meyjunnar. Nýr eigandi að Meyjunni Ferða- skrifstofa á Netinu FERÐASKRIFSTOFA tók ný- lega til starfa á Netinu. Þessi nýj a ferðaskrifstofa verður sjálfstæð, en er þó alfarið í eigu S/L. Á www.samvinn.is má finna nýj- ustu upplýsingarnar um ferðir út í heim og hagstæðustu tilboðin, seg- ir í fréttatilkynningu. Þar verða ýmis tilboð, m.a. sérferðir fyrir unga fólkið, ferðir sem seldar verða hæstbjóðanda og tilboð sem aðeins gilda á Netinu, svo sem á forfallasætum tryggingafélag- anna. Ferðaskrifstofan mun kaupa ferðir af S/L, en mun einnig eiga viðskipti við önnur félög og bjóða þjónustu sína á vefnum. Reynt verður að halda öllum samskiptum við viðskiptavini beint í gegnum Netið með tölvupósti. Miðar verða gefnir út af S/L og sendir við- skiptavinum i pósti. Allar greiðsl- ur munu fara fram með greiðslu- kortum eða símgreiðslum. Nafn vantar á nýju ferðaskrif- stofuna og sá, sem kemur með bestu tillöguna fyrir 15. mars nk. vinnur flugfar fyrir tvo til London í sumar. Einnig verða dregnir út aukavinningar úr öllum aðsendum tillögum. Vin fagnar fímm ára afmæli Gestakomum hefur fjölgað GESTAKOMUM í Vin, athvarfi Rauða kross íslands fyrir geðfatl- AGNES Jónsdóttir hár- greiðslumeistari hefur tekið við rekstri hársnyrtistofunnar Meyjunnar, Reykjavíkurvegi 62, 2. hæð. Stofan býður upp á alla al- aða, hefur fjölgað ár frá ári á þeim fimm árum sem liðin eru síðan at- hvarfið var opnað. Reynslan af rekstri Vinjar hefur nú orðið til þess að ákveðið hefur verið að opna annað athvarf fyrir geðfatlaða í samvinnu Kópavogs- deildar Rauða kross Islands, svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra á Reykjanesi og Kópavogs- bæjar. Fyrirhugað er að athvarfið verði opnað í vor. Vin er til húsa í einbýli að Hverfisgötu 47. Athvarfið er opið virka daga kl. 9.30-16.30 en auk þess hafa sjálfboðaliðar gert kleift að hafa það opið á sunnudögum yf- ir vetrarmánuðina og á stórhátíð- menna hárþjónustu fyrir döm- ur, herra og börn. Veittur er 20% afsláttur á allri þjónustu út febrúar. Opið frá kl. 10-18 alla virka daga og kl. 10-14 á iaug- ardögum. um. Tilgangurinn með rekstri at- hvarfsins er að rjúffa félagslega einangrun geðfatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu og skapa þeim um- hverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir. Verslunin Islenskur heimilisiðnað- ur hættir HEIMILISIÐANÐARFÉLAG Islands hóf rekstur verslunar í Hafnarstræti 3 árið 1969. Nú lýk- ur þeim rekstri í lok mánaðarins. „Á liðnum árum hefur margur landinn og ferðalangurinn dáðst að úrvali íslensks handverks, sem þar hefur verið til sölu. Á þessum árum hefur íslenskt handverks- fólk og listhandverksfólk reglu- lega verið kynnt á sérstökum sýn- ingum auk sérsýninga á heimilis- iðnaði. Alla tíð hefur verið lögð áhersla á gæði þeirra vara sem í boði hafa verið. Sökum rekstrar- örðugleika síðustu ára mun versl- uninni verða lokað. Kemur þar margt til en ekki síst dvínandi verslun í Kvosinni sem hefur tekið sinn toll. Viðskiptavinum fyrr og síðar er þakkað fýrir samskiptin á þessum langa tíma. Eru allir boðnir vel- komnir á rýmingarsölu þessa síð- ustu daga,“ segir í frétt frá ís- lenskum heimilisiðnaði. Óraunhæf bjartsýni á lækningu alnæmis EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á aðalfundi Alnæmis- samtakanna á mánudag: „Aðalfundur Alnæmissamtak- anna á Islandi, haldinn í húsa- kynnum Rauða kross Islands, Efstaleiti 9, Reykjavík, mánudag- inn 16. febrúar 1998, lýsir áhyggj- um sínum af fréttaflutningi af lækningu alnæmis. Staðreyndin er sú að því miður er enn engin lækning til við al- næmi. Tilkoma nýrra lyfja og blöndun við lyf sem fýrir voru hefur bætt líðan margra alnæmissjúkra og gefið þeim nýja lífsvon og er það mjög ánægjulegt. Margir hafa þó töluverðar aukaverkanir af lyfjun- um og enginn veit hvort líkaminn muni mynda ónæmi fyrir þeim eftir einhvern ótitekinn árafjölda. Lyfin hafa ekki haft áhrif á alla og sumir þola þau ekki (sennilega 3-4%). Óþarfa bjartsýni sem komið hefur fram í fjölmiðlum er því óraunhæf og getur ýtt undir kæruleysi í kynhegðun fólks.“ > Islands- meistaramót í dorgveiði á Reynisvatni DORGVEIÐIFÉLAG íslands gengst fyrir íslandsmeistaramóti í dorgveiði á Reynisvatni í Reykja- vík laugardaginn 7. mars nk. Mót- ið hefst kl. 10 og lýkur kl. 14. Ýmis aukaverðlaun verða veitt m.a. fyrir stærsta fiskinn og þann fýrsta sem veiðist. Þátttökugjald er 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir yngri en 16 ára. Veiði er ótakmörkuð og fslands- meistari verður sá sem veiðir flest kg. Mótið er opið öllum konum og körlum, innlendum sem erlendum. Þátttöku þarf að tilkynna eigi síð- ar en 5. mars kl. 18 í veiðihúsið við Reynisvatn. LEIÐRÉTT Árétting VEGNA fréttar í gær um opnun nýrrar betri stofu á Keflavíkur- flugvelli vill SAS á íslandi árétta, að allir Euro Class farþegar fé- lagsins hafa aðgang að þessari stofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.