Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 76
Fyrstir meö HP Vectra PC HEWLETT PACKARD Sjádu meira á www.hp.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Grjótnám hafið í ■ Geldinga- nesi UNDIRBÚNINGUR að grjótnámi og formun lands að hafnarað- stöðu er hafínn í Geldinganesi á vegum Reykjavíkurhafnar. Ráð- gert er að flytja um 100 þúsund rúmmetra af gijóti frá nesinu og nýta í uppbyggingu Eyjargarðs á Örfirisey þar sem smíðuð verður bryggja fyrir olíuflutningaskip. Stefnt er að því að grjótflutning- arnir fari að mestu leyti sjóleið- ina en um 20 þúsund rúmmetra ^■•verður að flytja landleiðina og þá um Gullinbrú. Samtals verður hægt að taka um eina milljón rúmmetra grjóts úr námunni á Geldinganesi sem gæti m.a. nýst við gerð Sundabrautar. 1994 tók Reykjavíkurhöfn ákvörðun um byggingu Eyjar- garðs. Um er að ræða 250 metra lengingu á núverandi garði og smiði bryggju fyrir ohuskip í millilandaflutningum. Umhverf- ismat fór fram í Geldinganesi 1997 og sama ár var fyrsti áfangi grjótnáms, flutnings og bygging- ar grjótgarðsins boðinn út. Verk- taki er Suðurverk. Jón Þórðarson hjá Reykjavík- urhöfn segir að samhliða gijót- námi í Geldinganesi sé verið að forma það land undir væntanlegt hafnarsvæði. Slóði er þvert yfir Geldinganes og er verktaka skylt að nota hann en óheimilt að leggja nýja vegi í tengslum við framkvæmdirnar, samkvæmt úr- skurði skipulagsstjóra ríkisins. Eiðið styrkt með ofaniburði Eina Iandleiðin út í Geldinga- ■ .i^ies er um eiðið og hefur verið borið ofan í það og það styrkt. Um það fara öll tæki til grjót- námsins. f fyrsta áfanga verksins er jafnframt gert ráð fyrir land- fyllingu með bryggjuaðstöðu út frá gijótnáminu. Stefnt er að því að bryggjuaðstaðan verði komin upp í Geldinganesi í aprfl eða maí og hefst þá sjóflutningurinn. Morgunblaðið/RAX GELDINGANESIÐ hefur tekið miklum breytingum eftir að gijótnámið hófst þar. 7% hlutur í íslands- banka til sölu Markaðs- verðmætið rúmar 900 milljónir NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu- lífsins hefur óskað eftir tilboðum í 7,12% eignarhlut sinn í íslands- banka hf. sem er að nafnvirði 276 milljónir króna. Akveðið hefur verið að selja þennan hlut í einu lagi og rennur tilboðsfrestur út á hádegi næsta fimmtudag. Miðað við núgild- andi markaðsgengi á Verðbréfa- þingi, sem er 3,29, nemur verðmæti bréfanna um 908 milljónum króna. Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, segir að ástæðan fyrir því að kannaðir séu möguleikar á sölu þessara bréfa sé sú að um 25% af stofnsjóði séu bundin í þessum hlut eða um eitt þúsund milljónir. ■ 7,12% hlutur/Bl ------------- Einkaframkvæmdir Reykjavík- urflugvöll- ur í skoðun FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur fyrirsjáanlegt að á næstu árum muni þeim verkefnum fjölga veru- lega þar sem aðferð einkafram- kvæmdar er beitt, en sú aðferð fel- ur í sér að ríkið gerir samning við einkaaðila um að veita tiltekna þjónustu. Venjulega er um að ræða verkefni sem krefst umtalsverðrar fjárfestingar og samningstíminn yfirleitt langur eða 20-30 ár. Meðal þeirra verkefna sem eru til skoðunar í þessu sambandi og öll eru á framkvæmdaáætlun ráðu- neyta má nefna Reykjavíkurflug- völl, heilsugæslu á höfuðborgar- svæðinu, Iðnskólann í Hafnarfirði og gæsluvarðhaldsfangelsi. ■ Heilsugæsla/12 Áætlun iðnaðarráðuneytis um mannaflaþörf við stóriðjuframkvæmdir Magnesíumverksmiðja árið 1999 og álver 2003 SAMKVÆMT nýrri áætlun iðnað- arráðuneytisins um líklegar stór- iðju- og virkjanaframkvæmdir og mannaflaþörf á næstu sjö árum, sem gerð var fyrir Félag járniðnað- armanna, er m.a. gert ráð íyrir að ráðist verði í byggingu stórs álvers árið 2003 og að mannaflaþörfin nái hámarki ári síðar. Einnig er í áætl- uninni gert ráð fyrir að samningar náist um magnesíumverksmiðju sem reist verði á árunum 1999-2001. Talið er að um 300 innlendir starfsmenn geti verið til reiðu í málmiðnaðinum við hugsanlegar stóriðjuframkvæmdir og nauðsyn- legar virkjanaframkvæmdir á næstu árum og því er það mat Fé- lags járniðnaðarmanna að ekki sé þörf á erlendu vinnuafli, skv. upp- lýsingum Arnar Friðrikssonar, for- manns félagsins. Þörf fyrir nær 800 málmiðnað- armenn árið 2004 Ráðuneytið setti upp áætlun um nokkra iðjukosti, nýjar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir og raðaði verkefnum upp samkvæmt líklegri tímaáætlun. Skýrsla ráðuneytisins er ekki komin út en skv. upplýsing- um úr henni sem birtar eru í frétta- bréfi járniðnaðarmanna er m.a. gert ráð fyrir að á þessu ári sé þörf fyrir á fjórða hundrað málmiðnaðarmenn við stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir þegar mest er. Mannafla- þörfin sveiflast nokkuð á milli árs- fjórðunga næstu árin en hún nær svo hámarki á árinu 2004 verði bygging stórs álvers eftir aldamótin að veruleika. Þá verður þörf fyrir allt að átta hundruð starfsmenn í málmiðnaði við þessar framkvæmd- ir þegar mest er, skv. áætlunum ráðuneytisins. Jafna þarf mannaflaþörflna Örn Friðriksson leggur áherslu á að á allra næstu árum verði þessar framkvæmdir viðráðanlegar með innlendum starfsmönnum. Verði fleiri stóriðjukostir ákveðnir sé hins vegar hætt við þenslu á vinnumark- aði í lok tímabilsins. Þá þurfi að jafna mannaflaþörf á tímabilinu, einkum með því að flýta fram- kvæmdum við álver fram á árið 2002. „Eg tel mikilvægast að þarna er búið að taka saman yfirlit yfir helstu framkvæmdii- og vinna upp þau grunngögn sem hægt er að lesa úr og nýta sem stjórntæki í framtíð- inni. Þetta skapar líka fyrirtækjum möguleika á að búa sig betur undir framtíðina," segir Örn. Valur ætlar að áfrýja DÓMSTÓLL Handknattleiks- sambands Islands, HSI, kvað í gær upp þann dóm að úrslita- leikur Fram og Vals í bikar- keppni HSI í meistaraflokki karla væri ógildur og skuli leikinn að nýju. Frammarar kærðu fram- kvæmd bikarúrslitaleiksins, þar sem Valur sigraði eftir framlengingu, og töldu að framkvæmdinni hefði verið um margt ábótavant. Á þau rök féllst dómstóllinn og niður- staða hans er að leikurinn skuli endurtekinn. Valsmenn vilja ekki una niðurstöðu dómsins og hafa ákveðið að áfrýja henni til dómstóls ISI og hafa þeir til þess tvær vikur. ■ Úrslitaleikur / C1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.