Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ ) ERLENT JEAN-Luc Dehaene mætir á blaðamannafund í Brussel í gær. Reuters Belgar tilkynna upp- stokkun í lögreglunni Brussel. Reuters. Farsímar bannaðir í flugvélum REGLUR er banna notkun rafeindatækja í evrópskum flugvélum ganga í gildi 1. apríl nk., en vandamál er skapast af notkun slíkra tækja, sérstak- lega farsíma, færast í aukana. A sunnudaginn varð flugvél SAS-flugfélagsins á leið frá Osló til Bodö að snúa við til Fornebuflugvallar eftir að far- sími farþega setti í gang að- vörunarbúnað í vélinni. Far- þeginn hafði gleymt að slökkva á símanum og var hringt í hann eftir að komið var í loftið. Fyrir hálfum mánuði var norskur farþegi í SAS-vél í innanlandsflugi sektaður um 200 þúsund íslenskar krónur fyrir að hafa bæði reykt og tal- að í farsíma sinn og brotið þar með reglur SAS. Það er nú undir flugfélögun- um sjálfum komið hvað far- þegum í vélum þeirra leyfíst að nota, en með tilkomu sam- eiginlegra evrópskra reglna um flug (JAR) verður notkun rafeindatækja með öllu bönn- u'ð. Afengi og brjóstakrabbi KONUR sem drekka tvö til fímm vínglös á dag, eða sam- svarandi vínandamagn af bjór eða sterku víni, eiga frekar á hættu að fá brjóstakrabba- mein, að því er niðurstöður bandarískrar athugunar benda til. Athugunin var byggð á rannsóknum í Kanada, Svíþjóð og Hollandi. JEAN-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, kynnti í gær áform um víðtæka uppstokkun á belgísku lögreglunni. Lögreglan hefur sætt harðri gagnrýni sökum þess hvern- ig staðið var að rannsókn barnaníð- ingsmála á undanförnum árum. Meðal annars stendur til að sam- eina ólíkar deildir lögreglu í eina öfluga ríkislögreglu er sæta mun eftirliti sérstakrar nefndar. Hörð gagnrýni hefur komið fram á störf lögreglunnar í tveimur skýrslum og var sú síðari gerð opin- ber á þriðjudag. Lögreglan er sögð hafa gert fjölmörg mistök og í raun klúðrað leit að fjórum ungum stúlk- um er höfðu horfið sporlaust. Lík stúlknanna fundust árið 1996 og höfðu þær verið grafnar á lóð dæmds barnanauðgara, Marcs Dutroux. í ljós kom að lögregla hafði ekki kannað hvort Dutroux ætti aðild að hvaifí stúlknanna, þrátt fyrir fyrri sakfellingar og að hann hafí verið undir eftirliti hluta þess tíma, sem leitin að stúlkunum stóð yfir. Mistökin við lögreglurannsóknina voru það mörg og alvarleg að upp komu fjölmargar kenningar í Belgíu um að barnaniðingar hefðu beinlínis notið verndar háttsettra manna inn- an lögreglunnar. I fyrrnefndum skýrslum kom fram að vegna rígs milli deilda lög- reglunnar hafi upplýsingum verið haldið eftir og jafnvel komið fyrir að ein deild lögreglunnar hafí veitt annarri deild rangar upplýsingar. Dehaene sagði að ríkisstjórnin hygðist koma frumvarpi um breyt- ingar á lögreglunni í gegnum þingið fyrir næstu kosningar, sem haldnar verða um mitt næsta ár. Líkams- 1 hluti músar óx aftur London. The Daily Telegraph. MÚS sem ræktuð var í vísinda- skyni reyndist óvænt hafa þann eiginleika að á hana óx aftur líkamshluti sem numinn hafði verið í burtu. Þessi uppgötvun vekur vonir um að hægt verði I að yfirstíga vandamál sem komið hafa í veg fyrir endur- vöxt líkamshluta á fólki. Ellen Heber-Katz, prófessor við Wistar-stofnunina í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum, greindi frá þessu á sunnudag á fundi Vísindaframfarasamtaka Bandai’íkjanna (American As- sociation for the Advancement of Science). Kvaðst hún hafa orðið ákaflega undrandi þegar | líkamsvefur endurnýjaðist, með brjóski og æðum og öðru sem í honum er. Heber-Katz hafði pantað mýs, svonefndar MRL-mýs, til annarra rannsókna. Þessar mýs, sem hafa ekkert ónæmis- kerfi, eru mUdð notaðar við rannsóknir. „Eg bað aðstoðar- mann minn að eyrnamerkja þær. Mýs eru yfirleitt merktar með þessum hætti því mark í \ eyra lokast ekki aftur og þær bera því merkið meðan þær lifa. En þremur vikum síðar var engin músanna með mark og það voru engin ör á eyrunum," sagði Heber-Katz. Hún sagði ekki vera um að ræða það sama og gerist þegar sár gróa. „Við teljum að um sé að ræða það sama og gerist þegai' útlimh- endumýjast á j froskdýrum. Hlutar skotts uxu . aftur á mýsnar og partur sem ’ tekinn var af lifur gat vaxið aft- ur nákvæmlega eins.“ Vísindamenn telja að endur- myndunarhæfileiki sé að ein- hverju leyti fyrir hendi í spen- dýrum en önnur gen haldi hon- um í skefjum, og þá líklega T- eitilfrumur í ónæmiskeifínu sem koma í veg fyrir ki’abba- meinsvöxt. s<> Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 TVÖFALDUJR McOstborgari 189,-kr. Yeður talið orsakaþáttur París. Reuters. AIRB U S-flugvélaverksmiðj urnar tilkynntu í gær að ólíklegt væri að rekja mætti orsakir þess að Airbus- þota fórst á Tævan á mánudag til stýribúnaðar flugvélarinnar. Þótt of snemmt væri að segja nokkuð um orsakir slyssins mætti líklegt telja að mannleg mistök og slæmt skyggni væru helstu áhrifaþættir. Oháður flugmálasérfræðingur tók undir þetta viðhorf Airbus. Vélin sem fórst var breiðþota af gerðinni A300-600, og var í eigu tævanska flugfélagsins China Air- lines. Hún var að koma inn til lend- ingar á Taipeiflugvelli er hún hrap- aði í íbúðahverfi við jaðar flugvallar- ins með þeim afleiðingum að 203 fór- ust, þar af sjö á jörðu niðri. Fréttaskýrendur hafa gefið í skyn að sjálfvirkur stýribúnaður, sem er að miklu leyti tölvutengdur, hafi átt þátt í að svo fór sem fór. Þessi gagn- rýni kemur illa við Airbus, en flug- málasérfræðingar hafa áður gagn- rýnt fyrirtækið fyrir að stýribúnaður véia þess byggist um of á tölvum og rafmagnsleiðslum sem sendi og beri boð frá stjórntækjum til stýriflata. A300-200 þotan var ekki búin stýribúnaði af þessari gerð heldur eldri gerð sem byggð er á köplum og talíum er bera boð til stýriflata. Flugfélagið hefur sagt að líkur á vél- arbilun séu „mjög litlar“. Aðrar þot- ur félagsins af þessari gerð hafa engu að síður verið kyrrsettar með- an rannsókn á slysinu stendui’ yfir. Airbus vildi í gær ekkert segja um þessa ákvörðun flugfélagsins, en vís- i aði á bug getgátum um að háþróuð sjálfvirkni hefði stuðlað að slysinu. „A300-600 er flugvél sem hönnuð var á níunda áratugnum og tölvubúnað- ur í henni er svipaður og í öllum öðr- um fiugvélum af þeirri kynslóð," sagði Robert Alizart, talsmaður Air- bus. „Algert bull“ | „Þetta er algert bull, skrifað af j fjölmiðlafólki sem veit ekki hvað snýr fram og hvað snýr aftur á flug- vél,“ sagði hann um getgátur þess efnis að flugmenn þotunnar hafi ekki getað tekið stjórnina af tölvum nægi- lega snemma. A upptöku af samtölum flugmanna og flugumferðarstjóra er gerðar voru í flugturninum í Taipei má að því er virðist heyra, nokkrum sek- úndum áður en vélin hrapaði, viðvör- | unarhljóð í stjórnklefanum, og gæti | það gefið til kynna að flugmennirnir hafi verið að reyna að rjúfa sjálfstýr- 1 ingu vélarinnar. Skyggni var einn kílómetri, vel yf- ir þeim 600 metrum sem eru lág- marksskyggni til lendingar á vellin- um. David Learmont, öryggismála- sérfræðingur tímaritsins Flight International, segir að skyggni kunni að hafa átt þátt í því að vélin fórst. „Allar vísbendingar sem komið i hafa fram benda til þess að sú stað- reynd að skyggni var lélegt hafi ver- ' ið fyrsti orsakaþátturinn er ieiddi til j slyssins," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.