Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 9 FRÉTTIR Ummæli um „sjúka kærendur“ dæmd ómerk HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt ómerk ummæli Eggerts Haukdals oddvita í V-Landeyja- hreppi um tvo íbúa í hreppnum. Um- mælin komu fram í bréfi sem Eggert sendi félagsmálaráðuneytinu í kjöl- far kvartana íbúanna til ráðuneytis- ins vegna ýmissa þátta í stjórnsýslu Eggerts og hreppsnefndar V-Land- eyjahrepps. í bréfi sínu til félagsmálaráðu- neytisins vitnar Eggert til viðræðna við fjölmarga strfsbræður sína sunn- anlands og í öðrum byggðarlögum og segir að „þessar sveitii’ eigi sér enga „kærendur“. Ekki vildi ég þessum sveitum svo illt þó ég gæti að senda þeim okkar „kærendur“.“ Einnig segir hann: „Það er með ólíkindum að sjúkir kærendur geti vaðið áfram . . . í skjóli stjórnvalda og stór- skemmt lítið samfélag." I dómi Hér- aðsdóms Suðurlands segir að ofan- greind ummæli skuli vera ómerk. Stefnendur í málinu, þau Haraldur Júlíusson og Svanborg Eygló Óskarsdóttir, kröfðust þess að Égg- ert yrði dæmdur til þyngstu refsing- ar sem lög leyfa, greiðslu miskabóta og birtingu dómsins í opinberu blaði, en dómurinn sýknar Eggert af þess- um kröfum. Hins vegar er hann dæmdur til að greiða stefnendum 80 þúsund krónur í málskostnað hvoru fyrir sig. Ólafur Börkur Þorvaldsson kvað upp dóminn. -------------- Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Tveir frambjóð- endur í kjöri ATKVÆÐAGREIÐSLU um for- mann Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar lýkur í dag kl. 20, en kosið er í húsnæði félagsins að Grettisgötu 89. Tveir eru í kjöri, Grétar Jón Magnússon, deildarfulltrúi hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Sjöfn Ingólfsdóttir, núverandi formaður félagsins. Sjöfn og Grétar Jón kepptu einnig um formannsembætt- ið fyrir tveimur árum ásamt Maríasi Sveinssyni strætisvagnabílstjóra. Þá sigraði Sjöfn, en hún hefur verið for- maður félagsins frá 1991. Sjöfn hefur setið í stjórn félagsins frá 1980 og verið í stjórn BSRB frá 1982 og er nú varaformaður BSRB. Grétar Jón hefur setið í fulltrúaráði Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar í fjögur ár, en hefur um áratugaskeið tekið þátt í félagsmálum innan verkalýðs- og líknarfélaga. Á kjörskrá eru u.þ.b. 3.200 manns. Eftirlaunaþegar, sem eru i félaginu, njóta fullra félagsréttinda og mega taka þátt í kjörinu. * > Aki Armann Jónsson settur veiðistjóri •GUÐMUNDUR Bjarnason, um- hverfisráðherra, hefur sett Áka Ár- niann Jónsson til þess að gegna stöðu veiðistjóra tii 31. maí nk. Áki Ármann hef- ur starfað hjá veiði- stj óraembættinu síðan 1. mars 1995 og hefur séð um uppbyggingu og rekstur veiðikorta- kerfisins. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1987 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1993. Eftir nám vann hann m.a. á Keldum við rann- sóknir á sníkjudýrum í æðarfugli og fæðu æðarfugla en hann hefur einnig unnið að uppsetningu og þró- un gagnagrunna fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Ljásakrámir Ikmar nfíft -Qtofnnð i&74< munlt Urval fallegra muna Aiitík murnr, Klapparstíg 40, súri 552 7977. Síðustu dagar útsölunnar Árshátíöir, starfsmannahópar, fundir, ráðstefnur, afmæli, brúðkaup, (ólahlaðborð, fermingar... - Veislusalir fyrir allt að 350 manns. Veisluhöld allt árið Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935. Boröapantanir ísíma 567-2020, fax 587-2337. sergrein u Nú er rétti tíminn tíi aö panta fermingarveisluna, brúökaupsveisluna, árshátíöina eöa afmælisveisluna. KYNNINGARTILBOÐ VEISLUR OG VEITINGAR, ÁLFHEIMUM 74, GLÆSIBÆ, SÍMI 588-7400 Skólavörðustíg 7, 101 Rvík. sími 551-5814. Opið frá 10-18 virka daga og laugard. 10-14 Hverfisgötu 6-101 Reykjavík - sími 562 2862 tærn oe enn verslun Glœsileg vorfatna l 2141 10.00-Ili.HO, laugardaga frá M. 10.0(1-15.00 ESTEE LAUDER Augun segja allt Estée Lauder hefur svarið við öllu, frá flnum línum til dökkra bauga. Nú er tækifærið til að kynnast því sem bætir útlit augna þinna. Ráðgjafar frá Estée Lauder veita þér persónulega ráðgjöf og upplýsingar um litaval, augnkrem, maskara, baugahyljara og augnháranæringu. Komdu og kannaðu öll ráð til að augu þín líti sem best út. Fáðu líka að kynnast Individualist nýja marskaranum sem þykkir og lengir stuttu og gisnu augnhárin. Verð kr. 1.465,- Ef keypt er fyrir 1000,- krónur af augnvöru frá Estée Lauder færðu Perfectionist farðann heim með þér til að prófa. Ráðgjafar verða i snyrtivöruversluninni Glæsibæ í dag, á morgun og á laugardag. SNVRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆS8Æ sími 568 5170.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.