Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ P0PPK0RN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ - SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga myndina One Night Stand með Wesley Snipes, Nastassja Kinski, Kyle McLachlan og Robert Downey jr. í aðalhlutverkum. Einnar nætur gaman A<>t viðfyrdtu fyn! HJÁ Max Carlyle (Wesley Snipes) virtist allt leika í lyndi. Hann var vel giftur, átti heilbrigð börn og var í góðu starfi. En þegar hann er á ferðalagi í New York hittir hann harðgifta og bráðfallega konu, Karenu (Nastassja Kinski) og þau eyða saman ástríðufullri nótt. Hvor- ugt var á höttunum eftir neinu af þessu tagi og daginn eftir segjast þau ætla að gleyma því sem gerðist og búast ekki við að hittast aftur. Þegar heim kemur heldur minning- in og þráin áfram að kvelja Max. Hann dregur sig í hlé frá fólki og skyndilega myndast hyldjúp gjá milli hans og eiginkonu hans, og hún (Ming-Na Wen) botnar ekkert í hvað veldur. Ári seinna fara þau hjónin aftur til New York til að kveðja Charlie (Robert Downey jr.) hinstu kveðju en þessi besti vinur Max er kominn með alnæmi á lokastigi. En hvern hitta þau hjónin yfir banabeði vinar- ins annan en Karenu, sem reynist vera mágkona beta vinarins, gift Vemon (Kyle MacLachlan) bróður Charlies. Örlögin hafa gripið í taumana og leitt þau saman á ný. Karen og Max reyna að bæla gagn- kvæmar tilfinningar sínar þar til þau neyðast til þess að horfast í augu við kaldan raunveruleikann og takast á við óvæntar og erfiðar af- leiðingamar. „One Night Stand er í raun og vera þrjár stuttmyndir um hjóna- (jULLHAMRAR er nýr og glæsilegur 150—250 manna veislusalur í Húsi iðnaðarins. Hann hentar því vel fyrir veglegar veislur eins og brúðkaupsveislur. Hafið samband, skoðið salinn og matseðla með tillögum að spennandi veitingum á hagstæðu verði. Enn eru nokkrir laugardagar lausir í sumar. GULLHAMRAR veislusalur I Húsi iðnaðarins • Hallveigarstíg 1 • Sími 552 4747 • Fax 552 4775 ROBERT Downey jr. leikur dauðvona alnæmissjúkling. bandið," segir leikstjóri myndarinn- ar, Mike Figgis, en hann leikstýrði m.a. Leaving Las Vegas. „Fyrsta stuttmyndin er Ijúfsár, rómantísk saga um einnar nætur gaman tveggja giftra einstaklinga. í annarri er fjallað um hjónaband undir miklu álagi - álagi sem á ræt- ur að rekja til erfiðleika í tilfinn- ingalífi og erfiðleika í starfi sem valda því að Max leitar í ævintýri. Þriðja sagan fjallar um eftirleik framhjáhaldsins, og þær leiðu brautir sem það leiðir persónurnar út á.“ Wesley Snipes er í aðalhlutverki myndarinnar og leikur Max. Wesley hefur verið eitt stærsta svarta nafn- ið í Hollywood undanfarið og leikið í jafnólíkum myndum eins og To Wong Foo, Murder at 1600 og Mon- ey Train. Nastassja Kinski var um .ferm- ingaraldur þegar hún var farin að leika í Tess, eftir Roman Polanski, og síðan Cat People og Hotel New Hampshire í Hollywood auk mynda eftir Wim Wenders og fleiri leik- stjóra heima í Þýskalandi. Að frá- töldu sambandi hennar við tónlist- armanninn Quincy Jones, sem er nógu gamall til að vera afi hennar, hefur lítið farið fyrir Nastassja und- anfarin ár þótt hún hafi sést í MAX og Karen eru gift fólk sem hittist í New York. nokkrum evrópskum og bandarísk- um myndum. Það kann að vera að breytast því síðast sást hún í Father’s Day með Robin Williams og Billy Crystal. Kyle MacLachlan þekkja menn úr Blue Velvet, og Twin Peaks eftir David Lynch. Frægasti fangi Bandaríkjanna Hvað mesta athygli leikenda í myndinni One Night Stand vekur nærvera Roberts Downeys jr., fræg- asta refsifanga Bandaiíkjanna um þessar mundir. Þessi stjórsnjalli leikari, sem margir töldu eiga skilin óskarsverðlaun fyrir endursköpun sína á meistara Chaplin í mynd Ric- hards Attenboroughs, hefui- eins og kunnugt er misst öll tök á lífi sínu og hefur fallið í hvern pyttinn öðrum dýpri í stjórnlausri eiturlyfjaneyslu. Um þessar mundir er hann ríflega hálfnaður með að afplána hálfs árs fangelsisdóm íyrir eiturlyfjaneyslu og brask. Maðurinn sem lék æsifréttamanninn sem eltist við fjöldamorðingjana í Natural Bom Killers eftir Oliver Stone fær nú að kynnast svoleiðis fólki í návígi og fúl- ustu alvöru. Fregnir herma að Ro- bert Downey jr. deili nú matsal og sturtuklefa með mörgum af forhert- ustu glæpamönnum Kalifomíufylkis. ÞAÐ er vandræðaleg stund þegar Max og frú hitta Karenu og eiginmann hennar. porjjimMaíiift - kjarni málsins! Frumsýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.