Morgunblaðið - 19.02.1998, Side 70

Morgunblaðið - 19.02.1998, Side 70
70 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ P0PPK0RN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ - SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga myndina One Night Stand með Wesley Snipes, Nastassja Kinski, Kyle McLachlan og Robert Downey jr. í aðalhlutverkum. Einnar nætur gaman A<>t viðfyrdtu fyn! HJÁ Max Carlyle (Wesley Snipes) virtist allt leika í lyndi. Hann var vel giftur, átti heilbrigð börn og var í góðu starfi. En þegar hann er á ferðalagi í New York hittir hann harðgifta og bráðfallega konu, Karenu (Nastassja Kinski) og þau eyða saman ástríðufullri nótt. Hvor- ugt var á höttunum eftir neinu af þessu tagi og daginn eftir segjast þau ætla að gleyma því sem gerðist og búast ekki við að hittast aftur. Þegar heim kemur heldur minning- in og þráin áfram að kvelja Max. Hann dregur sig í hlé frá fólki og skyndilega myndast hyldjúp gjá milli hans og eiginkonu hans, og hún (Ming-Na Wen) botnar ekkert í hvað veldur. Ári seinna fara þau hjónin aftur til New York til að kveðja Charlie (Robert Downey jr.) hinstu kveðju en þessi besti vinur Max er kominn með alnæmi á lokastigi. En hvern hitta þau hjónin yfir banabeði vinar- ins annan en Karenu, sem reynist vera mágkona beta vinarins, gift Vemon (Kyle MacLachlan) bróður Charlies. Örlögin hafa gripið í taumana og leitt þau saman á ný. Karen og Max reyna að bæla gagn- kvæmar tilfinningar sínar þar til þau neyðast til þess að horfast í augu við kaldan raunveruleikann og takast á við óvæntar og erfiðar af- leiðingamar. „One Night Stand er í raun og vera þrjár stuttmyndir um hjóna- (jULLHAMRAR er nýr og glæsilegur 150—250 manna veislusalur í Húsi iðnaðarins. Hann hentar því vel fyrir veglegar veislur eins og brúðkaupsveislur. Hafið samband, skoðið salinn og matseðla með tillögum að spennandi veitingum á hagstæðu verði. Enn eru nokkrir laugardagar lausir í sumar. GULLHAMRAR veislusalur I Húsi iðnaðarins • Hallveigarstíg 1 • Sími 552 4747 • Fax 552 4775 ROBERT Downey jr. leikur dauðvona alnæmissjúkling. bandið," segir leikstjóri myndarinn- ar, Mike Figgis, en hann leikstýrði m.a. Leaving Las Vegas. „Fyrsta stuttmyndin er Ijúfsár, rómantísk saga um einnar nætur gaman tveggja giftra einstaklinga. í annarri er fjallað um hjónaband undir miklu álagi - álagi sem á ræt- ur að rekja til erfiðleika í tilfinn- ingalífi og erfiðleika í starfi sem valda því að Max leitar í ævintýri. Þriðja sagan fjallar um eftirleik framhjáhaldsins, og þær leiðu brautir sem það leiðir persónurnar út á.“ Wesley Snipes er í aðalhlutverki myndarinnar og leikur Max. Wesley hefur verið eitt stærsta svarta nafn- ið í Hollywood undanfarið og leikið í jafnólíkum myndum eins og To Wong Foo, Murder at 1600 og Mon- ey Train. Nastassja Kinski var um .ferm- ingaraldur þegar hún var farin að leika í Tess, eftir Roman Polanski, og síðan Cat People og Hotel New Hampshire í Hollywood auk mynda eftir Wim Wenders og fleiri leik- stjóra heima í Þýskalandi. Að frá- töldu sambandi hennar við tónlist- armanninn Quincy Jones, sem er nógu gamall til að vera afi hennar, hefur lítið farið fyrir Nastassja und- anfarin ár þótt hún hafi sést í MAX og Karen eru gift fólk sem hittist í New York. nokkrum evrópskum og bandarísk- um myndum. Það kann að vera að breytast því síðast sást hún í Father’s Day með Robin Williams og Billy Crystal. Kyle MacLachlan þekkja menn úr Blue Velvet, og Twin Peaks eftir David Lynch. Frægasti fangi Bandaríkjanna Hvað mesta athygli leikenda í myndinni One Night Stand vekur nærvera Roberts Downeys jr., fræg- asta refsifanga Bandaiíkjanna um þessar mundir. Þessi stjórsnjalli leikari, sem margir töldu eiga skilin óskarsverðlaun fyrir endursköpun sína á meistara Chaplin í mynd Ric- hards Attenboroughs, hefui- eins og kunnugt er misst öll tök á lífi sínu og hefur fallið í hvern pyttinn öðrum dýpri í stjórnlausri eiturlyfjaneyslu. Um þessar mundir er hann ríflega hálfnaður með að afplána hálfs árs fangelsisdóm íyrir eiturlyfjaneyslu og brask. Maðurinn sem lék æsifréttamanninn sem eltist við fjöldamorðingjana í Natural Bom Killers eftir Oliver Stone fær nú að kynnast svoleiðis fólki í návígi og fúl- ustu alvöru. Fregnir herma að Ro- bert Downey jr. deili nú matsal og sturtuklefa með mörgum af forhert- ustu glæpamönnum Kalifomíufylkis. ÞAÐ er vandræðaleg stund þegar Max og frú hitta Karenu og eiginmann hennar. porjjimMaíiift - kjarni málsins! Frumsýning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.