Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 41. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Höfðar ekki mál vegna Estoniu- slyssins Efast um að Iraksför Annans beri árangur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. THOMAS Lindstrand, ríkissak- sóknari Svía, telur ekki forsendur fyrir málshöfðun til að fá úr því skorið hver hafi borið sökina á því að ferjan Estonia fórst 28. septem- ber 1994 og 852 manns létust. Að þessari niðurstöðu komst hann eftir að hafa lesið rannsóknarskýrslu al- þjóðanefndar og skýrslu Meyer- skipasmíðastöðvarinnar um slysið. Lindstrand undirstrikaði að verk- efni sitt hefði einungis verið að skera úr um hvort forsenda væri fyrir að höfða mál á hendur ein- hverjum aðila til að fá skorið úr um hvar sökin lægi og vinna slíkt mál. Niðurstaða sín væri að það væri ekki hægt. Rannsókn hefur leitt í Ijós að ekki var farið að alþjóðlegum reglum við byggingu ferjunnar, en Lindstrand segir slíkt ekki lögbrot. Ákvörðunin vakti strax viðbrögð meðal þeirra sem komust af og ætt- ingja þeirra er fórust. Annars vegar heyrðust raddir um að óviðunandi væri að loka málinu án þess að fá skorið úr um hver bæri ábyrgð. Hins vegai’ þeir, sem álíta að leit að sökudólgi þjóni engum tilgangi, heldur skipti máli að slysið leiði til aukins öryggis til sjós. Washington. Reuters. BANDARÍSKIR ráðamenn eru ef- ins um að þáttaskil verði í deilunni um eftirlit með gjöreyðingarvopn- um Iraka í ferð Kofís Annans, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (SÞ), til Bagdad, en hann er vænt- anlegur þangað á morgun, föstudag. Þeir halda þó opnum möguleika á nýrri málamiðlun sem felst í því að Irökum verði boðið að diplómatar frá aðildarríkjum öryggisráðs SÞ fylgi bandarískum liðsmönnum í vopnaeftirlitssveitum SÞ um svo- nefnd „forsetasvæði" en að öðru leyti virði Irakar öll ákvæði sam- komulagsins um vopnahlé í Persaflóastríðinu og samþykktir ör- yggisráðs SÞ um vopnaeftirlit. Mike McCurry, talsmaður Bills Clintons forseta, sagði að mikilvægt væri að gera enn eina tilraunina til þess að reyna að leysa deiluna við Iraka eftir pólitískum leiðum. Eng- ar visbendingar hefðu þó borist frá Bagdad er gæfu tilefni til að búast við árangri af fór Annans. „Þaðan heyrist aðeins þrákelkni, launung og lygar,“ sagði Curry. ÍSRAELAR búa sig af kappi til að mæta hugsanlegri eitur- vopnaárás frá Irak, en hér hef- ur palestínsk fjölskylda í aust- urhluta Jerúsalem fengið út- hlutað gasgnmuskammti sínum. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi í gær að ef til loftárása á Irak kæmi yrði höggið sem Irök- um yrði veitt það þungt að þeir myndu verða lengi að jafna sig eftir það. Mesta áskorun Annans Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakka, sagði í gær að írakar hefðu sjálfír enn tækifæri til að komast hjá loftárásum og skoraði á þá að grípa tækifærið sem gæfist með ferð Kofis Annans til að fallast á pólitíska lausn deilunnar. Annan, sem heldur til Parísar í dag á leið sinni til Iraks, stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni frá því hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra SÞ í ársbyrjun í fyrra. Hann sagðist í gær hafa átt mjög ítarlegt og gagnlegt samtal við Clinton Bandaríkjaforseta um alla þætti deilunnar við Iraka. „Honum er ljóst hverju ég ætla að reyna að áorka og ítrekaði, eins og aðrir hafa gert, að hann kjósi frem- ur friðsamlega lausn.“ Miðað er við að Annan geri öryggisráðinu grein fyrir viðræðum sínum við íraska ráðamenn nk. þriðjudag. Stjóm Clintons freistar þess að afla fylgis við hugsanlegar aðgerðir gegn Irökum. Samkvæmt Gallup- könnun, sem gerð var fyrir CNN og USA Today, styðja 76% bandarísku þjóðarinnar lofthemað og 60% sögðust myndu styðja það að land- her yrði beitt ef til átaka kæmi. I gær var 31 starfsmanni SÞ í Irak stefnt til Jórdaníu í „varúðar- skyni“ og tveimur til borgarinnar Erbil á hlutlausa beltinu í norður- hluta íraks. Hafa þeir einkum unnið að hjálparstörfum í landinu. Tugir af helstu rabbínum Israels fóru í gær með flugvél sjö hringi umhverfis Israel í þeim tilgangi að knésetja stjórn Saddams Iraksfor- seta með bæn og forða ísrael frá hugsanlegri eiturvopnaárás. Með leiðangrinum er hermt eftir þeirri frásögn Biblíunnar að múrar Jeríkó hafi hrunið eftir að Jósúa reið sjö hringi umhverfis borgina. Orlög Sinn Fein ráðast í dag Dublin. Reuters. BÚIST var við því í gærkvöldi að stjórnir Bretlands og Irlands ákvæðu í dag hvort Sinn Fein, stjórnmálaarmi írska lýðveldishers- ins (IRA), yrði vísað frá viðræðum um framtíð Norðui'-írlands, óháð því hvort hæstiréttur Irlands hefði kveð- ið upp úrskurð í máli sem Sinn Fein höfðaði í gær til þess að koma í veg fyrir að flokknum yrði meinuð þátt- taka í viðræðunum. David Andrews, utanríkisráð- herra Irlands, gaf til kynna, að dómsmeðferð málsins myndi tefja ákvörðun um það hvort Sinn Fein yrði gert að hætta þátttöku í viðræð- unum. Hann sagði þó, að írsk og bresk stjórnvöld hefðu þeirri póli- tísku skyldu að gegna að fara að leikreglum viðræðnanna. írsk stjórnvöld segjast telja að IRA beri að svara til saka fyrir tvö morð sem framin voru í Belfast í síðustu viku. Lögmenn Sinn Fein héldu því fram við hæstarétt á Irlandi að Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, hefði neitað flokknum um stjórnarskrárbundinn rétt. Mowlam samþykkti niðurstöðu lögreglustjórans á N-írlandi, sem telur að IRA hafi átt þátt í morðun- um í Belfast. Samkvæmt grundvall- arreglum viðræðnanna væri þetta nægileg ástæða til að vísa Sinn Fein frá samningaborðinu vegna tengsla flokksins við IRA. Lögmaður Sinn Fein, John McMenamin, lagði áherslu á að flokkurinn tæki þátt í viðræðunum „af heilindum“ og yrði honum vísað frá þeim væri sá stjórnarskrárlegi réttur brotinn, að flokkurinn fengi tækifæri til að láta reyna fyrir rétti á niðurstöðu lögreglustjórans. 1 0® cergyPpoissv:'LAYE ' 1 Reuters Birt verði hverjir séu frímiírarar London. Daily Telegraph. DÓMARAR og lögreglumenn í Bretlandi verða í framtíðinni að gefa upp hvort þeir eru frímúrar- ar, samkvæmt ákvörðun Jacks Straw innanríkis- ráðherra. Hyggst hann fara þess á leit við bresku frímúrarasamtökin (UGL) að þau birti sjálfviljug lista yfir frímúrara sem vinna í dómskerfinu. Sýni UGL ekki samstarfsvilja segir Straw óhjákvæmilegt að grípa til lagasetningar sem skuldbindi frímúrara í opinberum störfum til að gefa upp stúkuaðild sína. I íyrstu verður leitast við að fá starfsmenn dómskerfisins til að skýra frá stúkuaðild sinni af fúsum og frjálsum vilja. Með ákvörðun sinni hefur Straw betur í viðureign sinni við Irvine lávarð, forseta lá- varðadeildarinnar, sem barist hefur fyrir því að dómarar verði undanþegnir reglum um að þurfa að skýra frá því hvort þeir séu frímúrar- ar. Straw sagði ríkisstjórnina vilja binda enda á sífelldar ásakanir þess efnis að vefur frímúrara ráði ferðinni í lögreglunni og dómskerfinu. „Aðild að leynifélögum á borð við frímúrara- regluna getur leitt til efasemda um hlutlægni. Því er mikilvægt að almenningur fái að vita staðreyndir málsins,“ sagði Straw. Ýmsfr dómarar brugðust ókvæða við ákvörð- un innanríkisráðherrans. Einn æðsti dómari landsins, sem er frímúrari, sagði við BBC-út- varpsstöðina, að með henni væri heiðarleiki dómara að nauðsynjalausu dreginn í efa. Sagð- ist hann aldrei hafa vitað hvort einhver sem hann hefði fellt dóm yfir væri reglubróðir og engum þeirra var kunnugt um að hann væri fri- múrari. Sagðist hann spyrja sig hvers vegna menn þyrftu ekki að gefa upp aðild sína að öðr- um félögum, eins og golfklúbbum. „Það er eng- inn munur á golfklúbbi og frímúrarastúku," sagði hann. Kýrnar í Parísarferð FRANSKIR nautgripabændur ráku hjörð kúa um miðborg Parísar í gær og léku undir á harmonikkur. Fóru þeir m.a. niður í neðanjarðar- lestarstöðina Auber. Var það liður í mótmælum þeirra við fyrirhuguð- um áformum um lækkun ríkisað- stoðar við bændur en á vettvangi Evrópusambandsins (ESB) eru til umræðu tillögur um að lækka nið- urgreiðslur vegna lágmarksverðs á nautakjöti um 30%. Ráku bændur m.a. kú inn í landbúnaðarráðuneyt- ið er þeir gengu á fund Louis Le Pensec, sem þar ræður ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.