Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Hernaður ' eina leiðin Björn Bjarnason menntamálaráð- herra tók undir málflutning utanrík- isráðherra og sagði m.a. að ísland hefði aldrei skorist úr leik að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna ^ \ GMu KlD LÁTTU nú skrattakollinn hann Saddam vita hvar við Dabbi keyptum ölið góði... Fjölþjóðlegt margmiðlunarverkefni undirbuið Tengist ævi og störfum Vilhjálms Stefánssonar HAFINN er undirbúningur að fjöl- þjóðlegu margmiðlunarverkefni um norðurslóðir með sérstakri vísan til ævi og starfa Vilhjálms Stefánsson- ar landkönnuðar. Hugmyndin kviknaði í Dart- mouth háskóla í New Hampshire í Bandaríkjunum og munu Heim- skautastofnun skólans, Bókasafn Vilhjálms Stefánssonar, sem þar er varðveitt, og margmiðlunardeild læknaskóla Dartmouth háskóla vinna saman að þessu verkefni. Há- skólinn á Akureyri og Háskóli ís- lands hafa verið með í ráðum frá upphafi. Einnig hefur verið rætt við heimskautastofnanir í Englandi og Danmörku. Leitað hefur verið eftir liðsinni Islendinga við gerð og fjármögnun þessa verks að hluta. Undirbúning hér á landi hafa annast Níels Ein- arsson, hjá sjávarútvegsdeild Há- skólans á Akureyri, dr. Kristján Kristjánsson, hjá Rannsóknarráði, og dr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Islands. Líf og starf Vilhjálms Safnað verður fjölþættum upplýs- ingum um líf íbúa norðurhjarans, lífríkið, landshætti, veðurfar og fjöl- margt fleira. Verkefnið er hugsað jafnt sem gagnasafn fyrir fræði- menn og kennsluefni. Kynnt verður framlag Vilhjálms Stefánssonar til landkönnunar, hvernig hann lýsti samfélögum á norðurslóðum og hugmyndum hans um framtíð þessara svæða. Ætlunin er að nota líf og starf Vilhjálms Stefánssonar til að varpa ljósi á mikilvæg málefni á norðurslóðum nú til dags. Pá verður fjallað um að- lögun manna að lífi á heimskauta- svæðum, nýtingu náttúruauðlinda, dýralíf og gróður, áhrif breytinga í umhverfinu og vísindarannsóknir. Efni verður einkum hugsað fyrir nemendur á ýmsum skólastigum, allt frá efri bekkjum grunnskóla og upp í háskóla. Hægt verður að dreifa margmiðlunarefninu með geisladiskum, um netið eða breið- band. Reiknað er með að heildarút- gáfan verði á ensku og ef til vill fleiri málum. Einnig að gerð verði íslensk útgáfa til notkunar í skólum. I safninu við Dartmouth háskóla er mikið geymt af gögnum um norð- urhjarann sem Vilhjálmur Stefáns- son safnaði, meðal annars ljósmynd- ir, dagbækur, skipsbækur íshafs- siglara og fleira. Þar er einnig mikil þekking á málefnum norðurslóða og reynsla í gerð margmiðlunarefnis. FRÍ GJÖF fylgir hverjum Mömmu sultur.400 9r tveimur pökkum af Kellogg's ^ u-V- q Rababara sulta Diletto kaffi, 450 gr ,aVÍ aöaaV ^ ^tq Colombia kaffi, 450 gr 149- 79- Jaröaberjasulta öúðingar, 90gr ni tílboðsdagarlijá okkur Skírlífi kaþólskra presta Til að sinna betur andlegum þörfum Gígja Gísladóttir SKÍRLÍFI presta var yflrskrift fyrirlesturs sem dr. Gígja Gísla- dóttir flutti við Barböru- kapellu í Keflavík fyrir skömmu. Hún segir að til að hægt sé að skilja fylli- lega þá sjálfsafneitun sem felst í skMífisheiti kaþ- ólskra presta verði menn að skilja að kaþólskur prestsdómur á sér fyrir- mynd í Jesú Kristi sjálfum og þeim skilyrðum sem hann setti lærisveinum sín- um. - Hver voru þessi skil- yrði? „Skilyrðið sem Kristur setti lærisveinum sínum var ekki aðeins að halda boðorðin eins og jafnvel ríki maðurinn uppfyllti sem varð samt frá að hverfa, heldur var þeim uppálagt að yfirgefa heimili eða bræður eða systur eða föður eða móður eða eigin- konu eða börn sakir nafns hans. (Mattheus 19:29)“ Hún segir að þeir sem standi utan þessarar kirkju sem Kristur stofnaði og kallaði í frumkristni kaþólska eða almenna kirkju telji sig ekki skuldbundna til að hlýða þessu kalli og því hefur tilvísun- inni til eiginkonunnar verið sleppt í þeirra útgáfum af biblí- unni. „Kaþólsk kirkja sem byggir á grunni frumkirkjunnar í beinni röð frá postulunum hefur skýrt þessi ummæli Krists á þann veg að hér hafi Kristur átt við gagn- kvæmt samkomulag hjóna því varla hefði hann brotið í bága við sakramenti sem hann stofnaði sjálfur til. Kaþólsk kirkja kennir að ekki megi vanrækja hjóna- band þótt það sé gert í þeim til- gangi að þjóna kirkjunni. Skírlífí í kaþólskri kirkju er engin þvingun og menn velja þann lífsstil af frjálsum vilja. SkMífíð felur i sér að hafa hemil á hinu líkamlega til að sinna bet- ur andlegum þörfum sjálfs sín og annarra." - Það hafa ekki allir kaþólskir prestar náð þessu markmiði? „Nei, jafnvel innan kaþólsku kirkjunnar hafa ekki allir prestar náð þessu háleita markmiði að feta að þessu leyti í fótspor Krists. í frumkristni var þörfin fyrir presta mikil og voru sumir giftir. Sú regla gilti þó að væru menn ógiftir þegar þeir tóku vígslu þá var þeim óheimilt að ganga í hjónaband. Petta varð til þess að þeir sem veik- ir voru fyrir í köllun sinni áttu sér stundum sambýliskonur en það heyrði þó til undan- tekninga og tíðkaðist helst í löndum eins og íslandi þar sem prestar höfðu að- setur á afskekktum stöðum og skorti aðhald kirkjuyfirvalds sem vinnur að því að styrkja þjóna sína í hollustu við Krist. Enginn er undanskilinn erfðasyndinni og kaþólskir prestar geta verið mannlega breyskir eins og aðrir.“ - Strengja nunnur, munkar og kaþólskir prestar þá skírlífísheit? „Já þessir þjónar Guðs hafa tekið skírlífsheit sem hefur verið í fullu gildi innan kaþólsku kirkj- unnar frá því á kirkjuþinginu í Nicea árið 325. Þessi lögfesting þýðir ekki að skírlífí hafi ekki tíðkast fyrir þann tíma heldur er það lögfest og fært í letur á þessu ► Gígja Gísladóttir er fædd á Siglufirði. Hún dvaldi í San Ant- onio í Texas í 16 ár. Hún lauk doktorsprófi í heimspeki og ger- mönskum málum árið 1991 frá háskólanum í Texas Austin. Doktorsritgerð hennar fjallaði um danska heimspekinginn og guðfræðinginn Sören Kierkegaard og þýska heim- spekinginn Hegel. Gígja hefur kennt £ 20 ár við framhaldsskóla, við Flensborg- arskóla í Hafnarfirði, við Gagn- fræðaskóla Akureyrar, við Ar- múlaskóla í Reykjavík og við Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem hún kennir nú heimspeki, dönsku og þýsku. Einnig kenndi Gígja í tvo vetur við Maryland háskólann á Keflavíkurvelli. Hún hefur í vetur flutt mánaðar- leg erindi um trúfræðileg efni við Barbörukapellu í Keflavík. Gfgja á þijú börn. þingi. Móðir Theresa tilheyrði nunnureglu. Hún vildi einbeita alM orku sinni að því að seðja hungraðar sálir og líkna fátækum og tók því skírlífisheiti." - Eru veittar undanþágur frá skírlífisheitinu? „Það hefur þurft að slaka á kröfunum til skírlífis og má nefna að kvæntir prestar úr lúthersk- um sið og ensku kirkjunni hafa gerst þjónar kaþólsku kirkjunnar og hefur þeim verið veitt undan- þága til kaþólskrar prestvígslu þótt þeir væru giftir.“ - Eru kaþólskir prestar al- mennt sáttir við þetta hlutskipti? „Já, almennt er það svo, enda hafa kaþólsk- ir prestar valið sér þetta hlutskipti. Mann- legur veikleiki kann síðar á lífsleiðinni að ná yfirhöndinni en það skýtur ekki loku fyrir að ásetn- ingur og einkunnarorð presta eru að vera trúr sínu skírlífi, að bera meistara sínum vitni í hófsemi og hlýðni við það yfirvald kirkjunnar sem leitast við að vera Jesú Kristi tiútt í orði og á borði." Gígja segir að í samræmi við þá þjónustulund sem ríkir meðal kaþólskra presta standi þeir ekki í stríði vegna launamála þótt tekjur þeirra séu varla nema vasapeningar að flestra mati. Þeirra laun eru ekki af þessum heimi og þeirra köllun hefur ver- ið innsigluð með sakramenti sem í reynd þýðir ytra tákn ósýnilegr- ar náðar. Kaþólskir prestar strengja skír- lífisheit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.