Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR . Aftur um FYRIR nokkru birt- ist hér í blaðinu lítið eitt um ljóðagerð og heldur var það nei- kvætt gagnvart fyrir- bærinu sem nefnt er órímuð ljóð. Hér skal nú aftur bera niður í eitthvað af þessum fræðum. Sem kunnugt er, voru Islendingar orðlagðir fyrir skriftar- gleði á fyrri öldum, þótt síðast væri svo komið, á mesta eymd- artímanum, að það orð- tak myndaðist að ekki yrði bókvitið í askana látið. Jón Helgason prófessor sagði t.d. í ljóði sínu í Arnasafni: Las ég þar kvæði með kenningum römmum og fornum, kerlögur Bölverks var reiddur í sterklegum hornum... Þessi kerlögur Bölverks var skáldamjöðurinn, og allur sá heila- spuni sem um hann í fornum ritum ypr að fínna, það er sko ekkert smá- ræði. Þess skal hér aðeins getið, að á tímabili var hann hafður í tveim kerum eða ílátum sem nefndust Sóðn og Boðn. Eyjan Hveðn er í Eyrarsundi, Svíþjóðarmegin. Þar um þessi vísa, frá því um eða rétt eftir 1930: Seint munu þrotna Sóðn og Boðn. Seint munu Dank vinna Hveðn. Aldrei minnkar Asgeirs loðn. r Olíublettir sjást á Héðn. Þarna er endarím á víxl, en þó öll endaorðin keimlík. Með svona rími er sálmur sem Hallgrímur Pétursson hugsaði sér fyrst að hafa 23. pass- íusálm, en virðist svo hafa skipt um skoðun, og sálmurinn sem end- anlega var valinn - um Kristí húðstrýking - hefst þannig: Pflatus herrann hæsta húðstrýkja lætur þar. Nakinn við stólpann stærsta strengdur þá Jesús var... En veitið athygli endarími sálmsins sem hafnað var: Pflatus Jesúm harðri hönd húðstrýkja lét á þeirri stund. Lamb guðs við stólpann strengdu bönd, streymdi blóðið úr hverri und. Og lokaerindi þessa sálms: Mín óteljandi synda sár sviðandi angur gerðu mér. Nú er ég gróinn, græddur, klár. Minn góði Jesú, lof sé þér. Bundið mál hefur alltaf vissan takt, þ.e. hljóðfall. Taktur eigin- legra vísna, eða ferhenda, er alltaf réttur tvíliður, þ.e. ris og hnig til skiptis. Ris er atkvæði með áherzlu, en hnigið ekki. Þetta þykja víst þurr fræði, en taka má til samanburðar kvæðið Ó, blessuð vertu, sumarsól. Þar liggur í augum uppi að það ljóð hefst á hnigi, en ekki risi. Og hvað ef að Ó, fögur er vor fósturjörð hæfíst á Magnús Jónsson yrkingar stigi? Þá hlyti það að verða eitt- hvað í þá áttina að fósturjörðin yrði Ofögur! Endi lína á risi, er sagt að hún sé stýfð, en annars óstýfð. Dróttkvæður háttur er alltaf svipmikill. Venjulega er skothend- ingin í fyrstu línu og svo aðalhend- ingin (alhendingin) í þeirri næstu, og þannig halda þær áfram að skiptast á. Þetta er vandasamt form, einkum þegar allar ljóðlínur Dróttkvæður háttur er svipmikill, segir Magnús Jónsson, en vandasamt form. eru svona stuttar og stýfðar, eins og í þessu erindi sem Benedikt Gröndal nefnir Vorvísu 1859: Köld ertu, móðurmold,. mæt þó og unaðsæt. Ríður um reginleið rósfagurt norðurljós. Sæl er í djúpum dal döggin um leiti snögg. Leika við tæran læk Ijómandi fjallablóm. Ekki var ætlunin að flíka hér neinu frumsömdu, en ég læt það flakka, að mig langaði til að reyna við þetta erfiða form og árangurinn af því varð kvæði sem að ég nefndi Eintal einvaldans, og er þar átt við Filippus II., sem að ríkti á Spáni á seinni helmingi 16. aldar. Hann var mjög einstrengings- legur kaþólikki, skipti sér mikið af málefnum annarra ríkja og fékk flest þeirra upp á móti sér. Hér er upphafserindi kvæðisins og svo annað einhvers staðar inn- anúr því, nánast miðsvæðis: Kvöldgolan munarmild minn vill um gluggann inn. Rúðan er marglit með málaðan sankti Pál. Innanvið þar ég ann erilshlés nokkurs mér. Lotinn er yfir lít langan minn ævigang. Niðurlönd áttu auð. Arfur sá jók mér starf. Víða, með vígreift blóð, völdin tók kalvínsk fjöld. Frakkar óvinaflokk fylltu, með stjórnmál spillt. Hund-Tyrkinn jafnvel hönd hreimdimmur, rétti þeim. Vitanlega er mér ókunnugt um hvort Tyrkir eru eða voru dimm- raddaðir... Vitanlega er vandasamara að koma saman ljóði, eftir því sem rímið er meira. Oft er seinni helm- ingur ferhendu ortur fyrst, því um er að gera að hann sé snjallur, eða a.m.k. óþvingaður. Svo er tekið til við fyrstu línuna, og því er það, að ljóðlína nr. tvö vill stundum verða hálfgerð efnisleysa: „Ekki’ er því að leyna“, Um það má ég ræða“, eða eitthvað í þeim dúr. Hér er eitt öfugmæli, greinilega með þessu einkenni: Ur kýrspenanum kemur sjór - kunnugt er það mengi - Um hreina nýmjólk hlunnasjór hrausta flytur drengi. I bragfræði er til orðið runurím. Það er nánast endarím þar sem aldrei er sem víxlrím, heldur ríma tvær eða svo margar línur sem vill, saman. Egill Skallagrímsson kvað hafa byrjað á þessu, í kvæðinu Höf- uðlausn. T.d. telzt þá þessi hús- gangur runurím: Eg sat þar út öll jól, á ermabættum kjól. Heyrðist mitt gaul og gól gegnum hann Tindastól. Eins og áður er sagt, vex vand- inn með auknu rími. En hvernig væri nú að enda á hugleiðingum um hvaða form sé auðveldast til ljóðagerðar og sé þó að sjálfsögðu haldið ljóðstöfum og líka endarími, þótt það sé ekki ófrávíkjanlegt skil- yrði. Eitt sérstakt ljóðaform hefur bæði mér og öðrum þótt einna létt- ast að eiga við, enda er til sægur ljóða af þessari gerð. Það eru sex ljóðlína erindi. í fjórum þeirra skiptast á níu og átta atkvæði og endarím á víxl. Lagið er alþekkt. . . tvær síðustu línurnar ríma saman og eru átta atkvæði hvor. Alveg jöfnum höndum hafa verið ortir sálmar og veraldleg ljóð í þessu formi. Eitt sálmversið byrjar t.d.: í gegnum lífsins æðar allar, en ver- aldlegs efnis skal hér birt eitt, sem þó líka er eftir prest, sr. Jón Þor- láksson á Bægisá: Fátæktin er mín fylgikona, frá því ég kom í þennan heim. Við höfum lafað saman svona sjötíu vetur, fátt í tveim. Hvort að við skiljum héðan af hann veit er okkur saman gaf. Flestir geta ráðið í hvað „fátt í tveim“ merkir, en þeir sem ekki fínna það út, vilja kannske - ég skrifa kannske alltaf með e - ekki láta á því bera ... Höfundur er fyrrv. minjavörður. % voru komnar heim 20 tímum eftir fæðinguna...14 Hrönn Marinósdóttir og Gunnar Hersveinn fjalla um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Daglegt líf í blaðinu á föstudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.