Morgunblaðið - 19.02.1998, Page 44

Morgunblaðið - 19.02.1998, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Misskilningur félagsmálastj órans VEGNA bókhalds- legra loddarabragða R-listans varðandi leiguíbúðir borgarinn- ar ritar félagsmála- stjóri borgarinnar mikla grein hér í Morgunblaðið 13. jan- úar sl. Oánægjan með félagsbústaðarugl R- listans á bara að vera misskilningur. Félags- bústaðir hf. Ekki er misskiln- ingur að R-listinn lof- aði í stefnuyfírlýsingu að vinna gegn hlutafé- lagsvæðingu opinberra stofnana. Ekki er það misskilið að mikill vafi leikur á um lögmæti þess fé- lags. Ekki er misskilningur að eitt af markmiðum með stofnun þessa hlutafélags er að ýta út úr leiguí- búðum borgarinnar þeim sem ekki „eru verðugir". Það er held- ^ur ekki misskilningur að Félags- bústaðir hf. taka að sér verkefni sem áður var unnið af Félags- málastofnun borgarinnar. Vænt- anlega er það ekki misskilningur að Félagsmálastofnun réði vel við þetta verkefni, eða hvað? Var ekki viðhaldi eignanna markvisst stjórnað? Eiga lesendur greinar félagsmálastjórans að trúa því að innan Félagsmálastofnunar hafi ekki verið hægt að gera áætlanir um markvisst viðhald eigna til *Rangs tíma? Félagsmálastjórinn talar um skyldu sveitarfélags um að útvega efnalitlu fólki félagslegt húsnæði. Hvernig rímar það við yfirlýsingu borgarstjórans frá janúar á síðasta ári að ekki sé hægt að fjölga leiguíbúðum borg- arinnar? Upphæð leigu - húsaleigubætur Félagsmálastjórinn fullyrðir að leiga borgaríbúðanna hafi hingað til verið niðurgi-eidd. Þessari full- yrðingu verður Lára Björnsdóttir að finna stað og gefa upp hver niðurgreiðslan var. Þetta er afar . brýnt, enda grundvöllur þess að *Félagsbústaðir taki „svokallaða raunleigu" fyrir íbúðirnar. Vegna þess að Lára lýsir því yfir í grein sinni að ómarkvisst hafi verið unnið að viðhaldi leiguíbúða borg- arinnar, þá má ætla að með markvissu við- haldi og áætlunum til langs tíma megi lækka viðhaldskostn- aðinn. Upphæð leigu hef- ur hingað til verið sögð sú hin sama á fermetra og Húsnæð- isnefnd Reykjavlkur heimilar þegar svo- nefndir verkamanna- bústaðir eru leigðir út. Ekki ætla ég þeirri ágætu nefnd að hafa ætlað eigendum verkamannabústaða að fá minna í leigu fyrir íbúðir sínar en a.m.k. sem svarar raunverulegum kostnaði vegna íbúðanna. Húsaleigubæturnar sem Lára nefnir svífa mjög í lausu lofti, enda gerir Lára ráð fýrir því að þær muni ekki duga öllum en segir sem svo, það er auðvitað allt í lagi, þeir sem raunverulega þurfa meira fé til að greiða raunleigu R-listans koma bara til mín og fá mismun- inn. Ja svei. Ein af stefnuyfirlýs- ingum R-listans er undir yfir- skriftinni „Virðing á öllum ævi- skeiðum“. „Það er markmið Reykjavíkur- listans að stuðla að auknum jöfn- uði í lífskjörum borgarbúa þannig að ytri aðstæður komi ekki í veg lyrir að þeir geti lifað með reisn.“ Þegar leigjendur borgarinnar verða að leita til Láru Bjömsdótt- ur um styrk til að greiða „raun- leigu“ R-listans þá fýkur reisn og sjálfsvirðing brott. Barbarismi frumskógarins Eins og margoft hefur komið fram hjá talsmönnum R-listans er hugmyndin með Félagsbústöðum hf. sú m.a. að ýta út þeim sem í borgaríbúðum búa og em „ekki verðugir“. Nú á svo að heita að R- lista liðið komi fram undir merkj- um jafnaðar og félagshyggju (þótt vissulega hafi kvennalistinn ekki gert það). Því eru stjórnarmenn Félagsbústaða flestir með þann stimpil utan auðvitað Sveinn Andri, sem er maður ójafnaðar og einstaklingshyggju, sem hann sannaði reyndar þegar honum tókst að gera allt vitlaust hjá SVR Félagsmálastj óri Reykjavíkur skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir skömmu. Kristinn Snæland gerir þá grein að umtalsefni. þegar því fyrirtæki var breytt í hlutafélag. Stjórnarformaður Fé- lagsbústaða hf. hefur kallað húsa- leigumarkaðinn í Reykjavík frum- skóg og barbarisma. Hann tekur samt að sér það hlutverk að þrýsta fólki út úr borgaríbúðum, sem eru leigðar á skikkanlegu verði, út í frumskóg og bar- barisma. Lýsingar formannsins á húsnæðismarkaðnum eru vissu- lega réttar, en hvernig getur sannur jafnaðar- og félagshyggju- maður tekið að sér þetta óhugnan- lega verk? Hlutafélög borgarinnar Það var vissulega vel til fundið og þó bitur hæðni hjá D-listanum að setja Svein Andra í stjórn hlutafélagsins Félagsbústaðir. Sennilega hefur ekkert eitt valdið sjálfstæðismönnum jafn miklu tjóni í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum og hlutafélagsvæðing strætisvagnanna. Þar var Sveinn Andri í fararbroddi. Undir liðnum „ÁbjTgð í fjármálum og fram- kvæmdum" í stefnuyfirlýsingu R- listans segir í síðustu málsgrein þess plaggs: „Með því að stöðva einkavæðingu þjónustufyrirtækja borgarinnar og færa rekstur SVR í fyrra horf.“ R-listinn breytti vissulega SVR í borgarstofnun en þar þraut kraftinn. R-listinn seldi Pípugerð borgarinnar, hann breytti Grjót- námi og malbikun í hlutafélag. R- listinn stofnar hlutafélag um leiguíbúðir borgarinnar og er að stofna hlutafélag um rekstur ann- arra fasteigna borgarinnar. Sveinn Andri var sumsé alls ekki svo slæmur og af var látið. Honum hlýtur að vera vel skemmt. Höfundur er leigubílstjóri. Kristinn Snæland Röskva - ein fyrir alla ROSKVA varð 10 ára 12. febrúar síðast- liðinn og því rétt að slíta bamsskónum í háskólasamféjaginu. Þrátt fyrir ungan ald- ur hefur Röskvu tekist að sýna þann kraft sem í henni býr. Framkvæmdagleði Röskva átti frum- kvæðið að stofnun Ný- sköpunarsjóðs náms- manna og aðstoðar- mannasjóðs. Röskva var drifkrafturinn í stofnun Hollvinasam- taka Háskóla Islands. Röskva beindi athygli þjóðarinnar að mál- efnum Þjóðarbókhlöðunnar og safnaði tæplega 30 milljónum til að bæta bókakost safnsins. Skýr stefna og kraftmikil barátta Röskvu hefur skilað bættum Lána- sjóðslögum og nú hefur barátta Röskvu og háskólamanna iyrir auknum fjárveitingum til Háskól- ans skilað 838 milljónum til Há- skólans. Röskva vill öflugan þjóðskóla Röskva vill auka kynningar- starf Háskólans því aðeins þannig er hægt að auka skilning stjórn- valda á mikilvægi skólans. Þekk- ing stjórnvalda, og í raun þjóðar- innar allrar, á starfsemi skólans er forsenda aukinna fjárframlaga, hvort sem er frá ríki eða atvinnu- lífi. Til lausnar fjárhagsvanda Há- skóla íslands hefur menntamála- ráðherra, Björn Bjarnason, látið uppi að vert sé að ræða upptöku skólagjalda. Röskva hafnar skóla- gjöldum og mun berjast gegn þeim af krafti. Röskva vill öflugan skóla sem allir stúdentar eiga gi’eiðan aðgang að óháð fjárhag og búsetu. Röskva vill úrbætur í kennslu- og prófamálum Þrátt fyrir niðurskurð á fjár- veitingum til Háskóla Islands er hann góður háskóli. Alltaf má þó gera betur. Til að bæta kennslu við skólann vill Röskva að frammistaða við kennslu og ein- kunnaskil verði tekin til álita við framgang og stöðu- veitingar kennara. Röskva vill einnig nýjar, bættar og skil- virkari kennslukann- anir sem taka mið af sérstöðu hverrar deildar. Meðal þess sem Röskva vill að verði gert í prófamálum er að tekin verði upp sjúkrapróf í öllum deildum, tekið verði upp prófnúmerakerfi og kennurum verði gert skylt að mæta í próf. Röskva vill fleiri tölvur í Háskóla íslands eru um 60 stúdentar um hverja tölvu. Stjórn- völd hafa ekki fengist til að viður- kenna þörfina á tölvum í Háskóla Islands. Stjórnvöld hafa í raun ekki látið krónu til tölvumála við Háskólann. Nú ætlar Röskva að efna til söfnunarátaks í tölvumál- um. Markmiðið er annarsvegar að vekja athygli á ástandinu í tölvu- málum við skólann og hins vegar að safna fé til að kaupa tölvur. Markið er sett hátt og vonandi tekst að safna um 10 milljónum króna til tölvumála í Háskóla ís- lands. Það skiptir máli, segir Finnur Beck, hver fer með meirihluta í Stúdentaráði. Taktu afstöðu - það skiptir máli Það skiptir máli hver fer með meirihluta í Stúdentaráði. Sam- takamáttur stúdenta hefur á und- anfömum árum skilað miklum ár- angri. Röskva vill halda áfram uppbyggingarstarfi síðustu ára og leitar því eftir stuðningi þínum í kosningunum. Kynntu þér kosn- ingamálin sem ítarlega er sagt frá í blöðum fylkinganna og taktu á þeim grundvelli ábyrga og ígrund- aða afstöðu. Höfundur skipar 1. sæti á lista Röskvu tii Stúdentardðs. Finnur Beck Taktu afstöðu! Magnús Þór Guðlaug María Gylfason Júlíusdóttir í DAG ganga stúd- entar við Háskóla ís- lands að kjörborði og velja sér fulltrúa til að gæta hagsmuna sinna næstkomandi ár. Valið stendur á milli þriggja fylkinga: Haka, Röskvu samtaka fé- lagshyggjufólks og Vöku félags lýðræðisj sinnaðra stúdenta. í dag velja stúdentar hvaða fylkingu þeir treysta til að berjast fyrir hagsmunum sín- um næstkomandi ár. Það er því mjög mikil- vægt að stúdentar taki afstöðu og nýti kosn- inagrétt sinn. Minnkandi kjörsókn I fyrra kaus vel innan við helm- ingur stúdenta. Þetta þýðir að nú- verandi meirihluti Stúdentaráðs hefur atkvæði um það bil 1600 manna á bak við sig, af 5700 stúd- entum við Háskóla íslands. Kjör- sókn í kosningum til Stúdenta- og Háskólaráðs hefur hrapað úr 59% í 47% á síðastliðnum sjö árum. Það er einmitt sá tími sem Röskva hefur verið við völd í Stúdentaráði. Þetta áhugaleysi stúdenta á hagsmuna- málum hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort Stúdentaráð hafi fjarlægst stúdenta. Taktu afstöðu Það er sorglegt hversu margir stúdentar telja þessi mál ekki koma sér við og nýta þar af leiðandi ekki atkvæðisrétt sinn. Hlutverk Stúd- Þetta áhugaleysi stúd- enta á hagsmunamál- um, segja Magnús Þór Gylfason og Guðlaug María Júlíusdóttir, hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort Stúd- entaráð hafí fjarlægst stúdenta. entaráðs Háskóla Islands er að sjá um hagsmunabaráttu stúdenta og vera sameiginlegur málsvari þeirra innan skólans sem utan. Þessi mál snerta því alla stúdenta við skólann. Kosið er til ráðsins á hverju ári. All- ir skráðir stúdentar við Háskólann hafa kosningarétt og kjörgengi og hafa þannig áhrif á hvernig ráðinu er stjómað. Vaka leggur áherslu á að stúdentar taki afstöðu og sýni þar með í verki að menntun skiptir þá máli. X - Vaka Vaka hefur í þessari kosninga- baráttu opnað umræðuna um fjár- hagsvanda Háskólans og varpað ljósi á það, hversu slæmt ástandið er í raun og veru. Vaka hefur bent á nýjar leiðir til að afla Háskólanum fjár. Við viljum leita út í atvinnulífið og leyfa því að fjárfesta í skólanum. Síðastliðin 7 ár hefur Röskva, sam- tök félagshyggjufólks innan Há- skólans, haft meirihluta í Stúdenta- ráði. Samtökin hafa lítt horft til annarra leiða við lausn vandans en að gráta í pilsfaldinum á ríkisstjórn- inni. Við þurfum nýjar aðferðir og nýtt fólk til að rífa Háskólann upp úr þeirri Iognmollu sem hann er kominn í. Þess vegna, kæri stúdent, átt þú að ganga að kjörborðinu í dag og kjósa Vöku. Settu X-ið þitt við listabókstafinn A. Höfundar eru Magnús Þór Gylfason og Guðlaug María Júlíusdóttir, sem skipa 1. og 5. sæti á lista Vöku til Stúdentráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.