Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell GUÐNI Emilsson sveiflar tónsprotanum á æfingu í Háskólabíói. Með honum á myndinni er Þóra Einarsdótt- ir sópransöngkona, sem jafnframt kemur fram á tónleikunum. Töfrar tónsprotans --------------------------7----------------------------------- kvöld verður tónsprotinn í hendi Islendings, Guðna Emilssonar, sem býr og starfar í Þýskalandi. Orri Páll Ormarsson forvitnaðist um hagi hans en íslenskir hljómsveitarstjórar eru sannarlega ekki á hverju strái. EIR eru ekki margir pilt- amir sem vaxið hafa úr grasi á íslandi, haldið að því búnu utan til náms og gerst hljómsveitarstjórar að at- vinnu erlendis. I fljótu bragði mun- um við Guðni Emilsson ekki eftir neinum - það er að segja fyrir utan hann sjálfan. Nokkrir hafa að vísu aflað sér menntunar á þessu sviði en nýtt hana í takmörkuðum mæli. Guðni er aftur á móti í fullu starfi sem hljómsveitarstjóri í Þýskalandi. En hvers vegna í ósköpunum dettur óhörðnuðum pilti frá eyju, þar sem lífið snýst um fisk en ekki hljómsveitir, í hug að hefja nám af þessu tagi? „Þetta er góð spum- ing,“ segir Guðni og skellir upp úr. „Sennilega hefur þetta verið gam- all draumur, gömul þrá. Eg hef aUtaf haft góða tónheym og senni- lega hefur sú staðreynd ýtt þessu öllu af stað. Síðan spilaði forvitni auðvitað inn í þetta líka.“ Þegar Guðni kom með sitt haf- urtask tU Trossingen í Suður- Þýskalandi árið 1986, 22 ára að aldri, beið hans inntökupróf í tón- Ustarháskólann í borginni. „Hvað er ég eiginlega að gera héma?“ kveðst hann hafa hugsað þegar hann frétti að af 250 umsækjend- um um skólavist yrðu einungis 50 teknir inn. Síðan herti hann upp hugann. „Stattu þig strákur!" hugsaði íslendingurinn, beit á jaxl- inn og viti menn, hann fékk inn- göngu. Við tók átta ára nám í hljóm- sveitarstjómun og píanóleik en Guðni varð að velja sér hljóðfæri með tónsprotanum. „Þú verður kominn heim eftir hálft ár,“ sögðu kunningjamir á íslandi. Lái þeim hver sem vill, smæð mannsins er mikil andspænis þrítugum hamri. „Sjálfur hugsaði ég h'tið út í þetta,“ segir Guðni og hverfur í huganum aftur á byrjunarreit, „enda ekki til neins, maður veit aldrei hvemig svona utanlandsdvöl kemur til með að þróast." Harður heimur Guðni náði hins vegar snemma góðum tökum á náminu og skyndi- lega átti það hug hans allan. „Ég gerði mér strax grein fyrir því að heimur hljómsveitarstjórans er harður, markaðurinn er þröngur og maður verður að leggja allt í sölumar. Lengi vel tók ég til dæm- is ekki sumarfrí, flengdist um allar trissur til að sækja námskeið, með- al annars í Frakklandi, Hollandi og Tékkóslóvakíu sem þá var - læra eitthvað nýtt. Auðvitað var þetta ekld auðvelt en ég varð að gera þetta ef ég ætlaði að ná árangri!" Og árangurinn lét ekki á sér standa. Prófessorinn í Trossingen hvatti Guðna óspart til dáða og að sex ámm liðnum, árið 1992, þótti honum unginn hafa burði tÚ að fljúga úr hreiðrinu. „Hann tók þá upp símann - við erum að tala um mann með góð sambönd víðsvegar um Evrópu - og skyndilega var ég kominn á flug sem gestastjómandi. Á þessum tímapunkti var ég farinn að gera mér grein fyrir því að ég ætti góða möguleika á að gera hljómsveitarstjómun að atvinnu minni. Það tækifæri hugðist ég ekki láta mér úr greipum ganga.“ Guðni átti þó enn eftir tveggja ára göngu að meistaraprófinu en hafði orðið mjög frjálsar hendur í skólanum. Prófessorinn hafði næg- an tíma fyrir hann enda var Guðni, þegar hér er komið sögu, sá eini úr hópi tuttugu manna, sem hófu námið, sem enn var í skólanum. Enginn hinna hafði fengið inn- göngu í meistaranámið. ,Á sínum tíma fannst mér prófessorinn alltof harður þegar hann ákvað að hleypa mér einum áfram í meistaranámið enda voru nokkrir efnilegir strákar í hópnum. Eftir á að hyggja skil ég hins vegar afstöðu hans betur, markaðurinn er svo harður og óvæginn að það er ekki forsvaran- legt fyrir mann í hans aðstöðu að hvetja menn til áframhaldandi náms nema hann sé sannfærður um að þeir geti bjargað sér. Hann hafði trú á mér og fyrir það er ég afskaplega þakklátur." Guðni gerir góðan róm að að- stöðunni í tónlistarháskólanum í Trossingen, þar sé alit til alls. „Þarna hafði maður greiðan að- gang að hljómsveitum, bæði kammer- og sinfóníuhljómsveitum, sem er alls ekki sjálfsagður hlutur í tónlistarháskólum. Það skiptir auð- vitað sköpum fyrir nemendur í hljómsveitarstjórnun. Sérðu fiðlu- leikara fyrir þér efna til tónleika án fiðlu?“ Mikil lyftistöng Meistaranáminu lauk Guðni árið 1994 og skömmu síðar tók hann við sínu fyrsta starfi, sem aðalhljóm- sveitarstjóri sinfómuhljómsveitar æskunnar við tónlistarháskólann í Tubingen í Þýskalandi. Er hann þar enn. „Það var mikil lyftistöng fyrir mig að taka strax til starfa. Þar fyrir utan er mikill tónlistar- áhugi á þessum slóðum og unga fólkið sérlega áhugasamt." Hljómsveitin hefur starfað í ald- arfjórðung, unnið til fjölda verð- launa og ferðast um víðan völl. í hljómsveitarstjóratíð Guðna hefur hún meðal annars farið í tónleika- ferðir til Spánar og Frakklands og nú stendur fyrir dyrum ferð til Japans, þar sem haldnir verða sex tónleikar í apríl. En Guðni hefur fleiri hnöppum að hneppa. Fyrir nokkru var hann ráðinn til Þýska tónlistarráðsins, þar sem hann sinnir hinum ýmsu verkefnum annað veifið. Meðal annars gerir hann töluvert af því að ferðast um Þýskaland og víðar með hljómsveitir, kammer- og sin- fóníuhljómsveitir, sem ráðið rekur. Líkar honum starf þetta vel. „Það er mikil gróska í starfsemi Þýska tónlistarráðsins enda hafa stjórn- völd verið óspör á fjárframlög til þess. Ég hef tekið að mér mörg skemmtileg verkefni fyrir ráðið og núna er til dæmis verið að skipu- leggja tónleikaferð kammersveitar undir minni stjóm til Suðaustur- Asíu á næsta ári.“ Og Guðni lætur ekki þar við sitja - hann er einnig aðalstjómandi tveggja ólíkra kammersveita. „í vetur tók ég við nýstofnaðri kamm- ersveit í Tubingen, Ensemble 23, sem sérhæfir sig í flutningi 20. ald- ar tónlistar og í Tuttlingen stjóma ég kammersveit bæjarins, sem er aðeins að hálfu leyti skipuð at- vinnumönnum í faginu. Þar er ein- göngu spiluð rómantísk músík. Það kemur sér hins vegar vel að hljóm- sveitimar skuli vera svona ólíkar enda er mikilvægt fyrir menn sem eru að afla sér reynslu að koma sem víðast við - spila allt frá Bach til Stockhausens." Við allt þetta bætist að Guðni gegnir stöðu prófessors við Sum- mer Academy of Conductors í Bi- el/Bienne í Sviss, þar sem hann kennir einn kúrs yfir sumartímann. Þá kemur hann reglulega fram sem gestastjómandi vítt og breitt um heim, þó aðallega Evrópu. Aldrei ánægður Það fer ekkert á milli mála að maðurinn situr ekki auðum hönd- um en hvemig metur hann stöðu sína á þessum tímapunkti? Er hann ánægður? „Ég er sáttur við mína stöðu, maður á aldrei að vera ánægður, allra síst þegar maður er svona ungur,“ segir Guðni og hlasr, án þess þó að orðin séu léttvæg. Án óbilandi metnaðs og dugnaðar væri hann ekki þar sem hann er í dag! Um það er engum blöðum að fletta! „Það eru forréttindi að hafa ekki þurft að víkja af þeirri braut sem ég er á og markmiðið er að sjálf- sögðu að halda ótrauður áfram. Ég er kominn með góðan umboðs- mann sem er að vinna að mínum málum af miklum krafti. Hún er ef til vill ekki stærsti umboðsmaður- inn í Þýskalandi, en myndi hann ekki bara setja mig neðst á listann? Þetta er líka manneskja sem ég get treyst og það skiptir ekki svo litlu máli í fagi þar sem refimir leynast víða.“ Guðni stjómar nú Sinfóníu- hljómsveit Islands öðra sinni á tón- leikum. Segir hann hljómsveitina í mjög háum gæðaflokki. „Það sætir furðu að við skulum ekki nýta okk- ur SÍ betur í landkynningarskyni því þegar öllu er á botninn hvolft er menningin besta kynningin, hvort sem það era myndlistar- menn, rithöfundar, söngvarar eða hljómsveitir. Ég vil því nýta þetta tækifæri til að skora á íslensk stjómvöld að styðja betur við bakið á hljómsveitinni, meðal annars með því að taka virkan þátt í að fjár- magna tónleikaferðir hennar til út- landa - hljómsveitin mun ekki bregðast því trausti.“ Segir Guðni íslensk stjómvöld geta tekið Þjóðverja sér til fyrir- myndar í þessum efnum. Þar í landi styðji ríkisvaldið menninguna með ráðum og dáð. „Skyldi svo sem engan undra, hvenær kynnir maður landið sitt nóg?“ Á undanfornum tólf áram hefur Guðni ekki farið varhluta af áhuga Þjóðveija á Islandi, náttúra lands- ins, menningu og sögu. Hann velk- ist því ekki í vafa um að koma Sin- fóníuhljómsveitar íslands til Þýskalands myndi vekja verð- skuldaða athygli. ,Áhugi á ís- lenskri tónlist er víða mikill í Þýskalandi og ég er sannnfærður um að vel skipulögð tónleikaferð SI til landsins myndi auka þann áhuga veralega.“ Tónlistarhús, takk! En hvað segir hljómsveitarstjór- inn um aðbúnað Sinfómuhljóm- sveitar Islands að öðra leyti? „Leyfðu mér að taka dæmi! I Tutt- lingen, sem er 35 þúsund manna bær í Þýskalandi, er verið að byggja tónlistarhús fyrir 880 millj- ónir króna. Engin atvinnuhljóm- sveit er í bænum, aðeins kammer- sveitin sem ég stjóma. Við þetta bætist að í liðlega tuttugu kíló- metra fjarlægð er Trossingen, þar sem era tvö tónlistarhús. Með þetta í huga hlýtur maður að spyrja sig, hvers vegna er ekkert tónlistarhús í Reykjavík?" Guðni efast ekki um að slíkt hús myndi borga sig upp á skömmum tíma. .Áuðvitað er Island lítið sam- félag en gróskan í tónlistarlífi landsins er með ólíkindum. Hugs- aðu þér hvílík lyftistöng tónlistar- hús yrði fyrir Sinfóníuhljómsveit- ina og íslenska tónlistarmenn yfir höfuð. Það er því ekki eftir neinu að bíða, við verðum að taka ákvörð- un um þetta mál - basta, eins og ítalirnir segja! Sjálfur væri ég boð- inn og búinn að leggja hönd á plóg- inn, til dæmis með því að efna til ágóðatónleika, og ég veit að það á við um marga aðra.“ En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan 34 ára gamla hljómsveitarstjóra? „Ég á ekki von á öðra en að halda kyrra fýrir í Þýskalandi - enn um sinn að minnsta kosti. Þar hef ég komið ár minni vel fyrir borð, er í góðu starfi og það er konan mín líka en hún staríar sem píanókennari í Tiibingen. Ég þekki orðið hvern krók og kima þama úti, ef þannig má að orði komast, snjóboltinn er stöðugt að hlaða utan á sig og fyrir vikið hoppa ég ekki svo auðveld- lega í burtu. Er heldur nokkur ástæða til þess?“ Hvað ef þér yrði, dag einn, boðið að taka við starfi aðalhljómsveitar- stjóra Sinfóníuhljómsveitar Is- lands? „Þú segir nokkuð,“ svarar Guðni, hugsi, og neyðist nú til að endm-meta framtíðaráform sín frá granni. „Mér yrði mikill heiður sýndur ef sú staða kæmi einhvem tíma upp og myndi án efa hugsa málið mjög vandlega. Annars hef ég ekki velt þessum möguleika fyr- ir mér áður, þannig að sennilega er best að láta svarið bíða betri tíma. Það skyldi þó aldrei vera?“ Mozart og Mussorgskíj GUÐNI Emilsson verður ekki eini gestur Sinfóníu- hljómsveitar íslands á tónleikunum í kvöld, þar verða einnig Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Hákon Leifsson, tónskáld og kórstjóri með meiru, sem kynna mun efnisskrána. Koma þar tvö tónskáld við sögu. Fyrri hluti tón- leikanna er helgaður verkum Mozarts. Fluttur verður forleikurinn að Töfraflautunni, aría Paminu úr sömu óperu og aría Súsönnu úr Brúðkaupi Fíg- arós. Síðan mun Þóra syngja mótettuna Exultate, jubilate, sem Mozart samdi 17 ára að aldri. Eftir hlé verður fluttur lagaflokkurinn Myndir á sýningu sem Rússinn Modest Mussorgskij samdi und- ir áhrifum frá málverkum landa síns Victors Hart- manns. Ýmsir listamenn hafa spreytt sig á að útsetja Myndir á sýningu fyrir hljómsveit, en verkið var samið fyrir pfanó, og á Ravel heiðurinn af útsetning- unni sem leikin verður á tónleikunum í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.