Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 13 vafí. „Að löndum eins og Ungverja- landi, Tékklandi, Póllandi og Eist- landi skuli bjóðast að hafa bein áhrif á ákvarðanir sem hafa ekki síður þýðingu fyrir Þýzkaland, Frakkland og önnur Evrópulönd er stórkost- legur ávinningur fyrir þau.“ Engin tímamót í Amsterdam Christophersen átti sæti í hug- leiðingarhópnum svokallaða sem vann grundvallarhugmyndavinnuna fyrir ríkjaráðstefnuna 1996 og skrif- aði bók um hana sem út kom haust- ið 1995. Undirtitill bókarinnar var „Evrópusambandið á tímamótum?.“ Ríkjaráðstefnunni lauk eins og kunnugt er á leiðtogafundi ESB í Amsterdam í júní í fyrra, þar sem vissar breytingar á stofnsáttmála sambandsins voru samþykktar. Christophersen var því spurður hvort Amsterdam-fundurinn hefði táknað tímamót í sögu ESB. „Nei, það var ekki raunin. Am- sterdam-fundurinn var flestum von- brigði. Hann var skref í rétta átt, en það þarf mun meira til svo að stækkun sambandsins til austurs komist til framkvæmda eins og að er stefnt. Amsterdam-sáttmálinn felur í sér að um leið og búið er að taka íyrstu fimm nýju aðildarríkin inn í sambandið verður að taka allt kerfíð til gagngerrar endurskoðun- ar einu sinni enn,“ segir Christoph- ersen. Þetta þýði að Rúmenar, Búlgarar, Slóvakar, Litháar og Lettar geti ekki gerzt aðilar fyrr en búið sé að ganga frá einni uppstokk- un enn á ákvarðanatökuferli og stofnanauppbyggingu ESB. „Mín eigin skoðun er sú að bezt væri að hleypa öllum aðsóknarríkj- unum inn í einu og gera þær breyt- ingar, sem stækkunin útheimtir, all- ar samtímis," segir Christophersen. Það sem að hans sögn blasir við að samkomulag um breytingar þarf að nást um, er fjöldi fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni, vægi atkvæða í ráðherraráðinu og að meirihluta- ákvarðanir verði teknar upp í enn meiri mæli. Bjartsýnn á framtíð ESB „í grundvallaratriðum er ég bjartsýnn á framtíð Evrópusam- bandsins. Ég fæ ekki séð hvað gæti komið í staðinn fyrir það. Ég held líka að mikill meirihluti aðildarþjóð- anna sé mjög sáttur við ESB. Efa- semdarmenn eru áberandi í Bret- landi, Danmörku og Svíþjóð, það er rétt, en í öðrum löndum er umræð- an um ESB ekki á þeim nótum að aðildin sem slík sé gagnrýnd,“ sagði Christophersen að lokum. Sjálfstæðisflokkur- inn á Siglufírði Framboðs- listi valinn Sjálfstæðisflokkurinn á Siglu- fírði hefur ákveðið framboðs- lista flokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar í maí nk. Sæti framboðslistans eru skipuð sem hér segir: 1. Haukur Ómarsson, viðskiptafræðingur, 2. Ólafur Jónsson, fulltrúi, 3. Unnar Már Pétursson, fjár- málastjóri, 4. Sigríður Ingvars- dóttir, kennari, 5. Ingibjörg Halldórsdóttir, læknaritari, 6. Haukur Jónsson, skipstjóri, 7. Erla Gunnlaugsdóttir, leiðbein- andi, 8. Ingvai' Hreinsson, flug- valiarstjóri, 9. Guðmundur Ólaf- ur Einarsson, verkstjóri, 10. Sigurbjörg Gunnólfsdóttir, kaupmaður, 11. Agnar Þór Sveinsson, verkamaður, 12. Þórarinn Hannesson, íþrótta- kennari, 13. Vibekka Arnardótt- ir, húsmóðir, 14. Þorsteinn Jó- hannesson, verkfræðingur, 15. Guðni Sveinsson, lögregluþjónn, 16. Kristrún Halldórsdóttir, húsmóðir, 17. Runólfur Birgis- son, framkvæmdastjóri og 18. Björn Jónasson, sparisjóðs- stjóri. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Flakað um borð HREINN Hreinsson á Sæ- um borð í báti sínum í Reykja- björgu RE 315 er hér að flaka víkurhöfn. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfírði Framboðslistinn samþykktur Á FUNDI Fulltrúaráðs sjálf- stæðisflokksfélaganna í Hafnar- firði í fyrrakvöld lagði kjörnefnd fram tillögu sína að framboðslista til næstu bæjarstjómarkosninga í Hafnai-firði. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Þrjú efstu sætin eru skipuð þeim tveim sem setið hafa í minnihluta núverandi bæjar- stjórnar og fyrsti varamaður flokksins í samræmi við niður- stöður prófkjörsins. Heiðurssæti listans skipar Þorgeir G. Ibsen fyrrverandi skólastjóri. Eftirtalin skipa framboðslist- ann: 1. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Smára- hvammi 13, 2. Valgerður Sigurð- ardóttir, fiskverkandi, Hveifis- götu 13b, 3. Þorgils Óttar Mathiesen, forstöðumaður, Strandgötu 49, 4. Gissur Guð- mundsson, rannsóknarlögreglu- maður, Breiðvangi 32, 5. Steinunn Guðnadóttir, húsmóðir og íþrótta- kennari, Birkibergi 18, 6. Skarp- héðinn Orri Björnsson, ráðgjafi, Vörðustíg 7, 7. Ágúst Sindri Karlsson, lögmaður, Suðurgötu 17, 8. Halla Snorradóttir, flug- freyja, Þrúðvangi 1, 9. Sigurður Einarsson, arkitekt, Sólbergi 2, 10. Helga Ragnheiður Stefáns- dóttir, húsmóðir, Sævangi 44, 11. Svavar Halldórsson, kaupmaður, Grænukinn 9, 12. Þóroddur Steinn Skaptason, deildarstjóri, Miðvangi 3, 13. Bergur Ólafsson, sölustjóri, Álfaskeiði 42, 14. Sig- ríður Sigurðardóttir, arkitekt, Bæjarholti 5,15. Ragnar Sigurðs- son, vélvh-kjameistari, Álfaskeiði 92, 16. Ragnhildur Guðmunds- dóttir, nemi, Hverfisgötu 36, 17. Stella Kristjánsdóttir, kennari, Hábergi 25, 18. Ólafur Árni Torfason, verkstjóri, Álfholti 34b, 19. Þórdís Bjarnadóttir, héraðs- dómslögmaður, Breiðvangi 5, 20. Árni Sverrisson, forstjóri, Hvassabergi 2,21. Ragnheiður H. Kristjánsdóttir, kennari, Fagra- hvammi 10 og 22. Þorgeir G. Ib- sen, fyrrverandi skólastjóri, Sævangi 31. Samgönguráðherra um hugsanlega einkaframkvæmd á Sundabraut Ráðuneytið opið fyrir viðræðum „AÐ mínu viti er ekki skynsamlegt að ráðast í Sundabraut nema í tengsl- um við ný byggingarsvæði borgar- innar í Geldinganesi og Áifsnesi en auðvitað er samgönguráðuneytið op- ið fyrir viðræðum við Reykjavíkur- borg um það að ráðist verði í fram- kvæmdirnar með einkafjármögnun," sagði Halldór Blöndal samgönguráð- herra aðspurður um þá tillögu sem tveir borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna lögðu fram í borgarráði í fyrradag. Hugmynd borgarfulltrúanna Árna Sigfússonar og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar gengur út á að kannað verði hvort mögulegt sé að ráðast í einkaframkvæmd á Sundabraut, þ.e. að verkið verði fjármagnað utan vegaáætlunar og að ríkið greiði fram- kvæmdaaðila til baka á ákveðnum tíma með notkunargjaldi í einhverju formi og eignist með því mannvirkið. Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að á síðustu ái'um hafi komið æ betur í ljós að ógjörningur sé að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum í samgöngum á höf- uðborgarsvæðinu með hefðbundnum framlögum vegaáætlunar. Því hafi ráðuneytið og Vegagerðin hafið at- hugun á því fyrir nokki'um árum hvort einkafjármögnun gæti komið til skjalanna í einhverjum tilvikum. Hagkvæmasta leiðin fundin „Rannsóknir á Sundabraut eru í fullum gangi, menn telja að hag- kvæmasta leiðin sé fundin og það fer síðan eftir áherslu í framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og stöðu vegasjóðs hvernig haga mætti end- urgreiðslu verði ráðist í fram- kvæmdina með þessari aðferð," sagði ráðherra. Borgarstjóri um einkaframkvæmd vegna Sundabrautar List agætlega á möguleikann „MER líst ágætlega á það að skoða möguleikann á einkaframkvæmd á Sundabraut enda hefur alltaf verið gengið út frá því að hún yrði fjár- mögnuð með sérstökum hætti,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um þá tillögu sjálf- stæðismanna sem fram kom í borg- arráði í fyrradag um að ráðist verði í framkvæmdir við Sundabraut með einkafjármögnun. Borgarstjóri vakti athygli á að í skýrslu borgarverkfræðings og Vegagerðarinnar um framkvæmd- ina, sem kynnt var í október, hefði verið fjallað um þessa leið og svo væri einnig í tillögum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um for- gangsröð framkvæmda á vegaáætl- un. „Mér finnst hins vegar ekki réttur skilningur hjá tillögumönn- um að Sundabraut sé ekki á dag- skrá fyrr en eftir 12 ár, þótt hún sé ekki á vegaáætlun, því vegna þess að menn nafa alltaf gengið út frá sérstakri fjármögnun þá hefur aldrei verið gert ráð fyrir að hún kæmi með venjulegum hætti inn á vegaáætlun því þá myndi hún gleypa allt vegafé á suðvesturhorn- inu,“ sagði borgarstjóri einnig. Hún vildi einnig setja mikinn fyrirvara við þá hugmynd að skattleggja íbúa þeirra hverfa sem nytu góðs af þessu samgöngu- mannvirki. „Ef greiða á veggjald til dæmis á tengingunni yfir Kleppsvík er það orðið skattur á Grafarvogsbúa og í mínum huga kemur slíkt ekki til greina. Það er ekki hægt að skattleggja hluta borgarbúa vegna slíkra fram- kvæmda," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að lokum. Álitsgerð um Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur Sameining orkufyrirtækj- anna veitir yfírburðastöðu í ÁLITSGERÐ frá starfshópi Reykjavíkur- borgar um sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem lögð var fram í borgarráði í vikunni, er lýst bjartsýni um að orkufyrirtæki Reykjavíkur muni eiga frum- kvæði að mikilvægum rannsóknar- og þróunar- verkefnum, sem gætu leitt til hagkvæmari orku- notkunar og fjölbreyttari atvinnu í Reykjavík. Slíkt fyrirtæki hefði yfirburðastöðu í samkeppni innlendra orkufyrirtækja og gæti einnig haslað sér völl á erlendum vettvangi. Sameinað fyrir- tæki með sterka og viðsýna forustu væri mun betur undir frjálsan innlendan og erlendan orkumarkað búið, segir í álitsgerðinni. I álitsgerðinni, sem unnin er af Einari Tjörva Elíassyni, yfirverkefnisstjóra Rannsóknarsviðs Orkustofnunar, Ingvari Birgi Friðleifssyni, for- stöðumanni Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Sveinbirni Björnssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Háskóla Islands, er bent á að íslensk stjórnvöld hafi ásett sér að endur- skoða skipan orkumála með það að meginmark- miði að koma á aukinni samkeppni í vinnslu og sölu orku á næsta áratug og að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins verði breytt í hlutafélög. Vinnsla, flutningur, dreifing og sala orku verði aðskilin og samkeppni innleidd um orku- vinnslu og orkusölu. Einnig verði kannað hvort hagkvæmt reynist að tengja íslenska raforku- kerfið við raforkukerfi Evrópu með sæstreng og opna þannig fyrir orkuviðskipti við Evrópu- markað. Áhyggjur af umhverfismáium Tekið er fram að vaxandi áhyggjur af um- hverfismálum á alþjóðavettvangi muni setja þjóðum skorður um orkunotkun. Leitað verði leiða til að draga úr loftmengun sem fylgir orku- vinnslu og orkunotkun. Bent er á að atvinnu- hættir og lífsvenjur íslendinga krefjist mikils eldsneytis í samgöngum og því yrði sérlega áhugavert að finna hagkvæmari leiðir til að minnka loftmengun frá farartækjum. I ljósi breyttra viðhorfa sé nauðsynlegt að íslensk orkufyrirtæki noti breytingaskeiðið til að búa sig undir samkeppni og þau sóknarfæri, sem veitast á frjálsari orkumarkaði undir þeim tak- mörkunum, sem strangari umhverfislöggjöf mun setja. Þar muni þau fyrirtæki ná forustu sem hafa fjárhagslega burði og nægilega fag- lega breidd til að leiða rannsóknir og þróun með það að markmiði að nýta innlendar orkulindir á sem hagkvæmastan hátt og stuðla að nýjum tækifærum til fjölbreyttari atvinnu. Hugsanleg verkefni Bent er á hugsanleg verkefni sameinaðs orkufyrirtækis Reykjavíkur eins og nýtingu af- gangsvarma frá húshitun og fráveituvatni með aðstoð varmadælna, framboð á raforku, heitu vatni og gufu til iðnaðar, tilraunir með nýjar gerðir aflvéla í farartækjum og iðnaði og þróun aðferða til að framleiða eldsneyti með innlend- um orkugjöfum, nýting veitukerfa til flutnings upplýsinga til heimila og fyrirtækja og forusta í rannsókna- og þróunarverkefnum í erlendri samvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.