Morgunblaðið - 03.03.1998, Page 14

Morgunblaðið - 03.03.1998, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Lagt til að byggð verði tvö stór íþróttamannvirki fyrir haustið Tillaga um knattspyrnu- hús og skautahöll VERÐI tillaga fjögurra fulltrúa í bæjarstjóm Akureyrar um byggingu tveggja stórra íþrótta- mannvirkja samþykkt er stefnt að því að bjóða verkefnin út í vor og ljúka þeim fyrir næsta haust. Þórarinn E. Sveinsson og Oddur Helgi Hall- dórsson, Framsóknarflokki, Gísli Bragi Hjart- arson, Alþýðuflokki, og Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðisflokki, lögðu tillöguna fram á fundi bæjarráðs og vísaði það henni áfram til af- greiðslu í bæjarstjóm. Verður hún tekin til um- ræðu á fundi í dag, þriðjudag. Annars vegar er lagt til að hafin verði bygg- ing fjölnota íþróttahúss - knattspyrnuhúss - á svæði Iþróttafélagsins Þórs og stefnt að því að það verði tilbúið síðar á árinu. Hins vegar leggja þeir til að hafin verði bygging skautahúss á svæði Skautafélags Akureyrar og er einnig stefnt að því að það verði tilbúið á árinu. Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs, sagði að umræða um hús af þessu tagi hefði staðið yfir síðustu tvö kjörtímabil en nú væri málið komið á skrið. Að fenginni sterkri viljayfirlýsingu bæjarstjórnar Akureyi’ar væri ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir. Verkefnin yrðu þá boðin út í vor og unnið að þeim í sumar þannig að bæði húsin yrðu tilbúin næsta haust. Kostnaður um 250 milljónir Lagt er til að í framkvæmdanefnd sitji íþrótta- og tómstundafulltrúi, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og formaður framkvæmda- nefndar bæjarins en auk þess er gert ráð fyrir að byggingastjóri verði ráðinn. Fyrirhugað er að húsin verði keypt á kaup- leigu og nefnt að það gæti orðið gegmim við- skiptabanka bæjarins, Landsbanka íslands á Akureyri. Áætlað er að kostnaður nemi um 250 milljónum króna og kaupleigan verði greidd á næstu 10 árum eftir því hvernig öðrum fram- kvæmdum íþrótta- og tómstundaráðs miðar áfram. Einnig er gert ráð fyrir að_ sótt verði um styrk frá Vetraríþróttamiðstöð Islands vegna þessara framkvæmda. Akureyi’arbær verður eigandi bygginganna en lagt er til að rekstrar- samningar verði gerðir við Þór og Skautafélag- ið. Vinsælar íþróttagreinar Þórarinn nefndi að knattspyrna og skautaí- þróttir væru með vinsælustu íþróttagreinum í heimi. Með tilkomu húsanna myndi aðstaða batna til mikilla muna til að iðka þessar íþróttir allan ársins hring og gera yrði ráð fyrir aukn- um árangri í kjölfarið. Benti hann einnig á að húsin gætu nýst á ýmsan annan hátt og yrðu mikil lyftistöng t.d. hvað varðar ferðaþjónustu og eins gætu skólarnir í bænum haft af þeim not. Mj ólkursamlag KEA Leyfi til að flytja af- urðir til ESB-landa MJÓLKURSAMLAG KEA á Akureyri verður að líkindum fyrst mjólkursamlaga í land- inu til að fá leyfi til að flytja mjólkurafurðir til Evrópusam- bandslanda, en samlagið er nú komið á lista yfir þau mjólkur- samlög sem hafa leyfi til að flytja afurðir sínar inn til þessara landa. Leyfið verður væntanlega gefið út formlega næsta vor. Ólafur Jónsson dýralæknir og gæðastjóri hjá Mjólkur- samlagi KEA sagði að fyrir síðustu jól hefði samlagið ver- ið tekið út af þar til bærum að- ilum og uppfyllti það öll þau skilyrði sem sett eru fyrir slík- um útflutningi. Meðal annars er innan fyrirtækisins rekið fullkomið innra eftirlit og eng- inn mjólkurframleiðandi á samlagssvæðinu leggur inn mjólk með frumum yfír 400 þúsund í hverjum millilítra mjólkur að staðaldri en það er eitt skilyrðanna sem samlögin þurfa að uppfylla. Þá hefur samlagið uppfyllt öll skilyrði mjólkurreglugerðar sem í gildi er hér á landi. Öflugt vopn „Þetta er öflugt vopn í þeirri útflutningsumræðu sem verið hefur í gangi síðustu misseri," sagði Ölafur. „Þetta opnar þann möguleika að mæta innflutningi með út- flutningi þannig að við getum haldið okkar hlutdeild. Inn- flutningur á mjólkurafurðum er fyrirsjáanlegur, ef ekki kæmi til einhver útflutningur á móti verður bara um að ræða skerðingu á heildar- kvóta innanlands. Ef okkur tekst að sýna fram á gæði okkar fi-umframleiðslu opnast einnig möguleikar á útflutn- ingi til viðbótar við innflutn- inginn, en öll lítil viðbót skil- ar sér fljótt, því við þurfum ekki stóran markað,“ sagði Ólafur. 70 ár frá upphafí mjólkurvinnslu á Akureyri Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson FJÖLBREYTT úrval osta laðaði marga að borðinu. ÞÓRDÍS, dóttir Þórarins E. Sveinssonar mjólkursamlagssljóra, Fjölmargir kynntu sér mjólkursamlagið ÞAÐ VAR mikið fjör í Mjólkursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga á laugardag en í tilefni þess að 70 ár eru um þessar mundir liðin frá því mjólkurvinnsla hófst á Akureyri vai’ gestum boðið að koma og skoða sam- lagið. Starfsfólk kynnti þá íjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram en auk samlagsins er Smjörlíkisgerð KEA og Safagerð KEA einnig til húsa þar. Bömin fóru ekki tómhent heim, allir fengu glös með slag- orðinu „Mjólk er góð“ og tannbursta og þá fengu gestir að bragða á framleiðsluvömm samlagsins. Kirkjuvika Fyrirlest- ur um fjölskylduna FJÖLSKYLDAN og heimilið er efni fyrirlestrar sem Sigtryggur Jónsson sálfræðingur flytur í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöld. Yfirskriftin er fjölskyldan sem hópur og verður m.a. fjallað um fjölskyldugerðir og valdapýramídana innan hennar. Foreldrar fermingarbama era sér- staklega boðnir velkomnir. Kór Akureyrarkirkju syngur nokkur lög. Halla Jónsdóttir ræðir um sjálfs- styrkingu kvenna á mömmumorgni sem verður á morgun, miðvikudag frá kl. 10 til 12. Föstuguðsþjónusta verður svo um kvöldið kl. 20.30. Séra Magnús Gamalíel Gunnars- son, sóknarprestur á Dalvik, predikar. Kór Dalvíkurkirkju syngur, organisti og kórstjóri er Hlín Torfadóttir. Jeppi og sjúkrabfll rákust á Morgunblaðið/Þór Gíslason Tvö börn á slysadeild TVÖ böm vora flutt á slysadeUd Fjórðungssjúkrahússins á Ákureyri í gærmorgun, en þau voru í jeppa sem lenti í áreksti við sjúkrabfl aust- an megin í Víkurskarði. Meiðsl þeirra voru samkvæmt upplýsingum varðstjóra lögreglunnar á Ákureyri minniháttar. Tildrög óhappsins voru þau að snjóruðningstæki var á ferðinni og myndaðist mikið kóf umhverfis það. Sjúkrabíl frá Húsavík sem var að koma úr ferð til Akureyrar var ekið á eftir tækinu. Jeppa var ekið á móti og að sögn varðstjóra fipaðist ökumanni aksturinn er hann kom út úr kófinu og sá sjúkrabílinn skyndi- lega. Missti ökumaður stjórn á bíln- um og ók framan á sjúkrabflinn. Jeppinn er því sem næst ónýtur eftir áreksturinn, en skemmdir á sjúkrabflnum urðu ekki verulegar. Lögreglan Glugga- gægir gómaður KVARTAÐ var til lögreglu laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags yfir manni sem lá á gægjum á Brekkunni. Hafði lögregla uppi á manninum sem enga skýiángu gat gefið á háttsemi sinni en lofaði að láta af iðju sinni. Þá var tilkynnt um innbrot í Skíðaþjónustuna í gærmorg- un, en þar hafði verið spennt- ur upp gluggi og stolið skipti- mynt og einu snjóbretti. Nokkur erill var hjá lög- reglu aðfaranótt laugardags vegna ölvunar og tveir voru handteknir vegna grans um neyslu fíkniefna. Allharður árekstur varð á laugardagsmorgun á Drottn- ingarbraut en þar var ekið aft- an á bifreið við flugvallarveg. Þrír kvörtuðu um eymsli í hálsi og baki og vora fluttir á slysadeild. Okumenn í ófærð Ökumenn lentu í erfiðleik- um á Víkurskarði á sunnudag, en þá versnaði veður mjög. Kvaddi lögregla til Flugbjörg- unarsveit til aðstoðar öku- mönnum og fór bíll frá sveit- inni ásamt félögum í Hjálpar- sveit skáta á Akureyri og að- stoðuðu ökumenn í Víkur- skarði og Ljósavatnsskarði sem þar höfðu lent í mikilli ófærð. Námskeið um börn með athyglis- brest/ofvirkni KRISTJÁN M. Magnússon, sálfræðingur hjá Reyni-ráð- gjafastofu á Akureyri, í sam- vinnu við Þroskahjálp á Norð- urlandi efnir til námskeiðs um börn með athyglisbrest/of- virkni eða „hreyfi-, athygli-, og skynjunartruflanir". Það verð- ur haldið í Hvammshlíðarskóla á Akureyri næstkomandi laug- ardag, 7. mars og einnig laug- ardaginn 4. aprfl og er það ætl- að öllum þeim sem hafa með þessi börn að gera. Fyrri hluti námskeiðsins kallast Börn með athyglis- brest/ofvirkni, einkenni og greining, en þar er einkennum þessara barna lýst, alþjóðleg greiningarviðmið kynnt og far- ið yfir atriði sem skipta máli við greiningu. Síðari hlutinn kallast Börn með athyglis- brest/ofvirkni, aðgerðir og þar verður fjallað um hvernig vinna þarf með þessi börn heima og í uppeldisstofnunum, þannig að komið sé til móts við eðli þeirra og þarfir. Að auki er ráðgert að fara af stað með stuðningshóp fyrir foreldra barna með athyglis- brest/ofvh'kni þar sem við- fangsefnið er uppeldi þeirra og munu foreldrar deila frásögn- um af uppeldi eigin barna og leita leiða til að styðja hvert annað. Leiðbeinendur era Kri- stján Már Magnússon og Magnea Jónsdóttir sálfræðing- ar. Hópurinn mun hittast í Bröttuhlíðarskóla á Akureyi'i í nokkur skipti á miðvikudags- kvöldum, fyrst 11. mars næst- komandi. Þátttökutilkynningum þaxf að koma til Reynis-ráðgjafa- stofu, Hafnarstræti 95 á Akur- eyri, þar sem einnig fást nánari upplýsingar um námskeiðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.