Morgunblaðið - 03.03.1998, Page 23

Morgunblaðið - 03.03.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 23 ÚR VERINU Morgunblaðið/Sigurgeir ^ GUÐMUNDUR VE kemur til hafnar í Eyjum nokkuð „ísaður“. Ising til ama við loðnuveiðarnar Búið að frysta 12-13 þúsund tonn af loðnu fyrir markaðinn í Japan LOÐNUVEIÐAR gengu vel undan Ingólfshöfða í gær og veiðist loðnan allan sólarhringinn. Kuldi hefur gert sjómönnum erfítt fyrir og safn- ast mikil ísing á skipin. Frysting á Japansmarkað er nú í fullum gangi en loðnan þykir óvenju smá í ár og því fer mun minna af henni í verð- mætustu flokkana en áður. Möstrin margföld að breidd Loðnusjómenn hafa ekki farið varhluta af kuldakastinu frekar en aðrir landsmenn og hefur mikil ís- ing safnast á skipin á miðunum. Sig- urður Georgsson, skipstjóri á Heimaey VE, var á útleið frá Vest- mannaeyjum eftir að hafa landað þar fullfermi þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Sigurður seg- ir skipverja á Heimaey hafa verið tæpa fjóra tíma að berja ís af skip- inu áður en þeir gátu hafið veiðar í fyrradag. „Við vorum á útstími yfír nóttina og þá fór frostið upp í 15 gráður. Það var komið um 20 senti- metra íslag á rekkverkið og möstrin voru margfóld á breidd. Skipið var orðið mjög þungt og því ekki um annað að ræða en að berja ísinn af. Það hefði getað lagst á hliðina með stórt kast á síðunni," sagði Sigurð- ur. Upp í 70 loðnur í kílói Sigurður sagðist hafa fengið í skipið í þremur köstum og gefið þar að auki 300 tonn af síðasta kastinu. Sigurður segir loðnuna lélega. „Kerlingin er óvenju smá í ár. Við fengum aðeins einu sinni prufu með 60 loðnum í kflói og síðan allt upp í 70 loðnum í kílói. Þegar best lætur eru aðeins um 40 stykki í kflóinu. Við vitum hins vegar ekkert hvern- ig á þessu stendur en vera má að aðstæður hafi leitt til þess að loðnan hafi fengið minna að éta en venju- lega.“ Vantar verðmætustu flokkana Loðnufrysting á Japansmarkað er nú í fullum gangi. Þegar hafa verið fryst samtals á milli 12 og 13 þúsund tonn á Japan. Framleiðend- ur íslenskra sjávarafurða hafa nú þegar ftyst um 5.000 tonn en fram- leiðsla þeirra var um 5.800 tonn á allri síðustu vertíð. Munar þar mest um framleiðendur á Austurlandi en loðnufrysting á Japan fór að mestu leyti forgörðum þar á síðasta ári. Hjá framleiðendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafa verið fryst á milli 7 og 8 þúsund tonn á Japan en heildarframleiðsla á síðustu vertíð var um 14.000 tonn. Halldór Eyj- ólfsson, deildarstjóri hjá SH, segir að ekki hafi náðst að frysta eins mikið af loðnu á Japansmarkað eins og vonir stóðu til, einkum í verð- mætustu flokkana. Loðnan sé smærri en áður og því sé meira fryst á Rússlandsmarkað en ella. I gær var afli íslenskra loðnu- skipa kominn í um 167 þúsund tonn frá áramótum. Mest hefur verið landað af loðnu hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, alls um 26 þúsund tonnum. NAMMCO fundar í Reykjavik Ekki reiknað með beinum niðurstöðum VÍSINDANEFND NAMMCO sem eru samtök þjóða við Norður-Atl- antshaf um nýtingu sjávarspendýra fundar á Islandi þessa dagana og hefur til umfjöllunar ýmis málefni sem lögð voru á borð hennar á aðal- fundi NAMMCO í nóvember á síð- asta ári. í fréttatilkynningu frá NAMMCO kemur fram að á nóvem- berfundinum hefði verið farið yfir niðurstöður rannsókna á hlutdeild þriggja stórtækra rándýra, hrefnu, blöðrusels og vöðusels í lífríki Norð- ur-Atlantshafsins. Ein af niðurstöð- um fundarins var sú að þessar teg- undir kunni að hafa veruleg bein og óbein áhrif á stofnstærð ýmissa nytjafiska. Fundur vísindanefndarinnar nú er til undirbúnings næsta aðalfundi NAMMCO sem haldinn verður sið- ar á árinu, en þá stendur til að líta nánar á efnahagsþætti sem íylgja nýtingu sjávarspendýra og fiski- stofna og hvernig mismunandi fyr- irkomulag leiðir af sér breytilegar efnahagslegar niðurstöður. Á fundi vísindanefndarinnar verður m.a. fjallað um stofnstærð hrefnu og ástand vöðu- og blöðruselsstofna byggt á nýjum at- hugunum frá Jan Mayen-svæðinu og frá Grænlandshafi. Vísindamenn frá Kanada, íslandi og Noregi flytja fyrirlestra og munu niðurstöður fundarins verða kynntar á aðalfundi samtakanna sem fram fer í Ósló í september. Gunnar Stefánsson hjá Hafrann- sóknastofnun veitir undimefnd vís- indanefndarinnar, sem fjallar um þessi mál, forstöðu. „Við erum að fjalla um efnahagslega þætti sam- spils sjávarspendýra og fiskveiða. Þar sem þetta er fyrsti fundurinn um slík mál er ekki reiknað með því að fá neinar tölulegar niðurstöður á þessu stigi málsins, heldur miklu fremur ábendingar um hvernig unnt sé að vinna þetta dæmi áfram,“ sagði Gunnar. GRUÍIDIG Bestu verMn! erhjá okkir! ■ Taktu áshoruninni Sjðnvarpsmiðstöðin VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag Borpfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði.VESTFIHDIR: Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksfirði. Póllinn, Isafirði. NORÐURLAND: KF Sleingrímsljarðar, Hðlmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Hónvetninga, Blönduósí. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA, Dalvík. Bókval, Akureyri. Ijósgjafinn, Akureyri. KF Þingeyinga, Hósavik. Urð, Raufarhöfn. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa, Egllsstöðum. Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kauptún, Vopnafiröi. KF Vopnfirðinga, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyöisfirði.Turnbræður, Seyðisliröi.KF Fáskrúösfjarðar, Fáskrúðsfiröi. KASK. Djúpavogi. KASK, Höfn Hornafiröi. SUDURLAND: Rafmagnsverkstæöi KU, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Heimstækni, MlossiJÁJielfossUjáuiJjorlákJöfiUlriijin^^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.