Morgunblaðið - 03.03.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.03.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 23 ÚR VERINU Morgunblaðið/Sigurgeir ^ GUÐMUNDUR VE kemur til hafnar í Eyjum nokkuð „ísaður“. Ising til ama við loðnuveiðarnar Búið að frysta 12-13 þúsund tonn af loðnu fyrir markaðinn í Japan LOÐNUVEIÐAR gengu vel undan Ingólfshöfða í gær og veiðist loðnan allan sólarhringinn. Kuldi hefur gert sjómönnum erfítt fyrir og safn- ast mikil ísing á skipin. Frysting á Japansmarkað er nú í fullum gangi en loðnan þykir óvenju smá í ár og því fer mun minna af henni í verð- mætustu flokkana en áður. Möstrin margföld að breidd Loðnusjómenn hafa ekki farið varhluta af kuldakastinu frekar en aðrir landsmenn og hefur mikil ís- ing safnast á skipin á miðunum. Sig- urður Georgsson, skipstjóri á Heimaey VE, var á útleið frá Vest- mannaeyjum eftir að hafa landað þar fullfermi þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Sigurður seg- ir skipverja á Heimaey hafa verið tæpa fjóra tíma að berja ís af skip- inu áður en þeir gátu hafið veiðar í fyrradag. „Við vorum á útstími yfír nóttina og þá fór frostið upp í 15 gráður. Það var komið um 20 senti- metra íslag á rekkverkið og möstrin voru margfóld á breidd. Skipið var orðið mjög þungt og því ekki um annað að ræða en að berja ísinn af. Það hefði getað lagst á hliðina með stórt kast á síðunni," sagði Sigurð- ur. Upp í 70 loðnur í kílói Sigurður sagðist hafa fengið í skipið í þremur köstum og gefið þar að auki 300 tonn af síðasta kastinu. Sigurður segir loðnuna lélega. „Kerlingin er óvenju smá í ár. Við fengum aðeins einu sinni prufu með 60 loðnum í kflói og síðan allt upp í 70 loðnum í kílói. Þegar best lætur eru aðeins um 40 stykki í kflóinu. Við vitum hins vegar ekkert hvern- ig á þessu stendur en vera má að aðstæður hafi leitt til þess að loðnan hafi fengið minna að éta en venju- lega.“ Vantar verðmætustu flokkana Loðnufrysting á Japansmarkað er nú í fullum gangi. Þegar hafa verið fryst samtals á milli 12 og 13 þúsund tonn á Japan. Framleiðend- ur íslenskra sjávarafurða hafa nú þegar ftyst um 5.000 tonn en fram- leiðsla þeirra var um 5.800 tonn á allri síðustu vertíð. Munar þar mest um framleiðendur á Austurlandi en loðnufrysting á Japan fór að mestu leyti forgörðum þar á síðasta ári. Hjá framleiðendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafa verið fryst á milli 7 og 8 þúsund tonn á Japan en heildarframleiðsla á síðustu vertíð var um 14.000 tonn. Halldór Eyj- ólfsson, deildarstjóri hjá SH, segir að ekki hafi náðst að frysta eins mikið af loðnu á Japansmarkað eins og vonir stóðu til, einkum í verð- mætustu flokkana. Loðnan sé smærri en áður og því sé meira fryst á Rússlandsmarkað en ella. I gær var afli íslenskra loðnu- skipa kominn í um 167 þúsund tonn frá áramótum. Mest hefur verið landað af loðnu hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, alls um 26 þúsund tonnum. NAMMCO fundar í Reykjavik Ekki reiknað með beinum niðurstöðum VÍSINDANEFND NAMMCO sem eru samtök þjóða við Norður-Atl- antshaf um nýtingu sjávarspendýra fundar á Islandi þessa dagana og hefur til umfjöllunar ýmis málefni sem lögð voru á borð hennar á aðal- fundi NAMMCO í nóvember á síð- asta ári. í fréttatilkynningu frá NAMMCO kemur fram að á nóvem- berfundinum hefði verið farið yfir niðurstöður rannsókna á hlutdeild þriggja stórtækra rándýra, hrefnu, blöðrusels og vöðusels í lífríki Norð- ur-Atlantshafsins. Ein af niðurstöð- um fundarins var sú að þessar teg- undir kunni að hafa veruleg bein og óbein áhrif á stofnstærð ýmissa nytjafiska. Fundur vísindanefndarinnar nú er til undirbúnings næsta aðalfundi NAMMCO sem haldinn verður sið- ar á árinu, en þá stendur til að líta nánar á efnahagsþætti sem íylgja nýtingu sjávarspendýra og fiski- stofna og hvernig mismunandi fyr- irkomulag leiðir af sér breytilegar efnahagslegar niðurstöður. Á fundi vísindanefndarinnar verður m.a. fjallað um stofnstærð hrefnu og ástand vöðu- og blöðruselsstofna byggt á nýjum at- hugunum frá Jan Mayen-svæðinu og frá Grænlandshafi. Vísindamenn frá Kanada, íslandi og Noregi flytja fyrirlestra og munu niðurstöður fundarins verða kynntar á aðalfundi samtakanna sem fram fer í Ósló í september. Gunnar Stefánsson hjá Hafrann- sóknastofnun veitir undimefnd vís- indanefndarinnar, sem fjallar um þessi mál, forstöðu. „Við erum að fjalla um efnahagslega þætti sam- spils sjávarspendýra og fiskveiða. Þar sem þetta er fyrsti fundurinn um slík mál er ekki reiknað með því að fá neinar tölulegar niðurstöður á þessu stigi málsins, heldur miklu fremur ábendingar um hvernig unnt sé að vinna þetta dæmi áfram,“ sagði Gunnar. GRUÍIDIG Bestu verMn! erhjá okkir! ■ Taktu áshoruninni Sjðnvarpsmiðstöðin VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag Borpfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði.VESTFIHDIR: Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksfirði. Póllinn, Isafirði. NORÐURLAND: KF Sleingrímsljarðar, Hðlmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Hónvetninga, Blönduósí. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA, Dalvík. Bókval, Akureyri. Ijósgjafinn, Akureyri. KF Þingeyinga, Hósavik. Urð, Raufarhöfn. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa, Egllsstöðum. Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kauptún, Vopnafiröi. KF Vopnfirðinga, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyöisfirði.Turnbræður, Seyðisliröi.KF Fáskrúösfjarðar, Fáskrúðsfiröi. KASK. Djúpavogi. KASK, Höfn Hornafiröi. SUDURLAND: Rafmagnsverkstæöi KU, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Heimstækni, MlossiJÁJielfossUjáuiJjorlákJöfiUlriijin^^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.