Morgunblaðið - 03.03.1998, Side 29

Morgunblaðið - 03.03.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 29 •'"ntanjfln ei sa Ga ■> y m ^ é m <L*u'faaaas KVÍGAN í ævintýri Elsu Dóróteu Gísladóttur „Sólsetra á milli“, í sýningarsalnum Tuttugu fermetrum. Land numið og málað MYiVDLIST Tuttugu fermetrar INNSETNING ELSA DÓRÓTEA GÍSLADÓTTIR Opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá 15-18. Til 8. mars. Að- gangur ókeypis. OFT er gripið til myndlíkinga þegar verið er að lýsa afrekum listamanna, eins og t.d. að þeir hafa numið ný lönd, fært út landamæri listarinnar, helgað sér svæði o.s.frv. En ég man ekki eftir því að mynd- listarmaður hafi útfært slíka mynd- líkingu á jafn bókstaflegan hátt og Elsa Dórótea Gísladóttir (sem mun hafa iokið námi frá listaskólanum í Ensehede í Hollandi árið 1994) í gemingi sínum „Sólsetra á milli“. Laugardaginn 21. febrúar fór hún að fornum fyrirmælum Landnámu- bókar og leiddi kvígu milli allra helstu sýningarstaða höfuðborgar- svæðisins og nam land í íslenskum myndlistarheimi. í Landnámu segir að ekki megi nema stærra land en svo að kona geti leitt velfóðraða tvævetra kvígu kringum það vorlangan dag sól- setra á milli. Elsa hefur farið eftir þessum tilmælum, að vísu ekki með því að leiða lifandi kvígu, heldur smíðaði hún sér eina úr krossviði og blikki, setti á hana beisli og dró hana á staðina. Á sýningunni getur að líta þessa forláta kvígu, með hala og eyru á hjörum, auk Ijós- mynda sem teknar voru á gönguför þeirra. Fyrirmæli Lándnámubókar voru upphaflega til þess ætluð að setja hinum ágjörnu einhver takmörk, en ekki er ljóst hvar Elsa ætlar að láta staðar numið, þar sem hún hefur helgað sér alla helstu sýningarstaði á þessum slóðum. Kannski er kvíg- an trójuhestur hennar inn í íslensk- an myndlistarheim! Gallerf Fold MÁLVERK ÞORFINNUR SIGURGEIRSSON Opið daglega frá 10-18, laugardaga 10-17 og sunnudaga 14-17. Til 8. mars. Aðgangur ókeypis. Á máiverkasýningu sinni „Þögn“ í Galleríi Fold reynir Þorfinnur Sig- urgeirsson að lýsa trúarlegri íhugun og sálrænni ró. Margir hafa reynt að feta sömu leið, en hvernig á að sækjast eftir djúpu, trúarlegu inn- taki í myndlist? Með áhrifaríkri frá- sögn, með táknmáli, eða dulmagni lita og forma? Þorfinnur reynir að feta einhvem milliveg án þess að finna viðunandi úrlausn. Öll málverkin fimmtán, utan eitt, eru dumbrauð og sýna blóðrautt, draumkennt landslag í hálfrökkri. Stórir hringlaga steinar og egg svífa um í tómlegri óravíðáttu. I flestum þeirra koma fyrir tákn- myndir sem ráða má í, eggið tákn lífs og frjósemi, mávurinn tákn frelsis og stigi sem liggur upp á æðra plan. Formin eru þó mörg hver á mörkum hins óhlutbundna, sem gerir það að verkum að mynd- irnar vega salt á mörkum súrreal- ískrar myndlýsingar og óhlutbund- innar sýnar. Táknmyndirnar og fígúrurnar þröngva sér inn í þetta landslag sem boðberar merkingar, en fljóta um í hálfgerðu reiðileysi. Hlutfóllin í myndum virðist stund- um handahófskennd, því auð svæði á myndunum verða útundan eins og eyður sem á eftir að fylla út í. Til að trúarlegt inntak komist til skila þarf ekki síður að huga að eig- inleikum hins málaða yfirborðs, samhijómi efnis og anda, ef svo má að orði komast. Það var einna helst í myndum nr. 13, „Stöðnun", sem skar sig úr öðram vegna hins djúpa blágræna litar, og nr. 14, „Roði“, þar sem ríkir jafnvægi og kyrrð, bæði í myndbyggingu og áferð. Gullsiniðja IIansiiiii Jens MÁLVERK ÓLAFUR MÁR GUÐMUNDSSON Opið á verslunartíma. Til 7. mars. Aðgangur ókeypis. í herbergi inn af Gullsmiðju Hansínu Jens við Klapparstíg er nú að finna útstillingu á sautján akrýl- myndum á pappír eftir Ólaf Má Guðmundsson. Állt eru þetta litlar vinalegar myndir af landslagi og fígúram í landslagi, unnar af hóf- stillingu og natni. Landslagið er stílfært og litríkt, oft samhverft um miðju eins og kyrralífsuppstilling. Hér er ekki verið að leita eftir há- leitum boðskap eða dýpt í innihaldi, heldur eiga þær meira skylt við myndskreytingar og myndu sóma sér vel sem myndlýsingar í bók, veggspjöld eða póstkort. Ekki man ég eftir að hafa séð verk eftir Ólaf Má áður, en mér sýnist að sá fínlegi og Iitríki stíll sem hann temur sér gæti komið vel út í myndskreyting- um. Gunnar J. Árnason. Utvarp, segulband og 4 Ifátalarar \ Litað gler " Fimm höfuðpúðar Tvöfaldir styrktarbitar í hurðum Stillanleg hæð bílstjórasætis Frjókornasía Bílbeltastrekkjarar 8 ára ryðvarnarábyrgð Bja ára ábyrgð ■0- Bilheimar ehf Sævarhöföa 2a Sími:52S 9000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.