Morgunblaðið - 03.03.1998, Side 52

Morgunblaðið - 03.03.1998, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, ÁRSÆLL GRÍMSSON, Suðurbraut 16, ] Hafnarfirði, sem andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 23. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. mars kl. 13.30. Grímur Ársælsson, Maggý Jórunn Ársælsdóttir, Erla Ársælsdóttir, Ragnar Gíslason og afabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA JÓNSDÓTTIR, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Höfðakapellu, Akureyri, föstudaginn 6. mars kl. 15.00. Georg Tryggvason, Hersteinn Tryggvason, Bjarki Tryggvason og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SKÚLA MAGNÚSSONAR verkstjóra, Geitlandi 12, andaðist á Landakoti fimmtudaginn 19. febrú- ar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum góða umönnun og hjúkrun starfsfólks á deild 2-B, Landakoti. Ágústa Þórðardóttir, Guðlaug R. Skúladóttlr, Kristján G. Þorvaldz, Skúli K. Þorvaldz, Ólafur S.K. Þorvaldz. . + 'Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA KR. HANSEN, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 4. mars kl. 15.00 Gyða Hansen, Úlfar Guðmundsson, Jón Kr. Hansen, Ingibjðrg Júlíusdóttir, og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR frá Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir alúð og góða umönnun. Anton V. Jóhannsson, Inger Kr. Jensen. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við útför eiginmanns míns, stjúpföður okkar og afa, TRYGGVA GUÐMANNSSONAR vélstjóra, Skólagerði 65, Kópavogi. Stefanía Bjarnadóttir, Gunnar R. Jónsson og fjölskylda, Hilmar H. Jónsson og börn. MAGNÚS RAFN MAGNÚSSON + Magnús Rafn Magnússon Miroslav R. Mikulcak - var fæddur í Zlín í Móravíu, Tékkóslóv- akíu, 10. september 1927. Hann lést á Landspítalanum 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Maria og Josef MikulCak, skóverk- smiðjueigandi. Einkabróðir Magn- úsar er Vladimir, kvæntur Jarmilu. Magnús kvæntist 7.6. 1952 Elínu Kristjánsdóttur. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru: Anna Kristine, f. 7.3. 1953. Dóttir hennar er Eh'sabet Elín, f. 13.3. 1975. Ingunn, f. 23.9. 1955. Eiginmaður hennar er Trausti Bragason. Synir þeirra eru Daníel og Róbert. Eh'sabet, f. 28.12. 1958. Eigin- maður hennar er Jón Ágúst Ei- ríksson. Börn þeirra eru Katrín Þóra, Eiríkur Egill og Ingunn Anna. Magnús kvæntist 21.7. 1967 Eh'nu Jónu Ólafsdóttur, f. 11.9. 1946. Börn þeirra eru: Björg, f. 1.8. 1966. Eiginmaður hennar er Þorsteinn Guðmunds- son. Þau eiga einn son, Guðmund. Magnús Jaroslav, f. 21.4. 1969. Eigin- kona hans er Hug- rún Linda Guð- mundsdóttir. Synir þeirra eru Guð- mundur Orn og Bjarki Rafn. Dag- mar, f. 25.5. 1970. Magnús lauk stúdentsprófl frá „Tomás Bata Academy of For- eign Trade“ í Zlín í júní 1946. Hingað til lands kom hann 2. janúar 1947. Á fyrstu árum eftir komu Magn- úsar til íslands starfaði hann hjá Th. Beqjami'nsson, sem annaðist innflutning á skóm frá fyrirtæki föður hans, Hip-op f Zlfn. Sfðar varð Magnús forstjóri Sænsk-ís- lenska frystihússins. Sfðustu ár- in, meðan heilsa hans leyfði, starfaði hann við sjálfstæðan at- vinnurekstur. Magnús fékk ís- lenskan ríkisborgararétt áríð 1958. títför Magnúsar Rafns verður gerð frá Bústaðakirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það getur engan órað fyrir hvað brýst um í huga manns, sem ákveð- ur að yfirgefa ættjörð sína, fjöl- skyldu og ástvini. Pabbi okkar var aðeins nítján ára þegar hann yfir- gaf heimaland sitt, Tékkóslóvakíu. Þessi brottför var vandlega undir- búin, því það var hægara sagt en gert að fá vegabréf til að komast úr landinu. Vladimir, stóri bróðir pabba, hafði fyrir tilstilli vinar síns í utanríkisráðuneytinu í Prag tök á að fá vegabréfsáritun fyrir einn. Honum hefur þótt frelsið skipta pabba meira máli. Pabbi kom hingað í janúar 1947 og frá fyrstu stundu fannst honum hann hafa verið hér áður. Hann var fljótur að aðlagast íslenskum hátt- um. Hann kvartaði aldrei yfir veðr- áttunni, matnum eða íslenskum sið- um og þoldi illa útlendinga sem gagnrýndu allt sem hér var. Island tók pabba opnum örmum og í huga sínum var hann Islend- ingur. Það var honum þó sárt að þurfa að afsala sér nafni sínu og taka íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1958, sérstaklega þar sem margir af bestu vinum hans hér báru er- lend ættamöfn. En hann var stolt- ur af að vera íslendingur. Vissulega var pabbi allt öðruvísi en íslenskir pabbar. Engan annan pabba þekkjum við sem hvarf úr af- mælisveislum dætra sinna og birtist aftur í gervi skúringakonu eða töframanns. Engan annan pabba þekkjum við sem elskaði „hrekkjalómabúðir" og lét verða sitt fyrsta verk þegar við vorum í út- löndum að fara í slíkar verslanir og kaupa eitthvað til að stríða fólki með. Engan annan pabba þekkjum við sem nennti að horfa ótal sinnum á „Summer Holiday" í skoskum þorpum og láta sig hafa það að ganga um í netabol eins og Cliff Richard til að uppfylla óskir dætra sinna. Engan annan pabba þekkjum við sem stríðir dætrum sínum með því að segjast ætla að kaupa sér skotapils og hjóla í því í vinnuna. Pabbi átti líka „betlaraskó“, þar sem stóra táin stóð út úr rifnum plastskó og átti það til að mæta í honum í veislur, vitandi að enginn þorði að segja orð. Pabbi var húmoristi af guðs náð og kímnigáf- an yfirgaf hann ekki síðustu stund- imar. Við metum það mikils við pabba að hafa kennt okkur alla téklaiesku siðina. Ef við gerum eitthvað „óhefðbundið" sem fólk verður hissa á segjum við án þess að blikna: „Þetta er tékkneskur sið- ur.“ Pabbi lagði áherslu á hversu auð- ugir Islendingar væru að hafa fæðst hér og sagði að við Islending- ar mætum iðulega ekki það frelsi sem hér ríkir. Hann þekkti vel til valds Kommúnistaflokksins, sem hegndi foreldrum hans og einka- bróður fyrir flótta pabba. Helming- ur íbúðar þeirra í Zlín var tekinn af þeim og skóverksmiðja afa þjóð- nýtt, sem og húsið þeirra í Prag. Skólaganga Vladimirs bróður hans við verslunarháskólann í Prag fékk líka snöggan endi. Fegurð heima- lands pabba er stórkostleg - en hann sá ekki þessa fegurð daginn sem hann yfirgaf ættjörð sína. Þeg- ar hugurinn er heftur og einstak- lingsfrelsið ekkert er erfitt að sjá fegurðina sem umlykur okkur. Honum fannst ekkert land í heim- inum jafnast á við ísland. Hér vildi hann lifa og hér vildi hann deyja. Þegar hann fór síðustu ferðina til heimalands síns árið 1996, til að hitta bekkjarbræður sína á 50 ára stúdentsafmælinu, tók hann það loforð af okkur ef hann myndi deyja í Tékklandi að við flyttum hann „heim til íslands" og jörðuð- um hann í íslenskri mold. Enginn veit hvaða áhrif það hafði á pabba að yfirgefa landið sitt og fólkið sitt. Það hlýtur óhjákvæmi- lega að hafa sett mark sitt á sál þessa 19 ára unglings þótt hann hafi aldrei viljað ræða það. Það hlýtur að vera sárt að geta ekki hitt foreldra sína og einkabróður árum saman. Hann ræddi aldrei hvort hann væri með heimþrá, en stoltið ljómaði úr augum hans þegar hann var beðinn að bera tékkneska fán- ann við móttöku Havels forseta á Islandi í febrúar 1990. Það skein líka stolt úr augum hans siðasta morguninn sem hann lifði þegar hann horfði á landa sína verða ólympíumeistara í ísknattleik; íþrótt sem hann hafði sjálfur keppt í á unglingsárunum. Við systurnar viljum fá að þakka einstöku starfsfólki deildar 11-E á Landspítalanum fyrir hann pabba. Þau sýndu honum hlýhug og virð- ingu sem aldrei gleymist. Það var honum ómetanlegt að læknirinn hans, Þórarinn Sveinsson, skyldi vera nálægur síðustu stundimar hans. Þeim manni treysti hann og virti. Við kveðjum elsku pabba okkar í þeirri vissu að nú hafi hann samein- ast foreldrum sínum að nýju. Hálfr- ar aldar aðskilnaður er að baki og ekkert getur heft hann framar; ekki stjómarfar, landamæri eða veikindi. Auðvitað eigum við alltaf eftir að sakna hans pabba, en við vitum að hann hefur orðið hvíldinni feginn eftir margra ára þrauta- göngu. Sofðu vært, elsku pabbi. Við hitt- umst aftur. Guð geymi þig. Þínar Anna, Inga og Eb'sabet. Elsku afi minn, nú ertu loksins búinn að fá hvíldina, eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Það er sárt að sjá á eftir þér, en það er huggun harmi gegn að nú ertu aft- ur orðinn frískur, finnur hvergi til og getur gengið um Paradís með langömmu og langafa. Þú varst ekki nema nítján ára þegar þú flúð- ir heimalandið; landið sem var lok- að í fjörutíu ár vegna stjómar kommúnista, varst aðskilinn frá þínum nánustu og byrjaðir nýtt líf hér á íslandi, tókst upp nýtt nafn, lærðir nýja siði og nýtt tungumál. Þegar syrti að hefurðu eflaust oft notað bragðið sem þú kenndir mér þegar illa stóð á hjá mér: að loka augunum, sjá allt svart, ímynda sér lítinn, grænan depil sem verður stærri og stærri unz allt verður grænt. Nú er allt grænt í kringum þig elsku afi og þér líður loksins vel. Guð geymi þig og við sjáumst aftur. Þín Lízella. Skömmu eftir lok síðustu heim- styrjaldar kom hingað ungur flótta- maður fiá borginni Zlín í Tékkóslóvakíu að nafni Miroslav Randolph Mikulcak. Hann hafði flúið undan kommúnistum sem þar höfðu rænt völdum og uppnefnt fæðingarborg hans Gottwaldov. ís- lensk löggjöf um nafngiftir útlend- inga sem öðluðust ríkisfang kostaði hann síðar nauðugan viljugan skfrnamafnið og hér hét hann Magnús Rafn Magnússon. Hann var þekktur meðal vina og kunn- ingja sem Mikki. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman eftir að hann gekk í hjóna- band með Elínu Kristjánsdóttur, fóstursystur konu minnar, Elsu. Dætur þeirra þrjár, Anna Kristine, Ingunn og Elísabet, sem og þeirra fólk, urðu því og verða einnig hluti okkar fjölskyldu. En faðir þeirra fjarlægðist okkur nokkuð seinni ár ævinnar. Hér er Magnúsar minnst einkum frá því fyrr í tíðinni, en síð- an era reyndar liðnir fjórir áratug- ir. Það slær birtu gleðinnar yfir endurminningar um samverustund- ir í mörgum heimilisfagnaði í Reykjavík, laxveiðum og heimsókn- um til okkar í útlöndum. Magnús átti vissulega sterkar rætur á íslandi, en engum gat skjátlast um hversu heimalandið Tékkóslóvakía var honum kært. Vonbrigðin vegna þess að fjöl- skyldutengslin rofnuðu um langt árabil vom að sjálfsögðu mikil. Þó fór svo að lokum að foreldramir fengu heimild til stuttrar dvalar á Islandi í eitt skipti og þá hvort um sig í aðskildum ferðalögum. En að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.