Morgunblaðið - 11.03.1998, Page 8

Morgunblaðið - 11.03.1998, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR KANNTU brauð að baka? Jafningja- fræðslan hlýtur fjárstyrk LANDSBANKI íslands og Vátrygg- ingafélag Islands hafa undirritað samning um fjárstyrk til Jafningja- fræðslu Félags framhaldsskóla- nema. Með samningnum verða VÍS og LI aðalstyrktaraðilar Jafningja- fræðslunnar næstu þrjú árin. Samningurinn, sem var undirrit- aður í Hinu húsinu síðastliðinn laugardag, var gerður í tilefni af tveggja ára afmæli Jafningja- fræðslunnar og Flakk-ferða. Þess- ara tímamóta var einnig minnst með ýmsum uppákomum, svo sem snjóþoturalli í Artúnsbrekku og veggmyndakeppni í Hinu húsinu. Morgunblaðið/Golli AXEL Gíslason, forsljóri VÍS, Hildur Sverrisdóttir, framkvæmda- stjóri jafningjafræðslunnar, og Halldór Guðbjarnarson bankastjóri undirrituðu samninginn. 2X100 W.RMS surround. • Stafrænl útvarp með FM / AM / LW 40 st. mlnnl m/RDS. • Þriggja diska spilarí • Forstilltur tónjafnari m/5 mlnnum • Tlmastllllr f vakjari • Tvöfalt segulband • FJarstýring • 8” Bassa hátalari ■\<+. B&JBílÚÉLzjim □QLBY SURROUND 2X25 W.RMS framht. - 2X10 W.RMS miðjuht. - 2X10 W.RWS bakht. • Stafrænt útvarp með FM / AM / LW 40 st. mlnni m/RDS. • Þrlggja dlska spilari • Forstilltur tónjafnari m/5 minnum • Heima bíó • Tímastillir + vekjarl • Tvöfalt segulband _____________•FÍarStýrln9V BRÆÐURNIR DJ ORMSSON HF UMBOÐSMENN Reykjavfk Byagt og Búiö. Vesturland: Málningarbjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, ,i. Guoni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestfirðlr: Gei ‘ n.. Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestflrftir: Geirseyjarbúöin, Patreksfiröi Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, (safiröi. NorAurland: Kf. V-Hún.. Hvammstanaa, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga. Húsavik. Austuriand: Kf. Héraösbúa, Egilsstööum. . -nn nor.n Verslunin Vlk, Neskaupstaö. Vélsmiöian Höfn. SuAurland: Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavlk. Rafborg, Grindavik. I Glötum við golfstraumnum? Sitjum á suðupottinum Árný Erla Sveinbjörnsdóttir GLOTUM við golf- straumnum? var yf- irskrift fyrirlesturs sem Amý Erla Svein- bjömsdóttir jarðfræðingur flutti í Háskólabíói síðast- liðinn laugardag. Fyrir- lesturinn var annar í röð nokkurra fyrirlestra sem Sjávarútvegsstofnun Há- skóla íslands stendur íyrir um þessar mundir í tilefni af ári hafsins. - Glötum við golf- s traumnum? „Eg vil hvorki neita né játa þessari spurningu heldur nálgast ég hana út- frá niðurstöðum sem fengnar em frá ískjörnum úr Grænlandsjökli. Þau gögn sýna að miklar sveifl- ur hafa átt sér stað í veður- fari á liðnum árþúsundum. Þessar sveiflur voru sérstak- lega miklar á síðasta jökulskeiði en það hófst fyrir 100.000 ámm og endaði fyrir 11.000 áram. Það er líka greinilegt samband milli rykmagns í ísnum og hitafars. Mikið ryk er í ísnum þegar kalt er og hefur það verið skýrt með því að helkuldi jökulskeiðsins hafí einkennst af miklum storm- um og ryki í lofti. Umrædd gögn sýna líka að hita- sveiflumar hafí gerst mjög hratt og hraðar en menn höfðu áður gert sér grein fyrir.“ Árný Erla segir að síðasta jökulskeiði hafi lokið á nokkmm áratugum, sennilega innan við mannsævi. - Hvaða afleiðingar hafði það í för með sér? „Þá hlýnaði á Grænlandi um einar 20 gráður og veðurfarið breyttist mjög hratt. Til dæmis jókst ákoma á jökulinn gífurlega á einungis þremur áram. Þetta em geysilega öflugar og djúpar veðurfarssveiflur en það er at- hyglisvert að þær em alls ekki einangraðar við Grænland held- ur sjást þær líka í öðram gögn- um og sérstaklega í djúphafs- kjörnum sem hafa verið boraðir í hafsbotninn.“ Árný bendh' á að djúphaf- skjarnarnir segi líka geysi- merkilega veðurfarssögu. „Þeir sýna þessar sömu veðurfars- sveiflur og í Grænlandi og þær sjást ekki einungis í kjörnum úr Norður-Atlantshafi heldur sjást merki um þessar sömu sveiflur suður í höfum.“ - Hverjar eru orsakirnar fyr- ir þessum öru sveiflum? „Þeirra er helst leitað í mis- munandi hafstraumakerfí jarð- arinnar. Hafstraumakerfin geta verið mismunandi frá einum tíma til annars og þar með veð- urfarið sem þeir stjórna." Árný Erla segir að menn líti sérstaklega til Golfstraumsins því gögnin benda til að orsakabreytinganna sé að leita hér á norðurslóðum en hafi svo áhrif um allan heim. „Við hér á Islandi sitjum á suðupottinum ef svo má að orði komast. Það er djúpsjávar- myndun sem á sér stað fyrir norðan Island sem er svona mikilvæg. Ef hún stoppar ein- hverra hluta vegna þá hættir Golfstraumurinn að berast hing- að norður eftfr og helkuldi jök- ulskeiðs tekur við.“ - Hvernig röskum við þessu ferli? ►Árný Erla Sveinbjömsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún lauk BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands árið 1978 og doktorsprófí frá Bretlandi árið 1983. Árný Erla starfaði við jarð- fræðirannsóknir hjá Orku- stofnun til ársins 1986 og hef- ur upp frá því starfað á Raun- visindastofnun Háskóla ís- lands. Eiginmaður hennar er Öss- ur Skarphéðinsson þingmaður og ritstjóri og eiga þau eina dóttur. „Þessar sveiflur sem við sjá- um í ískjörnunum em af nátt- úrulegum toga og hafa ekki gerst vegna áhrifa mannsins." Ámý Erla bendir á að fylgni sé milli hitafars og magn koltví- oxíðs í ísnum. „Það er greinilegt samspil þar á milli en á síðustu öld hefui' jafnvægið raskast. Magnið af koltvíoxíði og öðmm gróðurhúsalofttegundum eykst stöðugt." Árný Erla segir að þeir sem era að rannsaka gróð- urhúsalofttegundir og áhrif þeirra hafi spáð því að hitastig á jörðinni aukist um l°-3° á næstu öld. „Við vitum ekki hvaða áhrif það hefur en vitum þó að veðra- kerfið er óstöðugt. Við höfum vísbendingar um óstöðugt veð- urfar á síðasta hlýskeiði sem var hlýrra en okkar eigið hlýskeið og sterkar vísbendingar um að því hafi lokið snögglega í miklu kuldakasti. Eins höfum við gögn um kuldakast fyrii- um 8.000 árum það er innan okkar eigin hlý- skeiðs. Þá kólnaði um einar 3°- 6° mjög snögglega og var kalt í um 200 ár. Það kuldakast var ekki einangrað við Grænland heldur sést það í kjömum á Norður-Atlantshafi sem þýðh’ að það náði víða.“ Ái-ný Erla bendir á að merki sjáist um óstöðugt veðurfar bæði á jökulskeiðum og hlý- skeiðum. „Veðurfarslíkön spá því að ef við hækkum hitastigið á jörðinni verulega geti það leitt til þess að hafstraumakerfin raskist eða breytist. Eins og við sjáum á sögunni hefur það gerst. Golfstraumurinn er okkar lífæð úr suðurhöfum og ef hann kæmi ekki hingað væri óbyggi- legt hér á landi.“ „ísland óbyggi legt án golf- straumsins“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.