Morgunblaðið - 11.03.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.03.1998, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR KANNTU brauð að baka? Jafningja- fræðslan hlýtur fjárstyrk LANDSBANKI íslands og Vátrygg- ingafélag Islands hafa undirritað samning um fjárstyrk til Jafningja- fræðslu Félags framhaldsskóla- nema. Með samningnum verða VÍS og LI aðalstyrktaraðilar Jafningja- fræðslunnar næstu þrjú árin. Samningurinn, sem var undirrit- aður í Hinu húsinu síðastliðinn laugardag, var gerður í tilefni af tveggja ára afmæli Jafningja- fræðslunnar og Flakk-ferða. Þess- ara tímamóta var einnig minnst með ýmsum uppákomum, svo sem snjóþoturalli í Artúnsbrekku og veggmyndakeppni í Hinu húsinu. Morgunblaðið/Golli AXEL Gíslason, forsljóri VÍS, Hildur Sverrisdóttir, framkvæmda- stjóri jafningjafræðslunnar, og Halldór Guðbjarnarson bankastjóri undirrituðu samninginn. 2X100 W.RMS surround. • Stafrænl útvarp með FM / AM / LW 40 st. mlnnl m/RDS. • Þriggja diska spilarí • Forstilltur tónjafnari m/5 mlnnum • Tlmastllllr f vakjari • Tvöfalt segulband • FJarstýring • 8” Bassa hátalari ■\<+. B&JBílÚÉLzjim □QLBY SURROUND 2X25 W.RMS framht. - 2X10 W.RMS miðjuht. - 2X10 W.RWS bakht. • Stafrænt útvarp með FM / AM / LW 40 st. mlnni m/RDS. • Þrlggja dlska spilari • Forstilltur tónjafnari m/5 minnum • Heima bíó • Tímastillir + vekjarl • Tvöfalt segulband _____________•FÍarStýrln9V BRÆÐURNIR DJ ORMSSON HF UMBOÐSMENN Reykjavfk Byagt og Búiö. Vesturland: Málningarbjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, ,i. Guoni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestfirðlr: Gei ‘ n.. Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestflrftir: Geirseyjarbúöin, Patreksfiröi Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, (safiröi. NorAurland: Kf. V-Hún.. Hvammstanaa, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga. Húsavik. Austuriand: Kf. Héraösbúa, Egilsstööum. . -nn nor.n Verslunin Vlk, Neskaupstaö. Vélsmiöian Höfn. SuAurland: Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavlk. Rafborg, Grindavik. I Glötum við golfstraumnum? Sitjum á suðupottinum Árný Erla Sveinbjörnsdóttir GLOTUM við golf- straumnum? var yf- irskrift fyrirlesturs sem Amý Erla Svein- bjömsdóttir jarðfræðingur flutti í Háskólabíói síðast- liðinn laugardag. Fyrir- lesturinn var annar í röð nokkurra fyrirlestra sem Sjávarútvegsstofnun Há- skóla íslands stendur íyrir um þessar mundir í tilefni af ári hafsins. - Glötum við golf- s traumnum? „Eg vil hvorki neita né játa þessari spurningu heldur nálgast ég hana út- frá niðurstöðum sem fengnar em frá ískjörnum úr Grænlandsjökli. Þau gögn sýna að miklar sveifl- ur hafa átt sér stað í veður- fari á liðnum árþúsundum. Þessar sveiflur voru sérstak- lega miklar á síðasta jökulskeiði en það hófst fyrir 100.000 ámm og endaði fyrir 11.000 áram. Það er líka greinilegt samband milli rykmagns í ísnum og hitafars. Mikið ryk er í ísnum þegar kalt er og hefur það verið skýrt með því að helkuldi jökulskeiðsins hafí einkennst af miklum storm- um og ryki í lofti. Umrædd gögn sýna líka að hita- sveiflumar hafí gerst mjög hratt og hraðar en menn höfðu áður gert sér grein fyrir.“ Árný Erla segir að síðasta jökulskeiði hafi lokið á nokkmm áratugum, sennilega innan við mannsævi. - Hvaða afleiðingar hafði það í för með sér? „Þá hlýnaði á Grænlandi um einar 20 gráður og veðurfarið breyttist mjög hratt. Til dæmis jókst ákoma á jökulinn gífurlega á einungis þremur áram. Þetta em geysilega öflugar og djúpar veðurfarssveiflur en það er at- hyglisvert að þær em alls ekki einangraðar við Grænland held- ur sjást þær líka í öðram gögn- um og sérstaklega í djúphafs- kjörnum sem hafa verið boraðir í hafsbotninn.“ Árný bendh' á að djúphaf- skjarnarnir segi líka geysi- merkilega veðurfarssögu. „Þeir sýna þessar sömu veðurfars- sveiflur og í Grænlandi og þær sjást ekki einungis í kjörnum úr Norður-Atlantshafi heldur sjást merki um þessar sömu sveiflur suður í höfum.“ - Hverjar eru orsakirnar fyr- ir þessum öru sveiflum? „Þeirra er helst leitað í mis- munandi hafstraumakerfí jarð- arinnar. Hafstraumakerfin geta verið mismunandi frá einum tíma til annars og þar með veð- urfarið sem þeir stjórna." Árný Erla segir að menn líti sérstaklega til Golfstraumsins því gögnin benda til að orsakabreytinganna sé að leita hér á norðurslóðum en hafi svo áhrif um allan heim. „Við hér á Islandi sitjum á suðupottinum ef svo má að orði komast. Það er djúpsjávar- myndun sem á sér stað fyrir norðan Island sem er svona mikilvæg. Ef hún stoppar ein- hverra hluta vegna þá hættir Golfstraumurinn að berast hing- að norður eftfr og helkuldi jök- ulskeiðs tekur við.“ - Hvernig röskum við þessu ferli? ►Árný Erla Sveinbjömsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún lauk BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands árið 1978 og doktorsprófí frá Bretlandi árið 1983. Árný Erla starfaði við jarð- fræðirannsóknir hjá Orku- stofnun til ársins 1986 og hef- ur upp frá því starfað á Raun- visindastofnun Háskóla ís- lands. Eiginmaður hennar er Öss- ur Skarphéðinsson þingmaður og ritstjóri og eiga þau eina dóttur. „Þessar sveiflur sem við sjá- um í ískjörnunum em af nátt- úrulegum toga og hafa ekki gerst vegna áhrifa mannsins." Ámý Erla bendir á að fylgni sé milli hitafars og magn koltví- oxíðs í ísnum. „Það er greinilegt samspil þar á milli en á síðustu öld hefui' jafnvægið raskast. Magnið af koltvíoxíði og öðmm gróðurhúsalofttegundum eykst stöðugt." Árný Erla segir að þeir sem era að rannsaka gróð- urhúsalofttegundir og áhrif þeirra hafi spáð því að hitastig á jörðinni aukist um l°-3° á næstu öld. „Við vitum ekki hvaða áhrif það hefur en vitum þó að veðra- kerfið er óstöðugt. Við höfum vísbendingar um óstöðugt veð- urfar á síðasta hlýskeiði sem var hlýrra en okkar eigið hlýskeið og sterkar vísbendingar um að því hafi lokið snögglega í miklu kuldakasti. Eins höfum við gögn um kuldakast fyrii- um 8.000 árum það er innan okkar eigin hlý- skeiðs. Þá kólnaði um einar 3°- 6° mjög snögglega og var kalt í um 200 ár. Það kuldakast var ekki einangrað við Grænland heldur sést það í kjömum á Norður-Atlantshafi sem þýðh’ að það náði víða.“ Ái-ný Erla bendir á að merki sjáist um óstöðugt veðurfar bæði á jökulskeiðum og hlý- skeiðum. „Veðurfarslíkön spá því að ef við hækkum hitastigið á jörðinni verulega geti það leitt til þess að hafstraumakerfin raskist eða breytist. Eins og við sjáum á sögunni hefur það gerst. Golfstraumurinn er okkar lífæð úr suðurhöfum og ef hann kæmi ekki hingað væri óbyggi- legt hér á landi.“ „ísland óbyggi legt án golf- straumsins“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.