Morgunblaðið - 09.04.1998, Side 6

Morgunblaðið - 09.04.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 FRÉTTIR Akbraut Gullinbrúar tvöfölduð í sumar Dregið verður úr óþæg- indum íbúa eftir föngum Morgunblaðið/Ásdís GRAFARVOGSBUAR kynna sér hvernig staðið verður að breikkun Gullinbrúar í sumar. Tvöföldun akbrautar lýkur í haust og ný brú verður smíðuð næsta vetur. BORGARVERKFRÆÐINGUR efndi til opins fundar með Grafar- vogsbúum á þriðjudag til að kynna fyrirkomulag á framkvæmdatíma við breikkun Gullinbrúar og frum- matsskýrslu vegna umhverfismats. Að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings var fundurinn haldinn til að komast í samband við næstu nágranna við framkvæmdina og gera þeim grein fyrir tímasetn- ingum og ýmsum praktískum atrið- um í sambandi við hana. Umhverfismat á framkvæmdinni er enn í opinberri kynningu og má gera athugasemdir til 15. apríl nk. Matið er hægt að kynna sér hjá Borgarskipulagi, hjá Skipulags- stofnun og á Foldasafni í Fjörgyn. Framkvæmdin felst í breikkun Gullinbrúar með nýrri akbraut vest- an við núverandi veg frá Stórhöfða og vestur fyrir Hallsveg og með nýrri brú vestan núverandi brúar. Stefán segir að vegna þeirra krafna sem gerðar eru til vemdar lífríkis og náttúru verði ekki hægt að byrja á brúarsmíðinni sjálfri fyrr en í október en útboðsgögn verði til- búin í maí. Hins vegar segist hann telja að með framkvæmdunum í sumar verði núverandi umferðartaf- ir úr sögunni. Hljóðmanir hækkaðar og gluggum breytt Annar þáttur umhverfismats er hljóðvist við íbúðarhúsnæði í ná- grenni framkvæmdarinnar. Stefán segir að hljóðmanir verði hækkaðar og hljóðtálmum bætt ofan á þær á nokkrum stöðum. Hann segir að þeir staðir verði nánar útfærðir í samráði við íbúa á hverjum stað. Auk þess segir hann að gera þurfi breytingar á gluggum á efri hæðum nokkurra húsa þar sem hávaði verði óþægilega mikill. í tvær til þrjár vikur í ágúst með- an gatnamótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar verður breytt verð- ur umferð hleypt framhjá hring- torginu um Lokinhamra og um hjárein af Gullinbrú inn á Fjall- konuveg og er sú útfærsla sýnd á meðfylgjandi korti. Ofbauð lokun Goethe-stofnunar í Reykjavík Bjóða íslendingi til Þýzkalandsdvalar RITSTJÓRI dagblaðsins Landes- zeitung, sem er stærsta fréttablað norður-þýzka sambandslandsins Schleswig-Holstein, gefið út í Ki- el, hefur ritað Morgunblaðinu bréf, þar sem hann lýsir hneyksl- an sinni á lokun Goethe-stofnun- arinnar í Reykjavík, sem hann frétti af í gegnum umfjöllun þýzka sjónvarpsins um hana. í bréfinu segist ritstjórinn, Christian Hauck, að hann og eig- inkona hans hafi ákveðið að leggja sitt af mörkum til að styðja við menningartengsl íslands og Pýzkalands með því að bjóða ung- um íslendingi að kynnast Þýzka- landi með því að þiggja ársdvöl á heimili þeirra hjóna. „Mér ofbauð þessi della, að stofnuninni skyldi lokað til að spara 350.000 mörk,“ sagði Hauck í samtali við Morgunblaðið. „Það er nú einu sinni svo, að við erum ekki vinsælasta þjóð Evrópu, og þess vegna tel ég að við ættum að leggja sérstaka áherzlu á að við- halda góðu sambandi við þær þjóðir sem eru opnastar fyrir vin- samlegum samskiptum við okk- ur,“ sagði Hauck, en af kynnum sínum af íslendingum við Kielar- háskóla að dæma telur hann þá al- mennt vinveittari Þjóðverjum en t.d. Dani eða Norðmenn. Þar sem eiginkona Haucks er finnsk hafa þau hjón haft finnskar au-pair-stúlkur hjá sér. Við þess- ar fréttir frá íslandi datt þeim í hug að breyta til og gefa ungum íslendingi kost á að dvelja hjá þeim og líta tíl með tveimur böm- um þeirra. „í boði er eigin íbúð, góðir vasapeningar, nálægð við stórborgimar Kiel og Hamborg, fjölbreyttir möguleikar á íþrótta- iðkun og þátttaka í þýzkunám- skeiðum,“ segir í bréfi þeirra. Gullinbrú Breytingar á umferð um gatnamót Gullinbrúar og Fjallkonuvegar vegna framkvæmda við gatnamótin ARNAR Jensson, aðstoðaiyfirlög- regluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Rannsókarlögreglustjóra, segir að grunsemdir hafi styrkst um að til- tekin málverk af þeim sem kærð hafi verið til embættisins séu fólsuð. Embættinu barst fyrir skömmu kæra vegna tveggja mynda sem eignaðar eru danska listmálaranum Asger Jom, eins stofnenda Cobra- listamannahópsins sem Svavar Guðnason var hluti af. Alls hafa því verið kærð 27 málverk til embættis- ins vegna gruns um meinta fólsun. Rannsókn nær lokum Arnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru en hins vegar sé Ijóst að það styttist í að rannsókn ákveðinna þátta máls- ins ljúki. „Rannsóknin er á frum- stigi varðandi margar þessara mynda en rannsókn varðandi sumar þeirra er komin lengra og þar sem fram hefur farið ítarleg tæknirann- sókn og rannsókn á ýmsum öðrum hliðum málsins, hefur granur um fölsun styrkst," segir Amar. Kæran var lögð fram á föstudag í seinustu viku. „Oskað er eftir opin- berri rannsókn á meintum fölsunum þessara verka og eins og það felur í sér jafnframt, að reynt verði að komast að því hver hafi gerst sekur um fólsun og fjársvik í tengslum við Grunur um falsanir hefur styrkst Morgunblaðið/Ámi Sæberg MYNDIRNAR tvær sem kærurnar beinast að. þetta enda fjársvik að selja gallaða vöra á háu verði,“ segir Amar. Embætti rannsóknarlögreglu- stjóra gerði þrjár húsleitir um miðj- an nóvember síðastliðinn vegna rannsóknar sinnar á meintum mál- verkafölsunum og í kjölfar þess var einn maður handtekinn, í fyrri hluta desembermánaðar, og hann yfir- heyrður vegna málsins. Rétt rúmt ár er síðan fyrstu kærur bárust vegna gruns um meinta fólsun og var um þrjú verk að ræða, en síð- an hafa 24 verk bæst við eins og áður sagði. Amar segir að það hafi haft áhrif á rannsókn málsins að mál sem þessi era mjög sjaldgæf hérlendis og ekki til staðar hefð fyrir rannsóknar- aðferðum í tengslum við þau. Einstök rannsókn „Þessi rannsókn er alveg einstök sem lögreglurannsókn," segir Arn- ar. „Erlendis era rannsóknir vegna þessara mála líka sjaldgæfar og hver með sínu sniði, þannig að erfitt er að koma málinu í sama farveg og venjuleg afgreiðslumál hafa. Það er þó kannski ekki aðalmálið þegar lit- ið er á tímann sem rannsóknin hef- ur tekið, heldur að hvert rannsókn- arskref sem hefur verið tekið er mjög tímafrekt, þar á meðal tækni- rannsóknir og að afla gagna erlend- is frá, staðfesta skýringar o.s.frv.“ MORGUNBLAÐIÐ Strandamenn undrandi á flutningi sýslumanna STJÓRN Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent Þor- steini Pálssyni dómsmálaráð- herra bréf þar sem lýst er yfir furðu á þeim hugmyndum að flytja sýslumanninn á Hólma- vík tíl Akraness og sýslumann- inn þar til Hólmavíkur. Stjórn Fjórðungssambands- ins sendi afrit af bréfinu til fjöl- miðla. Þar segir: „í dag hefur mátt heyra fréttir um tilfærsl- ur milli sýslumannsembætt- anna á Ströndum og Akranesi. Svo virðist sem dómsmálaráð- heraa sé búinn að ákveða að flytja sýslumanninn frá Hólma- vík til Akraness og sýslumann- inn þaðan til Hólmavíkur. Sú ákvörðun er undarleg í ljósi þess að dómsmálaráðherra hef- ur veitt sýslumanninum á Akranesi áminningu vegna starfa sinna. Með þessu er ekki verið að leggja mat á störf við- komandi sýslumanns. Fjórð- ungssamband Vestfirðinga, sem er samband sveitarfélaga á Vestfjörðum, vill koma því á framfæri við dómsmálaráð- herra að Vestfirðir era ekki annars flokks svæði sem hent- ar til að fiytja inn á embættis- menn sem að mati ráðherra hafa ekki staðið sig nægilega vel í starfi.“ Fangelsis- dómur fyrir nytjastuld TUTTUGU og tveggja ára gam- all Reykvíkingur vai’ í gær dæmdur í fjögurra og hálfs mánaða fangelsi fyrir að hafa rofið reynslulausn og hafa tekið í heimildarleysi bifreið fi-á húsi í Kópavogi í október í fyrra og ekið henni þaðan, án ökuréttar, til Reykjavíkur og aftur til baka. Maðurinn hefur sex sinnum sætt refsingu á áranum 1993 til 1997 vegna m.a. þjófnaðar, nytjastuldar, tílraunar til ráns og fíkniefnabrots, fjórum sinn- um verið dæmdur og tvisvar gengist undir sátt. Segir í dóm- inum að sakaferillinn bendi til einbeitts brotavilja. Finnur Torfi Hjörleifsson kvað upp dóminn. Sýknaður af ákæru um líkamsárás TUTTUGU og fjögurra ára gamall Garðbæingur var sýkn- aður í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær af ákæra um að hafa í apríl í fyrra veist að jafnaldra sínum í Austurstræti og veitt honum hnefahögg. Óþekktir fé- lagar ákærða hafi síðan fylgt árásinni eftir með höggum og spörkum með þeim afleiðingum að blóðæxli myndaðist í heila- stofni árásarþolans og sex tennur brotnuðu, auk annarra áverka. I niðurstöðum dómsins segfr meðal annars að í vottorði læknis komi fram að blóðæxlið í heilastofni sem getið var í ákæru hafi verið til staðar í mörg ár. Með öllu sé ósannað að þeir áverkar sem í ákæru greinir hafi verið af völdum ákærða þó svo að hann hafi við- urkennt að hafa slegið kærand- ann í andlitið. Með tilliti til framburðar vitna var lýsing ákærða á upp- töku átakanna lögð til grund- vallar í málinu. Dóminn kvað upp Ingibjörg Benediktsdóttir héraðsdómari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.